Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 13 Kórinn á æfingu Kór Langholtskirkju heldur tvenna tónleika Um helgina heldur kór Lang- holtskirkju tvenna tónleika í Reykjavík. Efnisskráin verður fjölbreytt og meðal verka verður mótettan „Jesu meine Freude" eftir Johann Sebastian Bach. Þá mun kórinn frumflytja verk sem tónskáldin Þorkell Sigurbjörnsson og Jón Ásgeirsson sömdu sérstak- lega fyrir hann í vetur. Þau verða meðal verka sem hann flytur á Norræna kirkjutónlistarmótinu í Helsinki í sumar en þar verður kórinn í annað sinn fulltrúi íslands á slíku móti. Tónleikarnir um helgina verða lokatónleikar kórsins á þessu starfsári en í vetur hélt hann þrenna tónleika auk þess að taka þátt í hátíðarhljóm- leikum Landssambands blandaðra kóra. Fyrri tónleikarnir verða í Lang- holtskirkju föstudagskvöldið 19. maí og hefjast klukkan 21.00 og síðari tónleikarnir í Háteigskirkju laugardaginn 20. maí klukkan 17.00. Miðar verða seldir við innganginn, en styrktarfélagar fá að venju ókeypis aðgang. Stjórnandi kórs Langholtskirkju er Jón Stefánsson. Lög staðfest á ríkisráðsfundi 75 ára í dag Guöni Brynjólfsson, Tjarnargötu 6, Keflavík, er 75 ára í dag, 18. maí. Eskifirði, 17. maí. TVÖ ný fiskiskip bættust í flota Eskfirðinga í gært Ilriinn SU 155 og nótaskipið Jón Kjartansson SU 111. Hrönn, sem er 41 lestar tréskip, er keypt frá Ólafsvík og eru eigendur Haraldur hf. Skipstjóri á Hrönn er Jóhannes Steinsson. NÝLEGA hélt Garðyrkjufélag Islands aðalfund sinn. I stjórn félagsins eru Jón Pálsson formaður, Þórhallur Jónsson vara- formaður, Ólafur B. Guðmundsson ritari, Berglind Bjarnadóttir gjaldkeri, og Einar I. Siggeirsson meðstjórnandi. Starfsemi félagsins er mjög öflug og virðist fræ og lauka- dreifing eiga miklum vinsældum að fagna meðal félagsmanna A FUNDI ríkisráðs í Reykjavík. miðvikudaginn 10. maí 1978. staðfesti forseti íslands eftir greind lög. 1. Lög um breyting á lögum nr. 18 22. apríl 1959, um vöruhapp- drætti fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga. 2. Lög um breyting á lögum nr. 29 16. des. 1885 um lögtak og fjárnám án undangengins dóms eða sáttar. 3. Lög um breyting á lögum nr. 19 4. nóv. 1887, um aðför. Jón Kjartansson sem áður hét Narfi RE 13 er keyptur hingað af Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Mun hann halda strax til kol- munnaveiða á Færeyjamiðum. Skipstjóri er Þorsteinn Kristjáns- son, sem undanfarið hefur verið skipstjóri á Hólmatindi. Fréttaritari. einkum úti á landi. í félaginu eru um 4600 félagar. Félagið gefur út fréttabréfið „Garðinn" sem kemur út 5—6 sinnum á ári. Einnig Garðyrkjuritið, sem flytur marg- víslegan fróðleik, en það er væntanlegt í þessum mánuði. Allmiklar umræður urðu á fundinum um áhugaleysi sjónvarps, við að sýna garðyrkju- þætti, myndir úr blómagörðum eða öðrum gróðri. 4. Lög um breyting á lögum nr. 18 22. mars 1949, um kyrrsetningu og lögbann. 5. Lög um breyting á lögum nr. 19 4. júní 1924, um nauðasamn- inga. 6. Lög um breyting á lögum nr. 19 6. apríl 1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. 7. Þinglýsingalög. 8. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að fullgilda fyrir Islands hönd samning milli Lýð- veldisins Islands og Sambandslýð- veldisins Þýskalands um gagn- kvæma aðstoð í tollamálum. 9. Lög um breyting á lögum nr. 86 16. des. 1943, um ákvörðun leigumála og söluverðs lóða og landa Reykjavíkurkaupstaðar. 10. Lög um breyting á lögum nr. 4 28. nóvember 1919, um landa- merki o.fl. 11. Lög um breyting á lögum nr. 46 27. júní 1941, um landskipti. 12. Lög um breyting á jarðalög- um nr. 65 31. maí 1976. 13. Lög um breyting á lögum nr. 51 2. maí 1968, um bókhald. 14. Lög um breyting á lögum nr. 79 23. des. 1975, um aukatekjur ríkissjóðs, sbr. lög nr. 103 27. des. 1976, um breyting á þeim lögum. Þá undirritaði forseti Íslands skjal um aðild íslands að alþjóða- samningi um ræðissamband ásamt tveimur viðbótarbókunum við hann varðandi ríkisborgararétt og skyldubundna lausn deilumála. Peter Metinus Anthonisen var leystur frá störfum sem kjörræðis- maður íslands í Skagen. Ferdinando Spinelli var leystur frá störfum sem kjörræðismaður íslands í Torino. Anthony John Hard.v var skip- aður kjörræðismaður Islands í Hong Kong. Staðfestir voru ýmsir úrskurðir, sem gefnir höfðu verið út utan ríkisráðsfundar. Ríkisráðsritari. 1G. maí 1978. Tvö fiskiskip til Eskif jarðar 4600 félagar í Garðyrkjufélaginu HagstæÖ matarkaup Heilir dilkaskrokkar 2.verÖ,f1. 883 kr/kg Súpukjöt 925 kr/kg Dra grænar baunir 1/1 ds, 289 kr Cheerios 7 oz 259 kr Bugles 385 kr Rauð Flóridaepli 379 kr/kg Fldridaappelsinur 219 kr/kg OpiÓ til kl.10 í kvöld HAGKAUP SKEIFUNN115 Félagsstarf eldri borgara Dagsferðir sumarið 1978 Eins og undanfarin sumur efnir Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar nú til tólf dagsferða fyrir eldri Reykvíkinga. Farnar verða eftirtaldar feröir: 1. ferð: Fimmtudaginn 15. júní. Skoðaöar verða sýningar á listahátíð: Erro-sýning- in, sýning Kristjáns Davíðssonar, finnska sýningin og höggmyndasýningin. Síðan verður drukkið kaffi í Hljómskálagaröinum, ef veöur leyfir. Verð kr.: 650.00. 2. ferð: Fimmtudaginn 22. júní. Farið verður um Þrengsli til Krísuvíkur og Grindavíkur. Verð kr.: 1.400.00. 3. ferð: Þriðjudaginn 27. júní. Skoöuð verður Hitaveita Reykjavíkur, Mosfells- sveit, Vinnuheimiliö að Reykjalundi og Laxeldis- stööin í Kollafiröi. Verö kr. 700.00. 4. ferð: Fimmtudaginn 29. júní. Farið verður til Þingvalla og aö Laugarvatni. Verð kr.: 1.400.00. 5. ferð: Þriðjudaginn 4. júlí. Farin veröur skoðunarferð í kirkjur í Reykjavík. Dómkirkja, Landakot, Neskirkja, Fríkirkja og Hallgrímskirkja. Tónleikar og söngur. Verð kr.: 650.00. 6. ferð: Fimmtudaginn 6. júlí. Fariö verður upp í Skorradal um Dragháls og heim um Stafholtstungur. Verð kr. 2.300.00. 7. ferð: Þriðjudaginn 11. júlí. Farið verður í Heiömörk, sædýrasafniö og kaffi drukkiö í Hellisgeröi, Hafnarfirði, ef veður leyfir. Verð kr.: 700.00. 8. ferð: Fimmtudaginn 13. júlí. Farið verður að Búrfelli og skoðaður þjóðveldis- bærinn. Verð kr.: 2.300.00. 9. ferð: Þriðjudaginn 18. júlí. Farið verður í Hverageröi, skoöaður verður Garðyrkjuskóli ríkisins og dvalarheimilið Ás/Ás- byrgi. Verð kr. 800.00. 10. ferð: Fimmtudaginn 20. júlí. Farið verður að Munaðarnesi í Borgarfirði. Skoöuð verða orlofshús. Verð kr.: 2.300.00. 11. ferð: Þriöjudaginn 25. júlí. Farin verður skoöunarferð um Garðabæ, um Álftanes, komið við á Bessastööum og ekið um Arnarnes. Verö kr.: 650.00. 12. ferð: Fimmtudaginn 27. júlí. Farin verður Reykjavíkurferð. Skoöaö verður Alþingishúsið, ekið um Árbæ og Breiöholt, skoðaður fundarstaður borgarstjórnar og þar veröa kaffiveitingar. Verö kr.: 650.00. Nánari upplýsingar gefnar aö Noröurbrún 1, alla virka daga klukkan 9:00—12:00. Sími 8 69 60. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.