Morgunblaðið - 18.05.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
15
Nýjar ásakanir
frá Greenpeace
GREENPEACE-samtök þau sem
berjast gegn hvalveiðum hafa
ítrekað áskoranir sínar til íslend-
inga um að þeir hætti hvalveiðum
í tíu ár og bjóðast til að ræða við
Þórð Ásgeirsson skrifstofustjóra
í sjávarútvegsráðuneytinu.
I frétt frá samtökunum segir, að
þau vilji útskýra fyrir Þórði
Ásgeirssyni hættulegt ástand
hvalastofnsins á Norður-Atlants-
hafi og ræða við hann um áhrif
loðnuveiða á stofninn og óstjórn
Alþjóðahvalveiðinefndarinnar
(IWC) í hvalveiðimálum.
Þar er endurtekið það sem
fulltrúar Greenpeace héldu fram á
blaðamannafundi í Reykjavík í
síðustu viku og þvi haldiö fram, að
Islendingar fái rangar upplýsingar
um hættuna sem fylgir áfram-
haldandi hvalveiði þeirra. Samtök-
in vísa á bug ummælum Þórðar
Ásgeirssonar og Jóns Jónssonar
fiskifræðings á blaðamannafundi
þess efnis, að hvalastofninn við
Island sé ekki í hættu.
Greenpeace segir að það sé
alkunna að hvalar bæti loðnu við
fæðu sína og því geti hvölum
fækkað ef loðnuveiði aukist. Sam-
tökin vísa á bug þeirri fullyrðingu
Þórðar Ásgeirssonar að hvalar
neyti ekki loðnu.
Wallace hættir
Montgomery, Alabama,
17. maí Reuter.
GEORGE Wallace ríkisstjóri í
Alabama og fjórum sinnum fram-
bjóðandi í forsetakosningum hefur
sagt að hann gefi ekki kost á sér
til framboðs í kosningum til
öldungadeildarinnar og þar með er
stjórnmálaferli hans bersýnilega
lokið.
Wallace hafði áður tilkynnt að
hann ætlaði að keppa að því að fá
sæti John Sparkmans í öldunga-
deildinni. Kjörtímabili hans í
Alabama lýkur í byrjun næsta árs.
Samtökin segja að vegna
óstjórnar IWC sé óvíst hvort
hvalastofninn geti náð sér ef
hvalveiðum verður ekki hætt. Þau
segja að IWC hafi ætíð látið undir
höfuð leggjast að vernda hvalinn
jafnvel þótt hann væri í hættu og
alltaf verndað hvalveiðiiðnaðinn í
stað hvalsins.
Veður
víða um heim
Amsterdam 17 heiðskírt
Apena 27 sólskin
Berlin 17 skýjað
Brússel 18 skýjað
Chicago 15 skýjaö
Frankturt 16 skýjaö
Genf 16 skýjað
Helsinki 9 rigning
Jóhannesarb. 18 skýjað
Kaupmannah. 14 skýjað
Lissabon 19 sólskin
London 17 sólskin
Los Angeles 27 heiðskírt
Madrid 24 heiðskírt
Malaga 7 léttskýjaö
Miami 28 heiðskírt
Moskva 17 heiðskírt
New York 12 rigning
Ósló 14 skýjað
Palma, Majorca 21 léttskýjaö
París 17 léttskýjað
Róm 21 heiðskírt
Stokkhólmur 9 skýjað
Tel Aviv 29 heiðskírt
Tokyó 26 skýjaö
Vancouver 17 heiðskírt
Vínarborg 18 skýjaö
Danskir sjómenn
sigla heimleiðis
Kaupmannahöfn 17. maí. AP.
TVÖ þúsund danskir fiskimenn hættu í dag tveggja vikna
mótmælaaðgerðum í Kaupmannahöfn og ákváðu að sigla heim til
Borgundarhólms án þess að stjórnin hafi gengið að kröfum þeirra um
skaðabætur fyrir tekjumissi og aukna aflakvóta.
Fiskimennirnir hafa tvívegis
lokað dönskum höfnum í þessum
mánuði og stöðvað þar með bíla-
og járnbrautaferjur sem eru í
förum milli Danmerkur og Vestur-
og Austur-Þýzkalands, Póllands,
Svíþjóðar og milli dönsku eyjanna.
Minnihlutastjórn jafnaðar-
manna sagði fiskimönnum að hún
mundi ekki beygja sig fyrir
ólöglegum þrýstingi en samdi
frumvarp sem verður lagt fyrir
þingið. Samkvæmt því fá fiski-
menn lán að upphæð 50 milljónir
danskra króna frá ríkinu.
Stjórnin hyggst einnig greiða
fiskimönnum sem verða að leggja
bátum sínum þrjá mánuði sérstak-
ar skaðabætur. Enn fremur hefur
stjórnin í hyggju að kalla Fisk-
veiðinefnd Eystrasalts saman til
sérstaks fundar áður en langt um
líður.
Hins vegar hefur stjórnin ekki
lofað verulegri aukningu á afla-
kvóta Dana á Eystrasalti. Hún
sagði fiskimönnum einnig að þeir
gætu ekki vænzt beinna skaðaþóta
án endurgreiðslu.
Þetta gerðist
1971 — Indverjar sprengja
fyrstu kjarnorkusprengju sína
og verða sjötta kjarnorkuveldið.
1907 — SÞ samþykkja kröfu
Eg.vpta um bröttflulning friðar-
gæzlusveita frá Gaza-svæðinu.
1902 — Leynisamtök hersins,
OAS, hóta að myrða níu her-
dómara sem fjalla uni mál
Salans hershöfðingja.
1951 — Mannréttindasáttmáli
Evrópu tekur gildi.
1911 — Bandamenn taka
klaustrið Monte Cassino á
Ítalíu.
1911 — Herlið ítala í Eþíópíu
gefst upp.
1917 — Sósíalistar fá aðild að
stjórn Lvov fursta i Rússlandi.
1899 — Alþjóðleg friðarráð-
stefna kölluð saman í Haag.
1818 — Þýzkur þjóðfundur
kemur' saman í Frankfurt og
leggur niöur þýzka ríkjasant-
bandið.
1815 — Prússar, Rússar og
Austurríkismenn senija frið viö
Saxakonung.
1801 — Napoieon verður keis-
ari Frakklands.
1803 — Stríð-. hefst að nýju
milli Breta og Frakka.
1793 — Frakkar sigraðir við
Neerwinden.
1730 — Ensk galdralög afnum-
in. — Rússar ráðast á Tyrki til
að ná Azov.
1013 — Anna af Austurríki,
Tvísýn
kosning
á Spáni
Madrid, 17. maí. AP.
AUKAKOSNINGAR fóru fram í
tveimur af 50 fylkjum Spánar um
tvö savti í öldungadeildinni í dag
og talið er að þær séu próísteinn
á vinsældir ríkisstjórnar Adolfo
Suarez forsa'tisráðherra og and-
stöðuflokka stjórnarinnar.
Annað sætið losnaði vegna þess
að kommúnisti sagði af sér og hitt
vegna andláts sósíalista. Sósíalist-
ar eru taldir hafa heldur betri
sigurlíkur en aðrir flokkar. Kjör-
sókn var lítil fram eftir degi.
Urslitin munu líklega ekki hafa
áhrif á stöðu Suarezar á þingi en
þau geta skorið úr um hvað hæft
er í staðhæfingum sósíalista um að
fylgi þeirra hafi aukizt síðan í
þingkosningunum í fyrra.
Jafnframt var tilkynnt í dag að
forseti herráðs landhersins, Jose
Vega Rodriguez hershöfðingi,
hefði sagt af sér. Tilkynningin
kom á óvart og olli vangaveltum
um hvort hann hefði verið
óánægður með meðferð stjórn-
valda á uppþotum gegn þjóðvarð-
liðum í Baskahéruðunum. Fjórir
þjóðvarðarliðar hafa fallið undan-
farna 10 daga.
Idi Amin hræðist
innrás í Uganda
Nairobi 17. maí. AP.
IDI Amin Ugandaforseti sakaði grannríkið Tanzaníu um liðssafnað
á landama‘runum í dag og skoraði á Líbýu og Súdan að skerast í
leikinn til að koma í veg fyrir að ástandið versnaði.
Uganda-útvarpið sagði að Amin
hefði sent forsetunum Muammar
Gaddafi og Gaafar Nimeiry skeyti
þar sem hann segði að Tanzaníu-
menn væru að draga saman herlið
í Kisagati, sem innrás Var gerð frá
í Uganda 1972.
Hann sagði að ef forsetarnir
skærust í leikinn væri hægt að
færa ástandið í eðlilegt horf áður
en það yrði óviðráðanlegt. Amin
benti líka Juliusi Nyerere
Tanzaníuforseta á að hann hefði
lýst því yfir að 1978 ætti að vera
ár „friðar, ástar og sátta.“
Skæruliðaher undir forystu
Milton Obote réðst inn í Uganda
í september 1972 til þess að reyna
að kollvarpa Amin. Amin hrifsaði
völdin af Obote í janúar árið áður.
Obote er búsettur í Tanzaníu.
Síðan Amin hrifsaði til sín
völdin hefur hann oft haldið því
frani að Tanzaníumenn eða herlið
annarra þjóða, þar á meðal
Bandaríkjamanna og Breta, væru
að undirbúa innrás í Uganda.
Skotárás í kjölfar
sigurs Andreottis
Róm, 17. maí. Reuter.
VOPNAÐIR vinstrisinnar skutu
lögreglumann í Tórínó í dag
nokkrum klukkustundum eftir að
völd í Frakklandi.
Vfmæli dagsins. Lionel Lukin,
enskur uppfinningamaður
björgunarbátsins (1742—1834)
— Bertrand Russel, brezkur
heimspekingur (1872—1970) —
Margot Fonteyn, brezk ballerína
(1919 —) — Perry Como, handa-
rískur s<»ngvari (1913 —).
Orð dagsins. Við ættum ekki að
blygöust okkur fyrir að segja
það sem við hiygðumst okkur
ekki fyrir að hugsa — Cicero,
rómvei-skur stjórnmálamaður/
í’ithöfundur (lOti—43 f. Kr.).
þingið samþykkti ströng lög um
baráttu gegn hryðjuverkastarf-
semi.
Kúlurnar hæfðu lögreglumann-
inn Roberto de Martino í hálsinn,
fæturna og annan handlegginn.
Hann var að fara heiman frá sér
til vinnu og árásarmennirnir sem
voru þrír flýðu á vélhjólum.
Læknar segja að hann sé ekki
alvarlega slasaður.
Seinna var hringt í fréttastof-
una Ansa og sagt að „Víglína
baráttusveita kommúnista“ bæri
ábyrgðina á árásinni. Hún er
keimlík nær daglegum árásum
vinstriöfgamanna á meðalhátt-
setta embættismenn og starfs-
menn iðnfyrirtækja.
Samkvæmt lögum sem þingið
samþykkti um tólf tímum áður
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða getur lögreglan yfirheyrt
meinta hryðjuverkamenn án þess
að lögfræðingar þeirra séu við-
staddir, handtekið fólk og haldið
því föngnu í allt að einn sólarhring
til að athuga persónuskilríki þess
og hlerað símtöl. Yfirburðasigur
stjórnarinnar í atkvæðagreiðsl-
unni virðist benda til þess að hún
virðist hafa góða möguleika á að
haldast við völd út árið.
Jafnframt halda stjórnmála-
menn áfram að vega og meta áhrif
sigurs kristilegra demókrata i
sveitarstjórnakosningunum um
helgina en gera ekki ráð fyrir því
að hann hafi áhrif á stuðning
kommúnista og annarra flokka við
stjórnina á þingi. Öldungadeildar-
maður úr flokki kommúnista,
Gerardo Chiaromonto, skýrir þá
staðreynd að kommúnistar fengu
aðeins 26% atkvæða miðað við
35% þannig að reikulir kjósendur
hafi aftur kosið flokka sem þeir
hafi stutt áður en hann bætti við:
„Á því leikur enginn vafi að okkur
hafa orðið á mistök."
■ ■■ 1
ERLENT,