Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 21 Einar S. Einarsson endurkjör- inn formaður Skáksambandsins AÐALFUNDUR Skáksambands íslands var haldinn í sambands- stöðvunum að Laugavegi 71 í Reykjavík laugardaginn 6. maí s.l. Fundinn sóttu 59 fulltrúar frá 18 íélögum. Einar S. Einarsson. forseti sambandsins, setti fundinn og minntist í upphafi látinna skákmanna. Fundarstjórar voru kjörnir Haraldur Blöndal og Gunnar Gunnarsson og fundarritarar Þráinn Guðmunds- son og Sverrir Norðfjörð. Ráðstefna kenn- ara 6 ára barna Einar S. Einarsson flutti árs- skýrslu stjórnar sambandsins og rakti í ýtarlegu máli mjög um- svifamikla starfsemi þess á liðnu starfsári. Ber þar hæst framboð Friðriks Ólafssonar stórmeistara til embættis forseta FIDE, alþjóðaskáksambandsins, en mikið var unnið að framgöngu þess máls og með ýmsum hætti. Þá má minna á nýafstaðið Reykjavíkur- mót, afrek ungra skákmeistara svo sem Jóns L. Árnasonar, Helga Ólafssonar, Hauks Angantýssonar Einar S. Einarsson. og Margeirs Péturssonar. Síðast en ekki sízt ræddi forsetinn um húsakaup sambandsins, en aðai- stöðvar sambandsins eru nú komnar í nýtt oe eigið húsnæði að Laugavegi 71 og var það tekið í notkun í byrjun þessa árs. Einar S. Einarsson gerði einnig grein fyrir ýmsum öðrum þáttum í starfsemi sambandsins bæði á innlendum og erlendum vettvangi, en íslenzkir skákmenn hafa gert víðreist á síðasta starfsári og borið hróður íslands víða. íslendingar tóku nú þátt í fyrstu Olympíu-skákkeppninni, sem fer fram um telex-tæki og sigruðu Englendinga og Finna, en töpuðu nú fyrir Austur-þjóðverjum með 4 '/2 vinningi gegn 3'/2, þar sem skák Hauks Angantýssonar er óhjákvæmilega jafntefli, en sigur í henni hefði þýtt sigur í keppninni við Austur-Þjóðverja. Gísli Árnason, gjaldkerfi sam- bandsins, lagði fram endurskoðaða reikninga og gerði grein fyrir þeim. Að því loknu voru nokkrar umræður um ársskýrsluna og stjórninni færðar þakkir fyrir mikil og farsæl störf. Voru reikningar sambandsins sam- þykktir samhljóða. Þá samþykkti aðalfundurinn að veita fimm skákfélögum upptöku í sambandið, en þau eru Taflfélag Hornafjarðar, Taflfélag Rangæ- inga, Skákfélag Búrfells, Taflfélag Seltjarnarness og Taflfélag Grindavíkur, en innan vébanda þessara félaga eru alls um 400 félagar. Þá lagði Einar S. Einarsson forseti fram fjárhagsáætlun stjórnarinnar fyrir næsta starfs- ár. Taldi hann að fjárhagur sambandsins væri vel bærilegur, en mörg og fjárfrek verkefni væru framundan. Áætluð gjöld á starfs- árinu eru um 12.5 milljónir króna. Eru helztu útgjaldaliðir þessir: Innlend skákmót 1.350.000, Erlend skákmót 4.550.00, Framboð Frið- riks Óiafssonar 1.500.000, Rekstur félagsheimilis 3.700.000. Að lokinni skýrslugjöf var geng- ið til kosninga stjórnar. Var Einar S. Einarsson endurkjörinn forseti með lófataki. Aðrir í stjórn voru kjörnir Þorsteinn Þorsteinsson, Gísli Árnason, Þráinn Guðmunds- son, Högni Torfason, Árni B. Jónasson og Guðfinnur Kjartans- son. í varastjórn hlutu kosningu Helgi Samúelsson, dr. Ingimar Jónsson, Jörundur Þórðarson og Sigfús Kristjánsson. Undir liðnum „Önnur mál“ báru Erlendur Magnússon o.fl. fram tillögu um að Skáksamband Is- lands skipulegði skólamót í skák, sem næði til skóla í öllum landshlutum. Vakti tillaga þessi mikla athygli, enda hafa þeir Sunnlendingar nýlega staðið fyrir mjög athyglisverðu skólamóti í sínum landshluta með um 600 þátttakendum. Tillögunni fylgdi mjög ýtarleg greinargerð um hugsanlega tilhögun slíkra móta. Urðu allmillar umræður um tillög- una og henni mjög vel tekið. Kom fram við umræðuna, að stjórn SÍ hefur um nokkurt skeið unnið að þessu máli í samráði við mennta- málaráðuneytið. Var kosin nefnd til að vinna að framgangi málsins í samvinnu við stjórn SI. ALMENNUR fundur um málefni proskaheftra var haldinn á Akureyri dagana 28.—29. apríl s.l. Til fundar- ins var boðað af Styrktarfélagi vangefinna á Noröurlandi og For- eldrafélagi barna með sérparfir á Akureyri. Framsögu á fundinum hafði Margrét Margeirsdóttir félags- ráðgjafi og fjallaði hún um málefni Þroskaheftra almennt og kynnti fyrir fundarmönnum hlutverk og tilgang Landssamtakanna Þroska- hjálpar. Síðari fundardaginn var fjallað um foreldrastarf. Fundi þessa sóttu aöallega foreldrar þroskaheftra, auk áhugafólks og starfsfólks stofnana og var fjöldi þátttakenda um 40 manns. í lok fundarins voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: 1. Fundurinn telur að ekki verði lengur unað því ófremdarástandi sem ríkir í málefnum þroskaheftra hérlendis. Skortur á samræmdri heildarlöggjöf um málefni þessa öryrkjahóps hefur staðið allri eðlilegri DAGANA 21. og 22. apríl s.l. var haldin ráðstefna kennara 6 ára deilda grunnskóla Reykjavíkur. Á ráðstefnunni voru teknir til umfjöllunar flestir þættir í kcnnslu 6 ára barna. Þátttakend- ur voru um 50 talsins frá öllum grunnskólunum. Ráðstefnan gerði með sér eftirfarandi álykt- þróun á þessum vettvangi fyrir þrifum og gert það að verkum, að við stöndum nú langt að baki nágranna- þjóðum okkar á þessu sviði. Fundurinn átelur harölega þann seinagang sem einkennt hefur allar aðgerðir stjórnvalda til úrbóta og Gestaboð Hún- vetningafélagsins ÁRLEGT gestaboð Húnvetningafé- lagsins verður haldið 1' Domus Medica sunnudaginn 21. maí og hefst kl. 3 e.h. Þangað er boðið öllum rosknum Húnvetningum í Reykjavík og nágrenni. Karlakór Húnvetningafélagsins syngur, Grettir Björnsson leikur á harmoníku og auk þess verður upplestur. „Ráðstefna forskólakennara í Reykjavík ályktar, að skora á Alþingi að stuðla að lögfestingu forskólans (6 ára deilda) sem hluta af grunnskólanámi, og með því tryggja öllum börnum á íslandi jafna möguleika til náms.“ skorar á viðkomandi ráðuneyti að skipa nú þegar fulltrúa sína í nefnd þá, sem ákveðið er að koma á fót til að vinna að nýrri lagasetningu. Fundarmenn líta það mjög alvarleg- um augum ef nefndarskipun þessi dregst enn á langinn og engu öðru þá um að kenna en áhugaleysi og ósamlyndi þeirra ráðuneyta sem hlut eiga aö máli. 2. Fundurinn lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar óvissu sem ríkir • í menntunarmálum þroskaheftra. Þrátt fyrir útkomu nýrrar reglugerðar um sérkennslu skortir mikið á, að þessir nemendur njóti þeirrar kennslu og þjálfunar, sem reglugerð- in gerir ráð fyrir. Menntamálaráðu- neytiö tekur ekki nema að nokkru leyti þátt í þeim kostnaöi sem rekstur þjálfunarskóla fyrir vangefna hefur í för með sér. Rekstur skólanna hvílir Framhald á bls. 29. Skemmdarverk tíð á Hljómskálanum un. (Fréttatilkynning) Fundur um málefni þroskaheftra á Akureyri: „Skortir heildarlöggjöf um málefni þroskaheftra” NÝLEGA var haldinn aðalíundur Lúðrasveitar Reykjavíkur og var kjörinn formaður Halldór Einars- son í stað Þorvalds Steingríms- sonar sem nú baðst undan endur- kjöri. Páll P. Pálsson, sem hefur verið stjórnandi lúðrasveitarinn- ar. lét af því starfi fyrir nokkru og við tók Brian Carlile. í frétt frá Lúðrasveit Reykjavík- ur kemur fram að sveitin hefur orðið fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni af völdum skemmdarverka er unnin hafa verið á Hljómskálan- um í vetur sem leið en hann „hefur á undanförnum árum orðið fyrir síauknum og endurteknum árásum skemmdarvarga svo sem rúðubrot- um, innbrotum og þjófnaði. Á skírdag s.l. keyrði þó um þverbak en þá var brotist inn í Hljómskál- ann og þegar engu verðmætu var hægt að stela þá var kveikt í. Varð mikið tjón á húsinu sjálfu, innan- stokksmunum, einkennisbúning- um, nótum, gömlum ljósmyndum og minjagripum, sem lúðrasveit- inni hafa verið gefnir á 56 ára starfsferli." Stjórn Lúðrasveitar Re.vkjavík- ur skipa nú: Halldór Einarsson formaður, Guðjón Einarsson vara- formaður, Kristján Fr. Jónsson gjaldkeri, Þór Benediktsson ritari og meðstjórnandi Friðberg Stefánsson. Nýtt kappreiðasvæði LAUGARDAGINN 13. maí sl. var vígt í Keílavík nýtt íþrótta- svæði hestamannafélagsins Mána með fjölmennri hópreið. Hér er um að ræða 300 m langan hringvöli með þver braut, þannig að tveir minni vellir (200 m og 140 m) myndast um leið. Auk þess hefur verið byggt reiðgerði, sem þjónar sérstaklega til kennslu. Hestaeign í bæjum landsins fer hraðvaxandi. Um leið og ferðalög á hestbaki njóta aukinna vin- sælda, eru einnig að þróast nýjar keppnisgreinar, sem eru miðaðar við breyttar aðstæður í þéttbýli. Þær hafa það takmark að gera hestamennskuna að íþrótt, með því að krefjast mikils af knapan- um ekki síður en hestinum. Þessar íþróttagreinar eins og í Keflavík töltkeppni, fjórgangur og fimm- gangur voru kynntar við opnun- arhátíðina á félagssvæðinu Mánagrund. Auk þess sýndu unglingar hópreið og börnum gafst kostur á að fara á hestbak. Veður var ágætt og nutu gestir sem félagsmenn útivistar í nánd við hesta. Ingólfur Falsson Lúðrasveit Reykjavíkur er hér að leika í Kanada.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.