Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 Dagsferðir fyrir eldri Reykvíkinga. Beðið eftir farkosti í einni af skoðunarferðum þeim, sem Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar gengst fyrir. Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík; Tólf dagsferðir um borgina og nágrenni Kynningarferðir sem njóta vaxandi vinsælda FÉLAGSMÁLASTOFNUN Reykjavíkurborgar hefur aug- lýst 12 dagsferðir um Reykja- vík og nágrcnni fyrir eldri Reykvíkinga í júní- og júlímán- uði n.k.. scm eru liðir í fjölþættu félagsstarfi í þágu cldri borgara. Meðal staða sem heimsóttir verða í næsta ná- grenni borgarinnar má nefna> nágrannasveitarfélög, Bessa- staði, dvalarheimilið að Ásbyrgi í Hveragerði, hitaveit- una í Mosfellssveit, laxeldisstöð í Kollafirði, vinnuheimilið að Reykjalundi, Búrfellsvirkjun, garðyrkjuskóla ríkisins, orlofs- heimilin að Munaðarnesi, bjóð- veldisbæinn. Laugarvatn og Þingvelli. í Reykjavík verða heimsóttir fundarstðir alþingis og borgar- stjórnar, kirkjur borgarinnar, ný borgarhverfi (Árbær og Breiðholt) og áð á fögrum útivistarsvæðum í borginni, eftir því sem veður og aðstæður leyfa. Þá verður heimsótt lista- hátíð í Reykjavík (19. júní) og skoðaðar þær listsýningar, sem þar verða á boðstólum. Farnar verða eftirtaldar ferðiri • I. ferði Fimmtudaginn 15. júní. Skoðaðar verða sýnmgar á listahátíð: Erro-sýningin, sýning Kristjáns Davíðssonar, finnska sýningin og höggmyndasýningin. Síðan verður drukkið kaffi í Hljóm- skálagarðinum, ef veður leyfir. Verð kr.: 650.00- • 2. ferð: Fimmtudaginn 22. júní. Farið verður um Þrengsli til Krísuvíkur og Grindavíkur. Verð kr.: 1.400.00- • 3. ferði Þriðjudaginn 27. júní. Skoðuð verður Hitaveita Reykjavíkur, Mosfellssveit, Vinnuheimilið að Reykjalundi og Laxeldisstöðin ' í Kollafirði. Verð kr. 700.00.- • 4. ferði Fimmtudaginn 29. júní. Farið verður til Þingvalla og að Laugarvatni. Verð kr.: 1.400.00.- • 5. ferði briðjudaginn 4. júlí. Farin verður skoðunarferð í kirkjur í Reykjavík. Dómkirkja, Landakot, Neskirkja, Fríkirkja og Hallgrímskirkja. Tónleikar og söngur. Verð kr.: 650.00,- • 6. ferði Fimmtudaginn 6. júlí. F'arið verður upp í Skorradal um Dragháls og heim um Stafholts- tungur. Verð kr. 2.300.00.- • 7. ferði Þriðjudaginn 11. júlí. Farið verður í Heiðmörk, sæ- dýrasafnið og kaffi drukkið í Hellisgerði, Hafnarfirði, ef veð- ur leyfir. Verð kr.: 700.00.- • 8. ferði Fimmtudaginn 13. júlí. Farið verður, að Búrfelli og skoðaður Þjóðveldisbærinn. Verð kr.: 2.300.00- • 9. ferði Þriðjudaginn 18. júlí. Farið verður í Hveragerði, skoðaður verður Garðyrkjuskóli ríkisins og dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi. Verð kr. 800.00.- • 10. ferði Fimmtudaginn 20. júlí. Farið verður að Munaðarnesi í Borgarfirði. Skoðuð verða or- lofshús. Verð kr. 2.300.00- • 11. ferði Þriðjudaginn 25. júlí. Farin verður skoðunarferð um Garðabæ, um Álftanes, komið Framhald á bls. 29. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Mótmæla skilningsleysi yfirvalda um áratuga- skeið á málefnum þeirra FÉLAG dráttarbrauta og skipasmiðja hélt aðalfund sinn 5. maí s.l. Var það greinilegt á máli fundarmanna, að þeir væru orðnir langþreyttir á skilningsleysi því, sem þcir hefðu átt að mæta um áratugaskeið af hálfu stjórnvalda. Á fundinum kom fram ánægja með undirtektir og skilning almennings og fjölmiðla á Rauðanúpsmálinu svoncfnda, segir í frétt frá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa Jón Sveins- son formaður, Gunnar Ragnars varaformaður, Þorgeir Jósepsson, Guðmundur Marselíusson og Þór- arinn Sveinsson. Á fundinum voru gerðar nokkr- ar ályktanir, m.a. um uppbyggingu skipaiðnaðar þar sem fram kemur, að hér á landi er fyrir hendi markaður og þekking á veiðitækni, ásamt þeirri tæknikunnáttu sem til þarf til að smíða góð skip. Ljóst sé að á næstu árum verði vaxandi eftirspurn eftir nýjum skipum og skipaviðgerðum, bæði vegna breyttra veiðiaðferða og nýtingu þeirra fiskistofna, sem hingað til hafa ekki verið nýttir. íslendingar, sem búa við gjaldeyrisskort og minnkandi verkefni, hafa ekki lengur efni á því að sjá erlendum þjóðum fyrir verkefnum í skipa- iðnaði. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja vill því enn einu sinni leggja áherzlu á þá þörf, sem er á lánsfjármagni á viðunandi kjörum til að byggja upp íslenzkan skipa- iðnað. Augljóst sé að langvarandi fjársvelti hafi nú sorfið svo mjög að þessum iðnaði, að til hreinna vandræða horfi. Félagið skorar á þá, sem með fjármál fara og varðar iðnað þennan, að leysa skjótt úr því ófremdarástandi, sem hér ríkir í þessum efnum. Þá er ályktað um viðgerðir og endurbætur á skipum. Þar kemur m.a. fram mikil gagnrýni á lána- kjör hér á landi, sem valdi því að viðgerðir verða í flestum tilfellum hagstæðari erlendis. Frá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Framkvæmdir við aðalskolpleiðslu með hreinsistöð á Laugarnesi hafnar Skáksambandið fær „NÚ eru hafnar framkvæmdir við aðalholræsi við austur- og norður- strönd borgarinnar, frá Elliða- vogi að Kringlumýrarræsi, en ætlunin er að safna öllum skolp- leiðslum á því svæði í eina aðalleiðslu með hreinsistöð og útrás frá Laugarnesi. Þetta er mikil og kostnaðarsöm fram- kvæmd, en áætlunin gerir ráð fyrir því að verkinu Ijúki árið 1985,“ sagði Páll Gíslason, borg- arfulltrúi, er Mbl. spurði hann hver yrðu stærstu verkefnin í holræsakerfi borgarinnar á næst- unni. „Stefnan er að safna öllum skolpleiðslum borgarinnar í 3 stór ræsi,“ sagði Páll, „en nú eru 27 slík í notkun. I sumar verður til bráðabirgða sett 100 metra framlengingarlögn á Fossvogsræsið, en eftir að það var leitt út á móts við Shell-stöð- ina við Skerjafjörð hefur Naut- hólsvíkin hreinsast mikið, en ennþá eru 6—7 ræsi í Kópavogi, sem eftir er að ganga frá svo að Nauthólsvíkin geti aftur orðið almennur sjóbaðstaður. Það er svo f’-amtíðarspurning með Fossvogs- r.tsið, hvort samningar nást við Seltjarnarnes um framlengingu þess út fyrir Gróttu eða hvort Reykjavíkurborg verður að taka það yfir í Örfirisey. Þriðja stóra ræsið verður svo, þegar öllum fundarhamar að gjöf skolpleiðslunum í gamla bænum verður safnað saman. Á þessi ræsi verða svo settar hreinsistöðvar eins og fyrirhugað er í Laugarnes- inu.“ í UPPHAFI aðalfundar Skáksambands íslands sl. laugardag greindi Einar S. Einarsson, forseti sambands- ins, frá fagurri og veglegri gjöf, sem sambandinu hafði borizt í tilefni af hálfrar aldar afmælis sambandsins 1975. Er þetta útskorinn fundar- hamar, sem Halldór Sigurðs- son tréskurðarmeistari á Eg- ilsstöðum hefur unnið og gefið sambandinu. Hamarinn er skorinn út úr Hallormsstaðarbirki og er hamarshausinn hrókur og áletrun tileinkun vegna 50 ára afmælis sambandsins. Skaftið er einnig fagurlega útskorið. Hamrinum fylgir stallur og er greypt í hann skákborð, sem ætlað er til ásláttar fyrir fundarstjóra. DREGIÐ hefur verið um maí-bfl Happdrættis Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, sem var af gerðinni Lada-Sport. Bflinn hlaut Felix Þorsteinsson, Ytri-Grund, Seltjarnarnesi, á miða nr. 39059 og sést hann hér með fjölskyldu sinni, er hann tók við bflnum framan við DAS-húsið að Breiðvangi 62, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.