Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
ríkisins á morgun
Þossir mcnn tala á ársfundi Rannsóknaráðs ríkisins (frá vinstri)i Freyr Þórarinsson, Ingvi Þorstoinsson,
Jakob Jakobsson. Páll Theódórsson, Ásbjörn Einarsson, Steingrímur Hermannsson ok Sigmundur
Guðbjarnason. Ljósm. Kristján.
Neskaupstadur og Vest-
mannaey jar takmarka
kjaraskerðinguna
Á MORGUN verður haldinn
í Háskólabíói ársfundur
Rannsóknaráðs ríkisins en á
fundinum verður gerð grein
fyrir starfsemi ráðsins og
sérfræðingar flytja erindi
þar sem greint verður frá
ýmiss konar rannsókna-
starfsemi sem þeir hafa átt
þátt f.
Fundurinn hefst kl. 14 með því
að Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra setur fund-
inn, en hann er formaður Rann-
sóknaráðs ríkisins. Þá flytur
Steingrímur Hermannsson fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðsins
erindi um starfsemi ráðsins og
kynnir hann jafnframt langtíma-
áætlun um rannsóknir í þágu
atvinnuveganna. Síðan verða flutt
þessi erindi: Páll Theódórsson
eðlisfræðingur, forstöðumaður
Eðlisfræðistofu Raunvísindastofn-
unar Háskólans: um smíði og
þróun rafeindatækja á Islandi;
Ingvi Þorsteinsson magister hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins: um rannsóknir á ástandi og
beitarþoli íslenzkra gróðurlenda;
TVEIR kaupstaðir hafa sam-
þykkt að bæta upp vísitölu-
skerðinguna. Vestmannaeyj-
ar og Neskaupstaður. Á
Neskaupstað hefur bæjar-
stjórnin samþykkt að greiða
verkamönnum, sem hjá bæn-
um vinna, fullar vísitölubæt-
ur, en í Vestmannaeyjum
var ákveðið að reikna út,
hver vísitöluskerðingin væri
á 3. taxta Verkamannasam-
handsins og láta þá fjárhæð
sfðan ganga upp úr. Þá
fengu allir starfsmenn Nes-
kaupstaðar eins flokks
hækkun, er gengið var frá
sérkjarasamningum.
I Vestmannaeyjum samþykkti
bæjarstjórnin að reiknað yrði út
hver væru laun á 3. taxta Verka-
mannasambandsins samkvæmt
samningunum frá því í sumar og
eins samkvæmt kjaraskerðing-
unni. Samþykkti bæjarstjórnin að
bæjarsjóður greiddi sem launa-
uppbót mismuninn og sama krónu-
tala kæmi á öll laun bæjarstarfs-
manna og annarra starfsmanna,
sem væru á kjörum Verkamanna-
sambandsins.
í Neskaupstað var hins vegar
samþykkt að greiða verkamönnum
hjá bæjarfélaginu í samræmi við
samningana frá í sumar að fullu.
Þessi samþykkt nær hins vegar
ekki til félaga innan Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja, en hins
vegar var Neskaupstaður nýbúinn
að gera sérkjarasamninga við
Starfsmannafélagið, þar sem allir
bæjarstarfsmenn fengu eins
flokks hækkun.
Skrifstofa Óðins
opin daglega fram
yfir kosningar
SKRIFSTOFA Málfundafélags-
ins Óðins í Valhöll. Iláaleitis-
braut 1. er nú opin alla virka
daga frá kl. 17 — 19 fram að
kosningum. Síminn er 82927.
Óðinsfélagar og aðrir stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins eru
beðnir að hafa samband við
skrifstofuna og jafnframt hvattir
til að taka þátt í atvinnustétta- og
vinnustaðafundum með borgar-
stjóra en skrifstofa félagsins veitir
nánari upplýsingar um tilhögun
þeirra.
Þessi híll endaði feril sinn
þarna við veginn milli Hellu
og Ilvolsvallar. Ökumaður.
sem stefndi í sömu átt og
kyrrstæði bíllinn á myndinni
snýr. virðist hafa misst vald á
farkostinum. sem eftir förun-
um að dæma fór út af veginum
og í sveig að honum aftur,
síðan valt hann yfir veginn,
lenti á hjólunum hinum mcgin
og komst í öðrum sveig að
veginum aftur. en ekki lengra.
Ökumaður lét lögregluna ekki
vita. en hann mun hafa sloppið
ómeiddur. Þessi atburður varð
f bftið á laugardagsmorgun,
en í gær hafði lögreglan á
IIvolsvclli ekki haft tal af
ökumanninum.
Ljósm.i Óskar Sæmundsson.
Tímarit
SÁÁ
komið út
Nýlega kom út 1. tölublað
annars árgangs af Tímariti
S.Á.Á., en ritstjóri þess er
Garðar Jóhann Guðmunds-
son.
I ritinu er margvíslegt
fræðsluefni um áfengismál,
auk greina og viðtala. Þá er
iagt frá athugun, sem til
'amans var gerð á því
ivernig 185 Freeport—farar
skiptust eftir stjörnumerkj-
um, og varð niðurstaðan sú,
að þar fóru ljón fremst í
flokki, og voru 12,4%. Síðan
kom nautsmerkið, 10,3%, þá
komu meyjarmerki og bog-
menn með 9,7%, og í fimmta
sæti var vogarmerkið, 9,2%.
Hópur bandarískra dómara var á ráðstefnu hérlendis fyrir nokkrum dögum. Meðal
annars heimsótti hópurinn Ilæstarétt, þar sem dómararnir og makar þeirra hlýddu
á erindi dr. Ármanns Snævars, forseta Hæstaréttar. Var myndin tekin við það
tækifæri. Ljógm MW RAX
dr. Ásbjörn Einarsson hjá Rann-
sóknastofnun iðnaðarins: um iðn-
tækniþjónustu; Freyr Þórarinsson
jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofn-
un: um jarðhitarannsóknir á
lághitasvæðum; og Jakob Jakobs-
son hjá Hafrannsóknastofnun um
aðferðir til að meta stærð fisk-
stofna. Fundinum verður slitið um
kl. 16.30 af formanni fram-
kvæmdanefndar Rannsóknaráðs,
dr. Sigmundi Guðbjarnasyni
prófessor.
Steingrímur Hermannsson sagði
að þessi fyrsti ársfundur væri
haldinn til að kynna fyrir almenn-
ingi rannsóknastarfsemi á sviði
raunvísinda, en það væri eitt
meginverkefni Rannsóknaráðs
ríkisins að efla rannsóknir er
kæmu að gagni á hinum ýmsu
sviðum atvinnu- og þjóðlífsins.
Fundurinn er opinn öllum sem
áhuga hafa fyrir þessu efni og til
hans hefur verið boðið fulltrúum
frá ýmsum rannsóknastofnunum,
ráðuneytum og samtökum at-
vinnuveganna.
Sæljón
hæstur
vertíðar-
bátaá
Eskifirði
Eskifirði, 17. maí.
VETRARVERTÍÐ er lokið
hér á Eskifirði og hafa
stærri bátar tekið upp netin.
Afli var allgóður á vertíð-
inni og gæftir sæmilegar.
Mestan afla vertíðarbáta hér
fengu Sæljón 500 lestir,
Vöttur 406 lestir. Nú eru
sjómenn að búa bátana á
aðrar veiðar, ýmist á troll
eða humarveiðar, en minni
bátar halda áfram með net-
in. Togararnir hafa aflað
allvel, þetta 100—150 lestir
í sjóferð.
Vorið hefur verið fremur
svalt hér, þar til að hlýnað
hefur siðustu daga.
Fréttaritari
Reyðar-
fjarðar-
bátar
fengu
1246
lestir
Reyðarfirði 17. maí
VERTÍÐ hjá Reyðarfjarðarbát
um lauk 12. maí. Afli Gunnan
varð 700 tonn, sem gáfu 1.65Í
þúsund krónur í hásetahiut, ojj
afli Snæfugls varð 546 tonn. seæ
gáfu 1.194 þúsund krónur
hásctahlut.
Allur vertíðaraflinn liggur
salti og töluvert af fiski frá því
haust. Fréttaritari
Fyrsti ársfundur
Rannsóknarráðs