Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 39 Páll starfað frá upphafi og verið þar í fremstu víglínu. Störf hans þar verða seint fullþökkuð eða metin að verðleikum. Þau hafa verið unnin í kyrrþey þótt erfið- leikar hafi verið miklir, ekki hvað sízt fyrstu árin. Margvísleg önnur störf hafa hvílt á herðum Páls án þess að hann hafi gengið á krossgötur. Hefur einn vinur hans í Odd- fellowreglunni sagt mér, að um fjölda ára hafi reglan átt þvi láni að fagna að njóta krafta Páls, og sýndi hann þeim félagsskap allt það bezta, er i honum bjó með ötulu starfi. um meira í mun að sporna við því, að nýlendustaða endurtakist með breyttum formerkjum, og bægja þarmeð frá húsgafli feiknstöfum illra forlaga. Fornmenningarleg forystuþjóð Norðurlanda má ekki einangrast í norrænum þjóðasamtökum, og allra sízt utan við þau. Hún má ekki hrinda frá sér þeim,sem frá fornu fari skilja hana bezt. Ræktarsemi við rótgróin menningartengsl er sjálfsögð skylda. Misvirðing getur orðið til aðhláturs, eins og þegar Islending- ar skrifa ensk bréf til skandí- navískra kunningja. Væri þá skömminni skárra að rita bara á íslenzku. Eitthvað skilst, máske það sem máli skiptir. Ekki aðeins bróðurlegan hlýhug bera íslendingar til Norðurlanda, heldur einnig virðingu fyrir mörg- um afrekum þeirra og menningar- legu framlagi. Allur menntaður heimur þekkir t.d. Norðmennina Ibsen, Grieg og Munch. Og hvað sem annars má segja um afskipti Dana af íslandsmálum, þá hafa þeir þó fyrrum opnað mörgum íslenzkum menntamanni leið til þroska og frama, varðveitt handrit okkar til endurheimtar og alið sín á meðal þá íslenzka þjóðvakning- arforsprakka, sem þjóðin stendur í mestri þakkarskuld við. Nægir þar að nefna Baldvin Einarsson, Jón Sigurðsson,Fjölnis-menn og Verðandi-menn. Við umræöur um þá nauðsyn, að ísland standi sem fastast í fylk- ingu Norðurlandaþjóða, er til lítils að einblína um of á danska tungu, eins og dr. Jón Gíslason gerir í umræddri grein. Þekking á danskri tungu er um leið lykill að norsku og sænsku máli. Sé danskri tungu (og þar með líka norskri og sænskri) hafnað á íslandi, þá blasir við sá háski, að til fulls rofni samband okkar við öll Norðurlönd. Ensk tunga er nú orðin svo rótgróin hérlendis, að margskonar „anglismi" er farinn að menga málfar alltof margra. Enskumæl- andi samskipti við Norðurlanda- búa mundu vafalaust smám saman ýta okkur út úr norrænu bræðra- samfélagi. Með því yrðum við ennþá umkomulausari smáþjóð en nú erum við, ennþá auðunnari bráð yfirdrottnunargjarnri mill- jónaþjóð. Lífið leitar uppruna síns. Svo er og um tilfinningar heilla þjóða. íslendingar eru upprunnir frá Norður-Evrópu. Þess vegna knýta þá enn, í þeirra innstu vitund, sterk bönd við upjjrunans norræna stöðul. Framtíð Islands og tilvera íslenzkrar þjóðar er undir því komin, að þessi frumtengsl haldist óskert. Fréttabréf úr Borgafirói eystra: Samkórinn Bjami frá Seyð- isfirði með söngskemmtun Lífsgleði er einn af mörgum og góðum eiginleikum Páls og hefur hún vafalaust létt honum lífsönn- ina, enda er hann hrókur alls fagnaðar á gleðistundum og hefur óspart veitt birtu á veg samferða- manna sinna. Tilsvör hans eru venjulega snögg og hnitmiðuð án þess að vera særandi. Páll er mjög glöggur maður og sérlega minnug- ur. Siðustu árin -hefur Páll átt við nokkurt heilsuleysi að stríða, en það má með sanni segja að hann hefur borið það með hinni mestu karlmennsku. Vonum við öll að hann megi yfirvinna þann sjúk- leika svo sem kostur er. Þessar fáu línur eiga að flytja Páli, ágætri konu hans, frú Lauf- eyju Þorvarðardóttur og fjöl- skyldu hans innilegar árnaðarósk- ir á þessum merkisdegi. Tómas Símonarson. Borgarfirði eystra, 2. maí. IIÉR á Borgarfirði var fátt sem minnti mann á hátíðisdag verka- lýðsins 1. mai'. Engin hátíðarhöld og engir fánar á lofti. Samt varð dagurinn ekki með öllu viðburða- laus. því að hingað kom samkór- inn Bjarni frá Seyðisfirði og hélt hér söngskemmtun um kvöldið. Söngstjóri Bjarna er Gylfi Gunnarsson og var söngskráin mjög fjölbreytt, kórsöngur, kvart- ett, þrísöngur, duet og einsöngur. Söngur kórsins var frábærlega góður, enda hefur Bjarni notið ágætra söngstjóra og má þar t.d. nefna Stein Stefánsson, fyrrv. skólastjóra og núverandi söng- stjóra Gylfa Gunnarsson, en hann var eins og flestir muna í hinni vinsælu „Þokkabót" ásamt þeim Halldóri Gunnarssyni, Ingólfi Steinssyni og Magnúsi Einarssyni, en tveir þeir síðastnefndu eru nú líka í Bjarna. Einn kórfélaginn, Þorvaldur skólastjóri Jóhannsson, söng gamanvísur af mikilli snilld, enda var honum óspart klappað lof í lófa, eins og raunar öllum, sem þarna konu fram. Sérstaka athygli vakti söngur þriggja stúlkna. Þær sungu kvæðið Melkorka eftir Jóhannes úr Kötlum við sérlega fallegt lag eftir eina þeirra. Að söngnum loknum slógu Seyð- firðingarnir ásamt heimamönnum upp balli og voru gömlu dansarnir stignir af miklu fjöri við glymj- andi harmónikkuleik. Hér á Borgarfirði erum við óvön slíkum gestum. Við sendum Bjarna okkar bestu kveðjur með kærum þökkum fyrir komuna. Vonandi fáum við að heyra í honum fljótlega aftur. - Sverrir Utsala? Ekki beinlínis útsala - en mikill afsláttur af fargjöldum og margir afsláttarmöguleikar. Helstu afsláttarfargjöld: Almenn sérfargjöld: 8-21 dags fargjöld með sérstökum unglingaafslætti til viðbótar fyrir aldurinn 12 - 22ja ára - sérstökum hóp- afslætti ef 10 fara saman - og nú einnig með sérstökum fjölskylduafslætti til viðbótar. Fjölskylduafslátturinn gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxem- borgar, en „almenn sérfargjöld" gilda annars allt árið til nær 60 staða í Evrópu. Afsláttur samkvæmt „almennum sérfargjöld- um“ getur orðið allt að 40%. Fjölskyldufargjöld: 30 daga fargjöld sem gilda alltáriðtil Norðurlandannaog Bretlands. Þegar fjölskyldan notar þessi fargjöld borgar einn úr fjölskyldunni fullt fargjald (venjulegt fargjald) en allir hinir aðeins hálft. Þótt við sláum mikið af fargjöldunum - þá sláum við ekkert af þeim kröfum sem við gerum til sjálfra okkar um fullkomna þjónustu. Áætl- unarstöðum fjölgar stöðugt og tíðni ferða eykst. Við fljúgum til fjölmargra staða í Evrópu og Bandaríkjunum á hverjum einasta degi. Þú ákveður hvert þú ætlar og hvenær við finnum hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR ISLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.