Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
23
Verndun ga
Hin vandaða gamla viUa
á Fríkirkjuvegi 11 friðlýst
samkvæmt þeim allt sem þurfti
tii hússins frá útlöndum, hurðir
og glugga, stigahandrið, granít í
tröppur utanhúss, gólfspæni í
viðhafnarstofu o.s.frv. Sjálfa
smíðina tók Steingrímur Guð-
mundsson að sér. Hann var að
mínu áliti vandvirkasti og besti
húsasmiður, sem þá var starf-
andi í Reykjavík, mesta ljúf-
menni í umgengni og viðskipt-
um. Timbur í máttarviðum
pantaði ég frá Svíþjóð 1906. Var
allt timbur í húsinu valinn
sænskur viður. Gólfin voru úr 2
þumlunga plægðum plönkum,
súðin úr 5/4 þumlunga borðum.
Sag var notað í tróð. Utan á
klæðningu var settur vandaður
pappi og síðan járn. Súlur undir
útihandriðin sjálf úr teakviði.
Vatnslögn var í húsinu og var
það algert nýmæli í Reykjavík.
Ég lét grafa og sprengja djúpan
brunn og múra hann innan. Úr
brunninum var vatninu dælt í
kjallaranum, en þaðan fór það í
þrýstidælu í vatnsæðakerfi
hússins. Loks lét ég gera raflögn
i húsið. Annaðist Halldór Guð-
mundsson rafmagnsfræðingur
það verk með stakri vandvirkni,
eins og honum var lagið. Að
húsabaki lét ég gera gripahús og
hlöðu, svo ég gæti haft þar kýr
og reiðhesta á fóðrum."
Thor Jensen segir svo frá því,
að milli fundahalda vegna
Milljónafélagsins í Kaupmanna-
höfn veturinn 1908 hafi hann
notað tímann til að kaupa
húsgögn. „Þótt ég sæi ekki eftir
fénu, sem til hússins hafði farið,
hennar á því sem hann var að
gera.
Fyrir um það bil 40 árum
eignaðist góðtemplarareglan
húsið á Fríkirkjuvegi 11 og hafði
þar starfsemi sína, en þá var
kjallaranum breytt í samkomu-
sal. Lengi var rannsóknarlög-
reglan þar til húsa uppi.
Skömmu fyrir 1970 stóð til að
byggja hús Seðlabankans á
lóðinni og urðu miklar deilur um
það. Komu fram áskoranir á
yfirvöld að leyfa þessu gamla
húsi að standa og samdi Reykja-
víkurborg þá um að skipta á lóð
við bankann, og eignaðist húsið.
Síðustu árin hefur Æskulýðsráð
Reykjavíkur haft aðsetur í
húsinu með skrifstofur og fund-
arherbergi uppi, en leiksýningar
o.fl. niðri.
Nú í vor var gert upp garðhús-
ið við Fríkirkjuveg 11, eitt
glæsilegasta húsið í borginni í
70 ár, en húsið sjáift lét
Reykjavíkurborg gera upp 1973
og var vandað mjög til aðgerða
undir stjórn Leifs Blumensteins.
Þetta vandaða einbýlishús, sem
Thor Jensen lét reisa árið 1907,
er eitt af þeim húsum við
Tjörnina, sem borgarstjórn hef-
ur nú ákveðið að vernda til
frambúðar með friðlýsingu.
Lóðina keypti Thor Jensen úr
Útsuðurvelli af Eggert Claessen
og J. Jónassyni og fyllti sjálfur
upp í vik í Tjörninni fram undan
húsinu. Sama ár lét hann reisa
húsið og útihús ári síðar. En þar
hafði hann m.a. 4 kýr, „til að
vera viss um að hafa allan
ársins hring nægilega mjólk
fyrir sitt 16—18 manna heimili."
Til hússins sjálfs var svo
vandað, að Thor Jensen lá undir
gagnrýni fyrir að hafa eytt
miklu í það. Enda ber það þess
merki enn í dag. íbúðarhúsið er
járnvarið timburhús, tvílyft
með risi, kvisti, karnöppum og
þaksvölum. Tréskurðarskraut er
utan og innan á húsinu og gefur
því sérstakan svip. Tólf súlur úr
tré eru utan á húsinu og við
forstofuinngang. Tröppur við
forstofuinngang eru úr Borg-
undarhólsgraníti of* handrið úr
járni og teakviði. A veggjum í
forstofu og stigagangi er skraut-
málaður strigi, sem ekki hefur
verið raskað frá upphafi. Her-
bergjaskipan hefur haldist
óbreytt, en þrjár stofur eru í
framhlið hússins, en parketgólf
í þeirri stærstu og spjaldaloft,
sem var skrautmálað og er
aðeins einn listinn eftir með
laufbogamynstri.
í ævisögu hins mikla athafna-
manns, Thors Jensens, er sagt
frá húsbyggingunni, sem hann
réðst í 1907 til að halda upp á
30 ára veru sína hér á landi.
„Frá unga aldri hafði ég haft
yndi af húsasmíðum," segir
hann. „Fór ég nú í Landsbóka-
safnið og fékk lánaðar bækur
um húsagerð. Valdi ég fyrir-
mynd að hinu nýja húsi í einni
þeirra, en gerði þó á henni
ýmsar breytingar. Einar Er-
lendsson húsameistari gerði alla
uppdrætti fyrir mig. Leysti
hann það verk mjög vel af hendi
svo að auðvelt var að panta
íkirkjuvegur 11
man ég að það hvarflaði stund-
um að mér þessar vikur í Höfn,
að þarna hefði ég verið of
stórtækur," segir hann. En það
tókst að fá húsinu lokið í tæka
tíð, svo þau hjónin gátu flutzt
þangað 5. júní 1908, en börnin
voru þá orðin 11 og öll í
heimahúsum. Lýsir Thor húsinu
og segir að niðri hafi verið
stofur gegnt vestri. Hin stærri
fyrir miðju var viðhafnar- og
veislusalur og lítið notuð nema
á stórhátíðum og við önnur
sérstök tækifæri. Borðstofa var
undir norðurhlið, svo rúmgóð,
að vel mætti bæta við mörgum
gestum, enda þótt fjölskyldan
væri orðin 14 manns. Skrifstof-
an var í suðausturhorninu niðri.
Næst við hana móti austri
setustofa húsmóðurinnar, en
Thor kveðst aldrei hafa unað sér
vel nema hún væri einhvers
staðar nálægt og hann gæti
hvenær sem var leitað álits
Hvað eiga Rolling Stones, Joe
Walsh, Soft Machine og Yes
sameiginlegt? Jú, allar þessar
hljómsveitir (tónlistarmenn) hafa
nú nýlokið við upptöku nýrra
hljómplatna, sem væntanlegar
eru á markaðinn seinna í þcssum
mánuði og í júní.
Plata Rolling Stones, sem vænt-
anlega kemur út snemma í júní,
ber nafnið „Some Girls" og er hún
fyrsta plata hljómsveitarinnar
sem út kemur hjá EMI-hljóm-
plötuútgáfufyrirtækinu. Á henni
eru níu lög eftir þá Jagger og
Richard og eitt lag eftir Norman
Whitfield og Barrett Strong. Þá
kemur einnig út lítil hljómplata
með Stones, og ber hún nafnið
„Miss You“.
Nýja hljómplatan þeirra í Soft
Machine fær ekki góða dóma í
Bretlandi, en trommuleikari
hljómsveitarinnar John Marshall
tekur því með bros á vör.
Annars er það nýtt að frétta af
Stones að þeir eru að leggja upp
í hljómleikaferð um Bandaríkin og
líklegt þykir að þeir muni einnig
spila 1 Bretlandi seinna á árinu.
Hljómleikaferðalagið er þó skipu-
lagt með þeim fyrirvara að Keith
Richard, annar gítarleikari hljóm-
sveitarinnar, fái leyfi lögreglu til
að fara í hljómleikaferðalagið, en
hann var nýlega tekinn fastur
fyrir að hafa eiturlyf í fórum
sínum.
Hljómplata Joe Walsh nefnist
„But seriously, folks" og mun
koma út hinn 16. næsta mánaðar.
Lítið er vitað um þá hljómplötu,
utan hvað að hún kemur út hjá
Asylum-fyrirtækinu.
Nýja plata Soft Machine ber
nafnið „Alive and well recorded in
Paris“, og var, eins og nafnið
bendir til, tekin upp í París.
Hljómsveitina skipa nú John
Marshall, trommur og ásláttar-
hljóðfæri, Karl Jenkins, hljóm-
borð, John Etheridge, gítar, Ric
Sanders, fiðlu, og Steve Cook,
bassa. Að dómi tónlistargagnrýn-
enda í Bretlandi hefur hljómsveit-
in oft verið betri en nú, og nýja
hljómplatan fær ekki alltof góða
dóma.
Öðru máli gegnir um hina nýju
hljómplötu Yes, sem hljómsveitin
er að hljóðrita núna. Hún fær góða
dóma hjá gagnrýnanda Melody
Maker, sem tekur jafnvel svo djúpt
í árinni, að segja hana vera beztu
hljómplötu sem Yes hefur látið frá
sér fara.
Hljómplata þessi hefur enn ekki
hlotið nafn, en tónlistin á henni er
sögð vera eðlilegt framhald þeirr-
Jon Anderson í stúdfóinu að
vinna við upptöku á nýrri plötu
þeirra í Yes.
ar stefnu tónlistar er var á
seinustu plötu Yes, „Going for the
one“.
Hljómsveitina Yes skipa nú Jon
Anderson, söngur og kassagítar,
Steve Howe, gítarar, Chris Squire,
bassi, Rick Wakeman, hljómborð,
og Alan White, trommur.
Enn sem komið er, er ekki vitað
hvenær hljómplata Yes kemur út,
en sé hún jafngóð og af er látið,
ætti að vera vel þess virði að bíða
eftir henni.
Gilmour med
„sóló-plötu”
í NÆSTU viku er væntanleg á
markaðinn hljómplata með gi'tar
leikara Pink Floyd, Dave
Gilmour. Hljómplata þessi er
fyrsta sóló-plata Gilmours og ber
hún einfaldlega nafnið „Ilave
Gilmour“.
Hljómplatan er tekin upp í
Suður-Frakklandi og á henni leika
ásamt Gilmour, Willie Wilson
trommuleikari, Rick Wills bassa-
leikari og Mick Weaver hljóm-
borðsleikari. Athygli vekur að
enginn liðsmanna Pink Floyd
aðstoðar Gilmour á plötunni.
Á hljómplötunni eru níu lög og
nefnast þau: „Mihalis", „There's
no way out of here“, „Cry from the
street", „So far away“, „Short and
sweet", „Raise my rent“, „No
way“, „Definitely" og „I can‘t
breathe anymore".
Beck í góðum
félagsskap
NÝLEGA var staðfest að gítar-
leikarinn góðkunni, Jeff Beck.
mun koma fram á tónleikunum
24. júní næstkomandi í
Knebworth í Englandi.
Ekki er vitað hverjir munu
verða í hljómsveit Becks, en því
hefur verið fleygt að bassaleikar-
inn Stanley Clarke verði í henni,
og sennilega einhverjir af kunn-
ingjum Clarkes.
Áðrir sem leika munu á hljóm-
leikum þessum, sem haldnir eru ár
hvert, eru Genesis, Jefferson
Starship og Brand X, svo nokkrar
hljómsveitir séu nefndar.