Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 10. maí 1978 Bls. 47-64 BREIÐHOLT Grunnur útisundlaugarinnar við Fjölbrautaskólann. „Það ætti að verða unnt að taka útisundlaugina við Fjölbrautaskólann í notkun á síðari hluta þessa árs, þó hún verði ekki endanlega fullbúin fyrr en einhvern tíma á næsta ári,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri í ræðu sinni á hverfafundinum f Breiðholti á sunnudag. Ljósm. Mbl.i Kristján. Útisundlaugin í notkun síðari hluta þessa árs „Breiðholtshverfin hafa byggzt upp með undraverðum hraða. Það gefur auga leið að þegar jafn mikill hraði er í byggingarframkvæmdum og raunin hefur orðið hér, þá er erfitt fyrir borgaryfirvöld að fylgja honum eftir með ýmsa þjónustu sem nauðsynleg er og íbúarnir óska eftir. Ég vil þó segja, að miðað við hve uppbyggingin hefur verið hér ör, þá hafi tekizt með undraverðum hætti að koma upp margvíslegum þjónustustofnunum og aðrar eru alveg á næstu grösum, svo og að ganga frá ýmsum framkvæmdum við götur og opin svæði. Við getum jafnvel séð að sjálfstæð sveitarfélög, sem hafa töluvert minni íbúafjölda en er nú í Breiðholtshverfunum og hafa verið við lýði árum og jafnvel áratugum saman, geta ekki enn boðið upp á þá þjónustu sem borgin þó reynir að bjóða upp á hér í Breiðholtshverfunum. Ég vil líka segja að mér hefur fundizt mjög mikill skilningur manna hér í Breiðholti á því að ekki er hægt að gera allt í einu og vera með fullskapaðar þjónustustofnanir í öllum greinum um leið og hverfin eru byggð upp.“... „Fyrir þennan skilning vil ég sérstaklega þakka,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í lokaorðum sínum á hverfafundi í Breiðholti á sunnudaginn. Fundurinn var haldinn að Seljabraut 54. Þar voru sæti fyrir 200 manns, en auk þeirra stóð fólk frammi við dyr og í gangi, þannig að vel á þriðja hundrað manns komu á fundinn. Að lokinni ræðu borgarstjóra beindu fundarmenn til hans fyrirspurnum og fara þær og svör hans við þeim hér á eftiri ÍR-svæði Fyrstu fyrirspurnina bar fram Kristinn Gíslason Torfufelli 29, og spuröi hann, hvað liði lóðaút- hlutun til íþróttafélags Reykjavík- ur og hvenær ÍR gæti hafizt handa um byggingu á svæðinu. „IR á að fá svæði í Suður-Mjódd, þar sem á að vera aðalíþróttasvæði fyrir Breiðholtshverfin öll,“ svaraði borgarstjóri. „íþróttaráð hefur nýverið samþykkt að mæla með því við borgarráð áð ÍR verði gefinn kostur á landsvæði úr íþróttasvæðinu í Suður-Mjódd. Endanleg stærð ÍR-svæðisins, mörk þess og fyrirkomulag mann- vikja verði ákveðin síðar og þess óskað, að félagið geri íþróttaráði grein fyrir því, hvaða mannvirki félagið hyggst reisa og eftir hvaða tímaáætlun. Ég vænti þess að borgarráð samþykki þessa tillögu íþróttaráðs, þannig að það eigi að vera alveg ljóst að IR fái ákveðið svæði fyrir sig sem félagið hafi þá veg og vanda af uppbyggingu á, að sjálfsögðu í samvinnu við borgar- yfirvöld varðandi skipulag og ákvarðanir um einstök mannvirki, sem reiknað er með að borgin Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu sína á hverfafundinum í Breiðholti. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. styðji þá eftir þeim reglum, sem þar um gilda, ef ÍR kýs sjálft að hafa þann háttinn á. Það er erfitt að segja til um það, hvenær hægt verður að hefja þarna framkvæmdir. Það verður örugglega ekki á þessu ári, en hugsanlega síðari hluta árs 1979. Það þurfa að eiga sér stað undirbúningsframkvæmdir á svæðinu sjálfu áður en hægt er að hefja þar mannvirkjagerð." Kristinn spurði einnig, hvað ylli „nánast 300% hækkun á bíla- stæða- og heimtaugagjöldum" og nefndi sem dæmi, að nú væru þessi gjöld 530 þúsund krónur fyrir 360 fermetra lóð við Hnjúkasel, en fyrir 1000 fermetra lóð á öðrum stað í Seljahverfi voru gjöldin í fyrra 178 þúsund krónur. Borgar- stjóri kvað nauðsynlegt að kynna sér hvert einstakt tilvik af þessu tagi til þess að geta gefið endan- legt svar. „En almennt mun aðalástæða slíks munar vera sú, að það hagar öðru vísi til á einum stað en öðrum. Heimæðagjöld eru greiðslur fyrir heimæð úr aðalæð inn að húsvegg og bílastæðagjöld eru greiðslur fyrir útlagðan kostn- að borgarinnar við gerð bílastæða, sem eru mismunandi dýr eftir því hvernig hagar til í einstökum hverfum og á einstökum stöðum. Kostnaðarmunurinn, fyrir utan almennar verðhækkanir, skýrist yfirleitt á þennan hátt.“ Skilmálar um frágang húsa og lóða hertir Valdór Bóason, Torfufelli 7, spurði hvað væri að frétta vegna kvartana út af húsinu Torfufelli 15, sem búið væri að standa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.