Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 5 Gamlar Kiljansbækur — á uppboði Klausturhóla Jón Reykdal og Tove Engilberts með eina af myndum Jóns heitins Engilberts. Minningarsýning í Norr- æna húsinu um Engilberts Listamadurinn hefdi ordid sjötugur 23. þ.m. Minningarsýning um Jón Engilberts verður opnuð í sýningasal Norræna hússins í kvöld, og mun hún standa til 30. þessa mánaðar, en á þessu tímabili, eða 23. maí nánar tiltekið, hefði lista- maðurinn orðið sjötugur. Aðstandendur þessarar minningarsýningar eru ekkja Engilberts, Tove, og félagar í félagsskap ísl. grafíklistamanna en Jón var á sínum tíma stofnandi þessa félagsskapar og síðan heiðursfélagi þegar félagið var endurreist af Einari Hákonarsyni o.fl. fyrir nokkrum árum. A þessari sýningu eru eingöngu teikningar, litkrítarmyndir og vatnslitamyndir, samtals um 120 myndir og allflestar til sölu. Að sögn Jóns Reykdals sem unnið hefur við uppsetningu sýningar- innár af hálfu grafíklistamanna, má segja að litkrítarmyndirnar myndi eins konar rauðan þráð á sýningunni, alls um 70 talsins, og spanna þær yfir um 30 ára tímabil — frá 1937 til 1968. Vatnslita- myndirnar og teikningarnar eru af ýmsu tagi og hinar fjölbreytileg- ustu allt frá því að listamaðurinn er 18 ára og að fást við hefðbundin skólaverk og fram undir síðustu æviár hans, en Jón lézt 12. febrúar 1972. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega frá 4—10 virka daga en frá 2—10 um helgar. KLAUSTURHÓLAR, listmuna- uppboð Guðmundar Axelssonar, efna til 44. uppboðs fyrirtækisins laugardaginn 20. þessa mánaðar og hefst uppboðið kl. 14.00 í Tjarnarbúð. Seldar verða bækur. Blaðinu hefur borist uppboðs- skráin, sem að venju er skipt í flokka eftir efni: Ýmis rit, ljóð, rímur, rit íslenzkra höfunda, málfræðirit og orðasöfn, fornrita- útgáfur og fræðirit, blöð og tímarit, Hallgrímur Pétursson, sagnaþættir, saga lands og lýðs, æviminningar. Alls verða seld 200 verk. Meðal þeirra má nefna Islenzka sálma- saungsbók með nótum, Kaup- mannahöfn 1861, Útsýn, þýðingar eftir Einar Benediktsson og fleiri, Kh. 1892, Kvæði og nokkrar greinir eftir Benedikt Gröndal, Kh. 1927, Ordbog til Rimur, útg. af Finni Jónssyni I—II, Kh. 1926—27, Lexicon Poeticum, útg. Sveinbjörn Egilsson, Kh. 1913—1916. Tímarit- ið Stundin, gefin út af Sigurði Benediktssyni, Rvík 1940—1941, Sagan af Þuríði formanni, Rvík 1893—1897, með öllum kápum, Islandske folkesagn og æventyr, útgáfa Carls Andersen, Kjöben- havn 1877. Aldahvörf í Eyjum eftir Þorstein í Laufási. Islenzkir samtíðarmenn I—II, Grafminn- ingar útgefnar af Magnúsi Step- hensen, Viðeyjarklaustri 1842, Skóhljóð eftir Steindór Sigurðs- son, Vestmannaeyjum 1930, Sól og menn eftir Vilhjálm frá Skáholti, ljóðmæli Magnúsar Stephensen, Viðey 1842 og Steingrímur Thor- steinsson, ein islándischer Dichter eftir J.C. Poestion, Munchen og Leipzig 1912. Auk þess verða seldar ýmsar af frumútgáfum Halldórs Laxness, þ.á.m. fyrsta bók höfundarins, Barn náttúrunn- ar. Einnig ljóðabók Þórbergs Þórðarsonar, Hvítir Hrafnar. Bækurnar verða til sýnis að Klausturhólum, Lækjargötu 2, á föstudag kl. 9.00—22.00, en upp- boðið hefst laugardaginn 20. klukkan 14.00 í Tjarnarbúð. Kosninga- útvarp á stuttbylgju Við bæjar og sveitarstjórna- kosningarnar 28. maí og Al- þingiskosningar 25. júní, verður kosningaútvarp á stuttbylgju. Útvarpað verður á 12175 khz eða 24,6 metrum. Sendingar þessar cru ætlaðar sjómönnum á kaup- skipum og fiskiskipum á fjar lægum miðum og Islendingum crlendis. Við hagstæð skilyrði ætti að verða hægt að ná þessum sendingum á góð tæki með loftneti sums staðar í Vest- urEvrópu. Kosningaútvarp hefst um klukkan 22.00 báða kosningadag- ana og stendur fram eftir nóttu. Hádegisfréttir Útvarpsins eru alltaf sendar út á stuttbylgju á sömu bylgjulengd, segir í frétt frá fréttastofu útvarpsins. MARQIR I1ALDA AD I1ÁTALARAR SCU ADCINS FYRIR ATVINNUMCNN... Ljósmyndasýn- ing á ísafirði ísafirði 17. maí UNDANFARNA daga hefur stað- ið yfir ljósmyndasýning í kjallara Alþýðuhússins. Að sýningunni standa 4 ísfirskir ljósmyndarar. Þeir eru Jón Hermannsson, en hann var með málverkasýningu hér fyrr í vetur, Leó Jóhannsson, Ilörður Kristjánsson og Sverrir Jónsson, en þeir starfa allir á Ljósmyndastofu Lcós. . Tilefni sýningarinnar er að Félag áhugaljósmyndara á ísafirði var stofnað fyrr í vor. Með sýningunni vilja þeir vekja áhuga fólks á ljósmyndun og þeirri miklu gleði sem þessi listgrein, sem allir geta stundað, getur veitt. Um 1000 manns sóttu sýninguna og hafa nokkrar myndir selst. Meðal mynda voru svarthvítar myndir frá tíma Jóns Hermanns- sonar á togurunum ísborgu og Sólborgu og nýteknar litmyndir af bæjarlífinu á Isafirði. - Úlfar. en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara, notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér. Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess. AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um - VELJIÐ AR HÁTALARA. -... /Pekking feynsla Þjonust FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.