Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
17
g stór
rætti”
Gunnar Þorláksson, Ágúst ísfjörð og
Furugeröi 1 er átta hæða hús og er ætlunin að í hluta neöstu
hæðarinnar verði aðstaða fyrir félagsstarf íbúanna og gamals fólks í
nágrenninu. Þar verður einnig aðstaða fyrir matsölu. Þaö er enn eftir
að ganga frá lóð hússins. Ljósm. Mbl. Kr. Ól.
úðirnar fyrir aldraða við Furugerði
gallinn við þetta er að fara úr
Vesturbænum en það er samt kostur
að maður getur séð vestur eftir héðan
úr húsinu,“ sagði Felix.
Er vel að framhald verður
á þessum byggingum"
„Mér fellur alveg prýðilega við
íbúðina og þá alveg sérstaklega hvað
héðan er gott útsýni yfir sjóinn enda
er ég gamall sjómaður og hef starfað
við hann lengst af,“ sagði Guðmundur
Guðbjartsson, 68 ára gamall, er við
hittum hann þar sem hann var að
mæla fyrir gólfteppum á einstaklings-
íbúð, er hann hafði nýverið fengið
afhenta. „Síðustu árin hef ég búið í
leiguhúsnæði niðri á Grettisgötu.
Vandræði fólks, sem býr í leiguhús-
næði, eru oft á tíðum mikil og þá ekki
sízt hjá eldra fólki. Þetta framtak
Reykjavíkurborgar er fagnaðarefni og
það er vel að búið er að tryggja að
framhald verður á þessum byggingum,
því ráðgert er að viss hluti af tekjum
borgarinnar fari til þessara mála í
næstu framtíð, sagði Guðmundur en
hann starfar enn hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
„Venjulegar blokkaríbúðir með
vissum öryggisútbúnaði"
í einni íbúðinni hittum við Ólaf
Sigurðsson, arkitekt, og Helga Her-
sveinsson, eftirlitsmann, sem voru að
yfirfara íbúðirnar fyrir afhendingu.
Það eru arkitektarnir Ólafur Sigurðs-
son og Guðmundur Kr. Guðmundsson
sem hafa teiknað húsið Furugerði 1 og
við spurðum Ólaf, hvort húsið væri að
einhverju leyti sérstaklega byggt með
þarfir gamals fólks fyrir augum?
„Þetta eru í raun mjög venjulegar
blokkaríbúðir auk þess, sem til staðar
er viss öryggisútbúnaður, sem hægt er
að grípa til ef með þarf. í húsinu er
bjöllukerfi eins og á sjúkrahúsum,
þannig að íbúðirnar geta kallað á
aðstoð húsvarðar, ef með þarf, en
húsvörður munu búa á neðstu hæð-
inni. Þá eru svalir fyrir utan alla
glugga og má því þrífa alla glugga frá
svölum og hægt er að komast út á þær,
ef mað þarf. íbúðirnar eru að vísu
frekar litlar en baðherbergin eru
nokkuð rúmgóð og hverri íbúð fylgir
geymsla, sem er í íbúðinni. Þá er í
húsinu sameiginlegt þvottahús og gert
er ráð fyrir að félagsaðstaða fyrir íbúa
og matsala verði tilbúin síðar í
sumar,“ sagði Ólafur.
upp grásleppuna sína, sagöi Olafur Sig-
elgi Hersveinsson, eftirlitsmaður.
Guðmundur Guðbjartsson undirritar leigusamning aö íbúð sinni.
UNGT FÓLK í FRAMBOÐI
„Aðaláhugamál
mitt er yinnan,,
UNDANFARIN þrjú ár hefur
Sturla Böðvarsson gegnt
störfum sveitarstjóra Stykk-
ishólms. og mun einnig gefa
kost á sér næsta kjörtímabil,
að beiðni núverandi meiri-
hluta sveitarstjórnar. Sturla
er kvæntur Hallgerði Gunn-
arsdóttur og eiga þau hjónin
þrjú börn.
„Eg er ánægður með að búa
í Stykkishólmi, því að þar er
flest af því sem maður gerir
kröfur til. Heilbrigðisþjónusta
er í góðu lagi og sama má
segja um félagsmál. Atvinnu-
ástandið er gott og ekki verður
vart neins fólksflótta frá
Hólminum. Ibúar eru um 1200
og er fólksfjölgunin nokkuð
jöfn. Stykkishólmur hefur þá
sérstöðu að þaðan eru stund-
aðar skelfiskveiðar og er stór
hluti atvinnunnar tengdur
skelfiskveiðunum. Þá er hér
einnig starfandi skipasmíða-
stöð og byggingariðnaður er
talsverður.
Nei, ég er ekki fæddur í
Stykkishólmi heldur í Ólafs-
vík,“ érvið spyrjum Styrlu
hvaðan hann sé ættaður.
„Síðan fluttist ég til Reykja-
víkur og var þar við nám í
nokkur ár. Til Stykkishólms
kom ég hins vegar ekki fyrr en
1975.
Aðaláhugamál mitt er vinn-
an, og reyni ég að sinna starfi
mínu eins vel og mér er unnt.
Það er alltaf í nógu að snúast
og verkefnin eru mismunandi.
Mörg vandamálanna snúa að
rekstri sveitarfélagsins og
fjáröflun. Það vantar alltaf
fjármuni, svo nauðsynlegt er
að halda vel um taumana,
þegar framkvæmdir eru ann-
ars vegar.
Nú önnur áhugamál eru
hestamennska og stangveiði.
Eg á þrjá hesta og reyni að
komast á bak að minnsta kosti
einu sinni í viku, en mér finnst
sjálfum ég fara alltof sjaldan
í útreiðartúra. Stangveiðina
hef ég mest stundað í nágrenni
við Stykkishólm og hef ég
einnig gaman af henni.“
„Hestamennskan
mér í blóð borin,,
■r
„Ætli hestamennskan sé mér
ekki í blóð borin, því ég hef alla
tíð haft ga'man af hestum og
skrepp á hak^ eins oft og
mögulegt er. Ég hef tamið
nokkra hesta fyrir sjálfan mig
og tekið þátt í gæðingakeppn-
um. Hesturinn minn. Kolskegg-
ur, hlaut t.d. 2. verðlaun í
gæðingakeppni á hestamóti
Faxaborgar fyrir nokkru."
Það er Ásbjörn Sigurgeirsson
frá Borgarnesi sem hefur orðið,
en Ásbjörn er 4. maður á lista
Sjálfstæðisflokksins til bæjar-
og sveitarstjórnarkosninganna
þar í vor. Ásbjörn er fæddur og
uppalinn í Borgarnesi, en hann
er kvæntur Kristínu Símsen og
eiga þau eitt barn.
Undanfarin fjögur ár hefur
Ásbjörn verið framkvæmda-
stjóri Trésmiðju Sigurgeirs
Ingimarssonar, en hann hóf þar
vinnu fyrir níu árum. „Aðal-
verkefni trésmiðjunnar eru hús-
byggingar og önnur mann-
virkjagerð, og tókum við t.d. að
okkur að byggja viðbygginguna
við Bændaskólann á Hvanneyri.
Þá rekum við einnig verkstæði,
en alls erum við með 15 menn
í vinnu, þó að auðvitað fjölgi
yfir sumarið. Verkefni hafa
hingað til verið dreifð um
Borgarfjörðinn, en við höfum
engin verkefni fengið utan þess
svæðis, enda ekkert reynt til að
fá þau. Það eru vissir annmark-
ar á því að vera að dreifa
starfseminni, þegar nóg verk-
efni eru í Borgarfirði.
Atvinnulífið í Borgarfirði
byggist fyrst og fremst á
úrvinnslu landbúnaðarafurða og
þjónustu við aðliggjandi land-
búnaðarhéruð, en einnig er
nokkur iðnaður í Borgarnesi.
Hér er rekin verksmiðja sem
framleiðir einangrunarplast og
prjónastofa, og svo er hér veitt
nokkur þjónusta ferðamönnum.
Vöxtur bæjarins er stöðugur
og atvinna hefur verið jöfn
síðastliðin ár. Þá er Borgarnes
einnig hæfilega langt frá
Reykjavík, það er ekki of langt
að fara, vanhagi mann um
einhvern hlut.
Kosningabaráttan hefur verið
róleg að undanförnu og hefur
hún farið hægt af stað. Ég er
þó bjartsýnn á kosningarnar og
leyfi mér að vona aðeins það
bezta.“