Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 Utgelandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 2000.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. kr. á mánuði innanlands. 100 kr. eintakið. K osningabar áttan Nú cru aðcin.s 10 dagar, þar til kjördagur vegna borgarstjórnar- kosninjía í Rcykjavík og sveitarstjórnakosninga víðs vegar um landið rennur upp. KosninKabaráttan í Reykjavík hefur verið ákaflega róleg og umtal um borgarmál lítið. Margir furða sig á þessari deyfð, enda mikið í húfi, þ.e. hvort meirihluti sjálfstæðismanna verður áfram við völd eða við tekur sundruð hjörð vinstri manna í borgarstjórn. í sjálfu sér er þessi rólega kosningabarátta þó fyrst og fremst til marks um. að stjórn horgarmála er í góðum höndum og að borgarbúar hafa yfir litlu að kvarta vegna framkvæmda og þjónustu borgarinnar við þá. Ef óánægja ríkti með meirihluta sjálfstæðismanna, ef borgarbúar hefðu mörg umkvörtunarefni á hendur borgaryfirvöldum, er enginn vafi á því. að kosningabaráttan væri hávaðasamari en hún er nú. Kosningaharátta minnihlutaflokkanna í borgarstjórn er einnig staðfesting á því, að vel er haldið um stjórnvölinn hjá Reykjavíkurborg. Minnihlutaflokkarnir hafa lítið haft sig í frammi og áberandi hefur verið. að þeir hafa í raun og veru enga málefnalega gagnrýni fram að færa. Ef kjósendur í Reykjavík væru spurðir að því í dag, hvað þeir teldu öðru frcmur hafa einkennt kosningabaráttuna af hálfu minnihlutaflokkanna yrði áreiðanlega fátt um svör af þeirri einföldu ástæðu, að ekkert hefur einkennt hana öðru fremur. Stefna borgarstjórnarmeirihlutans í þessari kosningaharáttu er hins vegar ákaflega skýr. Mest áherzla er lögð á hina nýju stefnu í atvinnumálum, sem Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri hafði frumkvæði um að marka í samráði við atvinnurekendur og launþega í Reykjavík. Höfuðmarkmið þeirrar atvinnumálastefnu er að tryggja hlut Reykjavíkur í atvinnuuppbyggingu á næstu árum og áratugum. Miklu fjármagni hefur verið varið til atvinnuuppbyggingar úti á landsbyggðinni og er allt gott um það að segja. Það má hins vcgar ekki koma niður á atvinnuuppbyggingu í Reykjavík eða nágranna- sveitarfélögum. Annar meginþáttur í kosningaharáttu meirihluta borgarstjórnar eru skipulagsmálin. A síðasta áratug hafa ungir Reykvíkingar unnið þrekvirki í byggingu Breiðholtshverfa, þar sem á örfáum árum hefur risið upp borgarsamfélag, sem er tvöfalt fjölmennara en stærstu kaupstaðir utan Reykjavíkur. Þetta er auðvitað fyrst og frcmst verk þess fólks sjálfs, sem byggt hefur yfir sig og sína í Breiðholtshverfum. En Reykjavíkurborg hefur þar komið til sögunnar með skipulagi og þjónustu. A næstu tveimur áratugum fram að aldamótum munu ný hverfi byggjast upp austan Elliðaáa og hefur aðalskipulag þegar verið fullmótað og samþykkt fram til þess tíma. í þriðja lagi má nefna „grænu byltinguna“ svonefndu. en borgarstjóri lagði fram ítarlega framkvæmdaáætlun um umhverfismál og útivistarsvæði fyrir 4 árum, sem nú er verið að endurnýja og er gert ráð fyrir því skv. tillögum, sem lagðar voru fram í borgarráði í fyrradag, að verja yfir 2000 millj. kr. á næstu árum til „grænu byltingarinnar“. I kosningaharáttunni hefur meirihluti sjálfstæðismanna einnig lagt mikla áherzlu á málefni aldraðra og er nú ekkert sveitarfélag á landinu. sem veitir öldruðum borgurum jafn fullkomna þjónustu og aðbúnað og Reykjavíkurborg gerir, enda sækir eldra fólk mjög til Reykjavíkur til þess að njóta þessarar þjónustu. En æskunni má heldur ekki gleyma og að hennar hagsmunamálum hefur ötullega verið unnið með uppbyggingu íþróttamannvirkja, skólamannvirkja. aðstöðu til æskulýðsstarfsemi og fjölmargt fleira mætti nefna. Það er því Ijóst nú, 10 dögum fyrir borgarstjórnarkosningar, að málefnastaða meirihluta sjáfstæðismanna í horgarstjórn er mjög sterk, að minnihlutaflokkarnir hafa ekkert haft fram að færa, hvorki hugmyndir né tillögu um uppbyggingu eða gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar. En nú, eins og í upphafi þessarar kosningabaráttu, er Ijóst, að hættulegasti andstæðingur borgarstjórnarmeirihlutans er andvaraleysi borgarbúa sjálfra. Einmitt vegna þess, hve kosningabar- áttan hefur verið róleg, einmitt vegna þess hve vel er haldið á málum við stjórn Reykjavíkurborgar er hætta á því, að svo margir borgarbúar gangi út frá því sem vísu, að meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn sé öruggur, að þeir hirði ekki um að notfæra sér atkvæðisrétt sinn. í þessu er hættan fólgin. Það verður aldrei nægilega undirstrikað, að til þess að tryggja áframhaldandi meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn þurfa borgarbúar að koma til skjalanna. ekki aðeins þeir sem líta á sig sem stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í landsmálum heldur og einnig hinir, sem hafa ekki veitt Sjálfstæðisflokknum atfylgi sitt á sviði þjóðmála en hafa hins vegar viljað stuðla að meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Allir þeir sem með einum eða öðrum hætti leggja hönd á plóginn í þessari kosningabaráttu til borgarstjórnar af hálfu meirihluta sjálfstæðismanna þurfa nú að herða róðurinn fram að kjördegi. Urslitasóknin er að hefjast og úrslit þessara borgarstjórnarkosninga munu ráðast af því, hvernig unnið verður á næstu tíu dögum víðs vegar um borgina, í einstökum íbúðarhverfum. á vinnustöðum og annars staðar. Borgarbúar verða að hafa það hugfast, að meirihluti : 'álfstæðismanna er ekki öruggur og að hann verður ekki tryggður afram næstu 4 árin, nema allir þeir sem vilja áframhaldandi meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins leggi sitt af mörkum í kosningabaráttunni. „Þetta er eins o; yinningur í happd Hjónin Felix Pétursson og Ágústa Bjarnadóttir veita viðtöku leigusamningi. Með Þeim eru lengst til hægri Guðmundur Tómasson. Reykjavíkurborg afhendir fyrstu leiguíbi FYRSTU leiguíbúðirnar, sem Reykja- víkurborg hefur byggt fyrir aldraða í Furugerði 1, voru afhentar í gær. í húsinu eru alls 60 einstaklingsíbúðir og 14 hjónaíbúðir auk aðstöðu fyrir matsölu og félagsstarf. Er ætlunin að félagsaðstaðan verði bæði nýtt fyrir íbúa hússins og gamalt fólk í nágrenn- inu. Verið er að leggja síðustu hönd á frágang íbúðanna og verður flutt inn í þær fyrstu næstu daga. „Búin að vera á flækingi frá því að ég kom suður“ Það voru þeir Gunnar Þorláksson, húsnæðismálafulltrúi Reykjavíkur- borgar, og Ágúst ísfjörð, fulltrúi, sem afhentu íbúðirnar ásamt Guðmundi Jónssyni, húsverði. Þegar okkur bar að voru þeir að afhenda Kristbjörgu Guðmundsdóttur einstaklingsíbúð. Kristbjörg er á áttugasta aldursári og sagðist lengst af hafa búið austur í Rangárvallasýslu en síðustu rúm 10 árin hefur hún búið í Reykjavík. „Ég er búin að vera á flækingi hingað og þangað frá því að ég kom suður og alltaf búið í leiguhúsnæði. Þessar íbúðir hér eru mjög snotrar og hentugar fyrir gamalt fólk. Það er sannarlega þarft verk hjá Reykja- víkurborg að byggja slíkar íbúðir og bæði er að leiguhúsnæði er ákaflega dýrt og hitt að mjög erfitt er að fá húsnæði, þegar fólk hefur ekki einhvern til að halla höfði sínu að. Þetta er sannarlega eins og stór vinningur í happdrætti að fá íbúð sem þessa,“ sagði Kristbjörg. „Mesti kosturinn er öryggið, sem þetta húsnæði skapar" „Við hjónin erum búin að búa allan okkar búskap eða í 47 ár í leigu- húsnæði vestur á Bræðraborgarstíg,“ sagði Felix Pétursson en hann og kona hans, Ágústa Bjarnadóttir, voru í þann veginn að undirrita leigusamn- inga að einni hjónaíbúðinni, er við hittum þau að máli. Felix er 78 ára en Ágústa 77 ára. „Okkur lízt prýðisvel á íbúðina, þó ekki kunni maður eigin- lega við sig fyrr en ýmsir persónulegir munir eru komnir inn. Annars er mesti kosturinn við þetta húsnæði að hér getum við verið örugg. Maður verður ekki á götunni það er eftir er eins og alltaf má búast við, þegar leigt er hjá öðrum. Hérna verður líka völ á aðstoð, ef með þyrfti við heimilis- hald í framtíðinni," sagði Ágústa. Við spurðum Felix, hvort það væru ekki mikil viðbrigði fyrir gamla og rót- gróna Vesturbæinga að flytjast í austurbæinn? „Það er rétt að eini Gunnar Þorláksson, húsnæðisfulltrúi Reykjavíkurborgar, óskar Kristbjörgu Guðmundsdóttur til hamingju með íbúðina. „Og hérna geta gömlu mennirnir hengt urðsson, arkitekt, en með honum er Hi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.