Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 16
48 49 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 i MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 hóp áhugafólks ár hvert og telst mikilvægur þáttur í starfi skólans. Fyrstu árin sem skólinn starfaði var miðað við tveggja ára nám í dagskóla en hefur nú þróast í fjögur ár hið minnsta, en að sjálfsögðu getur námið orðið lengra hjá einstökum líkt og gerist í öðrum skólum. Lenging námsins réðst af sjálfu sér með því að ekki þótti stætt á því að menn settust í hinar einstöku sérdeildir, sem fór fjölgandi, án undirbúningsnáms og án þess að hæfileikar nemenda væru kannaðir. í aðfarardeild (forskóla) átti nemandi nú að læra undirstöðuatriði myndlistar, mál- un, teiknun, myndmótun, grafík auk listasögu, — kenna skyldi I nemanda að vinna rökrétt og auka Um hvítasunnuhelgina verður opið hús í Myndlista- og handíða- skóla Islands og gefst fólki kostur á að kynnast þar starfsemi þessar- ar stofnunar með skoðun á vetrar- vinnu nemenda og fylgjast með vinnubrögðum á verkstæðum skól- ans. A næsta ári verður skólinn 40 ára, en stofnandi hans var hinn mikilhæfi menntafrömuður, Lúð- vík Guðmundsson árið 1939. Væri fróðlegt að við þau tímamót væri gerð nokkur úttekt á starfsemi skólans þetta tímaskeið og um leið um þróun myndlistarfræðslu hér- lendis frá upphafi, — stöðu og gildi myndlistarskóla í þjóðfélag- inu með yfirgripsmikilli sýningu. — Með greinarkorni þessu er a(T því stefnt að vekja athygli á slarfsemi skólans og gera um leið nokkra grein fyrir hlutverki hlið- stáeðra menntastofnanna í tímans rás. Tilefnið er einnig að nýverið mun hafa verið lagt fram, til kynningar á Alþingi, uppkast að nýjum lögum fyrir þennan skóla og mun samþykkt þeirra ótvírætt boða tímamót um skipan hans í menntakerfi þjóðarinnar, og þá innri stjórnun um leið. Þá hafa farið fram nokkrar umræður um skólann í fjölmiðlum og fýsir mig að leggja hér orð að, en ræða þó hér fyrst og fremst um mynd- listarskóla almennt — sögu þeirra og hlutverk. __________Uppruni_____________ Þegar á 12. öld voru til hópar listamanna og listáhugafólks á Italíu og Niðurlöndum er mynduðu með sér samtök sem upphaf að samkomum eða náms- og umræðu- klúbbum, sem að nokkru stuðluðu að uppfærslu ungs hæfileikafólks. Þessir hópar nefndu sig gjarnan „Lúkasargildin", er byggist á sögninni um guðspjallarmanninn Lúkas, frá fimmtu öld, en sögnin greindi frá því, að hann hefði málað fyrstu myndina af heilagri guðsmóður. — Má það teljast frumvísir að útbreiðslu fræðslu á sviði myndlistar og þarmeð mynd- listarskólum. Félaghópur á þessu sviði átti samastað á vinnustofu Andrea del Vcrrocchio í Fiórenz á síðari helmingi 14. aldar og telst hann gjarna fyrsti vísir að lista- kademískri menntun, en hið sama má segja um hópinn, sem Loonardo da Vinci stofnaði til í Mílanó 1498, en hann var nemandi Verrocchio á árunum 1470—78. Líklegast væri þó að ætla að frá Michaclangelo og Rafael. um leið og rannsóknum á náttúrunni. — Hér var grundvallaður einn mikilvægasti þáttur ítalskrar frum-barrokklistar. Mikilhæfasti nemandi þeirra var Guido Reni. En eftir að þessir þrír merkilegu Carracci-bræður voru allir tók fljótlega að verða vart hnignunar, og síðan hefur staðið yfir stöðug rökræða um eðli og tilgang fagur- listaskóla — og stendur yfir enn þann dag í dag. Hin beina fyrirmynd nútíma fagurlistaskóla telst þó „Academi de Peniture et la Sculpture" — háskóli fyrir málara- og mynd- höggvaralist, sem stofnaður var 1648 í París og seinna sameinaðist „Academi d‘ Architecture" (stofn- uð 1671) og nefndist þá „Academie des Beaux-Arts“ — Háskóli fagur- lista. Hugsjón __________og þörf__________ Þrátt fyrir deilur og andstöðu má það vera deginum ijósara að listaskólar eru til komnir af brýnni þörf. Fyrrum, er einn meistari varð nafntogaður, hópuð- ust að honum lærisveinar víða að. Eftir því sem meistararnir urðu fleirir og þörfin meiri fyrir starfskrafta við að sinna margvís- legum verkefnum á fagurlista- sviði, óx einnig þörfin fyrir markvissri kennslu á þessum vettvangi. Hér er ekki um neina tilviljun að ræða, heldur rökrétta þróun sprottna af þjóðfélagslegri þörf á slíkum stofnunum og menntuðum starfskröftum á þess- um sviðum. Segja má að seinni tíma myndlist hafi þá fyrst farið að festa rætur að marki meðal ýmissa þjóða er þar voru stofnaðir fagurlistaháskólar - og í slíkar stofnanir leituðu frumkvöðlarnir menntunar á sínum tíma, m.a. flestir ef ekki allir frumkvöðlar norrænnar myndlistar. — Þannig er það, að um leið og þessar stofnanir eru réttilega gagnrýnd- ar, mega menn ekki missa sjónar á ótvíræðri sögulegri þýðingu þeirra varðandi framþróun mynd- listar og útbreiðslu þekkingar á myndlistarsviði. Hér var og er um að ræða eina virtustu mennta- stofnun á háskólastigi flestra þjóðfélaga, þar sem hún á annað borð var sett á laggirnar, og því virtari sem menntun þjóðanna var á hærra stigi. Hefur mönnum því snemma verið ljós þýðing mark- vissrar myndlistarmenntunar fyr- höggmyndalist — teikningu og grafík. Skólinn tók strax í upphafi þá stefnu, að einangra sig hvorki við listiðnað né myndlist, heldur safna sem flestum greinum sjónmennta undir einn hatt. Að sumu leyti var hér um rétta stefnu að ræða, hárrétta í upphafi, en e.t.v. vafasamari til frambúðar þótt líkast til sé varasamt að dreifa þeim kröftum um of er vinna að listuppeldi meðal fámennrar þjóð- ar. Kennaradeild var og fljótlega stofnuð við skólann, enda var það brennandi vilji stofnandans að miðla og útbreiða sem víðtækast gildri fræðslu á þessum sviðum. Ekki má gleyma námsskeiðum sem hafa verið mörg og marg- vísleg og dregið að sér fjölmennan í kennslutíma hjá Sigurði Sig- urðssyni listmálara fyrir ca. áratug — á myndinni má þckkja ýmsa kunna og athafnasama þjóðfélagsþega á lista-, listiðn- aðar og kennslusviði. (ljósm. Halldór Einarsson). „Accademia di San Luca“, sem stofnuð var í Róm í lok 15. aldar, hafi verið fyrsta tilraunin til að koma á fót virkari listfræðslu í þá veru, sem menn greina listahá- skóla í dag (stofnun sem hefur myndlistarfræðslu í grundvallar- atriðum að meginmarkmiði). — Aður en listaskólar voru formlega settir á laggirnar fór öll mynd- listarkennsla fram á vettvangi verkstæða starfandi meistara, og var hér eðlilega náið samband milli lærisveina og meistara, því að hver meistari gat að sjálfsögðu aðeins haldið takmarkaða tölu Ljósm. Gunnar Orn Bragi Asgeirsson lærisveina. Lærisveinarnir höfðu margvíslegu hlutverki að gegna á vinnustofu meistara sinna og í þeirra hlut féllu sífellt ábyrgðar- meiri störf eftir því sem þeim jókst þroski, — þeir lengst komnu aðstoðuðu meistarana í útfærslu verka þeirra og eru ósjaldan áhöld um hvort verk meistaranna séu þeirra eigin eða lærisveinanna. Hér var um mjög góða skólun á handverkinu að ræða, — vafalítið þá beztu er sagan getur um, og til verður því afmörkuð kerfisbundin kennsla einnig fyrir margt að teljast til afturfarar. Listaháskólar hafa að jafnaði verið mjög umdeildar stofnanir, allt frá því að hinir nafntoguðu bræður Carracci stofnuðu „Accademia degli Incamminati" (Listaháskóli í framsókn) í Bologna á 17. öld. Hefur verið sagt, að þessi skóli hafi hjálpað listinni á fætur aftur, svo víðtæk voru áhrif hans, — hér var þróaður nýr málunarmáti er boðaði fráhvarf frá „manerismanum“ (eins konar ávanabragur á listaverkum),— og ir þróun sjálfstæðrar listrænnar menningar, sem svo af sjálfu sér leiddi hærra ris viðkomandi þjóða á þeim sviðum á alþjóðavettvangi. — Listiðnaðarskólar eru af yngri gerð, en hinir fyrstu þeirra munu vera frá miðri 19. öld, — en hins vegar voru þeir frá upphafi reknir á breiðari grundvelli — og hafa haft víðtækari og almennari þjóðfélagsleg áhrif, enda þýðing þeirra ómæld í upphafi iðnbylting- ar, en hlutverk þeirra var öðru fremur að mennta fólk í hagnýtu listrænu handverki, en sjálfstæði og vandvirkni á því sviði er eigin framlög og gefið viðkomandi héraðsstjórnum, enda má segja að þeir hafi séð sér hag af sem gildastr menntum á þeim sviðum. Má slá því föstu að listaskólar á öllum stigum hafi risið af hugsjón og þörf. íslenskar _________aðstæður___________ Segja má að myndlistarmennt- um hérlendis hafi þróast á líkan veg og í Evrópu að öðru leyti en því, að Myndlista- og handíðaskóli teikningu og hafði víðtæk áhrif, né heldur stofnunar Iðnskólans, sem varð til að auka til muna kennslu í fríhendisteikningu. Þetta var sem sagt sviðið og bakgrunnurinn þegar Myndlista- og handíðaskólinn var stofnaður árið 1939, og hefðu ekki komið til þær sérstöku aðstæður sem sköp- uðust er tengslin við meginlandið rofnuðu er styrjöldin skall á, og jafnframt harðfylgi stofnandans, er eins víst að sú tilraun hefði mistekist. Sú var líka raunin á, að skólinn átti sín erfiðu ár er öll sund virtust vera að lokast, — menaðarmál hverrar þjóðar er fram sækir. Þótt verkstæða- eða vettvangs- kennsla á þessum sviðum hafi að mestu færst yfir á listaskólasviðið er hún enn fyrir hendi og margur gagnmenntaður myndlistarmaður- inn —, jafnvel próffessorar við listaháskóla, hafa aldrei inn fyrir slíkar dyr komið sem nemar, en hér er um einstök atvik að ræða, og það má vera ljóst að þörfin fyrir slíka skóla er ótvíræð og hefur mjög aukist á síðari tímum við gjörbreyttar þjóðfélagsaðstæð- ur. Eins og að líkum lætur hafa hugsjónamenn staðið fyrir byggingum listaháskóla og suma hinna fyrstu þeirra hafa ríkir borgarar og aðalsmenn reist fyrir íslands var stofnaður jafn síðla sem á árinu 1939, og allt smærra í sniðum. Áður og miklu fyrr höfðu ýmsir lagt fyrir sig kennslu í dráttlist, og fyrsta tilraun til stofnunar eignlegs listaskóla var gerð árið 1921 að frumkvæði Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs). Þrátt fyrir að sú tilraun muni ekki hafa staðið nema einn vetur, bar hún ríkulegan ávöxt. Seinna voru stofnaðir tveir kvöld- skólar, annars vegar skóli þeirra Björns Björnssonar gullsmiðs og Marteins Guðmundssonar mynd- höggvara, og hins vegar skóli Finns Jonssonar og Jóhanns Briem. Ekki má gleyma framtaki Stefáns Eiríkssonar myndskera, sem hélt fyrstur kvöldskóla í skilningsvant hjá fræðsluyfirvöld- um, peningaleysi og húsnæðis- skortur. Er litið er til báka virðist nær óskiljanlegt að Lúðvíki Guð- mundssyni skyldi takast að halda skólanum gangandi gegnum þykkt og þunnt, og skila honum síðar af sér í örum vexti, — en hér lá að baki mikill manndómur ásamt trú á málefnið og hið unga fólk, er hazlaði hér framtíð sinni völl. Lúðvík mun hafa gert sér ljóst, að slík stofnun væri ein hinna mikilvægustu í menntakerfi þjóðarinnar. Að efla þyrfti hvers konar listrænt handverk, — enda var skólinn nefndur „Handíðaskól- inn“ í upphafi, — en jafnframt skyldi leggja áherzlu á frumgrein- ar myndlistar, þ.e. málverk — FYRRI GREIN _____ BRAGI ÁSGEIRSSON: UM HIXJTVERK MYNDLISTARSKÓLA þekkingu hans á eðli listnáms. Lengi var það mjög áberandi að margir nemenda komu að skólan- um með alrangar hugmyndir um listnám og my ndlistarkennslu yfirleitt og aðrir sem þangað áttu ekki erindi. Forskólinn átti einnig að auka þekkingu og sjálfstæði nemendans í þá veru, að hann yrði færari um að velja sér námsbraut er lægi að þeim hæfileikum, sem ósjálfrátt og rökrétt hlytu að koma fram í gegnum vinnu hans — væru þeir fyrir hendi. Ætla má að hér hafi tekist allvel, þótt jafnan komi til undantekningar, og óhætt er að fullyrða að í flestum tilvikum hafi þeir nem- endur borið af í sérdeildum, sem stunduðu nám sitt af áhuga og þrótti í forskóla. Það ætti að vera algjör óþarfi að taka það fram hér, að stefnan var frá fyrstu stund að kennsla yrði hér á hlutlægum grundvelli — og byggðist fyrst og fremst á þekkingar- og reynslu- miðlun á sem breiðustum grunni, — nemandinn áttí sjálfur að uppgötva og upplifa sem mest gegnum vinnu sína, auka á þann hátt þroska sinn og draga af því lærdóm. Ljóst er að nemandi sem sest á skólabekk íf fyrsta skipti er óskrifað blað, og vilji menn ýta að honum ákveðnum kenningum á hann erfitt með að koma við vörnum — nemur hlutina vafalítið hráa, því að hann hefur ekki nauðsynlega reynslu, yfirsýn né dómgreind til að gera hér upp á milli né mynda sér marktækar skoðanir. Þetta er engin ný uppgötvun, heldur ævagömul sannindi, sem fáar stofnanir hafa jafn oft rekið sig á og einmitt listaskólar — fyrrum vegna þrá- látrar vanafestu og íhaldsemi, en á síðari árum sökum of mikils og misskilins frelsis og eru hvoru- tveggja skaðlegt, en heilbrigðan og traustan milliveg mætti hér finna sem hollast væri að stefna að Viðamikil ábyrgð Meðal lítillar þjóðar, þar sem vart mun verða að ræða um mikla breidd á vettvangi listaskóla, sem jafnan munu verða fáír, smáir og takmarkaðir miðað við þá stóru og fjölþættu skóla hinna ríku stór- þjóða — hefur skóli á borð við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands ekki einungis viðamiklu uppeldislegu hlutverki að gegna, heldur er hér ábyrgð fyrirsvars- manna hans og kennara margföld. Nemendur hér eiga þess engan kost að gera samanburð né kynn- ast heimslistinni augliti til auglit- is á söfnum, líkt og í erlendum stórborgum, — og mennta sig og þroska á þann hátt. Listaverka- baékur bæta aldrei upp slíkar safnaferðir og rannsóknir, sem geta reynst á við bestu mennta- stofnanir ef rétt er á haldið. Mun ég fjalía sérstaklega um þessi atriði síðar ásamt því, að ég rita þá um þróun listaskólakennslu á síðari tímum. Eg trúi því kenni* setningar eftir Maleolm Muggeridge á 75 ára afmæli hans GUÐLEYSINGJAR EINIR EFAST EKKI... Brezki rithöfundurinn og þjóð- félagsrýnirinn Malcolm Muggeridge átti nýlega sjötíubg fimm ára afmæli. Á þeim tfmamótum er ekki úr vegi að forvitnast um það sem manni eins og Muggeridge finnst mestu varða í lífinu og hér birtast tuttugu og fimm kennisetningar hans en fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér lífspeki hans betur má benda á ævisögu hans sem er í tveimur hindum og heitin „Chronicles of Wasted Tirne". 1. Dauðlegir menn sem reyna að lifa lífinu án trúar á Guð verða auðveld bráð mikilmennsku og kyn- óra eða hvors tveggja. Steyttur hnefi eða stífur limur! Nietzsche eða D. II. Lawrence. Pascal sagði svo, og mannlífið nú á dögum sýnir það glögglcga. 2. Lífið er harmleikur, ekki þróun. Pína Krists, — sá mikli harmleikur — hefur á stórkostlcgan hátt auðgaó vestræna menningu, í andlegum cfnum og í listum, þegar þróunar- kenningin, sem gcrir ráð fyrir ákveðnum ferli, hefur aftur á móti gleypt með húð og hári allan mannleg- an sköpunarmátt í leit að þekkingu og efnislegum velfarnaði. 3. Fróðleiksþorsti er ein tegund ágirndár og er eiginlega önnur útgáfa af sögunni um Midas. Að þessu sinni um mann. sem er svo sólginn í þekkingu að allt sem hann snertir verður að staðreyndum. Trú hans verður að guðfra'ði, ást hans verður að ólifnaði. vísdómur hans verður að vísinduim í leit sinni að tilgangi gefur hann engan gaum að sannleikanum. 4. Sá Guð er ákvað að koma íram með snilling færan um að semja Missa Solemnis eða Dómkirkju Chartres. mundi vissulega aldrei vilja takmarka skiipunarmátt sinn við svo flatneskju- lega og vélræna athiifn scm náttúru- legt val. Það væri svipað og að Lér Konungur hefði orðið til á færihandi eða Paradísarmissir verið búinn til í tölvu. 5. Aldrei hef ég kynnst ríkum manni sem var hamingjusamur og aðeins örsjaldan hef ég rckist á fátækan mann, sem ekki hefur langað til að verða ríkur. 6. Blaðamanni, sem verður að fylgjast með framvindu mála og fólki, verður stöðugt ljósari sá sannleikur er felst í orðum Actons lávarðar. að valdið spilli og að algert vald tortími. Blake sagði það sama en á ólíkt skáldlegri hátt. Kraftamesta eitur sem kunnugt er — kom úr lárviðar- sveig Sesars. 7. Af þessu leiðir. að ríkisstjórn er aldrei góð, aðeins hetri en einhver önnur. Leitin að góðri ríkisstjórn endar óhjákvæmilcga með stjórnleysi eða Gulag eyjaklasanum. 8. Þrjár hræðilegustu uppgötvanir okkar tíma cru getnaðarvarnarpillan, ljósmyndavélin og kjarnorkuvopnin. Sú fyrsta býður upp á kynlíf í mynd ófrjósemi, önnur upp á raunveruleik- ann í mynd fantasíunnar og þriðja uppgötvunin á að tryggja öryggi í mynd eyðileggingarinnar. 9. Fjölmiðlunin er nú ópíum fólk- sins. 10. Leyndardómsfull sæla og hlátur eru tveir gleðigjafar lífsins, dýrlíngar og trúðar, fulltrúar þeirra, eru einu mennirnir. sem hægt cr að treysta til að segja sannleikann. Tvö hreinlynd líkneski hlið við hlið í dómkirkjunum miklu. 11. Heilagur Fransiskus og brabur hans voru alltaf hlæjandi og Móðir Theresa heldur því fram að hlátur sé nauðsynlegur þáttur trúarlífsins. Starf Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er aftur á móti grafalvarlegt mál og svo virðist sem bankastjórinn, Robert S. McNamara, kætist yfir fáu. 12. Drottni er ólíkt farið en McNamara, hann er gamansamur. Ilvernig er til dæmis hægt að túlka fa.ll mannsins á annan hátt en með gamla bananahýðisbrandaranum? Þegar hlið himnarfkis opnast. eins og þau gera stundum. og himnesk tónlist hljómar. má einnig heyra óminn af himneskum hlátri. 13. Merkilegustu atburðir. sem nú eiga sér stað í heimi hér, eru endurvakning kristinnar trúar í Sovétríkjunum, sem sýna glöggt að sextíu ára barátta við að heilaþvo Rússa og gera þá að efnishyggju- mönnum hefur verið til einskis. Állar ríkisstjórnir.hversu valdamiklar sem þær eru falla að lokum flatar fyrir Orðinu. sem fyrir 2000 árum kom til að húa með oss, þrungið yndisleik og sannleika. Með öðrum orðum, hið takmarkalausa vald fellur í duftið fyrir takmarkalausri ást. Framhald á bls. 63. Malcolm Muggeridge VERÖLD Þetta gerðist líka .... Og þá þarf ekkert að borga! Bólusetning við tannskemmdum kynni að eiga ekki langt í land að því er rannsóknir breskra vísindamanna gefa ástæðu til að ætla. Fyrsta bólusetningin færi fram við sex mánaða aldur barnsins og síðar fylgdu aðrar í kjölfarið til frekara öryggis. Thomas Lehner prófessor, sem er einn að læknum við Gauays sjúkrahúsið í London, skýrir frá þessu í grein í tímaritinu New Scientist. Hann og starfsbræður hans við sjúkrahúsið hafa þegar reynt bóluefnið á öpum og með þeim árangri að tannskemmdir í dýrunum minnkuðu um 60—80% Við sama heygarðshornið Enn linnir ekki ofsóknum gegn kristnum mönnum í Uganda. Hin óverulegasta „óhlýðni" þessa fólks við boð og bönn stjórnvalda getur haft hinar hörmulegustu afleiðingar. Nýlegt dæmi sem Observer segir frá: Þegar menn úr hinum illræmdu öryggissveitum Idi Amins umkringdu kirkju eina í Makarere þar sem guðsþjónusta fór fram í trássi við yfirvöld, neituðu hinir 170 kirkjugest- ir að hætta bænagjörð sinni. Öryggis- liðarnir hófu þá skothríð inn í kirkjuna og féllu nokkrir af söfnuðin- um en aðrir særöust. Hinir voru fluttir í herbílum til Nakasero-fang- elsis og sungu sálma á þeirri leið eins og sannir píslarvottar. Síðan hefur ekkert spurst til þeirra. Leiðinleg veizla Nágrannarnir sögðu eftirá að hávaðinn í drykkjuveislunni hefði verið svo óskaplegur að jafnvel dauður maður hefði tekið til fótanna. Veislan fór fram í einu af úthverfum Santiago og varaði í þrjá daga. Pin maðurinn sem húkti úti í einu horni stofunnar kippti sér ekkert upp við þetta. Lögreglan hefur nú upplýst að Jose Luis Huenchupan hafi verið vel við skál þegar hann mætti til veislunnar helgina fyrir 1. maí og hneig niður ósjálfbjarga í einn stólinn. Og það var ekki fyrr en þremur dögum seinna sem félagar hans uppgötvuðu að hann hafði raunar gefið upp öndina. Klippt og skorið Vegir sovésku leiðtoganna eru sannarlega órannsakanlegir að ekki sé fastar að orði kveðið. Dagbókarhöfundur The Guardian nefnir nýlegt dæmi í sambandi við síðust heimsókn Cyrus Vance, bandaríska utanríkisráðherrans, til Moskvu. Við brottförina ræddi hann að vanda við blaðamenn og birti þeim þá skriflega yfirlýsingu, sem nokkrum kvöldum síðar var lesin í Moskvuút- varpið. En einn hluti yfirlýsingarinn- ar var þó felldur úr sovésku útgáf- unni. I þeirri óbrengluðu lét Vance í ljós „djúpa virðingu" fyrir Gromyko, hinum sovéska starfsbróður sínum. Hann lýsti ráðherranum sem „þaul- reyndum fagmanni á diplómatiska sviðinu", manni „sem á sér fáa jafningja í veröldinni í dag“ og sem „er gæddur miklum hæfileikum og óvenjulegum gáfurn." Manni sýnist í fljótu bragði (segir dagbókarhöfund- ur The Guardian) að sovézkum stjórnvöldum hefði mátt vera það fagnaðarefni að geta flutt borgurun- um þvílíkt lof um landa þeirra og borið ekki ómerkari mann fyrir því en utanríkisráðherra Bandaríkjanna. En aldeilis ekki! Einmitt þessi kafli var felldur úr þegar yfirlýsing Vance var lesin í Moskvuútvarpið! Oðruvísi mér áður brá Það er til marks um síversnandi sambúð Kínverja og Víetnama að fjöldi Kínverja, sem búsettir hafa verið í Víetnam, hafa orðið að yfirgefa landið í skyndi, að sögn embættismanns í Peking. Maðurinn upplýsti ennfremur að kínversk stjórnvöld hefðu þungar áhyggjur af „þróuninni“ í Víetnam og „fylgdust náið“ með „framkvæmd mála“. Kínverjarnir sem hér um ræðir eru samkvæmt öðrum heimildum einkanlega smákaupmenn frá Saigon og öðrum borgum í Suður-Víetnam, sem hafa verið „endurhæfðir" og sviptir verslunarleyfi. Sitt lítið af hverju Fjögra karata demantshringur, sem stolið var fyrir rúmu ári, fannst fyrir skemmstu í maganum á gæsluvarðhaldsfanga, sem beið þess að mál hans yrði tekið fyrir, þegar líkskoðun fór fram á manninum sem orði hafði bráðkvaddur. Hringurinn, sem er virtur á nær níu milljónir króna, er nú kominn.í hendur eigandans...Allir skólar, sem reistir verða í Róm frá 1979—81, verða hitaðir með sólarorku, að því er borgaryfirvöld tilkynntu á dögunum.. .Talsmenn pólskra andófs- manna upplýsa að þrír verkamenn í Danzig hafi að undanförnu verið að reyna að beita sér fyrir stofnun verkalýðssamtaka á þeirri forsendu að „verkalýðsfélög" stjórnvalda hafi með öllu brugðist hagsmunum verkafólks... Þrjár örustuþotur af óþckktu þjóðerni sem flugu í svosem 15 metra hæð yfir Rain am Lech í Vestur-Þýzkalandi, ollu yfir hundrað milljón króna tjóni, að því er yfirvöld á staðnum tilkynntu í vikunni sem leið. F'lugvélarnar rufu hljóðmúrinn og sprengdu rúður, veltu um húsgögnum og ollu sprungum í veggjum og loftum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.