Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 47 Kristján Finnbogason Litlabæ, áttræður Það er með ólíkindum, hve áttræður Islendingur í dag hefir upplifað miklar gerbreytingar á öllum sviðum. Það er víst alveg satt, að það eina sem ekki hefir breyttst er loftið, landið og sjórinn. Vonandi ekki heldur, svo mjög, eðli Islendingsins, sem eitt góðskálda okkar sagði, að ekki væri vanur „að æpa í gleði né sorg“. Einn þessara áttræðu íslendinga er sómamaðurinn Kristján Finnbogason, fyrrum bóndi á Litla- bæ í Skötufirði við Djúp, sem 15. maí — annan í Hvítasunnu, fetar yfir á níunda aldurstuginn, ennþá ungur í anda og sáttur við guð og menn. Já, víst er um það, að Skötufjörðurinn er enn á sínum stað, samur og hann var fyrir áttatíu árum, þegar hjónunum á Litlabæ, Finnboga Péturssyni og Soffíu Þorsteinsdóttur fæddist sonur, hinn fjórði í röðinni af átta börnum. Sjö þeirra komust til fullorðinsára, fjórir synir og þrjár dætur, öll hið mesta dugnaðar- og myndarfólk. En nú er kominn vegur kringum fjörðinn, drjúgur spotti af Djúpveginum okkar, sem opnaður var til umferðar allmörg- um árum eftir að fimm jarðir innar í firðinum voru lagstar í eyði. Það segir sína sögu. En Kristján hefir ekki yfirgefið fjörðinn sinn. Hann tók við búi af Finnboga föður sínum á Litlabæ, bjó þar alla sína búskapartíð og stundaði sitt bú af þeirri einstöku alúð og snyrtimennsku, sem Kristjáni er lagin við hvert það verk, sem hann leggur hönd að. Nú dvelur Kristján ásamt Guðbjörgu konu sinni hjá syni sínum, Kristjáni yngra, bónda á Hvítanesi og Sigríði konu hans. Hygg ég, að. gamli Litlabæjarbóndinn eigi ósjaldan leið inn á gamla túnið sitt, örskammt frá Hvítanesi, sem þeir feðgar hafa nytjað sameiginlega, síðan Kristján eldri brá búi. Hinum meginn við Skötufjörðinn, gegnt Hvítanesi býr bróðursonur Kristjáns, Steingrímur Pétursson, á föðurleifð sinni, Hjöllum, svo að segja má með sanni, að þeir frændur og skyldulið þeirra gegni hlutverki útvarðanna við hinn yfirgefna fjörð. Ég veit ekki, hvort aðkomufólk — vegfarendur um þessar slóðir, gerir sér almennt grein fyir, hve mikið öryggi þeim er> að þessari fámennu mannabyggð á annars mannlausri og langri strandlengju við sunnanvert Djúp- ið, — ef óhapp eða slys ber að höndum í umferð á landi eða sjó. Þeir feðgar, Finnbogi og Kristján á Litlabæ og Pétur á Hjöllum eru í hópi þeirra góðu og gömlu Ögursveitunga og nágranna, sem ég minnist með hlýjum hug og þakklæti frá bernsku minni og æsku heima í Vigur. í þá daga var þjóðbrautin yfir sundið milli lands og eyjar fjölfarnari en nú. Finnbogi var orðlögð refaskytta, hafði legið á grenjum og leikið á tóuna af kunnáttusemi umfram aðra menn. Óþrjótandi kímnisögur hans, frá- sagnir af ýmsu skrítnu og skemmti- legu, svaðilförum og mannraunum féllu í góðan jarðveg á ótöldum rökkurstundum, þegar sjónvarps- sýki var enn óþekktur lasleiki og fólk skemmti sér við að tala saman og segja frá. Pétur sonur hans sótti sjóinn af kappi, varð oft vel til fanga á Djúp—miðum hinnar gjöfulu gullkistu Vestfjarða, sem nú er galtóm orðin og lét gamminn geysa, glaður og reifur, þótt ósofinn væri hann oft, þegar komið var í Vigur í morgunsárið til að „hafa leguna". Kristján hafði frá föður sínum frábæra skotfimi, fór á greni og stundaði veiðimennsku frá blautu barnsbeini og allt þar til hann varð fyrir því mikla áfalli fyrir fimm árum að missa hægri handlegg af skoti úr eigin byssu. Það var hörmulegt óhapp og raunar óskiljanlegt öllum þeim er vita, hve Kristján er þaulæfð skytta og í senn' varfærinn í bezta lagi. Þetta alvarlega slys, sem nærri lá, að riði honum að fullu hefir að sjálfsögðu valdið honum mikilli þjáningu, svo hann verður ekki samur maður aftur. Af karlmennsku og jafnaðar- geði hefir hann þó tekið þessu öllu og ekki látið það buga hina notalegu gamansemi,, sem ávalt hefir verið svo ríkur þáttur í fari hans. Minnisstæðar eru mér komur Kristjáns heim í Vigur hér fyrr á árum, þegar slátra skyldi stórgrip. Þá var það um langt árabil einskonar hefð, að Kristján kæmi og leysti af hendi það vandaverk, sem ekki þótti á allra færi. Við krakkarnir mátum það við hann, að hann skyldi gefa sér tíma til að glettast við okkur og spjalla við okkur eins og hvert annað fólk og ekki brást það, að hann drægi upp úr vasa sínum brjóstsykur eða annað góðgæti, sem þá taldist til hátíðabrigða. Oft hafa líka vakið kátínu okkar vísurnar allar, sem hann hefir jafnan á hraðbergi, ýmist annarra rrianna kveðskapur, eða orktar af honum sjálfum í dagsins önn af einu eða öðru tilefnf og jafnan til þess fallnar að gera mönnum glatt í geði. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að Kristján á Litlabæ sé það sem kallað er gæfumaður, þótt stundum hafi blásið á móti á langri lífsleið. Hann hefir átt góða konu og fimm mannvænleg börn og hann hefir eignast traust og vináttu sam- fylgdarmanna sinna. Hlýja hans og góðvild lifa í minningum frá liðnum árum. Ég óska Kristjáni og fjölskyldu hans innilega til hamingju á áttræðisafmæli hans nú um hvítasunnu og vona að árin, sem framundan eru verði honum bæði björt og hlý. Sigurlaug Bjarnadóttir. frá Vigur Ertu ekki búinn aö finna þaðennþá? stundúm getur verið slæmt að týna kvittun. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þarf til að skiþuleggja heimilisbók- haldið, — möppur, geymslubindi, tímaritagáma, gatara, límmiða, teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þú þarft til að finna þína eigin pappíra á augabragði. Komdu og finndu okkur í Hallarmúla! rmin HALLARMÚL A 2 Baldwin HLJÓÐFÆRASÝNING Á HVÍTASUNNU I dag — á morgun og 2. í Hvítasunnu. I Kristalssal Hótel Loftleiða kl. 14.—20. alla dagana. Orgelsnillingurinn Howard Beaumont leikur á sýningunni. Aðgangur ókeypis. Allt áhugafólk um músik velkomið HLJÓÐFÆRAVERSLUN PALMfcRS ^IRMí^ BORGARTUNI 29 — SÍMI 32845 iWxS-yívxO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.