Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 Óskar Jóhannsson: Brúsamjólkin aftur „Samstarfsnefnd samtakanna um lokun mjólkurbúða" skrifaði greinargerð í Morgunblaðið 9. þ.m., undir fyrirsögninni: Sannleikurinn um mjólkursblumálið. Greinargerðinni mun vera ætl- að að hrekja ummæli mín um þessi mál, í Mbl. hinn 4. apríl s.l. Ég þakka nefndinni fyrir að vekja athygli á greininni og 'staðfesta að í henni kom einmitt fram sannleikurinn um mjólkur- sölumálin. því ekki eitt einasta atriði hefur verið hrakið, þótt sjö manna nefnd hafi sameinað krafta sína í þeim tilgangi. Satt að segja hélt ég að ofan- greindar sjö manneskjur hefðu óskað þess heitast að mál þetta væri gleymt og grafið. Fellibylurinn „Lilja" Þegar mest kvað að nefndinni fór hún um sem fellibylur og hlífði engu, sem á vegi hennar varð. Veðurfræðingar skýra slík náttúrufyrirbrigði kvenmanns- nöfnum, og fer ég að dæmi þeirra ágætu manna og kalla nefndina fellibylinn „Lilju". Eg reyni að mestu að sneiða hjá skítkastinu í menn og málefni, sem ekki voru að skapi „Lilju", en þá er harla lítið eftir. Hafi einhver, sem þessar línur les, verið svo óheppinn að missa af greinargerð nefndarinnar læt ég fylgja kafla úr henni, með athuga- semdum mínum. Jskar fer með rangt mál varðandi aðalkjarna málsins. Skal leitast við að leiðrétta það hér. Alvarlegast er þó að Óskar gagn- rýnir Samtökin gegn lokun mjólkur- búða fyrir að vera afturhaldsöm hreyfing, sem vilji halda í „gamla daga" hvað sem það kostar,.»» Alvarlegasta rangfærslani í dag finnum við til samúðar með gömlu vatnsberunum, sem mótmæltu vatnsveitunni, og hafn- arverkamönnum, sem mótmæltu kolakrananum. Það fólk þekkti aðeins þrældóm, eða atvinnuleysi. Það óttaðist nýjungarnar, sem tóku frá því þrældóminn, og þá blasti hungrið við. í dag er öldin önnur sem betur fer. Þegar hægt Sýning Sigurðar Örlygssonar í september í fyrra, var Sigurður Örlygsson með einka- sýningu á verkum sínum í Gallerí Solon íslandus. Nú er svo kómið, að Sólon er horfinn, nema hvað hið skrautlega skilti trónar enn við hlið Fjalakattar- ins, en spilakassar og annað þess háttar er nú innvolsið, þar sem áður voru listaverk. Þannig er veröldin. Það er fátt, sem blívur, þegar aurarnir eru ann- ars vegar. Því er svo komið, að Sigurður Örlygsson, sem var einn af forvígismönnum Gallerí Sólon er kominn upp á Kjarvals- staði með sýningu sína. Þessi sýning Sigurðar hefur einnig að geyma stærri verk en voru á sýningu hans í Sólon fyrir nokkrum mánuðum, en það er vafamál, að hann hefði komið sumum þessara verka fyrir í Sólon. Það er annars óþarft að vera með heilabrot um slíkt, því að Sólon er farinn sína leið. Því miður. Það hafa ekki orðið nein stór stökk í myndgerð Sigurðar á þeim skamma tíma sem liðinn er frá því er hann sýndi síðast. En ég hafði gaman af að sjá hann Snata minn aftur, eins og þeir sögðu stundum í sveitinni í þá tíð og ef til vill enn. Sigurður heldur sig enn við klippmyndir, og nú hefur hann gert nokkur stór verk, sem máluð eru á léreft, en klippmyndatækni lögð til grundvallar. Ég er ekki frá því, að sum bestu verk á þessari sýningu Sigurðar séu einmitt þannig til orðin, en satt að segja finnst mér, að meiri breytingar hefðu átt að eiga sér stað hjá jafn framsæknum og ungum listamanni og Sigurður er. Hann virðist á þessari sýningu vera nokkuð bundinn vissri tækni og hugmyndum, sem maður vænti framhalds af á síðustu sýningu hans. En þegar þess er gætt, hve skammt er frá sýningu Sigurðar í Sólon, er það ef til vill til of mikils ætlast, að hann hafi nýjungar á prjónunum, sem komi á óvart. Nú má ekki skilja þessi orð mín þannig, að ekkert hafi gerst hjá Sigurði. En það Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON hefur verið hægagangur á hlut- unum, og ég er ekki alveg dús við það. Menn, sem eru brenn- andi í andanum, eiga að gera tilraunir og jafnvel axarsköft til að reka sig á og sjá, þorskast og þróast. 011 kyrrstaða fyrir listamenn er hættuleg og getur hæglega ollið stöðnun. Ef það kemur fyrir, er hlutverki þeirra lokið, og menn ættu að taka til hendi á öðrum sviðum. Þetta er að mörgu leyti ánægjuleg sýning hjá Sigurði, og að mínum dómi eru þarna verk, sem bera af. Nefni ég nr. 3, 14, 27, 34, 41 og 43. Nöfn þessara verka eru snjöll, og sum þeirra fyndin, en alls eru 43 verk á þessari sýningu. Þarna eru bæði litlar myndir og hlemmi-stórar eftir mínum mælikvarða, og ég á ekki auðvelt með að gera upp á milli, hvort litlu verkin eða þau stærri njóta sín betur. En auðvitað er það misjafnt. Sum viðfangsefni ná sér betur á strik í stórum stærðum, önnur verða áhrifa- meiri á litlum fleti. Ég held, að Sigurður Örlygsson sjái þetta betur en ég, og frá þessu vandamáli kemst hann furðu vel. Það er ýmislegt fleira, sem tína mætti til um sýningu Sigurðar á Kjarvalsstöðum. Þar mætti bæði koma hóli og að- finnslum á framfæri, en ég held, að það sé ekki æskilegt. Hér er á ferð hæfileikamaður, sem ef til vill á eftir að gera hluti, sem við verðum honum þakklátir fyrir. Vonandi á hann fyrir sér langan vinnudag og litríkan feril. Þannig ætti hann að geta fært okkur heim sanninn um að list sé í sífelldri mótun og sé því lífgjafi umhverfis síns, ekki síður en umhverfið er lífgjafi allra lista. Valtýr l'étursson er með breytingum að spara vinnuafl og jafnframt að veita betri þjónustu, á gamla lagið ekki lengur rétt á sér. Þegar atvinnuauglýsingarnar fylla heilu síður dagblaðanna, er algjör fásinna að reyna að telja fólki trú um að heimurinn sé að farast þótt 167 konur á Reykjavík- ursvæðinu þurfi að skipta um starf. Röskunin á vinnumarkaðin- um var álíka mikil og ef tvær konur í sjávarþorpi úti á landi þyrftu að skipta um starf og hefðu hálft ár til stefnu. Mér varð víst á að líkja „Lilju" við „afturhald", sem mun vera hið versta blótsyrði meðal einhverra sértrúarhópa. Ég fellst á að „argasta íhald" er líklega nær sanni. Hver voru Samtókin gegn [lokun mjóikurbúða? Þau voru stofnuð á opnum fundi | Ineytenda og mjólkurbúðakvenna liúlí 76. Á þeim fundi voru u.þ.b. 60| lmjólkurbúðakonur og milli 10—20| Ineytendur. Var þar kosin 7 mannal Inefnd afgreiðslukvenna og neytendal log voru mjólkurhúðakonur í meiri-1 IhluU^nefnduu^ Þá veit maður hvernig „Lilja" varö til. 4 hlutar hennar voru fulltrúar fyrir meiri hlutann af 60 mjólkurbúðakonum: þ.e. 31-60 af 167. Þrír fulltrúar neytenda í nefnd- inni fóru með umboð 10-20 sálna, en eins og allir vita er hver einasti íslendingur mjólkurneytandi frá vöggu til grafar. Eg sem var að vara við blekking- um æsingahópa, lét sjálfur blekkj- ast, því ekki datt mér í hug, að umboðið hafi verið svona hæpið. Verri þjónusta Gaman væri að hrekja ummæli Óskars um betri þjónustu, betra vörueftirlit og vöruverð. Erfitt er að færa sönnur á þetta mál, en víst er og neytendur kvarta oft undan skorti á ýmsum tegundum mjólkurvara seinnipart da^s. Óskar getur ekki fullyrt eitt eða neitt um þetta, allra síst með því að vitna í Samsöluna. (Því hún mun lýsa blessun sinni yfir það þótt mjólkin yrði send til Alaska, bara ef hún fentsi borijað fyrir.) " Enginn efast um að fátt mundi gleðja „Lilju" meir, ef hún gæti það. Að áliti „Lilju" eru kaupmenn gróðaþyrstir (eins og samsalan) það svarar því ekki þorsta þeirra að hafa tómar mjólkurhillurnar í búðum sínum. Hvernig komst Alaska inn í þetta? Skyldi vera laust starf í mjólk- urbúð þar? Týndi sjóðurinn í þeim kafla eru einmitt staðfest þau ummæli mín að álagning lækkaði um 2,27 stig úr 13,37% í 11,10% (þ.e. álagningin sjálf lækkaði um 17%) nú er hún 10%. Engar spákonur þurfti til að Guðmundur E. Sigvaldason: Krafla og leikreglur lýðræðisins Aðfaranótt laugardagsins 6. maí 1978 var Kröflumálið tekið út af dagskrá. Utan dyra Alþingis stóð þjóð með spurningu í augum. Innan dyra sneru menn sér að zetumálum. Svo auðvelt var að afgreiða sautján þúsund milljón króna mistók. Örfáar staðreyndir standa eftir: 1) Ákvörðun um byggingu orku- vers við Kröflu var tekin án þess að fyrir lægi sönnun þess, að unnt væri að vinna orku á svæðinu. Orkustofnun gaf Kröflunefnd góð- ar vonir um að orka fengist. Kröflunefnd tók ákvörðun á grundvelli vonarinnar. 2) Ákvörðun Kröflunefndar um yélakaup var andstæð öllu skyn- samlegu mati á umsögn Orku- stofnunar og hefði átt að vekja öflug mótmæli þeirrar stofnunar. Mótmælin komu fram, en seint og án nauðsynlegs styrks. 3) Náttúruöflin gripu inn í málið þann 20. desember 1975. Þá hefði verið unnt að endurmeta stöðuna og stöðva framkvæmdir vegna „æðri máttarvalda" (force majeur). 4) Fjórir jarðvísindamenn við Háskóla íslands skrifuðu orku- málaráðherra bréf í janúar 1976 og ráðlögðu að öllum framkvæmd- um við Kröflu yrði frestað unz séð væri fyrir endann á náttúruham- förum. 5) Orkumálaráðherra hét því að ekkert yrði aðhafst við Kröflu á meðan náttúruhamfarir héldu áfram. Þó yrði unnið að styrkingu mannvirkja vegna jarðskjálfta- hættu. 6) Jarðskjálftum lauk í febrúar 1976.1 marz varð þess vart í fyrsta lagi að borhola fjógur framleiddi brennisteinssýru og í öðru lagi að land lyftist við Kröflu. Fyrra atriðið sýndi að bergkvika hafði ruðst inn í vatnskerfi svæðisins. Það síðara benti til að Krafla byggist til nýrra átaka. 7) Orkumálaráðherra ályktaði að þrátt fyrir brennisteinssýru og landlyftingu væri náttúruhamför- um við Kröflu lokið. Kröflufram- kvæmdir héldu áfram. Jafnframt var því lýst yfir að opinbert álit Orkustofnunar væri eina leiðarljós ráðuneytis við töku ákvarðana vegna Kröfluframkvæmda. Ráð- leggingar sjálfstæðra vísinda- manna á borð við fjórmenningana frá Háskóla íslands væru óæski- legar og þeim hafnað. Allar leiðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.