Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 45 þingmaður þekki af eigin reynslu ýmis störf í þjóðfélaginu. Nú hefur þú verið forseti sam- einaðs alþingis, er það ekki viðbót við þingmannsstarfið? — Jú, það er nokkuð mikil viðbót og er ekki aðeins það að stjórna fundum sameinaðs alþingis heldur að hafa umsjón með ýmiss konar sýslan í Alþingi, mannaráðningar og launakjör. Öll þessi daglegu störf falla að sjálf- sögðu undir skrifstofu Alþingis, en samkvæmt þingsköpum eiga for- setar að sinna þeim einnig og taka ákvarðanir og hefi ég notið mjög ánægjulegs samstarfs við Þorvald Garðar Kristjánsson forseta efri deildar og Ragnhildi Helgadóttur forseta neðri deildar svo og skrifstofustjóra Alþingis Friðjón Sigurðsson. Margs konar mál eru send til afgreiðslu og umfjöllunar bæði frá innlendum og erlendum aðilum, erlendir þingmenn koma hingað í heimsókn og þeim þarf að sinna, okkar þingmenn fara einnig til útlanda og svo mætti lengi telja. Húsnæðismál þingsins eru líka nokkuð umfangsmikil, það þarf að skapa öllum þingmönnum og öðru starfsliði Alþingis starfs- aðstöðu og það er ekki auðvelt að leysa þessi húsnæðismál. Alþing- ishúsið er að verða 100 ára gamalt og það var byggt yfir 36 þingmenn. Nú eru þeir orðnir 60 og aðrir starfsmenn þingsins annað eins. Húsnæðismálin eru að komast á nokkurn rekspöl þar sem embætti húsameistara ríkisins hefur skilað frumhugmyndum að nýju þinghúsi og geri ég ráð fyrir að þær verði teknar til athugunar á næsta kjörtímabili og e.t.v. mjög snemma. Það hefur hingað til verið erfitt að ræða um þessi mál þar sem við höfum ekki haft neitt sérstakt í höndunum um þau, en nú geri ég ráð fyrir að það fari að komast skriður á þau. Hvað tekur við hjá þér á næstunni? — Eg hefi hugsað mér að sinna nokkuð þeim félagsmálastörfum sem ég hefi á vegum Búnaðar- félags Islands, en framtíðin sker úr um hversu lengi ég geri það og svo ætla ég að reyna að gera eitthvert gagn á mínu heimili í búskapnum, en þar .hefur eldri sonur minn tekið við forræði. Ég tel það hafa verið heldur stuðning fremur en hitt að hafa búið að bakhjarli, það var ekki að vita hvenær ég ylti út úr pólitíkinni og þingmaður verður að vera við því búinn að hverfa að öðrum störfum. eiga að líta á sig sem ráðsmenn, en ekki neina herra þingsins. Þá má nefna að mér finnst starfsað- staða þingmanna mun lakari en þar sem ég þekki til erlendis, þingmenn þurfa oft að leita til sérfræðinga með verkefni og sums staðar erlendis er t.d. hver þing- maður með einkaritara, en hér er aðeins einn starfsmaður fyrir hvern þingflokk, launaður af Alþingi. Þá vantar t.d. mikið upp á það að hver þingmaður hafi fullnægjandi húsnæðisaðstöðu. — Einnig mætti nefna nefnda- störfin. Mér finnst þeim ábótavant á þann hátt að nefndirnar fara of rólega af stað í þingbyrjun, en síðan fer allt í fljótræðisvinnu- brögð þegar þinglok nálgast. Á þessu þyrfti einnig að verða breyting. Hefur þú lagt megináherzlu á einhver sérstök málefni? — Mál hafa þróast þannig að ég hefi skipt mér af flestum málum en eitt var þó upphaf þess að ég hóf afskipti af stjórnmálum og það var krafa Bandaríkjamanna um 3 herstöðvar á íslandi til 99 ára, árið 1945. Það hefur alltaf verið efst í huga mínum að Islendingar setji sér það mark að hafa hvorki erlenda hersetu né erlendan at- vinnurekstur í landinu; við verðum að vera menn til að nýta auðlindir okkar sjálfir og láta ekki aðra um það. Heldurðu áfram stjórnmálaaf- skiptum þótt þú hættr nú á þingi? — Ég hef verið pólitískur alla ævi og geri ráð fyrir að láta í mér heyra öðru hverju. Það er erfitt fyrir mig að gegna fullu starfi vegna fötlunar og mun framtíðin ráðast nokkuð af því hvernig þær æfingar ganga sem ég er nú í. Hvernig er með andstæðinga á þingi, eruð þið líka andstæðingar eða óvinir utan þings? — Nei, það hefur tekizt mjög góður kunningsskapur með mér og mörgum andstæðingum á þingi, ég ber ekki heiftarhug til neins þó skoðanir fari ekki saman. Ég hef ekki blandað saman skoðunum manna og persónuleika, það er tvennt ólíkt. \br í Reykjavík Við bjóðum landsmenn velkomna til Reykjavíkur. Vekjum athygli á þeim sérstöku vorkjörum, sem við bjóðum nú á gistingu. Leitið upplýsinga, - hafið samband við okkur, eða umboðsskrifstofur Flugleiða um land allt. iaulHI Suöurlandsbraut 2. Sími 82200 HOTEL LOFTLEIÐIR Reykjavíkurflugvelli. Sími 22322 14 — 22 og auk þess sem sýnd eru verk nemenda verða verk- stæði skólans í gangi og má þar sjá vinnubrögð t.d. við grafík- myndir og keramikverk. Jafnframt þessari sýningu eru uppi á Mokka og í anddyri Kjarvalsstaða kynningar- sýningar, en þar gefst fólki kostur á að sjá hluta þess sem sýnt er í skólanum sjálfum, en aðalsýningin fer fram í öllu húsnæði skólans við Skipholt 1. í vikunni unnu nemendur við að koma upp sýningunni og er Mbl. leit þar við voru nemendur hinna ýmsu deilda önnum kafnir við að velja úr verkum sínum, hengja upp og koma öllu fyrir. Hildur Hákonardóttir skóla- stjóri sagði að þessar vorsýning- ar skólans væru ekki aðeins haldnar til að nemendur fengju tækifæri til að sýna og gestir að skoða verk þeirra heldur væri ein meginástæða þeirra sú að þannig lærðu nemendur að setja upp sýningar og fengju þannig dýrmæta reynslu. Nemendur eiga nokkur verk hver á sýningunni og velur nemenda- hópur hverrar deildar verk úr sínum hópi í samráði við kennara. Af einstökum verkum á Framhald á bls. 55 BlLAVERKSTÆÐIÐ JLTAKE Skemmuvegi 24 - Kópavogi Sími 7-32-50 Þjónusta fyrir rússneska bíla Bílaverkstæöiö LYKILL. Bílaverkstæðiö BILTAK. Bifreiöar og landbúnaöarvélar tilkynna hér meö, aö Bílaverkstæðið Bíltak er viðurkenndur þjónustuaöili fyrir rússneska bíla og mun eingöngu annast viögeröir og þjónustu á Lada, UAZ, Volga, Moskvich og GAZ. Bifreiðaverkstæðið Lykill h/f Smiðjuvegi 20, Kópavogi sími 76650. Opið frá kl. 7.30—18. Vélaviögeröir — Rafkerfi Stillingar Hemlaviögeröir — Ljósastillingar. J / Bílaverkstæðið LYKILL Bílaverkstæöið Bifreiöar og Landbúnaöarvélar h.f. tilkynna hér meö, aö Bílaverkstæöiö Lykill h.f. er viöurkennd- ur þjónustuaöili fyrir rússneska bíla og mun annast viögeröir og þjónustu á Lada, UAZ, Volga, Moskvich og GAZ. Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hí. Biírei Sudurlandshratil 14 - lli'ikjavík - Simi .liiiiOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.