Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 57 fclk í fréttum 15 manns í einu hjólhýsi + Patrick Gallagher býr með konu sinni og 13 börnum í hjólhýsi. Fjölskyldan fluttist frá írlandi til Bretlands í von um betri lífskjör. En sú von hefur algerlega brugðist. Patrick Gallagher hefur verið atvinnulaus í langan tíma og fjölskyldan lifir á fé sem hún fær frá opinberum aðilum. Fjölskyldufaðirinn hefur mikinn áhuga á að verða sér úti um einhverja verkmenntun, en það hefur ekki tekist hingað til. Ástæðuna fyrir því hversu illa það gengur segir hann vera þá að hann sé fri, og þeir séu ekki vel liðnir í Bretlandi. Hann lætur ekki vel af því að búa með 13 börn í hjólhýsi og skyldi engan undra. HÆTTA Venjulegur matur er eitur. + Þessi áletrun er á skilti sem 15 mánaða stúlka, Barbara Eatwell, ber í hvert skipti sem hún fer út. Litla stúlkan er haldin ólæknandi sjúkdómi og lítill súkkulaðimoli eða brauðsneið gæti valdið dauða hennar. Til þess að fólk sé ekki að rétta að henni sælgæti eða annað verður móðir hennar að láta hana bera skiltið, þegar þær fara út á götu. Máltíð Barböru saman- stendur af 50 gr af út- þynntri mjólk, 250 gr af kartöflum og 50 gr af ávöxtum. Þetta er það eina sem hún má borða og það kemur til með að verða fæða hennar það sem eftir er ævinnar. — Barbara býr í Bretlandi og auk hennar eru 49 aðrir Bretar haldnir þessum sama sjúkdómi. Ástæðan fyrir sjúkdómn- um er sú að líkaminn er ekki fær um að brjóta niður vissar sýrur og þess vegna er allur venjulegur matur hættulegur. Sænski rithöfundurinn og reiknarinn Gunnar Brusewitz flytur erindi og sýnir eigin kvikmynd „Glántan dör av liv“, sem fjallar um skóglendi á norðurslóðum, miðvikudaginn 10. maí kl. 20:30. „Skog och sjö“ sýning á vatnslitamyndum, téikningum og grafíkmyndum eftir Gunnar Brusewitz í bókasafni 10.—21. maí. Verið velkomin. NORFÆNA HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Japanski þjálfarinn Yoshinhikó lura kennir. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13—22. Fyrir herra hefst 10. maí JÚDÓDEILD ÁRMANNS ÁRMÚLA 32. þak yðar Þá er rétti tíminn til að hafa samband við okkur og fá upplýsingar um Sarnafil þakefni. Gerum verðtilboð yður aö kostnaðarlausu. Sarnafil FRIÐRIK BERTELSEN LÁGMÚLA 7 S: 86266. farið að leka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.