Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 Engin þjóð hefur gert jafn mikið á jafn skömmum tíma innar. Beizkju vegna þess sem hann varð sjálfur að þola á stríðsárunum, er nazistar út- rýmdu nær allri fjölskyldu hans, og þessi reynsla hafi fyllt hann þvílíkri þráhyggju að hann sé staðráðinn í að áldrei skuli nokkur Gyðingur þurfa að ganga í gegnum þær raunir og þrengingar sem urðu hlutskipti meginþorra kynslóðar hans. Hann er svo sem ekki einn um að hafa þessa afstöðu. Hver einasti maður í Israel risi gegn því samkomulagi sem fæli í sér einhverja afarkosti fyrir Israel. Öllum er í mun að í slíkum samningi sé fyrst og fremst tryggt öryggi landsins. En svo ber á hitt að líta, að þar skilur einnig með mönnum: þeir eru langt frá því Gyðingar að líta á það sömu augum hvaða skilning beri að leggja í það og hvernig um hnútana skuli búið. Margir framámenn í Israel eru þeirrar skoðunar að mat Begins á aðstæðum sé ekki í takt við raunveruleikann og vilja ekki bera saman hernaðarlegt mikilvægi þessara staða sem hér er um að ræða. Vesturbakk- inn eða Júdea og Samaría eins og Begin kallar það og Gaza eru honum heilagir staðir af því að hann trúir því að þeir séu hluti af „guðlegri arfleifð" sem eng- inn Gyðingur megi afneita. Menaehem Begin er orðlagður fyrir hversu trúaður maður hann er. Hann er líka mikill öfgamaður og orðskrúðið allt sem af hans munni gengur er mikið. En þeir menn eru í Knesset sem eru trúaðri en Begin og halda langtum betur í heiðri forna siði Gyðinga. Þessir menn myndu margir hverjir glaðir gefa frá sér Vesturbakk- ann ef þeir tryðu því að örugg trygging fengist fyrir því að þá myndi friðurinn koma. Það er ljóst að yfir hinum fjölskrúðugu hátíðahöldum nú hvílir skuggi óvissunnar. Það er ekkert nýtt. En kannski er óvissan sárari vegna þess að nú þykjast menn hafa eygt friðinn og síðan hvarf hann og Begin gerir ekkert nema það að fá almenningsálitið í heiminum upp á móti sér. Um tíma var búizt við því að sú gagnrýni sem farin er að gera vart við sig í ísrael vegna einstrengingslegr- ar afstöðu hans yrði til að hann segði af sér. Var þá Ezer Weizmann sá sem sjálfsagðast- ur þótti eftirmanna hans. Hann er sagður snjall maður og skörulegur, vitur í bezta lagi að fróðra manna sögn, ákveðinn í að gæta hagsmuna þjóðar sinn- ar, en sveigjanlegri en Begin. Að svo stöddu er ekki útlit fyrir annað en Begin sitji enn um hríð. A afmælisdegi Israels beinir heimurinn vissulega sjón- um sínum þangað og metur þau afrek sem unnin hafa verið. Sumir eru þó kvíðnir. Þó svo að Begin muni leggja allt í sölurnar fyrir málstað Gyðinga og jafn- vel fórna fyrir það lífinu eru þeir til sem telja að það séu engin takmörk fyrir því hversu mikið ógagn sá maður getur gert, ef hann trúir því að það sem hann geri, sé í guðs nafni gert. Kannski megi bara sætta sig við þá tilhugsun að Miðaust- urlönd sé bólstaður kraftaverk- anna og fyrst eitt af þessum kraftaverkum gat komið Sadat til að fara til Jerúsalems, segja sumir, því skyldi þá ekki annað kraftaverk geta komið vitinu fyri>- M^nachem Begin? Þessa skemmtilegu mynd tók ól. K. Magnússon ljósm. Mbl. af þeim Bcn Gurion, þáv. forsætisráðherra ísraels og Ölafi Thors forsætisráðherra fslands, þegar sá fyrrnefndi kom hingað í opinbera heimsókn í ráðherratíð sinni. Með þeim á myndinni eru konur þeirra. Ben Gurion hefur oft verið nefndur „faðir Ísraelsríkis“ og ásamt með Goidu Mcir án efa í hópi þeirra baráttuglöðustu og kjarkmestu hugsjóna- og þó raunsæismanna sem mótuðu fyrstu ár ríkisins. Þessi þrjátíu ár hafa ekki verið samfelld martröð. Langt í frá. Uppbyggingarstarf Israela hefur verið með þeim hætti að til einskis annars er hægt að jafna. Ekki finnst öllum Gyð- ingum þó þær breytingar til bóta. Samyrkjubúskapurinn hefur dregist mjög saman, en hann var áður merk undirstaða í Israel. Utlit er fyrir að enn muni draga úr áhuga hjá ungu fólki í ísrael á slíkum búskapar- háttum á næstu árum. Nú eiga ísraelar sína millj- ónamæringa. í næsta nágrenni við þá búa enn frumherjarnir sem berjast enn við að draga fram lífið og skilja ekki til fullnustu hvernig þróunin hefur stokkið svona langt fram úr þeim. Árið 1948 voru meðallaun Israela um 50 ísraelsk pund á mánuði eða um 200 doliarar. Nú eru meðallaun um átta þúsund pund og verðgildi þeirra hefur rýrnað svo mjög að þessi upp- hæð er aðeins jafnvirði um 500 dollara. Golda Meir. Ilún var áttræð 1. maí sl. og hefur að mestu dregið sig í hlé. Þó er vitað að mjög er til hennar leitað af flokksbræðrum og hún varð ósjálfrátt mjög í sviðsljósinu þegar Sadat Egyptalandsforseti fór í Jerúsalemsferðina í nóvember. Þá sagði hún í samtali við Mbl. á Ben Gurion flugvelli, að í kveðjuskyni hefði hún sagt við Sadat. „Ég vona ég fái að lifa það að friður verði með þjóðum okkar.“ mW' v V. ;V ' / Wfk- l HH Ilvarvetna í ísrael verður vart hinnar ströngu öryggisgæzlu. Á baðströndum ganga vopnaðir verðir innan um strípaða sólbaðsdýrkendur. Ghaim Wiezmann, fyrsti forseti ísraels. Þegar Ísraelsríki var stofnað var Tel Aviv smábær. Þar þekktu allir alla. Nú er Tel Aviv stórborg með breiðstrætum, glæstum byggingum og umsvif- um. En við margt er líka að glíma. Innanríkisdeilur og geysilegur efnahagsvandi hafa tekið til sín mikið af orku þjóðarinnar. Auðvitað þarf eng- an að undra þótt smáþjóð á borð við ísrael eigi í vök að verjast á efnahagssviðinu þar sem svo gífurlegur hluti tekna verður að renna til hermála. En það breytir því ekki að efnahagur landsins veikist stöðugt, þrátt fyrir aukna framleiðslu í land- inu og mun svo fara áfram ef áfram verður nauðsynlegt að Hver verður framtíð ísraels þegar eldmóður framherjanna er kulnaður? ausa viðlika upphæðum til hermála og varna landsins og síðustu þrjátíu árin. Ungir ísraelar, sem nú spranga um breiðgötur Tel Aviv og kveina og kvarta undan hækkandi símreikningum og lélegri strætisvagnaþjónustu, eiga sjálfsagt erfitt með að sjá þá mynd fyrir sér sem blasti við árið 1948, þegar síma í Tel Aviv mátti telja á fingrum sér og tvær bensínstöðvar nægðu fyrir þau fáu farartæki sem skröltu um þröngar og holóttar göturn- ar. Isskápar voru óþekkt fyrir- bæri, loftkæling var nánast hvergi. Konur gengu lítt til hafðar. Samkvæmi árið 1948 var að koma saman á heimili vinar, sitja á sessum á gólfinu og dreypa á appelsínusafa, borða hnetur og tala um Israelsríki og kraftaverkið og friðinn sem kannski kæmi aldrei. Nú hefur þessi mynd breytzt og fáir drættir í henni þeir sömu og árið 1948. Bjór verður æ vinsælli í ísrael en mjög fáir Israelar neyta áfengis svo að umtalsvert sé. Engin ákvæði eru til dæmis um refsingu við akstur undir áhrifum áfengis, það myndi ekki svara kostnaði að setja slíka löggjöf, því að fáum myndi detta í hug að brjóta hana. Frumherjarnir bjuggu við þröngan kost í örlitlum íbúðum og létu sig ekki dreyma um eigið húsnæði. Ung hjón bjuggu í einu herbergi og þóttust góð. Nú vilja ung hjón fá sér þriggja eða fjögurra herbergja íbúð og mikið kapp er lagt á að eignast eigin íbúð. Það er líkt og hérlendis. Þriggja til fjögurra herbergja íbúð kostar um það bil milljón ísraelsk pund, eða um sextán milljónir íslenzkar. En sem framfarir og velmeg- un hefur aukizt og listir blómg- azt hefur ýmislegt siglt í kjöl- farið sem neikvæðara telst. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af því hversu mjög afbrot hafa færzt í vöxt. Svo að það er ekki aðeins utanaðkom- andi ógn sem að steðjar og það veldur þeim áhyggjum. Nú þegar Israel hefur verið sjálfstætt ríki í þrjátíu ár blasa nánast allir þeir erfiðleikar við því sem mannlegt ímyndunarafl getur gert sér í hugarlund. Síðast en ekki sizt blasir hin mannlega hlið við: þegar eld- móður frumherjanna kulnar, hvernig verður þá framtíð Isra- elsríkis. Frumherjarnir eru að falla frá, næsta kynslóð kibhutznikkanna heldur í horf- inu, en þegar lífsgæðakynslóð stórborganna kemur til, hvert verður þá framhald sögunnar? En eins og Gyðingar hafa lifað af munu þeir sjálfsagt finna á því sæmandi lausn líka. Og þessa hátíðisdaga ísraels- ríkis verður sjálfsagt sungið lagið sem ég heyrði á hvers manns vörum þessa óraunveru- legu daga í nóvember sl. og hefur áður birzt á því lausleg þýðing sem sakar ekki að endurtaka hér í niðurlagi og segir kannski allt sem segja þarf um málið: Kannski verður friður á morgun — Þá getum við setzt niður og talað um uppskeruna, kornið, daginn og veginn — um börnin okkar þá verður friður. Og ef dagurinn á morgun verður ekki bjartur kemur næsti dagur og þá verður kannski friður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.