Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 Páll Daníelsson skrifar: Sterkasta aflið Fólk hefur orðið áþreifanlega vart við það að skammur tími er orðinn til kosninga og hafa víða orðið all langar og strangar fæðingahríðir í sambandi við að koma saman framboðslistum. Kemur þar tvennt til. Annars vegar hafa menn ekki sýnt þá reisn að taka úrslitum prófkjöra, enda þar um nokkra misnotkun að ræða hjá smærri flokkum, þar sem frambjóðendur hafa leitað mjög til stuðningsfólks annarra flokka til þess að hjálpa sér persónulega í prófkjöri og kom slíkt einna bezt í ljós hjá Alþýðuflokknum. Hins vegar hafa flokkar eins og Alþýðu- bandalagið forðast að sleppa nokkrum áhrifum til hins almenna kjósanda en þeim mun harðari hefur innbyrðis valdabaráttan orðið. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði viðhafði prófkjör í sambandi við uppstillingu til bæjarstjórnar með miklum glæsibrag. Þátttaka var mikil, frambjóðendur margir og allir það hollir sínum flokki og sínu byggðarlagi að engin brota- löm varð, enda þótt margir hverjir legðu sig fram um að ná sem beztum árangri. Vandi við sam- setningu framboðslista á eftir varð því lítill og um hann alger einhugur. Er ánægjulegt að leggja út í kosningabaráttu við slíkar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið í meirihlutaaðstöðu líðandi kjörtímabil og hefur svo vel til tekizt að margir, bæði stuðnings- menn meirihlutans og fólk, sem tilheyrir minnihlutaflokkunum í bæjarstjórn, tala um þetta kjör- tímabil sem eitthvert rismesta kjörtímabil í sögu bæjarins hvað snertir framfarir í byggðarlaginu. Má þar nefna hitaveituna, gatna- gerðarframkvæmdir og malbikun gatna, byggingar skólahúsnæðis, en 26 nýjar kennslustofur voru teknar í notkun á kjörtímabilinu, miklar framkvæmdir á vegum rafveitu og hafnar, byggingar fyrir aldraða, ýmsar framkvæmdir á sviði félagsmála o.fl. Jafnframt þessu hefur fjármálastjórn bæjar- ins verið mjög traust og stendur bæjarfélagið vel fjárhagslega. Sjálfstæðisflokkurinn er lang sterkasta aflið í stjórn bæjarmál- anna með 5 bæjarfulltrúa af 11 og er það sýnt að eigi áfram að vera sterk stjórn í bænum þá verður það ekki án aðildar Sjálfstæðis- manna. Þeir einir geta tryggt bænum áframhaldandi framfarir, geta tryggt bænum sterka stjórn. Þetta skilja bæjarbúar og munu því leggjast á eitt og stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn komi sem sterkastur út úr þessum kosningum. En til þess þurfum við öll að vinna vel. X—D. Páll V.Daníelsson. AUCI.VSINGASIMINN ER: ^22480 J JHorcuutiIetiií) Menzies látinn Sydney, Ástralíu, 16. maí. AP. SIR ROBERT Menzies, sem lengst hefur gegnt forsætis- ráðherraembætti í Ástralíu, lézt á mánudag, annan í hvítasunnu, í Melbourne. Hann var 84 ára gamall. Hann hafði hætt öllum af- skiptum af stjórnmálum fyr- ir tólf árum. Menzies setti mjög svip á áströlsk stjórnmál er hann var forsætisráðherra sam- fleytt árin 1949-1966. Hann var lögfræðingur að mennt, ræðumaður góður, íþrótta- maður og mjög hlynntur Englendingum og öllu sem enskt var. „Hann kunni vel að njóta lífsins lystisemda. Hann hafði ímugust á blaða- mönnum og sósíalistum", segir í fréttaskeyti AP um hann. Menzies setti saman stjórn Frjálslynda flokksins sem tók við af stjórn Verka- mannaflokksins 1949. Hann þótti harðskeyttur en heið- virður stjórnmálamaður. Hann varð forsætisráðherra í fyrsta skipti árið 1939, en varð að segja af sér tveimur árum síðar eftir mikla flokkadrætti innan Frjáls- lynda flokksins. Síðar kom hann aftur fram á sjónar- sviðið og leiddi flokk sinn til sigurs í fimm kosningum milli 1951 og 1963. ÆviiitýmfénMr til næstu nágmnna Gnunland Ferö til Grænlands - þó stutt sé er engu lík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurö og sér- kennilegt mannlíf, þar er að finna hvor tveggja í senn nútíma þjóðfélag eins og viö þekkjum þaó - og samfélagshætti löngu liðins tíma. Stórskemmtilegar feröir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn eóa ferðaskrifstofumar um nánari upplýsingar. Færeyjar Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjamar, og síðast en ekki síst hið vingjamlega viðmót fólksins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis - þá er það í Færeyjum. loftleidir ÍSLAA/DS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.