Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 63 — Guðleysingjar einir... Framhald af bls. 48 14. Myrkur er ekki til. aöeins það að sjá ekki. 15. Gamansemi Guðs er ætluð okkur til upplýsingar, hún flettir hulunni af hégómaskapnum með því að sýna hann í ljósi fáránleik- ans. Ágirndina í ljósi verðbólgunn- ar, holdlegleikann í ljósi klámsins. frægðina í ljósi hverfullar lýðhylli, þekkinguna í Ijósi þjóðfélagsvfs- inda, samstöðu og samþykki f ljósi slagorðaglamurs — þetta sá Kierkegaard fyrir þegar hann sagði að tíu þúsund manns, sem hrópuðu sömu setningu, gerðu hana ósanna jafnvel þótt hún væri sönn. 16. Tvær hugmyndir vorra tíma, um framfarir og um jafnrétti, hafa reynst sérlega skaðlegar. Sú fyrri telur breytingar í sjálfu sér eftir sóknarverðar, sem eins og Euclid segir, er fáránlegt. og sú síðari er álíka gölluð. Mennirnir eru ekki jafnir en þeir eru bræður og systur, sem tilheyra sömu fjölskyldu og öll sköpuð í mynd skapara sfns. Hnignun hins vestræna manns liggur í breytingunni úr Bróður í Félaga. 17. Önnur skaðleg hugmynd er hamingjuleitin. sem skotið var inn í handarísku frelsisyfirlýsinguna í stað ákvæðis um verndun cignarétt- arins. Það er ekki hægt að öðlast hamingju með því að elta hana. ef það væri hægt, væri það ekki hamingjan. 18. Við lifum á tímum trúgirn- innar. Sjónvarpsauglýsingar auka til da^mis svo trúgirni fólks að hún verður meiri en svívirðilegasta hjátrú eða nokkur yfirnáttúruleg trú. Sá er trúir engu trúir í raun öllu. 19. Guðleysingjar eru þeir einu sem efast ekki. um leið og maður trúir fyllist maður einnig efa, efinn er ómissandi þáttur trúarinnar. Þegar allt kemur til alls getum við aðeins vonast eftir því að sjá ímynd sannleikans, en ekki sannleikann sjálfan. Það eru til sannar og ósannar ímyndir. Jesús cr sönn ímynd. 20. Alexander I. Solzhenitsyn segir að það finnist vart marxistar í kommúnistarfkjunum, sem ég geri ráð fyrir að sé rétt. Á hinn bóginn fjölgar þeim óðfluga f svokölluðum kapftalistalöndum. sérstaklega á háskólaheimavistum og f æðri stofnunum, á meðal presta og jesúfta, meðal leikra og lærðra og meðal sprenglærðra fjölmiðlunar- manna. Það væri táknrænt ef á sama degi og Marx væri loks kastað út um Kremlgluggann gæfu Vatfkanið og páfi út umburðarbréf um „De Necessitate Marxismi“, um nauðsyn marxisma. 21. Að verða gamall er í raun að þreytast. Bráðlega dett ég út af og sofna. Dásamlegt að geta teygt úr sér! 22. Aldrei hef ég efast um að tilvera okkar hér á jörðu eigi sér framhald. Mér finnst fráleitt að álykta að alheimurinn sé eingöngu leiksvið hinnar óendanlegu sápu- ópera sögunnar, með sömu persón- ur og kringumstæður, sem sífellt endurtaka sig. 23. Hversu hræðileg er ekki sú ómennska er mannskepnan býr yfir. Heródes lét lífláta saklausa en það er lftilf jörlegt miðað við barnamorð nútfmans, fólgin í lög- legri fóstureyðingu næstum alls staðar. Nú þegar hreyfingunni fyrir löglegum líknarmorðum vex ásmcgin verða aðgcrðir nasista aðeins svipur hjá sjón. Við réttar höldin í Niirnberg voru „líknar morð“ nazista dæmd sem stríðs- glæpir. Þannig tekur það þrjátfu ár að gera stríðsglæp að góðverki. 24. Virkilega friðsæll dagur frá morgni til kvölds er fágæti nú á dögum. 25. Á gamalsaldri fann heilagur Tómas Aquinas að hann komst ekki lengra með verk sitt Summa theologica þegar hann fjallaði um syndarefsinguna og að því er æviskrárritari nokkur skráði. hengdi heilagur Tómas hörpu sína á pílviðinni við ána vegna þess að hann hafði séð himnarfki bregða fyrir. Ég vildi að slíkt hið sama henti mig. Myndlistamaðurinn Nonni opnaði myndlistasýningu 5. maí s.I. á Laugavegi 25 og lýkur henni 26. maí n.k. Sýningin er opin daglega kl. 14.00—20.30. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 55., 56. og 57. tölublaöi Lögbirtingablaös- ins 1976 á Reynihvammi 3, þinglýstri eign Péturs Andréssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 19. maí 1978 kl. 10. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nýtt Nýtt Sumarvörurnar eru komnar Glæsilegt úrval af pilsum og blússum. Glugginn Laugavegi 49. Orð krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 10.00—10.15. Sent verður á stuttbylgju 31 metra, (9.5 MHZ.) Orð krossins, pósh. 4187, REYKJAVÍK. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 24., 26. og 29. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1977 á Ásbraut 5 — hluta, þinglýstri eign Gauts Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri, föstudaginn 19. maí 1978 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi Gerið ykkxir dagamun aAski t Opið alla helgina til hálf tólf á kvöldin eins og venjulega. ftSKUR Suðurlandsbraut 14 Laugavegi 28 Smd 38550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.