Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 VlEP MORöJKf MrFINU 2 V/' rfe ' c 0 «2 ;4j 'Vs\Er/// GRANI göslari Ileiðraða samkoma, dömur mínar og herrar og hljóðnem- ar! Tilgangslaust að láta hann mála gólflistana, virðist mér? Þcr verðið að biðjast fyrirgefn- ingar á því að vekja fólk með þessum hætti um miðja nótt! Fyrsti maí í Reykjavík BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Samanhurður árangurs para sveitar eftir leik í íslandsmótinu á dögunum leiddi í Ijós sveiílu stiga á spili. þar sem ekki var við henni húist. Suður gaf og allir voru á hættu. Norður S. ÁD1053 II. D102 T. ÁK5 L. D3 Vestur Austur S. 02 S. 9874 II. K8ti H. Á754 T. G942 T. DIO L. G1085 L. Á72 Suður S. KG H. G93 T. 8703 L. K964 A báðum borðum varð suður sagnhafi í þrem gröndum eftir líkar sagnir. Og í báðum tilfellum var upphafið það sama; vestur spilaði út laufgosa, drottningu og ás en suður lét fjarkann. En þá skiidu leiðir. í opna herberginu spilaði austur til baka lauftvisti. Þetta vakti spurningu hjá sagnhafa. Átti austur tvö eða þrjú lauf í upphafi. Þessu var vandsvarað. En slaga- talning sýndi, að laufkóngurinn var áttundi slagurinn og þá þurfti j>ann níunda á hjarta. Eða hugsan- lega á lauf væri sexið látið og vestur spilaði aftur laufi. En það var heldur lítill möguleiki enda sýndi tvisturinn mest þrjú spil upphaflega í laufi samkvæmt aðferðum austurs og vestur. Og ekki mátti vörnin skipta í tígul of snemma. Allt benti því til þess að rétt væri að taka á kónginn. Það gerði suður. Fór í hjartað, austur tók á ásinn og spilaði aftur laufi. Einn niður. Á hinu borðinu spilaði austur til baka laufsjöinu. Suður lét níuna og vestur lenti í lítt öfundsverðri stöðu. Austur gat átt laufsexið og ekki virtist árennilegt að skipta í tígul. Spaðinn kom ekki til greina og ekki hjarta heldur því austur átti varla bæði spaðakóng og hjartaás. Að þessu athuguðu ákvað vestur að spila laufi og varð þá sexið níundi slagur suðurs. „Vel sofinn og vel hvíldur vaknaði ég klukkan 9 í morgun 1. maí. Eg er kominn heim fyrir tveimur dögum frá Ólafsvík á Snæfellsnesi; þar þóttist ég hafa verið vel liðtækur sem verkamaður í stóru fiskiðjuveri þessa vetrartíð og nú hlakka ég til að eiga 1. maí í Reykjavík. Eg snara mér á snyrtiherbergið, þvæ mér og raka mig og þegar ég stíg á baðvogina léttklæddur sé að ég er tveimur kílóum þyngri en ég var um seinustu áramót er ég fór til Ólafsvíkur, og fer mér það vel. Matráðskonan í Ólafsvík sagði við mig eitt sinn við sérstakt tæki- færi: „Það er betra að éta yfir sig en tala yfir sig.“ En í morgun er ég var kominn á matstofuna mína hugsaði ég mér að snúa á matráðs- konuna á þessum degi, borða lítið en kjafta heldur yfir mig. Klukkan er 13 og ég ætla mér að vera kominn á Lækjartorg eftir hálftíma, því ég skrópa í kröfu- göngunni. Ég tel mig vera nægjan- lega vel klæddan og ætla að rjúka af stað eins og ég er, en til að vera samstilltur deginum þá fleygði ég af mér skyrtu og bindi en fór í rauðu peysuna mína í þess stað. Lækjartorg erað verða þéttskip- að fólki, ég þrengi mér yfir götuna og að myndastyttu Kristjáns konungs, þar situr gamall maður með staf í hönd, þykka vettlinga á höndunum og svellþykka ullarhúfu á höfði. Mér leizt ekki of vel á þetta, geng að vegghleðslunni við götuna og þar sitja tvær 14 ára stúlkur og þær eru léttklæddar, fallega klæddar. Ég slæ létt á hné þeirra beggja og segi: „Verður ekki spennandi hér í dag, stelpur?" „Jú, áreiðanþlega," segja þær. Svona var Lækjartorg í dag, ellt frá gamalmennum að fallegu telpun- um og allt þar á milli, mörg þúsund manns, fallegt fólk, vel klætt fólk og gáfað fólk, Guðs sköpun. Halló, kalla telpurnar, fánafylk- ingin kemur. Jú, söngur verka- manna hljómaði með trommum og undirspili, hver tók sína stöðu og ræðumenn við ræðupall. Til mín snarast ungur maður sem er að dreifa áróðursplaggi fyrir Alþýðu- flokkinn. Ég les þetta fljótlega og sé og finn að þetta er ekki mín Biblía, sting því fljótlega í vinstri jakkavasann. En hvað kemur? Kona mikil að vallarsýn og fas- mikil, réttir rauða áróðurspésa og ■■■■■■■ [ MAÐURINN Á BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Siinenon Jóhanna Kristjnnsdóttir islen/kaði 41 við þeim. hann sagði blátt áfram. — Ég kem til að tala við yður um Louis Thouret. — Ég bjóst við því. Þó að hún va'ri döpur í bragöi var ekki að sjá að hún hefði grátið og hún var róleg og stillt vel. — Gerið svo vcl að fá yður sæti. — Þið voruð mjög góðir vinir. þér og Louis Thouret. var ekki svo? — Jú. honum þótti mjög vænt um mig. — Þótti mjög vænt um. ekki meira? — Kannski elskaði hann mig. Hann hafði aldrei verið hamingjusamur. — Var þe|ta samhand byrjað þegar þér unnuð hjá Kaplan? — Þér gleymið því að þá var maðurinn minn iifandi. — Reyndi hr. Loui.s ekki til við yður? — Ilann leit mig nákvæmlega sömu augum og aðrar konur sem þarna unnu og kom fram við okkur allar af prúðmennsku og afskiptalcysi. — Það er sem sagt seinna — eftir að fyrirta-kið hafði verið leyst upp. að þið hittust aftur? — Já. það var svona átta. níu mánuðum eftir að maður- inn minn dó. — llittust þið fyrir tilviljun? — Ég hýst við þér gerið yður grein fyrir. að maður getur ekki lifað af þeim lífeyri sem maður fær. Ég varð að fá mér vinnu. Meðan maðurinn minn liíði. vann ég oft úti tíma og tíma. En svo fékk ég vinnu fyrir meðalgöngu vinkonu minnar — við að vísa til sætis í Chateietkvikmyndahúsinu. — Svo að þar hafið þér ...? — Já einn daginn var síð- degissýning á „Umhverfis jörð- ina á 80 dögum.“ Ég man það vel. Ég þekkti Louis aítur þegar ég var að vísa honum til sætis og sama máli gegndi um hann. Annað gerðist nú ekki. En svo kom hann aftur. alltaf á siðdegissýninguna og þegar hann kom inn leit hann strax í kringum sig hvort hann sæi mig. Það leið nokkur tími á þennan hátt. því að auk sunnu- daga eru síðdegissýningar að- eins tvisvar í viku. Einu sinni spurði hann mig að sýningu iokinni hvort ég vildi koma með honum og við fengjum okkur drykk saman. Við borð- uðum svo kvöldverð í snatri, því að ég þurfti að vera á kvöldsýningunum. — Var hann þá með herberg- ið í Rue d’Angouleme? — Já. ég held það. — Sagði hann yður að hann hefði enga vinnu lengur? — Það bar nú víst ekki þannig að. Hann sagði bara að harni ætti alltaf frí síðdegis. — Og þér hafið aldrei fengið að vita hvað hann starfaði? — Nei. mér fannst ég ekkert leyfi hafa til að spyrja um það. — Talaði hann aldrci um konu sína og dóttur? — Jú. oft. — Ilvað sagði hann um þær? — Ja. það er auðvitað ekki gott að vera að hafa svoleiðis eítir. Þér vitið hvernig það er þcgar maður er ekki ánægöur í hjónabandi sínu og trúir manni fyrir... — Svo að hann var ekki sæll í hjónahandinu? — Nei og honum fannst mágar hans líta niður á hann. , — Ekki skil ég það. Maigret hafði fyrir löngu skilið það. en vildi fá hana til að segja frá. — Þeir höfðu báðir góða atvinnu og máttu íerðast ókeypis með járnhrautunum ásamt fjölskyldunum sínum hvenær sem þeim þóknaðist. — Og svo eftiriaun. — Já, þeir lágu Louis á hálsi fyrir að hann væri ekki metn- aðargjarn og að hann léti sér nægja að vera lagerverkstjóri. — Hvert fóruð þið saman? — Næstum alltaí á sama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.