Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 3 Tívolí í Reykjavík: Nýjar hug- myndir en nei- kvæð reynsla í HINNI nýju áætlun um umhverfi og útivist í Reykjavík fyrir næstu 5 árin kemur fram, að ýmsir einstaklingar og félaga- samtök hafa aö undan- förnu lýst yfir áhuga sínum á að beita sér fyrir eða taka Þátt í stofnun og rekstri skemmtigarðs í Reykjavík. Þess vegna er lagt til að Reykja- víkurborg hafi forgöngu um aó kanna starfrækslu slíks skemmti- garös. Hlutverk hans yröi aö veita borgarbúum upplyftingu og fræöslu og til aö mæta aukinni þörf fyrir tómstundastarfsemi í borginni. Lagt er til aö borgin skipi nefnd sem kanni m.a. mögulega þátttak- endur í stofnun skemmtigarös, áætlaöan kostnað og fjármögnun, svo og hugsanlega áfangauppbygg- ingu, einnig hugsanlega staðsetn- ingu og verkefni slíks garös og hvað þyrfti af byggingum og hvernig þær skuli geröar, svo og hvaöa starfsemi, sem nú þegar er fyrir hendi í borginni, gæti rúmast í slíkum garði. í Morgunblaöinu í gær skýröi borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, frá því að þessi tillaga kæmi til umræöu í borgarstjórn í dag, fimmtudag. Dálítil athugun sem Morgunblaö- iö gerði hjá þeim sem ráku gamla Tívolí í Vatnsmýrinni hér forðum daga leiddi í Ijós, aó þeir eru ekki meira en svo bjartsýnir á fyrirætlan- ir af þessu tagi, telja þær reyndar dauöadæmdar nema til komi veru- legt framlag frá borginni. Kenna Á góðum dögum var oftast pröng en Þeim mun færri ef eitthvað var að veðri, Hver man ekki eftir rafmagnsbílunum bar sem margir ungir borgarbúar sátu í fyrsta sinn undir stýri? þeir veöurguöunum aóallega um aö ekki er rekstrargrundvöllur fyrir skemmtigarö á borö viö gamla Tívolí. Tívolí í Vatnsmýrinni varö til í lol stríðsins eða 1945 þegar fimrr ungir menn í Reykjavík geröu aö veruleika hugmynd um íslenzkan skemmtigarö. „Það var í ágúst eöa september að mig minnir aö ég flaug utan meö annarri áætlunarvél Flugfélagsins og samdi um kaup á nauösynlegum tækjum til starf- rækslu skemmtigarös og síðan held ég aö þaö hafi verið næsta ár þar á eftir sem Tívolí tók til starfa," sagói Sigurgeir Sigurjónsson, hrl., sem var einn í hópi fimm-menning- anna. Sigurgeir sagði, aó þeir félagarnir heföu rekið Tívolí í nokkur ár og gengiö vel til aö byrja með — meöan borgarbúum þótti verulegt nýnæmi aó þessari viöleitni en síðan hafi komið í Ijós eftir því sem árin liöu aó ekki var grundvöllur fyrir þessum rekstri. „Blessaður vertu, þaö væru áreiðanlega ein- hverjir búnir aó setja á laggirnar nýjan skemmtigarö, ef rekstur hans væri einhver gróöavegur," sagöi Sigurgeir. „Þetta getur aldrei oröið annað en taprekstur hér á íslandi, þar sem eru aðeins nokkrir sólar- dagar á ári en fyrirtæki af þessu tagi verður að vera unnt aö reka helzt allt árið en ekki 2—3 mánuöi yfir sumarið." Sigurgeir sagöi, að þaö hefói verið reynsla þeirra ef eitthvaö heföi verið aö veðri, þá heföi aösókn verið engin og tómt mál væri að tala um aö byggja yfir svo mikið flæmi, því aö það kostaði milljaröa. „Ef einhver mynd á aö veröa á rekstri svona skemmti- garós þarf margvísleg tæki, sem vafalaust kosta nú tugi milljóna króna, þau ganga öll fyrir rafmagni sem kostar skildinginn og auk þess fylgir þessu mikiö mannhald. Síðan þarf aö byggja yfir hin margvíslegu leiktæki. Ég man, aö Magnús Jónsson, prófessor, kom eitt sinn til mín og sagöi: — Þetta er ekki hægt, þiö verðið að byggja yfir þetta. Þaö heföi þá kostað sitt — ætli allt svæöiö hafi ekki verið um 1 hektari. Það var mikil vinna í því fólgin aö gera svæöiö sómasam- lega úr garöi, t.d. útbjuggum vió tjörn, þar sem fólk gat siglt á litlum fótstignum bátum, sem viö létum smíóa fyrir okkur hjá Slippfélag- inu.“ Sigurgeir sagöi einnig aó þaö hefði verið reynsla þeirra að fólk hefði fengið leiö á tækjunum eftir 2—3 ár og viljað fá ný í staöinn. Þá heföi orðið að selja þau og fyrirtækiö þá ekki ráðið viö aö kaupa nema gömul tæki í staö þeirra. „Nei, aö öllu athuguöu er ekki nokkur grundvöllur fyrir þessu aö mínum dómi, það tel ég fullreynt og ástæðan er fyrst og fremst veðurfarið hér á landi. Fjölgun íbúa á höfuóborgarsvæöinu breytir þarna ekki ýkja miklu um og miðaö viö verólagiö hér á landi nú orðið er rétt aö hafa í huga aö þaö myndi kosta sitt aó sækja svona staö. En ef borgin vill reka þetta á sinn kostnað þá horfir málið auóvitaö ööru vísi vió, en verður þá aö gera sér grein fyrir aö þetta veröur aldrei fyrirtæki til aö standa undir sér aö Framhald á bls. 18 Parísarhjólið og hringekjan voru löngum meðal vinsælustu leiktækjanna í Tívolí. Stjórn Rithöfunda- sambandsins skipt- ir með sér verkum STJÓRN Rithöfundasambands Islands ok Rithöfundaráð hafa nú haldið fyrstu fundi sína eftir nýafstaðnar kosningar og skipt með sér verkum. Stjórn Rithöfundasambandsins er þannig skipuði Njörður P. Njarðvík formaður (sérkosinn á aðalfundi), Vilborg Dagbjartsdóttir varaformaður, Kristinn Reyr gjaldkeri, Pétur Gunnarsson ritari og Þorvarður Helgason meðstjórnandi. Vara- menn: Asa Sólveig og Baldur Ragnarsson. Stjórn Rithöfundaráðs skipai Stefán Júlíusson formaður, Ólafur Haukur Símonarson gjald- keri og Ási í Bæ ritari. Alls sitja 12 menn í ráðinu. Hinir 9 eru: Árni Larsson, Geir Kristjánsson, Guðmundur Steins- son, Guðrún Helgadóttir, Jóhann Hjálmarsson, Líney Jóhannesdótt- ir, Sigurður Pálsson, Svava Jakobsdóttir og Örnólfur Árnason. Fréttatilkynning. Átta holu golfvöll ur í Laugarnesi FRAMKVÆMDIR við golfvöll í Laugarnesi eru áætiaðar á árun- um 1980 — 83 í framkvæmdaáætl- un um umhverfi og útivist, sem lögð var fram í borgarráði í fyrradag. Gert er ráð fyrir 8 holu velli og er kostnaður við gerð hans 38 milljónir króna. Árið 1980 er ætlunin að hefja gerð lítils golfvallar í Laugarnesi og stefnt að því að ljúka mótun iandsins að mestu levti bað árið. er áætlaður 17 milljónir króna. Árið eftir yrðu svo holusvæðin 8 gerð og er áætlaðað hvert þeirra kosti eina milljón króna. 1982 er miðað við að gróðursetja harðgera runna í svæðið og er kostnaður við ræktun áætlaður 7 milljónir króna. Síðasta árið yrði svo endanlega gengið frá svæðinu og stefnt að því að hægt verði að taka það í fulla notkun, en kostnaður við lokaframkvæmdirnar er Fífa er fundin lausn Fífu skáparnir eru vandaöir, fallegir, ódýrir og henta hvar sem er. Fífu skáparnir eru íslensk framleiðsla. Þeirfásf í þrem viöartegundum, hnotu, álm og antikeik. Haröplast á boröplötur i mörgum fallegum litum allt eftir yðar eigin vali. Komiö og skoöiö, kynniö ykkur Auöbrekku 53, Kópavogi. okkar hagstaeöa verö. Látiö okkur teikna og fáiö tilboö. Simi 43820. Fifa er fundin lausn. ' 0 ■ s * wmS® i l< - í • '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.