Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAI 1978 ÞESSIR ÞINGMENN KVEDJA ALÞINGI: Hafði ekki gengið lengi með þing- manninn í maganum — segir Ásgeir Bjarnason — É(í hafði nú ekki genfíið lengi nieð þin(jmanninn í maiíanum, sagði Ast;eir Bjarnason í samtali við Mhl. það var afráðið seint á árinu 1948 að ójí færi í framboð til alþin^iskosninfíanna er áttu að verða 1950, en síðan var þint; rofið 1949 oj; kosið þá um haustið og náði ég þá kosningu í mínu fyrsta framboði, sem ég reiknaði nú alls ekki með. Asgeir Bjarnason lætur nú af þingmennsku eftir tæplega 30 ára starf og var hann nú síðast forseti sameinaðs alþingis. — F.vrstu árin var ég þingmaður Dalamanna og síðar fyrsti þing- maður Vesturlands og allan tím- ann fyrir sama flokk, Fram- sóknarflokkinn. Ég hef mest beitt mér á sviði landbúnaðarmála og á öðrum sviðum er snerta dreifbýlið svo sem vegakerfið, rafveitur, skólamál og ýmislegt í kringum þau mál og hef ég setið í landbúnaðarnefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd og starfað á þessum félagslegu sviðum. Manstu hvert var þitt fyrsta mál er þú fluttir? — Mig minnir það hafa verið þingsályktunartillaga um að gefa frjálsan innflutning á dráttar- vélum og jeppum, en á þessum árum var meira og minna skammtað af öllum hlutum eins og vitað er, er síðan var smám saman gefið frjálst. En einhver minnisverð mál á þínum fyrstu þingmannsárum? — betta fyrsta þing sem ég sat á var fyrir margra hluta sakir nokkuð sérstætt því að fyrsta veturinn sátu t.d. þrjár ríkis- stjórnir. Sú fyrsta var stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, síðan tók við minnihlutastjórn Olafs Thors og um miðjan marz tók við stjórn Steingríms Stein- þórsonar er sat til kosninga 1953 og við tók samsteypustjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það voru margir flokksfundir þennan vetur og eiginlega opnaðist fyrir mér nýr heimur við að koma inn í þetta starf. Var starfið þá mjög ólík því sem þú hafðir gert þér hugmyndir um? — Ég hafði ekki komið oft inn í þetta hús og ekki gert mér grein fyrir því hversu mikið starf var að vinna hér. En þó má segja að öll þessi ár hefur starf þingmannsins verið að vaxa og breytast, ekki sízt eftir kjördæmabreytinguna, og fleiri aðilar sem hver þingmaður hefur umboð fyrir. Meðan ég var þingmaður Dalamanna eingöngu gat ég setið að búi mínu að Asgarði í Hvammshreppi í Dalasýslu, milli þinga jafnframt því sem ég hafði samband við mína héraðsbúa. Nú eftir kjör- dæmabreytinguna er eriftt fyrir þingmann að sinna öðrum störfum en þingmannsstarfinu, en ég er þeirrar skoðunar að hafi þingmað- ur eitthvert annað starf er tilheyri félags- og atvinnumálum geti það ekki spillt fyrir heldur sé nauðsyn- legur tengiliður, m.a. til að geta fylgst betur með atvinnulífi þjóðarinnar og séð hvar skórinn kreppir. Það eru uppi tvær skoðan- ir um þetta mál, bæði meðal þingmanna og þjóðarinnar, en ég tel bæði betra fyrir þinghald og annað sé það nauðsynlegt að Ásgeir Bjarnasoni Ég mun snúa mér meira að því að starfa að félagsmálum. en framtíðin sker úr um hversu lengi. Ljósm. Ól.K.M. Alþingi má ekki verða of einangruð stofnun Kjartansson — segir Magnús — Ég kom fyrst á þing árið 1949, sagði Magnús Kjartansson, og hef setið á nær 20 þingum þessi tæpu 30 ár, en fram til ársins 1967 skaust ég alltaf öðru hverju inn á þing sem varamaður. Man ég t.d. að fyrsta árið sat ég bæði í neðri og efri deild og fjallaði þá um sömu málin í báðum deildum, og hygg ég að það sé fremur óvenju- legt. Magnús Kjartansson var síðan kosinn þingmaður árið 1967 og gegndi m.a. ráðherrastörfum í 3 ár á árunum 1971 — 1974. — Ég leit aldrei á þingmanns- starfið sem aðalstarf. Ég hef alltaf verið baráttumaður fyrir stjórn- málahre.vfingu, og taldi athafnir mínar utan þings jafnmikilvægar og þingstörfin, en í ráðherratíð minni bre.vttust þessir starfshætt- ir mínir nokkuð. — Þegar ég byrjaði var þing- mannskaupið afar lágt, en þá var greitt aðeins fyrir þingtímann og var þetta nánast Dagsbrúnarkaup án eftirvinnu. Það hafði þær afleiðingar að viss hluti þjóðarinn- ar hafði hreinlega ekki efni á því að sitja á þingi; það voru ekki aðrir en æðstu embættismenn þjóðar- innar og menn, er stunduðu sjálfstæðan atvinnurekstur, sem það gátu. Maður sem komst á þing og gat ekki sinnt öðrum störfum lenti í algerum fjárhagserfiðleik- um. — Hvaða augum lítur þú á þingstörf og hvernig ber þing- manni að starfa? — Ég hef aldrei viljað sitja á Alþingi sem einhver skriffinnur, heldur sem þátttakandi í pólitískri hreyfingu. Þess vegna ákvað ég að hætta þingmennsku þegar fötlun mín reyndist slík að ég yrði að starfa sem skriffinnur. Ég er þeirrar skoðunar að illa sé með þingræði farið ef Alþingi verður einöngruð stofnun. Það verður alltaf að vera samband milli fólksins í landinu og Alþingis, og ég vil að almenningur hlutist til um afgreiðslu mála með því að fólk veiti þeim athygli, hreyfi við málum og mæti á þingpalla. Ég hef reynt að starfa á þennan hátt og minni t.d. á er flýtt var byggingu fæðingadeildar við Landspítalann; þá tóku konur málið upp á sína arma og unnu að því að fylgja því fram. Á svipaðan hátt var með kóbaltækin er keypt voru til Landspítalans, en notkun þeirra var flýtt fyrir sameiginlega baráttu innan og utan þings og seinna þurfti ég sjálfur á þeim að halda! — Ég tel að Alþingi megi ekki verða einöngruð stofnun, sem menn skipta sér ekkert af nema á fjögurra ára fresti; það verður að vera lífrænt samband milli þings og þjóðar. Það tel ég vera undir- stöðu lýðræðis og þingræðis. Skiptir aldur þingmanna ein- hverju máli? — Það held ég varla; við hrörn- um líkamlega, það er lögmál náttúrunnar, en margir halda andlegri atorku sinni og forvitni fram á elliár og eru jafnfærir og yngri menn; árafjöldinn segir ekkert til um það. Það sem skiptir máli er að láta hug sinn aldrei eldast eða hjartað, enda er það alveg óþarfi. Finnst þér einhverju sérstöku ábótavant í störfum Álþingis? — Alþingi íslendinga er ekki' eins virk stofnun og t.d. þing annarra Norðurlanda og að mínu mati alltof þæg afgreiðslustofnun. Hér á landi starfa þingmenn eingöngu að þingmálum hluta árs, en erlendis starfa nefndir þing- manna allt árið, t.d. með því að fylgja eftir samþykktum þingsins, taka til meðferðar vandamál er Magnús Kjartanssoni Blanda ekki saman skoðunum manna og persónulcika. upp koma í þjóðfélaginu o.s.frv. Eg tel þingið vera of mikla afgreiðslu- stofnun fyrir ráðherra, en þeir Þessi voru að búa til umhveríi og keppikeflið var að gera það sem eðlilegast og líflegast. Ljósm. Rax. V orsýning Myndlista- og handíðaskólans MYNDLISTÁ- og handíðaskóli henni sýna nemendur skólans íslands opnar í dag. laugardag. alls 165 verk. Verður sýningin sína árlegu vorsýningu, en á opin yfir hvítasunnuhelgina kl. Frá graffkdeildinni. hér eru nemendur að vclja úr verkum cr hengja skal upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.