Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAI 1978 : / ,\W Plilu# /"m m K |£|É IlÍilllllBL □1 1 Hitaveitan er ein mesta kjarabót, sem Hafnfirðingar hafa fengið ÞAÐ kjörtímabil, sem nú er að ljúka, hefur verið tími mikilla framkvæmda í Hafnarfirði. í bæjarstjórn Hafnarf jarðar hafa Sjálfstæðis- flokkurinn og Félag óháðra borgara myndað meirihluta síðustu 4 ár. Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og hefur átt sæti þar í 12 ár og þar af í bæjarráði sl. 8 ár. Morgunblaðið hefur rætt við hann um helztu framkvæmdir og aðra starfsemi á vegum bæjarfélagsins á undanförnum árum og viðfangsefnin framundan. Fer þetta samtal hér á eftir. Langstærsta málið, sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu, segir Árni Grétar, er lagning hitaveitu í Hafnarfirði. Framkvæmdir tókust mjög vel og voru heilu ári á undan áætlun. Um þetta mál stóð mikill styr allt siðasta kjörtímabil. Bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins, sem þá mynd- uðu meirihluta ásamt Framsókn- arflokknum og óháðum borgurum, voru mjög andvígir samningum Hafnfirðinga við Reykjavíkurborg um hitaveitu. Þessi afstaða full- trúa Alþýðuflokksins tafði málið í nær tvö ár. Hitaveitan er gífurlegt hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga og sjálfsagt ein mesta kjarabót, sem þeir hafa fengið og sparar árlega hundruð milljóna króna frá því sem áður var, þegar hús voru kynt upp með olíu. VARANLEGRI GATNA- GERÐ LOKIÐ AÐ MESTU Á NÆSTU 2 ÁRUM — En hvað um gatnagerð? — I kjölfar hitaveitufram- kvæmda var gerð áætlun um að leggja varanlegt slitlag á flestar götur bæjarins á 4 árum. Fram- kvæmdir við þessa áætlun hófust í fyrra og var þá lagt slitlag á 7—8 km af gatnakerfi bæjarins, sem alls er rúmir 40 km og í ár verður tekinn svipaður áfangi, sem þegar hefur verið samið um við verktaka og framkvæmdir eru að hefjast við. Ætlunin er að ljúka þessari áætlun að mestu á næstu tveimur árum, 1979 og 1980. Munum við sjálfstæðismenn beita okkur fyrir því, ef við verðum áfram í meirihlutaaðstöðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Rætt við Árna Grétar Finnsson bæjarfuHtrúa í Hafnarfirði, sem skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins þar Þó að þessar framkvæmdir við hitaveitu og gatnagerð hafi verið langstærsti hluti framkvæmdanna og tekið til sín mest fjármagn hefur tekizt engu að síður að ráðast í margvíslegar aðrar fram- kvæmdir. NÝ HVERFI — Hvað líður uppbyggingu bæj- arins og framkvæmdum við ný íbúða- og iðnaðarhverfi? — Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu Norðurbæjar og eru lóðir þar á þrotum. Ennfremur hefur verið unnið að uppbyggingu iðnaðarhverfis á Flatahrauni. Þar hafa framkvæmdir nú staðið í tæpa 3 áratugi og lengst af gengið mjög seint. Nú á síðustu árum hefur fjölgun og uppbygging at- vinnufyrirtækja verið svo ör í Hafnarfirði, að lóðir til úthlutunar í þessu iðnaðarhverfi eru á þrot- um. Sú byggð sem nú tekur við er annars vegar ný íbúðabyggð í svokölluðum Hvömmum, sem eru sunnan Jófríðarstaða. Skipulagi þessa svæðis var lokið fyrir rúmu ári og nú stendur yfir eignarnáms- mat á því, þar sem það er að mestu í eigu einstaklinga. Mjög þýðingar- mikið er, að eignarnámsmatsnefnd ljúki störfum smum sem allra fyrst, því að bæjarfélagið er reiðubúið til að láta hefja þar b^ggingar um leið og eignarnáms- mati lýkur og samið hefur verið við landeigendur á grundvelli matsins. Þá er vel á veg komið skipulag nýrrar íbúðabyggðar sunnar Hval- eyrarholts í áframhaldi af núver- Tillaga óla G.H. Þórðarsonar, arkitckts, að skipulagi nýrrar íbúðabyggðar á suð austur Hvaleyrarholti. Húsin, sem lituð eru grá hafa þegar verið byggð, en þau sem fyrirhugað er að byggja samkvæmt nýja skipulaginu, eru með strikum. Nú er unnið að fullvinnslu þessa skipulags og er stefnt að lóðaúthlutun á næsta vetri. Þá er einnig unnið að áframhaldandi skipulagi svæðsins suður fyrir Hvaleyrarholt. Á upp- drættinum eru tölur skrifaðar inn á húsin og eru það tillögur að hæð þeirra, en þar er meðal annars gert ráð fyrir tveggja hæða einbýlishús- um. Samföstu húsin við Þúfubarð og Kelduhvamm eru fjölbýlishús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.