Morgunblaðið - 18.05.1978, Síða 18
18
-MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978'
Japanir biðja
um herþotur
Washington 17. maí AP.
BANDARISKA landvarnaráðu-
neytið heíur formlega beðið
Bandaríkjaþinjí að samþykkja
mestu hergagnasölu Bandaríkja-
manna til Japans. í ráði er að
selja Japönum 100 F-15 orrustu-
þotur og 45 P-3C vélar til haráttu
gegn kafbátum að verðmæti 2.2
milljarðar doliara.
Flugvélarnar verða seldar á 11
ára tímabili og verða flestar
smíðaðar í Japan. Japönsk yfirvöld
tilkynntu seint á síðasta ári að
ákveðið hefði verið að kaupa
flugvélarnar til að breyta flugher
Japana í nútímahorf svo og þeim
herbúnaðiJapana sem er ætlaður
til varna gegn kafbátum.
Bandaríska landvarnaráðuneyt-
ið leggur til að Japanir fái fyrst
um sinn sex F-15 þotur að
Sýning
framlengd
Málverkasýning Snorra D. Hall-
dórssonar í Hamragörðum hefur
verið framlcngd til 21. maí.
♦ »«--
— Valur vann
Framhald af bls. 31.
leikið góða knattspyrnu. En það
kom líka í ljós, að leikur liðsins
getur dottið niður á mjög lágt
plan. I þessum leik voru þeir beztir
Gústaf Björnsson, Gunnar
Guðmundsson og Pétur Ormslev.
Annars vaknar sú spurning þegar
liðsuppstilling Fram er skoðuð,
hvort nýliðum eru gefin næg
tækifæri.
í STUTTU MÁLI.
íslandsmótið 1. deild
Laugardalsvöllur 17. maí,
Valur — Fram 3:0 (1:0).
MÖRK VALS: Atli Eðvaldsson á
27. mínútu, Albert Guðmundsson á
71. mínútu og Ingi Björn Alberts-
son á 88. mínútu.
ÁMINNING: Engin.
ÁHORFENDUR: 1688.
Middlesbrough
kaupir Stewart
MIDDLESBROUGH hefur fest
kaup á varamarkmanni skoska
landsliðsins, Jim Stewart, fyrir
100.000 þúsund pund (190.000
dollara)
Stewart lék áður með Kilmar-
nock, er 24 ára gamall og þykir
mjög efnilegur markvörður.
FRAM
AÐALFUNDUR handknatt-
leiksdeildar Fram verður haldinn
fimmtudaginn 25. maí n.k.
Fundurinn hefst klukkan 20.30 í
félagsheimili Fram. Fundarefni
venjuleg aðalfundarstörf.
SVÍAR UNNU
Sænska landsliðið lék æfingaleik
við Aston Villa í Gautaborg í
gærkvöldi og unnu Svíarnir 1:0.
Markiö skoraði Benny Wendt í f.h.
i 'iorfendur voru 12 þúsund.
PÓLVERJAR TÖPUÐU
Pólska landsliöinu gekk ekki eins
vel í gærkvöldi. Liðið lék gegn
franska liðinu Sochaux í Plock í
Póllandi og tapaöi 1:0.
verðmæti 144.2 milljónir dollara
og átta P-3C þotur að verðmæti
100.4 milljónir dollara. Deildir
þingsins hafa þrjátíu daga frest til
að samþykkja vopnasöluna eða
stöðva hana.
Ráðuneytið áætlar að 100 F-15
þotur kosti Japani rúmlega 1.4
milljarða dollara og 45 P-3C kosti
þá 778 milljónir dollara. Her-
gagnasala Bandaríkjamanna til
Japana síðan 1950 hefur verið að
verðmæti 1.3 milljarðar dollara.
Selwyn-
Lloyd
látinn
London, 17. maí. Reuter.
SELWYN-Lloyd lávarður, utan-
ríkisráðherra Breta í Súezdeil-
unni 1956, lézt í dag, 74 ára að
aldri.
Hann stóð framarlega í opin-
beru lífi í þrjá áratugi og gegndi
flestum mikilvægustu embættum
ríkisins — á sviði utanríkismála,
varnarmála og fjármála og á
þingi.
Ásamt Sir Anthony Eden —
sem síðar varð Avon lávarður —
bar hann hita og þunga dagsins í
Súez-deilunni sem olli straum-
hvörfum í sögu Breta og klauf
þjóðina í andstæðar fylkingar.
Hann varð seinna forseti Neðri
málstofunnar.
Cosmos
tapar
ekki leik
NEW York Cosmos hefur ekki
tapað leik það sem af er keppnis-
tímabilinu í knattspyrnunni í
Bandaríkjunum. Cosmos hefur
leikið sjö leiki og unnið þá alla,
skorað alls 23 mörk en aðeins
fengið á sig sex. Þaö er ítalinn
Chinaglia sem hefur skorað flest
mörk liðsins, alls átta. I síðasta
leik sínum sigraði Cosmos Colo-
rado Caribous 4—3, skoraði júgó-
slavinn Bogicevic tvisvar en
Beckenbauer og Chinaglia hin tvö.
Nokkuð margir leikmenn frá
Englandi munu leika í Banda-
ríkjunum í sumarleyfum sínum og
hafa þeir dágóöan skilding upp úr
krafsinu.
— Her Zaire
stjórnar...
Framhald af bls. 1.
sínum til þess að tryggja öryggi
útlendinga í Shaba-héraðinu, eftir
að formleg ósk um þetta barst frá
belgísku stjórninni.
Haldinn var mikill útifundur í
Kinshasa í dag til stuðnings
Mobutu forseta og var gefið fri í
vinnu í borginni til að sem flestir
gætu komið þangað. Talið er að um
100 þúsund manns hafi tekið þátt
í fundinum þar sem Mobutu var
hylltur og stuðningur Sovétríkj-
anna og Kúbu við uppreisnar-
mennina fordæmdur.
Talið er að í innrásarliði upp-
reisnarmanna séu um 4000 menn,
félagar í svonefndri þjóðfrelsis-
hreyfingu Kongó (FNLC) sem nú
gerir innrás í annað sinn á einu ári
inn í hið koparauðuga Shaba-her-
að.
Vmnuvikan
í 40 stundir
í Færeyjum
Þórshöfn í Færeyjum í gær.
FÆREYSKA lögþingið hefur
samþykkt frumvarp lands-
stjórnarinnar um styttingu
vinnuvikunnar úr 42 klukku-
stundum í 40 klukkustundir.
Vinnuvikan verður stytt í
fjórum áföngum, um hálftíma
í einu, unz hún verður 40
stundir 1. októbcr 1980. Fyrsti
áfangi hefst í' haust.
Með þessari breytingu verð-
ur vinnuvikan í Færeyjum
jafnlöng og annars staðar á
Norðurlöndum. - Arge.
— Orlov
Framhald af bls. 1.
og dómarinn og viðstaddir áheyr-
endur hcfðu hann að háði og
spotti.
Erlendum fréttamönnum og
innlendum andófsmönnum hefur
verið meinaður aðgangur að rétt-
arhöldunum en konu Orlovs og
tveimur sonum hans frá fyrra
hjónabandi hefur verið leyft að
fylgjast með þeim. Fyrsta daginn
sem réttarhöldin stóðu gerðí
lögregla upptæk segulbandstæki
sem synirnir tveir höfðu meðferðis
til að hljóðrita það sem fram fór.
I dag var kona Orlovs klædd úr
hverri spjör í viðurvist tveggja
kvenlögregluþjóna og þriggja karl-
manna áður en henni var hleypt út
út dómshúsinu að loknum yfir-
heyrslunum.
Að sögn konu Orlovs og sona
hans æptu viðstaddir á hann að
hann væri svikari og njósnari
þegar hann hugðist flytja loka-
varnarræðu sína og dómarinn,
Valentina Lubentsova, fyrirskip-
aði honum að ljúka máli sínu
þegar hann hafði talað í hálftíma
án þess að gefa á því neina
skýringu.
Orlov hefur verið i.afður í haldi
frá því 10. febrúar 1977 og er gefið
að sök að hafa stundað andsovézk-
an áróður með starfi sínu í nefnd
þeirri sem hann setti á stofn með
öðrum fyrir tveimur árum til að
fylgjast með því hvernig Sovét-
stjórnin færi eftir ákvæðum
Helsinki-sáttmálans.
Að loknum réttarhöldunum í
gær var gerður aðsúgur að andófs-
mönnum og erlendum fréttamönn-
um sem hugðust hafa tal af konu
og sonum Orlovs, en ekkert slíkt
kom fyrir í dag.
Samtímis réttarhöldunum yfir
Orlov standa yfir réttarhöld í
borginni Tbilisi í Georgíu yfir
tveimur öðrum andófsmönnum og
stuðningsmönnum
Helsinki-nefndarinnar þar í borg,
þeim Zviad Gamsakhurdia og
Merab Kostava, og eru þeim
bornar á brýn sömu sakir og
Orlov.
— 14 Rússar
Framhald af bls. 1.
fyrir utan Vientiane. Sagt er að
fyrsti jeppinn af þremur sem
mennirnir voru í hafi ekið á
jarðsprengju og í því hafi vél-
byssuskotárás hafizt á þá og þeir
verið drepnir allir sem einn.
Engin staðfesting hefur fengizt
á þessu atviki í Laos og stjórnin
í Bangkok segist ekki heldur geta
staðfest frásögnina, sem talin er
byggð á upplýsingum flóttamanna
frá landinu.
í Laos er talið að séu um
500—1000 sovézkir ráðgjafar og
20—50 þúsund n-víetnamskir her-
menn, en stjórn landsins hefur
mjög hallað sér að Sovétríkjunum
og N-Víetnam eftir valdatöku
kommúnista á árinu 1975.
— Lík Chaplins
Framhald af bls. 1.
nokkurt skeið. Þeir kváðust hafa
fengið hugmyndina að því að
ræna líkinu af fréttum af líkráni
á Ítalíu þar sem líkræningjarnir
fengu greitt offjár fyrir að skila
líkinu.
Ekkja Chaplins vildi ekki ræða
við fréttamenn í dag en að því er
hermt er, er hún glöð og hrærð
yfir því að líkið skuli hafa fundist
og að ekki skuli hafa verið við því
hróflað.
Á meðan líkið var ófundið
bárust lögreglunni fjölmargar
falsupplýsingar um málið og
vildu margir aðilar eigna sér það.
Um tíma var talið að ofstækis-
fullir aðdáendur Chaplins hefðu
rænt líkinu og farið með það til
Bretlands til að greftra það þar
með leynd, en lögreglan lagði
ekki trúnað á sögusagnir af þessu
tagi.
— Tívolí
Framhald af bls. 3.
mínu viti," sagði Sigurgeir.
Eftir að hafa rekið Tívólí í 7—8
ár seldu þeir 5-menningar staðinn
— fyrir slikk að því er Sigurgeir
Sigurjónsson sagöi, og íþróttafélag
Reykjavíkur kéypti hann af þeim.
Forsvarsmenn þess höfðu þann
háttin á að þeir seldu út til
einstaklinga einstök leiktæki, og
þeir hinir sömu einstaklingar höfðu
þá allar tekjur af tækjunum. ÍR
leigði einnig út veitingastaðinn —
Vetrargaröinn — eins og raunar
fyrirrennarar þeirra höfðu einnig
gert en rekstur hans mun yfirleitt
hafa gengiö vel. Að sögn Jakobs
Hafsteins, fyrrum formanns ÍR, var
Tívólí helzta tekjulind félagsins um
árabil eða fram til 1957—58 er
félagið seldi garöinn og Hafskip
keypti en undir starfsemi af öðru
tagi. Jakob sagöi þó, aö hann teldi
rekstur skemmtigarös hér vafasam-
an vegna veðurfarsins.
— Leiguíbúðir
Framhald af bls. 48
Einstaklingsíbúðirnar í Furu-
gerði 1 eru um 35 fermetrar að
stærð og eru eitt herbergi með
svefnkrók, eldhúsi og baði auk
geymslu. Hjónaíbúðirnar eru um
55 fermetrar og eru stofa og
svefnherbergi auk eldhúss,
baðherbergis og geymslu. Einnig
er í húsinu sameiginlegt þvottahús
fyrir íbúana búið fullkomnum
vélúm.
Ibúðirnar í Furugerði 1 voru
auglýstar til leigu um mánaða-
mótin nóvember-desember í vetur
og bárust 240 umsóknir. Á vegum
Reykjavíkurborgar er nú unnið að
byggingu fleiri leiguíbúða fyrir
aldraða og er gert ráð fyrir að
síðar í sumar verði hús með 30
einstaklingsíbúðum við Lönguhlíð
tilbúið. Þá verður upp úr næstu
árámótum tekið í notkun nýtt hús,
sem verið er að reisa við Dalbraut
en þar verða 48 einstaklingsíbúðir
og 18 hjónaíbúðir.
— Ættleiðing
Framhald af bls. 48
Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar, sagði í samtali við
Mbl. að það væri rétt að fyrir
ættleiðingar til íslands hefði verið
tekið, „að minnsta kosti tímabund-
ið“. Sagði Guðmundur að leitað
hefði verið til utanríkisráðuneytis-
ins um aðstoð í málinu.
Guðmundur sagði, að þegar
Hjálparstofnunin hefði haft for-
göngu um þetta mál, hefði hún
tekið upp samstarf við norska
aðila, Norsk-Korea forening.
Sagðist Guðmundur ekki vita
gjörla hvaða snurða hefði hlaupið
á þráðinn en sagði að hugsanlega
hefði norski aðilinn ekki látið
stjórnvöld í Suður-Kóreu vita af
því, „að sum barnanna af þeirra
kvóta færu til íslands".
Ágústa Bárðardóttir sagði að
foreldrafélagið myndi áfram hafa
samvinnu við Norsk-Korea
forening, en 22 börn frá Suður-
Kóreu hafa nú verið ættleidd
hingað til lands.
— Undanþága
Framhald af bls. 48
og Verkalýðsfélagið Fram á
Seyðisfirði.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
Islands, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að olíuinn-
flutningsbannið hafi ekki verið
sett til þess að veita undanþágu
þegar á fyrsta degi — eins og hann
orðaði það. Kvaðst hann verða illa
svikinn, ef eitthvert þeirra
fjögurra félaga, sem sett hefði á
olíuinnflutningsbannið, svöruðu
þessari undanþágubeiðni játandi.
Því kvað hann ekki um annað að
ræða — að sínu áliti — en hið
sovézka olíuskip yrði að bíða þess
að eitthvað gerðist við samninga-
borðið á sáttafundum hjá sátta-
semjara.
— ASV
Framhald af bls. 48
júní næstkomandi. Var stjórn
sambandsins jafnframt heimilað
að hefja beinar viðræður við
atvinnurekendur, ef þeir teldu sig
fúsa til viðræðna, en Pétur kvað þá
hlytu að líta málið alvarlegri
augum eftir þessa þróun mála.
Hann kvað fulltrúa ASV hafa lýst
því á samningafundinum í gær að
þeir tryðu því ekki að vinnuveit-
endur á Vestfjörðum vildu ekki
ganga til samninga.
Viðræðupunktarnir, sem vinnu-
veitendur höfnuðu voru: 1. stytting
vinnutíma á óskertu kaupi, 2.
hugsanlegar áfangahækkanir 1.
júní og 1. september, 3. að breytt
yrði 4ra ára aldurshækkun í 3ja
ára starfsaldurshækkun, 4. nýtt 10
ára starfsaldursþrep, 5. orlofsleng-
ing fyrir ákveðinn starfsaldur, 6.
lengja veikindaréttinn og 7. að
fella niður fyrsta taxtann, sem
Pétur Sigurðsson kvað hafa verið
ákveðið láglaunaskref.
Morgunblaðinu tókst ekki í gær
að ná tali af Jóni Páli Halldórs-
syni, formanni vinnuveitenda-
félags Vestfjarða.
Karvel Pálmason, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Bolungarvíkur, sem sæti á í stjórn
ASV, sagði í gær, að ASV hefði
sýnt mikið umburðarlyndi við
viðsemjendur sína og ábyrgðar-
tilfinningu, sem ekki hefði verið
tekið tillit til af viðsemjendunum.
Því væri þetta einróma samþykkt.
Hann kvaðst þó vona að ekki
þyrfti til allsherjarverkfalls að
koma, enda kvað hann þessar
aðgerðir boðaðar með það miklum
fyrirvara, að auðvelt ætti að vera
að ná samkomulagi áður en
allsherjarverkfall skylli á. Til
stefnu væri hálfur mánuður.
— Félags-
miðstöðvar
Framhald af bls. 48
varið til æskulýðsheimila í fyrra
42,1 milljón króna. Þær 129
milljónir, sem farið hafa til
æskulýðsheimila þessi fjögur ár,
skiptast þannig, að 36,2 milljónir
hafa farið til framkvæmda í
Breiðholti, 20,5 til framkvæmda í
Bústaðahverfi/ Fossvogi, 17,5
milljónum var varið til Tónabæj-
ar, 17 milljónum til framkvæmda
í Árbæ, 10 milljónum var í fyrra
varið til framkvæmda Vogar/
Sund, 7,5 milljónum var varið til
bátaskýlis í Nauthólsvík og 1,4
milljónum var varið til fram-
kvæmda við Saltvík. Nítján
milljónir fóru til kaupa á ýmiss
konar lausabúnaði.
í Nauthólsvík hefur verið lokið
við hús siglingaklúbbsins Siglu-
ness, og eru þar nú báta- og
tækjageymslur, verkstæði til báta-
smíða og viðgerða, búningsklefar
og önnur nauðsynleg aðstaða.
Endurnýjað hefur verið bátaskýli
utanhúss og gengið frá umhverfi í
tengslum við baðlækinn í víkinni.
Bátakostur klúbbsins hefur að
mestu leyti verið endurnýjaður
síðan 1974.
Fríkirkjuvegur 11 hefur verið
endurbættur og færður í uppruna-
legt horf hið ytra, og unnið að
endurbótum á fundarsölum og
samkomusal í kjallara.
Æskulýðsráð hefur nú auglýst
Tónabæ til sölu og mun andvirði
hans verða varið til annarrar
húsnæðisaðstöðu til æskulýðs-
starfs á vegum ráðsins.