Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 Dr. Jón Gislason: Satt að segja þykir mér, og sjálfsagt fleirum, ágætismannin- um Hákoni Bjarnasyni, fv. skóg- ræktarstjóra, dóttursyni Jóns Ólafssonar, skálds og ritstjóra, illa í ætt skotið að því leyti, að hann skuli ganga fram fyrir skjöldu til að halda uppi vörnum fyrir dönsku sem skyldugrein í íslenzkum skól- um. (Sbr. Mbl. 4. maí þ.á.) Ef afi hans, sem á sínum tíma varð landflótta vegna árekstra við hið danska vald á Islandi, hefði nú getað lesið grein þessa ágæta dóttursonar síns, þætti mér ekki ólíklegt, að honum hefði orðið á að taka sér í munn hin fleygu orð Caesars: „Og þú líka, barnið mitt, Brútus!“ Eða hefur Hákon Bjarnason vegna langrar námsdvalar í Dan- mörku og margvíslegra samskipta við Dani siðan samsamað sig svo dönákum hugsunarhætti, að hon- um finnist ekkert við það að athuga, að börn og unglingar í íslenzkum skólum skuli enn, sextíu árum eftir að vér urðum fullvalda þjóð, skylduð til að nema dönsku og verja til þess miklum tíma? Danir og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa enga námsgrein á stundaskrá sinna skóla, sem gæti talizt samsvara dönsku í íslenzkum skólum. Samt eru þeir sífellt að kvarta undan því, að þeir hafi ekki rúm á stundaskrám sinna skóla fyrir ýmsar þýðingarmiklar grein- ar. Hvað mættum við þá segja, sem enn erum að burðast með þessa miklu dönskukennslu auk alls annars? Tvennt er það í grein Hákonar Bjarnasonar, sem ég vil andmæla eindregið: Af orðum hans mætti ráða, að ég væri haldinn Dana- hatri og að í grein minni gætti nokkurs hroka. Satt að segja varð ég t.a.m. í Menntaskólanum, þegai ég var þar nemandi, varla var við þann hugsunarhátt, sem kallast gæti Danahatur, hvorki meðal kennara né bekkjarsystkina minna. Aðeiris einn piltur í bekknum var stundum að hnýta í Dani og taldi þeim flest til foráttu. íslenzkukennaranum okkar, Jakobi Jóhannessyni Smára, leidd- ist greinilega þetta stagl, sem nálgaðist þráhyggju. Sagði hann einu sinni í tíma við þennan ágæta bekkjarbróður okkar: „Ekki kæmi mér á óvart, þó að það ætti fyrir yður að liggja að giftast danskri konu og setjast að í Danmörku." — Reyndist Smári sannspár, því að hvort tveggja rættist. Hvað sjálfan mig snertir, hefur mér aldrei til hugar komið að gera Dani, þá, er nú lifa, ábyrga fyrir syndum feðra sinna. Var raunar lögð á það áherzla í grein minni (sbr. Mbl. 29. apríl þ.á.), að Danir væru gagnmerk þjóð fyrir margra hluta sakir. En þegar Hákon kemur að því, með hve virðulegum hætti Danir kvöddu oss íslendinga 1918, þykir mér kasta tólfunum. Er engu líkara en að hann sé þeirrar skoðunar, að Danir hafi þá komið sjálfkrafa af eintómri rausn og göfuglyndi. Er Hákon búinn að gleyma sjálfstæðisbaráttu íslend- inga alla 19. öldina, bæði afa síns og allra annarra, er stóðu þar í broddi fylkingar? Sannleikurinn er sá, að Danir gátu ekki breytt öðruvísi en þeir gerðu 1918. I lok fyrri heimsstyrjaldar var sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða viður- kenndur a.m.k. í orði. Samkvæmt þeirri grundvallarreglu gerðu Danir kröfu til að fá aftur Suður-Jótland. Hvernig gátu þeir eftir það neitað Islendingum um fullt sjálfstæði? Hvað snertir þau merkisrit og aðrar framfarir sem Hákon minntist á frá lokum 18. aldar, þá ber að hafa í huga, að frumkvæðið áttu Islendingar sjálfir, t.a.m. Jón Eiríksson, Skúli Magnússon, Magnús Stephensen o.fl. I ævisögu Jóns eftir Svein Pálsson segir orðrétt, bls. 73: „Hvör sá sem athugar ennar dönsku stjórnar og ýmissra útlendra mannvina marg- földu tilraunir, uppákostnað og gjafir til viðreisnar öllu því, er þeinkzt gat landinu nytsamt, allt frá 1770 til nálægra tíma, víst framm undir aldamótin, og þarhjá veit, að flest það hefir annaðhvört gengið gegnum Érichsens hendr, eðr er afleiðing af hans dugnaði, þeim mun ekki virðast ofhermt, þótt sagt væri: að Konferenzráð Érichsen, með verkum sínum og eptirdæmi, hafi meiru afkastað, landi þessu til sóma og uppkomu, enn fleirstir landar hans á fornum öldum og nýum.“ Á bls. 74 í sama riti segir líka orðrétt: „Hans ráðum og dugnaði er það víst að nokkru, ef ei miklu leyti að þakka, að þá útgeingu á prent flest þau lærðu verk, sem enn eru og jafnan munu verða landinu til sóma. Sem dæmi þaruppá, og án tillits til eiginlegra fornfræða, má nefna Íslandíi víðfrægu kyrkjusögu, hvörrar útgáfu hann studdi marg- víslega, — Egg. Olafssonar og B. Pálssonar ferðabók, hvörja hann, ásamt Schjönning, hefir leiðrétt í málfæri og efnisins niðurraðan; Ó. Ólavii reisubók, hvörja hann prýdt hefir með svo lærðum og efnis- drjúgum formála, að hann kalla má kjarna í þessari bók, öllum ómissandi, er þekkja vilja íslands ástand á þeirri seinustu öld.“ Og ennfremur á bls. 75: „Rit þess íslenzka Lærdómslistafélags, af hvörjum 7 bindi útgeingu, áðr hann viðskildi, og ei enn hafa jafníngja, hvað hið hreina og óþvingaða málfæri snertir." Þegar Danakonungur, Kristján III. boðaði íslendingum siðabót eða eins og séra Einar Sigurðsson í Eydölum kemst svo snilldarlega að orði í Ævisöguflokki sínum (18. erindi): „herra Christian/ herskip sendi/ tvö á Eyjafjörð/ með trú hreina", átti íslenzk tunga og menning í fyrsta skipti frá upphafi landnáms verulega í vök að verjast. Hinn nýi siður var boðað- ur í fyrstu á máli, sem var e.k. hrærigrautur úr þýzku og dönsku. Var það fyst og fremst útgáfu- starfsemi Guðbrands biskups Þor- lákssonar að þakka og málvöndun- arstefnu hans, að tókst að afstýra þeim háska, sem tungunni var þá búinn. Er þetta allt kunnara en frá þurfi að segja. Aðra heiðarlega tilraun gerðu Danir til að ganga af íslenzku dauðri, á 18. öld, með húsagatil- skipuninni 3. júní 1746, þar sem mönnum var hótað gapastokki, ef þeir læsu sögur eða iðkuðu dans og vikivaka. Auðvitað héldu íslend- ingar áfram að lesa sögurnar, en vikivökum og dansi að þjóðlegum sið hefur þessi tilskípan riðið að fullu. Jón Thoroddsen hefur sýnt oss í „Pilti og stúlku“, hvernig komið var fyrir íslenzkunni í Reykjavík í byrjun 19. aldar. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Svein- björn Egilsson, Fjölnismenn o.fl., o.fl. lögðu grundvöll að endurreisn tungupnár. ' Er . þessi ’ saga svo alkunn, að þarflaust er að rekja hana nánar. Þó verður ekki á hana minnzt, svo að ekki sé getið hins ágæta, danska vísindamanns, Rasmusar Kristjáns Rasks, aðal- hvatamanns að stofnun Bók- menntafélagsins. Að tilhlutan þess félags kom út bókin „Lestrarkver handa heldri manna börnum", o.s.frv., Kh. 1830, eftir R. Kr. Rask. Hann lagði einnig drög að íslenzkri málfræði með „Vejledning til det islandske eller gamle nordiske Sprog", Kh. 1811, og fleiri ritum. Þess ber vissulega að geta, sem vel er gert. En nú er bezt að snúa sér að hinu atriðinu, hrokanum. Hvar Hákon Bjarnason sér örla á hroka þú líka Fyrír íbúðina og sumarbústaðinn: paneli og góifborð í miklu úrvali - mjög hagstætt verö. Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt. BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÓPAVOGS SF. SÍMI41000 BYKO w í .grein minni, er mér ráðgáta. Að íslendingar gætu ekki gert frænd- um sínum á Norðurlöndum betri greiða en að styrkja árlega nokkra efnilega, unga menn þaðan til að nema íslenzku á Islandi, var sagt í fullri hreinskilni. Sá, sem þetta ritar, getur ekki talizt víðlesinn í dönskum bókmenntum. Samt hef- ur hann ekki getað komizt hjá að taka eftir því að þeir höfundar, er Danir telja sjálfir fremsta, beita í ríkari mæli en aðrir orðum og orðatiltækjum af norrænum upp- runa. Þar kvikar greinilega undir hin samnorræna tunga, sem enn lifir hér á hjara veraldar. Hákon Bjarnason hefur manna bezt lýst því, að eydd skóglendi geta, ef svo mætti að orði komast, risið upp frá dauðum, ef landið er friðað. Birkisprotar leynast í jarðveginum og fara að rísa úr rotinu, þegar þeir fá frið til. Eins er með dönsku og raunar hin Norðurlandamálin einnig. Islenzk tunga mundi orka frjóvgandi á þau, ef góðir höfundar hefðu tækifæri til að kynnast henni náið. En hv'að snertir dönsku sem skyldugrein í íslenzkum skólum, þá tel ég að röksemdir Hákonar Bjarnasonar nægi ekki til að réttlæta hið mikla rúm, sem hún tekur nú í stundaskrám íslenzkra skóla. Er jafnvel vafasamt, hvort staða dönsku á Islandi breyttist verulega, þótt hún yrði valgrein. Þá stunduðu dönskunám aðeins þeir, sem verulegan áhuga hefðu. Norræna félagið á íslandi mundi sjálfsagt í ríkum mæli beita sér fyrir námskeiðum bæði í dönsku og öðrum Norðurlandamálum og lektorsstöður í þeim málum yrðu eftir sem áður við Háskóla Islands. Eitt er það þó, sem ég harma ef danska yrði ekki lengur skyldu- grein: að missa eitthvað af hinum ágætu dönskukennurum, sem starfað hafa bæði við skóla minn og aðra. En úr því að Danir þurftu sextíu ár til að uppgötva hina miklu dönskukennslu á Islandi, mun Islendingum ekki veita af skemmri tíma en hundrað og tuttugu árum til að sannfærast um, að hún er ekki óumflýjanleg nauðsyn. Okkar ágætu dönsku- kennarar munu því engu þurfa að kvíða fyrst um sinn og ég því ekki heldur að missa þá. Skal svo útrætt látið um þetta mál af minni hálfu að sinni, hvað sem á dynur. Jón Gíslason. Farfuglar hefja starfsárið á skóg- ræktarferð FARFUGLAR hefja 35. starfsár sitt nú um hvítasunnuna með skógræktarferð í Þórsmörk. Er þetta 26. hvítasunnuhelgin sem Farfuglar fara til að hlúa að gróðri þar og planta trjám. segir í frétt frá Bandalagi íslenzkra farfugla. Að venju verður tjaldað í Sleppugili, en það er sá hluti Þórsmerkur, sem Skógrækt ríkis- ins hefur falið félaginu til umsjón- ar og gróðurverndar. I sumar verða 6 farfuglaheimili starfandi, í Reykjavík, á Akureyri, í Berunesi, í Fljótshlíð, á Seyðis- firði og í Vestmannaeyjum. Að- sókn að þessum heimilum hefur farið stöðugt vaxandi og er þar einkum áberandi hversu íslend- ingar eru farnir í auknum mæli að nýta þau. Þá fer það ört vaxandi að íslendingar notfæri sér far- fuglaheimili erlendis, en íslenzka farfuglaskírteinið veitir aðgangs- réttindi öllum farfuglaheimilum innan vébanda Alþjóðasambands farfuglaheimila. í sambandinu eru um 50 þjóðir í öllum heimsálfum og farfuglaheimilin um 6000 tals- Ml

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.