Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 41 90 ára í dag: Sigurður Grímsson fyrrv. verkstjóri Á árabilinu 1883—1929 bjuggu sæmdarhjónin Ólöf Vilborg Sig- urðardóttir og Grímur Sigurðsson að Nykhóli í Mýrdal. Þau voru bæði Mýrdælingar og þar fæddist Vilborg, en svo var hún ávallt kölluð, í Pétursey árið 1861 og Grímur að Felli árið 1859. Þau Nykhólshjón dóu bæði í hárri elli í Reykjavík, Vilborg hinn 10. nóvember 1955 á 95. aldursári og Grímur hinn 26. októver 1949 á 91. aldursári. Þeim varð þrettán barna auðið og eru þau þessi í réttri aldursröð: Eyjólfur Þórar- inn, f. 1884, Sigurlín, f. 1885, Skúli, f. 1887, Sigurður, f. 1888, Stefánía Vilborg f. 1889, Þorsteinn, f. 1890, Grímur, f. 1892, Vilhjálmur, f. 1893, Ánna Valgerður, f. 1894, Steinþóra, f. 1896, Gruðríður, f. 1897, Kristján, f. 1900 og Siglinn, f. 1904. Af þessum stóra barnahópi eru fjögur enn á lífi og verður aldursforseti þeirra, Sigurður, sem fæddur er 10. maí 1888, 90 ára í dag. Vegna sérstakrar vináttu Sig- urðar og föður míns allt til andláts hans árið 1964 og við fjölskyldu mína bæði fyrr og síðar, er mér sérlega ljúft að senda frænda mínum nokkur kveðjuorð í tilefni af þessu merkisafmæli hans. Sigurður var fljótt dugnaðar- forkur eins og hann átti kyn til og byrjaði ’ snemma að stunda alla algenga sveitavinnu heima á Nykhól á sumrum eins og þá var siður og flestir bræðranna 'leituðu sér að atvinnu á vertíð í verstöðv- um suðvestanlands og við Faxaflóa strax og aldur leyfði, sem þá var 14 til 15 ár. Urðu þeir venjulega að fara fótgangandi um hávetur aí vályndum veðrum og þungar byrð- ar á herðum. Má geta nærri, að ekki hentaði heiglum að takast slíkar ferðir á hendur, sem oft voru hinar mestu svaðilfarir og líklegt þykir mér, að slíkt álag á ungar herðar yrði kallað vinnu- þrælkun í dag. Ekki skal henni mæld bót, en á hinn bóginn verður ekki séð, að þetta mikla álag hafi valdið andlegu né líkamlegu tjóni, enda vissast að einstaklingar eru misjafnlega vel undir slíkt búnir frá náttúrunnar hendi. Fyrsti farartálminn var Jökulsá á Sól- heimasandi, sem þá var óbrúuð, en er eins og kunnugt er eitt af stórfljótum landsins. Yfir hana varð að flytja menn og farangur og þurfti því trausta og vana vatna- hesta og góða fylgdafmenn til þess að þetta tækist slysalaust, en af hvoru tveggja var nóg til í Nykhól á þeim árum, sem margir ferða- menn nutu góðs af. En þótt Jökulsá væri að baki voru margar ár og hindranir eftir, sem þurfti að sigrast á, áður en komið var á áfangastað. Þegar á hann var komið, þurfti að herfast handa um að útvega sér skiprúm sem sjó- maður á skútu, en slík atvinna var ekki alltaf tryggð fyrirfram. Á þessum ferðum nutu ferða- menn gestrisni vina og kunningja og jafnvel fólks, sem þeir höfðu ekki haft kynni af áður. En þótt ferðalangar ættu alls staðar inn- angengt hjá fólki, þar sem gest- risni og samhjálp voru í hávegum höfð, gera íslenzk vetrarveður oft ekki boð á undan sér og þessvegna lentu þessir göngugarpar oft í hinum mestu svaðilförum, sem því miður höfðu stundum mannskaða í för með sér. En á þeim árum var ekki um neitt að velja eða hafna því að lífsbaráttap var hörð og boðorðið var að duga eða drepast, enda gefur það augaleið, að erfitt hefur verið fyrir Nykhólshjónin að láta enda ná saman með svo stóran barnahóp, en bót var í máli, að dugnaður og hagsýni voru mikil. Á þessum árum og fyrr fluttust margir íslendingar af landi brott fyrir fullt og allt vegna þess, að þeir sáu bókstaflega engin lífsskilyrði hér á landi eða eins og Örn Arnarson orðaði það svo hnyttilega: _Það var svo al|?en>ít hér áður að óttast hvert kotnandi vor ok sjálfKert. ef seint tæki (ram úr. að sálast úr skyrbjútt ok hor.“ En örlög réðu því, að ekki sáu allir þeir drauma sína rætast, sem lagt höfðu sinn skerf af mörkum til þess að leggja grundvöll að þeirri gullöld, er núverandi kyn- slóð hefur lifað á, en urðu að láta sér nægja að koma höndum sínum í náin kynni við hlumm og orf og lifa samt við sult og seyru. íslenzk þjóð þarf að átta sig betur á, að ekki hafa allir uppskorið ríkuleg laun erfiðis síns og að ekkert gerist af sjálfu sér. Þessvegna eiga hugsjónamenn horfinrfa kynslóða að skipa sérstakan heiðurssess í þakklátum huga okkar, I fjögur ár var Sigurður bóndi í Nykhól, en eftir að hann hleypti heimadraganum gerðist hann sjó- maður á skipum, sem gerð voru út frá Reykjavík, fyrst á skútum en síðar á togurum. Þessir togarar höfðu margir verið byggðir af vanefnum í fyrri heimsstyrjöld- inni og seldir síðar hingað til lands og var allur búnaður þeirra því svipur hjá sjón miðað við það, sem síðar varð. Eigi að síðar tókst okkur harðduglegu sjómönnum að gjörbreta atvinnu- og efnahagslífi þessa þjóðfélags og renna undir það þeim stoðum, er það hvílir á í dag. Á þessum árum á sjónum lenti Sigurður í einu mesta mann- skaðaveðri, er um getur við Island, svonefndu Halaveðri árið 1925, en þá var hann skipverji hjá Jóni Högnasyni á togaranum „Gull- toppi“. I þessu veðri fórust tveir togarar og margur góður drengur og vaskur sjómaður lét lífið. Þá reyndi á hugrekki og þor íslenzkrá sjómanna meir en oft áður og hefur mér verið tjáð, að eftir þessar hamfarir hafi ekki verið hægt að draga þessa eiginleika Sigurðar í efa. En þeir, sem lifðu af Halaveðrið, hafa ekki í annan tíma séð íslenzka náttúru fara meiri hamförum. Árið 1930 gerðist Sigurður verkstjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands og gegndi hann því starfi allt til ársins 1962, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sem verkstjóri tel ég, og hef af því nokkra persónulega reynslu, að Sigurður hafi notið sín með ágætum og hafði hann þá kosti til að bera í ríkum mæli, sem góður verkstjóri þarf að hafa. Einn þessarra kosta var frábær vinnu- alúð og stundvísi, sem fáir eða engir geta státað af nú til dags. í þau tæpu 33 ár, sem Sigurður var verkstjóri vantaði hann ekki svo mikið sem einn dag til vinnu og kom aldrei svo mikið sem mínútu of seint. Þetta er árangur, sem ekki er hægt að yfirstíga, en slíkir eiginleikar þykja víst ekki frá- sagnarverðir í dag, þegar alls konar skeytingaleysi er að sliga þjóðfélagið. Sigurður var bæði húsbóndahollur og tillitssamur við starfsfólk sitt, sem var flest um sláturtíðina og breytilegt frá einum tíma til annars. Ég hygg, að hann hafi með afbrigðum vel tryggt bæði réttindi starfsfólks og verið sér meðvitandi um þær kröfur, sem hinn oft óræði vinnu- veitandi átti á hendur starfsfólki og sameinað þannig og tryggt rétt beggja aðila. Einnig gat hann í þessu starfi haldið nánum kynnum við marga bændur þessa lands, ekki sízt sveitunga sína í Mýrdaln- um, en með mörgum þeirra tókust náin vináttubönd, sem eru hlý og traust enn þann dag í dag, enda hefur Sigurður ekki talið eftir sér, þegar þeir hafa þurft á hinni miklu greiðasemi hans og velvild í þeirra garð að halda. Á þessu tímabili í ævi Sigurðar kynntist sá, er þessar línur ritar, honum mjög vel miðað við, að „frændur eru ekki alltaf frændum beztir" og þann aldursmun, sem er með okkur: En tryggð Sigurðar við föður minn og hans heimili var slík, að einstætt má telja, og get ég fullyrt, að þessar einstöku tilfinningar bræðraþels og ein- lægrar vináttu voru gagnkvæmar. Kærleikur þeirra bræðra hefur ávallt verið mér gleðilegt undrun- arefni. Eitt af því fyrsta, sem ég man eftir, var sú ánægja og gleði, sem ríkti, er Siggi frændi kom í heimsókn og þá voru rifjaðar upp endurminningar úr Mýrdalnum og mörg atvik úr samskiptum stórrar og samhentrar fjölskyldu. Þegar ég varð eldri skildist mér, að það var ekki eingöngu upprifjun á gömlum og nýjum atburðum, sem skemmtan vakti, heldur einnig óvenjuleg og listræn frásögn Sigga frænda og er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei kynnzt skemmtilegri og listrænni frá- sagnarmanni en honum og við systkinin opnuðum bæði eyru og munn til þess að geta fylgzt sem bezt með frásögn hans. Nú er það vitað, að hughrif eru samsett úr mörgum þáttum, sem allir verða að vera samverkandi og geta verið breytilegir frá einum tíma til annars. En maður, sem aldrei missir marks, hlýtur að hafa mjög gott vald á öllum þessum þáttum og öll mín upp- vaxtarár minnist ég þess ekki, að Sigga frænda mistækist hin forna og eðla list. Og þessi list var ekki öguð með langri skólagöngu, heldur með- fædd og hert í amstri hversdags- ins. En auk þess, sem Sigurður rækti frændsemina við heimili föður míns eins og bezt varð á kosið, rétti hann okkur oft hjálparhönd, þegar erfiðleikar steðjuðu að á erfiðum tímum og vil ég nota þetta tækifæri til þess að ítreka þakkir mínar til hans fyrir það í stað þess að tíunda þær. Er það gert vegna þess, að jafnvel þeim opinskáu er Ferming í Heydala- prestakalli Staðasókn: Ferming í Staðar- kirkju á hvítasunnudag kl. 11 f.h. Prestur sr. Kristinn Ilóseasson. Páll Björnsson, Nausti. Hansína Sturlaugsdóttir, Heyklifi. Kristín Bjarney Ársælsdóttir, Laufási. Ileydalasókni Ferming í Heydala- kirkju á hvítasunnudag kl. 3 e.h. Prestur sr. Kristinn Hóseasson. Arnaldur Sigurðsson, Hlíðarenda. Aron Elfar Árnason, Ásvegi 27, Breiðdalsvík. Björgvin Hlíðar Pétursson, Þorvaldsstöðum. Áslaug Elísdóttir, Sæbergi 15, Breiðdalsvík. Hlíf Elfa Magnúsdóttir, Ásvegi 29, Breiðdalsvík. Kristín Sigríður Hannesdóttir, Skriðustekk. Sigrún Stefanía Ingólfsdóttir, Innri-Kleif. nauðsynlegt að eiga minningar, sem mundu missa gildi sitt, ef við þeim væri hróflað úr innsta hugskoti. Það fer varla á milli mála, að ytri aðstæður setja að meira eða minna leyti mark sitt að kynslóð- irnar og líf manna er eins og lotterí að því leyti, að það er undir hendingu komið, hvort einstakl- ingur lifir á hagstæðum tíma svo að meðfæddir hæfileikar fái notið sín viðkomandi einstaklingi og þjóðfélaginu til gagns og blessun- ar. Mörg eru eflaust þekkt og óþekkt dæmin „um lemstraðar listamannsgáfur, sem lyftu sér aldrei á flug.“ Aðlögunarhæfni einstaklinga er misnandi og 7eim, sem ekki tekst að aðlagast um- hverfi sínu og tíðaranda, mun varla heppnast að hljóta sinn réttláta skerf af lífshamingju. Meinlegri örlög er ekki hægt að hugsa sér. En þegar menn lifa tímana tvenna eins og þeir, sem nú eru komnir á efri ár, er aðlögunar- hæfnin ennþá nauðsynlegri, enda mun mörgum hafa orðið hált á þeim öru breytingum úr örbirgð í velsæld, sem íslenzkt þjóðfélag hefur tekið á skömmum tíma. Fáa menn hef ég þekkt, sem þessar breytingar hafa haft jafnlítil áhrif á og Sigurð Grímsson, sem sýnir, að hans sterku bein, er komu sér vel, þegar erfiðleikar steðjuðu að, eru einnig góð í velgengni og finnst mér eins og öll ytri áhrif, hvers eðlis, sem þau eru, hafi stælt huga hans og hönd. Við vitum vel, hverjum okkur ber að þakka slíka gjöf og það veit ég, að Sigurður hefur gert. Orlög eru ofin úr mörgum þáttum, en ef ég ætti að voga mér að nefna einn, sem hefur verið gildur í öllu lífshlaupi Sigurðar, þá mundi ég nefna vinnuna. Ég veit, að vinnan hefur verið frænda mínum mikils virði og meðfædd trúmennska hans á þeim vettvangi hefur verið frábær. Það er örugg- lega ekki hægt að hvílast betur en eftir velunninn vinnudag, þegar hrein samvizka og líkamleg þreyta sameinast um hvíld til þess að endurnæra líkama og sál. Ég er viss um, að Sigurður hefur alla sína mörgu vinnudaga getað geng- ið til náða í slíku ástandi. Sigurður hefur alltaf haft mik- inn áhuga á því, sem efst er á baugi í þjóðfélaginu á hverjum tíma og allt um háan aldur fylgist hann ótrúlega vel með þjóðmálum og hefur á þeim ákveðnar skoðan- ir. I öllu lífi sínu hefur Sigurður verið einstakur gæfumaður og hefur hans ágæta eiginkona, Elín Þorláksdóttir ættuð frá Hrauni í Ölfusi, átt sinn drjúga þátt í því. Myndarskapur hennar á öllum sviðum er til fyrirmyndar og er heimili þeirra á Langholtsvegi 76 svo, að á betri verður ekki kosöið. Bið ég þess, að honum verði ævikvöldið bjart og hlýtt í faðmi góðrar og samhentrar fjölskyldu, Sigurður verður að heiman í dag. Vilhjálmur G. Skúlason. ARCTA ER AÐDÁUNARVERT ARCTA matar- og kaffistelliö vekur óskipta athygli og aðdáun hvar sem þaö sést; — fyrir tallegar línu, frábaera hönnun og skemmtilega áferð. ARCTA fæst aðeins hjá okkur. A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.