Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 37 andi byggð á þessu svæði og er stefnt að því að hefja úthlutun lóða þar þegar á næsta vetri. Þá er lokið skipulagi nýs iðnaðar- og viðskiptahverfis norðan Reykja- nesbrautar handan íbúðasvæðis á Flatahrauni. Samið hefur verið við verktaka um lagningu holræsa- og gatnagerð í því hverfi. Er nú u.þ.b. verið að auglýsa lóðir þar lausar til umsóknar. Þessu til viðbótar gerðist það á sl. vetri, að fram fóru makaskipti milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar, þannig að stór hluti Setbergslands, sem er austan Reykjanesbrautar verður fram- vegis í lögsagnarumdæmi Hafnar- fjarðar, en Garðbæingar fengu á móti land, sem Hafnfirðingar áttu í hrauninu upp undir Flatir. Þessi makaskipti voru mjög eðlileg og komu sér vel fyrir báða aðila. í framhaldi af þeim réði Hafnarfjarðarbær sérstakan skipulagsfulltrúa í þjónustu sína. Var ráðinn til starfsins ungur hafnfirzkur arkitekt. Er ætlunin, að hans aðalverkefni verði að skipuleggja Setbergsland og Ás- landið, svo og nýtt atvinnusvæði, en þar er í báðum tilfellum um verkefni að ræða, þar sem horft er til lengri framtíðar um þróun byggðar í Hafnarfirði. FÉLAGSLEGAR FRAMKVÆMDIR — En hvað um framkvæmdir vegna félagslegrar þjónustu? — Þær hafa verið mjög miklar og meiri en áður eru dæmi um í Hafnarfirði, segir Árni Grétar Finnsson. Okkur hefur tekizt að koma í verk málum, sem mörg hver hafa beðið árum saman. Á þessu kjörtímabili hafa verið byggðar 30 íbúðir fyrir öryrkja og aldraða. Er nú u.þ.b. verið að flytja í fyrstu 12 íbúðirnar og alls verður flutt í 18 íbúðir á næstu vikum. Þetta eru fyrstu íbúðir sinnar tegundar, sem byggðar eru í Hafharfirði. Þá hefur bærinn reist fyrsta dagheimilið, sem byggt er í Hafnarfirði. Það tók til starfa á sl. ári og er í Norðurbæn- um. Er þar m.a. deild fyrir þroskaheft börn. Þá hafa á vegum Hafnarfjarðarbæjar verið byggðar 24 verkamannabústaðaíbúðir á þessu kjörtímabili og var flutt í þær fyrir síðustu jól. Ennfremur höfum við komið á fót sameiginlegri heilsugæzlustöð læknanna í bænum og gagngerar endurbætur hafa farið fram á dvalarheimilinu Sólvangi, sem án efa er ein bezta stofnun sinnar tegundar á landinu. — Skólamál? — Á kjörtímabilinu hafa verið teknar í notkun 26 kennslustofur, þar af 19, sem lokið var við í Flensborg og 7 í viðbyggingu við Víðistaðaskóla. Þá er í byggingu nýr smábarnaskóli, Engidalsskóli í Norðurbænum og verður hann tilbúinn til notkunar í haust. Ennfremur hefur verið stofnuö verknámsdeild við Iðnskóla Hafn- arfjarðar í tré- og málmiðnaði, hárgreiðslu og tækniteikningu og unnið er að undirbúningi rafiðnað- ardeildar. Þessi nýja starfsemi Iðnskólans er merkileg og áþreif- anlegur vottur um aukna verklega kennslu, sem lengst af hefur verið alltof lítil í okkar þjóðfélagi. ATVINNUMÁL — Hvað um „grænu bylting- una“ í Hafnarfirði? — Það hefur verið unnið að fegrun bæjarins og snyrtingu og eiga bæjarbúar sjálfir ekki sízt þátt í því. — Hafa miklar framkvæmdir verið við Hafnarfjarðarhöfn á síðustu árum? — Já, þær hafa verið miklar á þessu kjörtímabili, en árin á undan lágu þær alveg niðri. Byggð hefur verið ný fiskiskipabryggja, Óseyrarbryggja, sem kostar á núgildan(ji verðlagi um 200—300 millj. kr. Miklar dýpkunarfram- kvæmdir hafa staðið yfir í höfn- inni og sköpuð aðstaða fyrir bifreiðaflutningaskipið Bifröst, sem hefur aðsetur í Hafnarfirði. Komið hefur verið fyrir nýrri hafnarvog og margt fleira hefur verið gert við höfnina. — Bæjarútgerðin? — Við höfum unnið að endur- skipulagningu og endurbótum á frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar og þeim er ekki lokið, en hafa þó þegar skilað nokkrum árangri. Á síðasta ári var skuttog- arinn Maí keyptur til bæjarins. Bæjarútgerðin hefur gengið erfið- lega, sérstaklega rekstur meiri- hluta bæjarstjórnar gegn atkvæð- um bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Það sást strax í upphafi, að rekstur þessa skips mundi reynast erfiður, en skipið hefur þó orðið fyrir meiri óhöppum og áföllum en jafnvel hinir svartsýn- ustu höfðu gert ráð fyrir og hefur rekstur togarans valdið bæjarút- Varan- legri gatna- gerð lokið á næstu tveimur árum gerðinni verulegum fjárhagserfið- leikum. — Hvernig er fjárhagsstaða Hafnarfj arðarbæj ar? — Bæjarfélagið stendur mjög i vel fjárhagslega, enda hefði ekki ! verið hægt að ráðast í allar þessar ! framkvæmdir án þess að svo væri. Við höfum átt því láni að fagna að eiga mjög hæfan bæjarstjóra, Kristin Ó. Guðmundsson. Hann er í senn einstaklega vinnusamur og áreiðanlegur og hefur lagt sig fram um að byggja upp traustan fjárhag bæjarsjóðs. Hann á sinn stóra þátt í hversu vel hefur tekist við stjórn bæjarins, enda nýtur hann almenns trausts bæjarbúa. LÆGSTU FASTEIGNAGJÖLDIN — Hefur Hafnarfjarðarbær miklar tekjur frá álverinu? — Að sjálfsögðu höfum við tekjur af ÍSAL og þær skipta okkur verulegu máli, en ráða þó ekki úrslitum, enda höfum við í ár gefið mun meiri afslátt af fast- eignagjöldum er' nemur öllum okkar tekjum af ÍSAL. Fasteigna- gjöld eru ein hin lægstu á iandinu í Hafnarfirði. Skv. gildandi lögum ber að leggja á fasteignagjöld, sem nema 0.5% af fasteignamati húsa. Sveitarfélögum er síðan heimilt að hækka eða lækka þessa gjaldskrá um 25%. Dæmi er um, að sveitar- félög hafi hækkað þennan gjald- stofn allt að 20%. í Hafnarfirði er hins vegar veittur 25% afsláttur af fasteignagjöldum og er það mesti afsláttur, sem lögleyfður er. Þessu til viðbótar var í ár veittur 50% afsláttur af vatns- og hol- ræsaskatti, sem er hluti fasteigna- gjalda og nemur þessi afsláttur í heild nokkuð á annað hundrað milljónum króna. Tekjur Hafn- firðinga af ÍSAL eru í ár hins vegar áætlaðar um 105 millj.kr. — Hver eru helztu viðfangsefni á næstu árum í bæjarmálum Hafnarfjarðar? j-'Ég hef nú þegar minnzt á varanlega gatnagerð og þau hverfi, sem áformað er að taka í byggingu á næstu árum, sem hvort tveggja eru með helztu viðfangsefnum næsta kjörtímabils. Því til viðbót- ar verður að sjálfsögðu unnið að svipuðum framkvæmdum og á síðastliðnu kjörtímabili, s.s. áframhaldandi uppbyggingu hafn- arinnar og skólahúsnæðis eftir því sem þörf krefur, byggingu íbúða á félagslegum grundvelli fyrir þá, sem lægstar hafa tekjurnar og þá verður að sjálfsögðu reynt að auka þá félagslegu aðstöðu, sem bærinn lætur íbúum sínum í té. Við þurfum að halda sérstaklega áfram að styðja íþrótta- og æskulýðsfélögin í bænum við þau verkefni, sem þau vinna að og eru nú þegar í byggingu mannvirki, sem koma þarf í notkun sem fyrst og sem á að nota fyrir æskulýðs- og félagsstarfsemi. Þá þarf sér- staklega að hafa í huga uppbygg- ingu bæjarfélagsins, að henni sé hagað þannig, að stuðlað sé að eflingu atvinnulífs, bæði þeirra fyrirtækja sem fyrir er svo og með tilkomu nýrra atvinnufyrirtækja, enda er traust afhafnalíf grund- völlur allra annarra framfara. STERK FORYSTA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS — Hvað viltu segja um póli- tísku viðhorfin í Hafnarfirði? — Hafnarfjörður var lengi landsfrægur fyrir hörð pólitísk átök. Mjög hefur dregið úr þeim hin seinni ár með stækkun bæjar- félagsins og öðrum • breyttum viðhorfum. Á þessu kjörtímabili höfum við sjálfstæðismenn átt samstarf við fulltrúa óháðra borgara og hefur það gengið vel og meirihlutinn verið samhentur um lausn mála. Við höfum einnig átt gott samstarf yfirleitt við fulltrúa minnihlutaflokkanna og reynt að taka tillit til þeirra sjónarmiða. Það pólitíska jafnvægi, sem ríkt hefur í Hafnarfirði þetta kjör- tímabil er fyrst og fremst komið til að mínu áliti vegna þess, að í forystu hefur verið sterkur flokk- ur, Sjálfstæðisflokkurinn, með fimm bæjarfulltrúa, sem leitazt hefur við að láta málefnin ráða og sýna pólitískum andstæðingum um leið fulla sanngirni. Sá mögu- leiki er að sjálfsögðu alltaf fyrir hendi, að hér verði breyting á, hinir fjórir andstöðuflokkar okkar nái úrslitaaðstöðu og reyni að sameinast um myndun meirihluta, þó ég hafi persónulega takmark- aða trú á, að svo muni verða næsta kjörtímabil. Engu að síður er það skilyrði þess, að Sjálfstæðisflókk- urinn í Hafnarfirði haldi áfram því forystuhlutverki, sem hann hefur haft á þessu kjörtímabili og að hann geti haldið áfram að framfylgja sinni stefnu og vinna að sínum málum, að Hafnfirðingar sýni Sjálfstæðisflokknum verulegt traust við bæjarstjórnarkosning- arnar. Ég treysti því, að Hafnfirðingar séu yfirleitt ánægðir með það sem áurnizt hefur á síðasta kjörtíma- bili og að þeir vilji, að áfram verði haldið á sömu braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.