Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAI 1978 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MANUDEGI MíumiK-aæ't)* á forsíðu sá ég standa: X-G — X-G. Hvaða uppátæki? Konan brosir til mín og gengur síðan áfram án þess að rétta pésann. Nú, það er þá svona, rauða peysan mín hefur þarna stimplað mig inná X-G hjá konunni. Hátíðarhöldin eru sett og ræðu- höld byrjuð, merki dagsins eru seld af fallegum stúlkum og piltum. Til mín kemur ung stúlka um það bil 12 ára, klædd blárri blússu og dökkum buxum, hún er ljóshærð og bláeygð, prúðmennsk- an og kærleikur voru hennar sterku hliðar. Hún var fallegur samnefnari í svona starfi. Ræðu- menn ausa úr skálum mælsku sinnar, ég gríp sumt á lofti en annað fer framhjá, ég hitti þennan og hinn og geri mínar athuga- semdir, því ég ætla mér að standa við loforð mitt að borða lítið en tala því meira þennan dag. Nú er slegið fast á öxl mína, gráhærður maður og þreytulegur, ég þekkti hann vel á unglingsárum. Eg spyr hann hví hann sé svona gráhærður og lotinn. „Bakkus, bróðir minn, veldur þessu öllu saman,“ segir hann. Ég get trúað vel að atkvæði þessa manns verði til sölu í næstu kosningum, því hann segist ekki fá oftar víxla út á glerið. Stjórnandinn kallar „skáld dagsins flytur kvæði sitt“. Ég þrengi mér aftur yfir götuna og nær ræðustólnum. Snjallt og gott kvæði, en ein hending var svona: „Apakyn á norðurslóð," og átti hann hér við okkur mennina. Ég bið skáldið með vinsemd að borða þessa hendingu aftur ofan í sig. Maðurinn er Guðs mynd, en ekki kominn af öpum. Biblían segir að maður og dýrategund, t.d. apinn, geti ekki æxlast saman. Lúðurinn gellur: „Nú talar Guðmundur J. Guðmundsson." Ég hrindi skáldinu úr huga ,mér og hlusta á frænda minn. Það má með sanni segja að hann er sá eini og réttasti samnefnari verkalýðssam- takanna hér á Islandi og væri hér margt farið úr skorðum ef verka- lýðssamtökin ættu hann ekki sem leiðtoga og var góður gaumur gefinn að ræðu hans í dag. Það er mesti veikleiki verkalýðssamtak- anna hve klofin og margskipt þau eru og svo eru þau of fast bundin við rófustertinn frá Rússlandi. Og nú húmar að kveldi, ég fer úr rauðu peysunni, dubba mig upp til glaðværðar fram yfir miðnætti. Ég vil líka styðja ungt verkafólk að fara hljóðlega heim til sín frá skemmtistöðunum og muna þreytta verkamanninn: „Hafið hljótt við litla gluggann hans, og lofið þreyttu barni að sofa.“ (Höf. D.S.) Benedikt Guðmundsson.“ Þessir hringdu . . . • Saga ai litlum vin Dýravinur vildi fá að segja eftirfarandi sögu: Einlægasti og besti vinurinn sem ég hefi átt, sem ég kallaði litla vin, af því að hann var smávaxinn, en langt frá því að hann væri lítill vinur minn. Það, sem þið fáið að vita hér á eftir er að við vorum saman tveir félagar í tveggja herbergja íbúð og sváfum sinn í hvoru herberginu. Félagi minn var nokkuð ölkær og get ég þess vegna þess sem á eftir kemur. Litli vinur var sérstaklega góður við ökkur báða, næstum lygilega. Hann klappaði okkur á kinn og kom með munn á móti munni. Hann dró inn klær á hægra framfæti og strauk kinnar okkar. Við félagarnir bjuggum það neðar- lega í húsi að litli vinur átti auðvelt með að guða á glugga hjá okkur eða að gera vart við sig á SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á skákþingi Bandaríkjanna í fyrra í Mentor í Ohio kom þessi staða upp í skák þeirra Roberts Byrne, sem hafði hvítt og átti leik, og Johns Federowicz. Eins og sjá má hefur hvítur álitlega sóknar- stöðu, enda var hann fljótur að gera út um skákina. Kg7 (Ef 27... Bg7 þá 28. Rg4) 28. R3g4 - Hh8, 29. Rxf6 - Kf8, 30. Rh7+ og svartur gafst upp. Góð- kunningi okkar, Walther Browne, varð skákmeistari Bandaríkjanna þriðja árið í röð. Að þessu sinni hlaut hann 9 v. af 13 mögulegum, hálfum vinningi á undan Byrne. sínu máli, væri hann úti á síðkvöldi. Ef svo var og' félagi minn var drukkinn þá kom litli vinur alltaf á gluggann hjá mér sem hann vissi að ekki hafði bragðað vín. Annars kom hann alltaf til félaga míns og held ég að honum hafi þótt vænna um hann en mig. Undrar mig það ekki því hann bókstaflega dekraði við litla vin. Svo var það einn dag að við félagarnir fórum að heiman og komum ekki heim fyrr en seint að kvöldi. Áður en við fórum hleypt- um við litla vin út en hann hefur ekki sézt síðan. Vinur minn er sjúkur af eftirsjá og ég er miður mín. Það er sárt að vita ekki hvað hefur komið fyrir litla vin, hann var einlægari og betri vinur én margur maðurinn og ekki skorti hann vit. Við félagarnir kveðjum þig litli vinur og þökkum þér af alhug samfylgdina. HÖGNI HREKKVÍSI Mér leiðast styttur í skrúðgörðum — skal ég segja þér! LAWN-BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN Það er leikur einn að slá með LAWN-BOY garðsláttu vélinni, enda hefur allt verið gert til að auðvelda þér verkið. Rafeindakveikja. sem tryggir örugga gang- setningu. Grassafnari, svo ekki þarf að^raka. 3,5 hö, sjálfsmurð tvi- gengisvél, tryggir lág- marks viðhald. Hljóðlát. Slær út fyrir kanta og alveg upp að veggjum. Auðveld hæöarstilling. Ryðfri. Fyrirferðalítil, létt og meðfærileg. VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. Fólksbflakerrur Góðar kerrur — til flutninga og ferðalaga Hestaflutningakerrur, sérstaklega traustar og vandaöar, flytja 2—3 hesta (2,2 tonn). Dekk 750x16 (8 laga). Áhlaups- og handbremsa, Ijós, 55 mm kúla, langar, sterkar, 5 blaöa fjaörir. Gisli Jónsson & Co. h.f Sími 86644. Sundaborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.