Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAI 1978 27 segja fyrir um hina árvissu hækkun í mars. Hún varð ekki til fyrir kaupmennina, heldur hefði hún orðið meiri, ef á annað hundrað fleiri manns hefðu starf- að við dreifingu mjólkurinnar. Nú hefur snúningshraðinn orðið nokkuð mikill: Hagsmunir fjöldans eru, að veita sem mesta og besta þjónustu á sem ódýrastan og hagkvæmast- an hátt. Þannig var að undirskriftasöfn- uninni staðið, að ekki er hægt að ■taka neitt mark á henni. „Lilja“ segir að kaupmenn hafi ekki viljað ráða elstu starfsstúlk- urnar. Konan, sem kom með mjólkinni í mína verzlun, byrjaði hjá samsölunni við stofnun hennar fyrir 43 árum. Betri starfskraft er ekki hægt að hugsa sér, og það getur annað samstarfsfólk hennar staðfest með mér. Hallveigu Einarsdóttur bið ég afsökunar á því að tilvitnun mín í orð hennar í viðtali við Frjálsa verzlun, gáfu „Lilju" tilefni til svo illgjarnrar árásar á hana, fyrir þau störf, sem félagskonur treystu Hallveigu best til að inna af hendi fyrir sig, því annars hefðu þær ekki kosið hana sem formann félags síns. Þótt almenningur dæmi ekki þann, sem verður fyrir slíku aðkasti, heldur hinn, sem fram- leiðir óþverrann, vill enginn fá slíkar gusur á sig. I grein minni hinn 4. apríl, gerði ég að umtalsefni þá hættu, sem þjóðfélaginu getur stafað af öfga- fullum minnihlutahópum, sem sætta sig ekki við leikreglur mjólkurbúða, og baráttuaðferð þeirra skýrt dæmi um slíka „þjóðfrelsishreyfingu". Trúlega hefur hópurinn aldrei getað lokið lestri greinar minnar fyrir vonsku og leyfi ég mér því í lokin að birta niðurlag hennar. Fátt er svo I með öllu... Þó held ég að aðgerðirnar gætul lorðið þjóðinni að miklu gagni efl Iþær yrðu til þess að vckja athyglif lalmennings á, hve hættulegt geturl lorðið því lýðræði og frelsi, sem viðl llangflest viljum búa við, þegarl llítill en harðsnúinn hópur geturl Jtalið fólki trú um að hann hafil lalmenningsálitið með sér, og meðl [því hindrað lögboðin yfirvöld í| laðgerðunt sent þau telja að séu | |þegnunum fyrir bestu. Það er ljótur leikur að vekja I |tortryggni og óvild á milli bænda, | | kaupntanna og neytenda, og væri [ | kröftum, sem í það hafa farið, | |betur varið til fræðslu og upplýs-| | inga um þau störf sem þessar| | stéttir inna af hendi: Þegar húsmóðirin tekur eina| | mjólkurfernu úr kæliklefa versl- lunarinnar, leiðir hún sjaldnast| ] hugann að því hve margar hendurl I hafa sameinast um að framleiðal vandaða, holla og góða vöru handa | I fjölskyldu hennar. Það starf byrj- ar ekki þegar kýrin er mjólkuð, | I heldur miklu fyrr. Við hefðum gott I | af að hugleiða betur alla þá| samvizkusemi sent hver og einn [ I þarf til að bera við framleiðslu, vinnslu og dreifingu mjólkurvara. I Mjólkursantsalan ætti að gera I nteira af því að kynna starfsemi [ | sína, þá er ég þess fullviss að | | enginn efast um að þar er öll 1 1 meðferð og vinnsla mjólkurvara | | nteð því fullkomnasta og besta sem | | þokkist. Matvörukaupmenn skilja vel þá j | ábyrgð sem á þeim hvílir við sölu | ntjólkurvara, jafnt og annarraj |viðkvæmra matvara. Þeir hafa einnig sýnt fram á að | |barátta þeirra fyrir auknu frelsi í [ | mjólkursölumálum hefur orðiðj I öllum aðilum til góðs og í dag mun | | enginn óska eftir gamla fyrir- j komulaginu aftur. óskar Jóhannsson. lýðræðisins og svífast einskis í baráttunni gegn þeim, sem voga sér að leggja stein í götu þeirra. Menn forðast sletturnar og láta þá afskiptalausa, en þá er voðinn vís. Ég taldi Samtökin gegn lokun Eina rangfærsla mín í fyrr- nefndrigrein kemur fram í síðustu orðunum og leiðrétti ég það hér með: Enn munu þó sjö manneskjur óska eftir gamla laginu, og þá helst brúsamjólkina aftur. Þökk fyrir birtinguna. óskar Jóhannsson. Jakob V. Hafstein lögfræðingur: Borgarstjórinn okkar — örugg forysta, framkvæmdastjórn og þekking Guðmundur E. Sigvaldason upplýsinga lágu hér eftir um skrifstofu orkumálastjóra. 8) Sérfræðingar Orkustofnunar, sem fengust við Kröflurannsóknir, sérfræðingar frá jarðvísindastofu Raunvísindastofnunar Háskólans, frá Norrænu eldfjallastöðinni og frá jarðeðlisfræðideild Veðurstofu íslands mynduðu vinnuhóp til rannsókna á umbrotum við Kröflu. Hlutverk vinnuhópsins var að samræma rannsóknirnar, kynna niðurstöður og gera tilraun til túlkunar. Fundir vinnuhópsins voru haldnir í húsakynnum Orku- stofnunar. Efni og niðurstöður umræðnanna var á vitorði stjórn- anda Orkustofnunar. í vinnuhópn- um voru flestallir íslenzkir sér- fræðingar sem hafa unnið að rannsókn háhitasvæða heima og erlendis. Vísindaleg breidd og fagleg reynsla hópsins skapaði traustan grunn sem Orkustofnun gat byggt á. Vísindalegt gildi umræðna í hópnum styrktist við það að allir voru sammála um túlkun rannsóknanna. Opinbert álit Orkustofnunar, eins og það kom fram í fréttatilkynningum iðnaðarráðuneytis, var ætíð í fullri mótsögn við niðurstöður umræðna í vinnuhópnum. í júní 1976 var fullgild Sönnun fyrir tilvist mikils magns af bergkviku undir virkjunarsvæðinu lögð fyrir fund í vinnuhópnum. Ennfremur að 13 tonn af kviku streymdi inn í jarðlögin undir Kröflu á sekúndu hverri. 10) Þessar upplýsingar virtust engin áhrif hafa á stjórnanda Orkustofnunar og óvitað hvort þær komust til iðnaðarráðuneytis. Nokkrir sérfræðingar vinnuhóps- ins birtu því skýrslu um ástand Kröflusvæðisins í dagblöðum í ágúst 1976. Sú skýrsla hafði engin áhrif á framkvæmdir við Kröflu. 11) 29. desember 1976, 31. októ- ber 1976, 20. janúar 1977, 27. apríl 1977, 8. september 1977, 2. nóvem- ber 1977 og 6. janúar 1978 urðu umbrotahrinur á Kröflusvæðinu. ítarleg rannsókn þessara viðburða hefur í einu og öllu staðfest túlkun jarðvísindamanna og undirstrikað réttmæti þeirra viðvarana, sem orkumálaráðherra voru sendar í janúar 1976. íslendingar búa við lýðræðislegt þjóðskipulag. Eigi lýðræði að haldast verður að fylgja leikregl- um þess. Hlutverk forystumanna er erfitt og getur krafizt persónu- legra fórna. Forystumaður deilir heiðri af góðum verkum með samstarfsmönnum sínum í flokki eða stofnun. Einn og óstuddur verður hann að taka á sig ábyrgð og afleiðingar mikilla mistaka. Þetta er óumflýjanleg skylda. forystumanns, annars dregur hann þann flokk eða stofnun, sem honum var falin forsjá fyrir, með í fallinu. Kröfluvirkjun er stærstu fjár- málamistök sem gerð hafa verið á íslandi. Engin afsökun eða mild- andi aðstæður geta skotið forystu- mönnum þessara framkvæmda undan þeirri skyldu, sem leikregl- ur lýðræðisins leggja þeim á herðar. Þeir verða að víkja úr stöðum sínum. Það er bitur reynsla fyrir menn, sem hafa lengi og vel unnið nýt störf, að sjá að lokum, að þeir gera þjóð sinni, flokki og stofnun mest gagn með því að víkja. Orkumála- ráðherra, orkumálastjóri og Kröflunefndarmenn verða að horf- ast í augu við þá staðreynd. Guðm. E. Sigurvaldason Tunguvegi 11, R. Senn er aðeins vika þar til borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík fara fram. Kosninga- baráttan hefur ekki verið hávaða- söm og hvassviðri stjórnmálanna í lágmarki. Boðar þetta illt eða gott? Þessari spurningu hafa margir velt fyrir sér undanfarnar vikur og svörin eru á margan hátt. Eitt virðist þó sameiginlegt álit manna: Ahugaleysið og andvaraleysið er í dag hættulegasti andstæðingur meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Kommúnistum, framsóknar- mönnum og krötum hefur hingað til tekist — að vissu marki — sá áróður, að telja mönnum trú um, að sjálfstæðismenn séu öruggir um sigur í næstu borgarstjórnar- kosningum og þannig stungið margan góðan liðsmann svefn- þorni auðvaldsins. Þetta er hættu- merki, sem varast ber og það er hollt og aðkallandi nauðsyn fyrir alla stuðningsmenn borgarstjórn- armeirihlutans að minnast þess, að oft hefur það áður munað mjóu, að forysta sjálfstæðismanna í borgarmálefnum Reykjavíkur glátaðist. Ef svo færi nú, væri þess skammt að bíða, að sami stjórn- málalegi glundroðinn og kaup og sala á málefnum borgarinnar hæfist sem „landlægt" hefur verið í landsstjórnarmálum um áratuga skeið og valdið margvíslegum mistökum. Slíkt mega borgarbúar ekki láta henda höfuðborg landsins. Og því til viðbótar mundi slík óvissa og aukin áhrif sundrungarflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur leiða til þess að nýtt yrði heimild til fjölgunar borgarfulltrúa í Reykja- vík upp í 21, og þar með stórauka stjórnunarkostnað borgarinnar. Sjálfstæðismenn verða því nú að varpa frá sér andvaraleysinu, vakna til stórra dáða og átaka og sýna sundrungarflokkunum, að sjálfstæðismenn séu vel vakandi, Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri að þeir haldi betur vöku sinni en sundrungaröflin, að þeir séu í góðri viðbragðsstöðu, vinni betur en andstæðingarnir — og sigri! Borgarstjórinn okkar, Birgir Isleifur Gunnarsson, er ákaflega vinsæll maður, traustur og stefnu- fastur og hefur með sér á að skipa í borgarstjórn víkinga til verka, vinsælan langt út fyrir raðir flokkaskipana og aðra drjúga liðsmenn. Þessu er ekki þannig farið um minnihlutaflokkana í borgar- stjórn. Þar er hver höndin uppi á móti annarri, stefnule.vsið í al- gleymingi og glundroðinn á næsta leyti — ef illa færi. Borgarstjórinn okkar hefur að undanförnu kallað þúsundir Reyk- víkinga til fundar við sig í öllum hlutum borgarinnar. Þar hefur hann lagt spilin á borðið, skýrt hlutiægt og með hógværð málefni borgarinnar, hvað hafi gerst á kjörtímabili því, sem nú er að ljúka, hvað sé framundan og svarað mýmörgum fyrirspurnum borgararanna. Þekking hans og kunnátta á högum og máiefnum borgarinnar, frá hinu smæsta til hins stærsta, hefur vakið undrun og aðdáun Reykvíkinga og eflt vinsældir og traust borgarbúa til borgarstjórans okkar til stórra muna, og var staða hans þó óvenju traust í þessum efnum fyrir. Það er því enginn vandi á höndum fyrir borgarbúa að treysta nú enn sem fyrr, á sem eftirminnilegastan hátt, forystu Birgis Isleifs Gunnarssonar í málefnum Reykjavíkurborgar. En hvað gera sundrungaröflin óg minnihlutamennirnir í borgar- stjórn Reykjavíkur? Þeir þegja þunnu hljóði. Þeir eru málefna- og stefnulausir, en fyrst og fremst þegja þeir vegna þess, að þeir vilja ekki vekja sjálfstæðismenn af svefni andvara- og áhugaleysisins, því að þeir vita, að slíkt er miklu hættulegri andstæðingur en þeir sjálfir. Við skulum hins vegar vakna og vera vel vakandi. Við skulum standa að baki borgarstjórans okkar, Birgis ísleifs Gunnarsson- ar, og gefa honum gott og öruggt vegarnesti með atkváeðum okkar í hönd farandi borgarstjórnarkosn- ingum. Þá er Reykjavík borgið. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU AKiLÝSINGA ViÍMIW Þ'W- 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.