Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
Iris Dagbjört, Sigrún Inga og Margrét Sif sögðust vera hinar ánægöustu meö
ferðina. Ljósm. Kristján
Einnig voru Guömundur Jóhannsson, Daníel Jónsson og Garöar M.
ánægðir og sögóu þeir mest gaman að hafa fengið að skoöa stjórnklefann
Asgeir Pétursson yfirflugstjóri og Hallgrímur Jónsson flugmaöur láta
Þotuna hér sveima yfir Reykjavík.
250 börn og unglingar úr KFUM og K ganga frá boröi eftir
skemmtilega ferð og án efa hafa einhver þeirra áhuga fyrir starfi
flugmanns eða flugfreyju eftir ferö sem þessa.
með KFUM og KFUK bömum
svipuðum toga er um 500 drengir
fóru í siglingu með Gullfossi út á
Sundin og upp í Hvalfjörð og
nokkrum sinnum hefði verið efnt
til stórfunda t.d. í Laugardalshöll
með um 3000 manns, börnum og
foreldrum og tvisvar hafa verið
haldnir drengjafundir í Háskóla-
bíói. Árni sagði að tilgangur ferða
sem þessara eða stórra funda væri
sá að gera eitthvað sérstakt fyrir
þau börn sem vel sæktu fundi og
ræktu félögin hverju sinni og hefði
það þótt gefast vel að bjóða upp á
eitthvað líkt þessu.
Ásgeir Pétursson flugstjóri,
Hallgrímur Jónsson flugmaður og
Baldur Bjarnasen flugvélstjóri
komu sér fyrir í stjórnklefanum og
sögðu þeir að þessi ferð væri ágæt
tilbreyting frá hinu venjubundna
flugi yfir hafið til Norðurland-
anna, Luxemborgar eða Banda-
ríkjanna og Ásgeir sagði að þetta
væri i fyrsta sinn sem þeir færu
með þessa þotu til Akureyrar, en
ferðinni var sem sagt heitið
norður í land, þar sem sólin skein
og hægt var að sjá niður úr
skýjunum.
verður að sjálfsögðu að gæta
fyllsta öryggis þegar svo hrað-
skreiðar flugur eru á ferð.
Að loknum þessum hringjum
yfir Eyjafjörðinn var stefnt suður
og leiðin lá nú til Reykjavíkur á ný
og síðan var lent í Keflavík. Þar
beið hressing, kók og pylsur, sem
var vel þegið eftir þessar ferðir
upp og niður nokkur þúsund fet,
sem fór víst ekki of vel með
magann í einstaka farþega, en öll
óþægindi voru yfirstaðin um leið
og fast land var aftur undir fótum.
Einhvers staðar yfir hálendinu
þar sem ekkert sást niður tók blm.
tali nokkur börnin og fyrst var
Að síöustu buðu Flugleiðir upp
á kók og pylsur.
í Flugleiðaþotu
— Ekki ýta svona á mig!
— Ég get ekkert gert að því,
það var einhver sem hrinti mér!
Álíka setningar og þessar
mátti heyra í flugstöðVar-
byggingunni á Keflavíkurflug-
velli nú um helgina þegar nokkur
hundruð börn söfnuðust þar
saman og biðu þess að fá að fara
um borð í eina þotu Flugleiða.
Voru þetta börn og unglingar úr
KFUM og KFUK sem var gefinn
kostur á að fara í klukkustundar
hringflug með Flugleiðaþotu, þau
sem bezt höfðu sótt fundi á
liðnum vetri.
Starfsfólk Flugleiða og sveitar-
stjórnar KFUM og K gátu eftir
smávegis troðninga og pústra
komið skipulagi á hópinn og brátt
var hann tilbúinn í tvöfaldri röð í
biðsalnum að ganga um borð.
Áhöfnin var einnig til og flugstjóri
í ferðinni var Ásgeir Pétursson
yfirflugstjóri. Hann ávarpaði
.lornin nokkrum orðum áður en
lagt var upp í ferðina, bauð hópinn
velkominn og minnti í nokkrum
orðum á hina góðu sögu, sem
félögin KFUM og KFUK hefðu
lagt áherzlu á í sínu starfi, að
börnin þekktu söguna um Jesúm
Krist, en Ásgeir er félagi í KFUM
og hefur starfað fyrir félagið.
Árni Sigurjónsson formaður
KFUM sagði í samtali við Mbl. að
áður hefði verið farin ferð af
í aðflugi aö Akureyrarflugvelli,
en þetta er í fyrsta sinn sem
DC-8 þota kemur til Akureyrar.
Þegar allir höfðu fundið sér sæti
í vélinni var hægt að halda af stað.
Tilkynnt hafði verið að skipst yrði
á um sætin við gluggana þannig að
hver fengi að sitja við glugga í 20
mínútur og þannig yrði öllu
réttlæti fullnægt.
Flogið var í fyrstunni tvo hringi
yfir Reykjavík og síðan ofar
skýjum beina leið til Akureyrar
þar sem Ásgeir lækkaði flugið og
fór hringi yfir höfuðstað Norður-
lands og sýndi bæði Akureyring-
um og farþegum sínum aðflug að
vellinum, en hann er nokkuð of
stuttur til að DC-8 þotur geti
athafnað sig þar eðlilega. Úr
gluggum þotunnar mátti sjá hvar
fólk staðnæmdist á götum úti og
fór jafnvel út úr bílum sínum til
að virða farkostinn fyrir sér. Ekki
var mikil umferð um Akureyrar-
flugvöll rétt á meðan flogið var
yfir, en þó mátti heyra í samskipt-
um turnsins við vél af minni
gerðinni og sagðist hún ætla að
halda sig í Hörgárdalnum meðan
sýningin færi fram. Flugturninn
gaf þá í skyn að nóg væri pláss í
Eyjafirði fyrir tvær vélar, en það
KFUM þakkaði í ferðalok fyrir
hönd farþeganna.
spjallað við 3 stúlkur sem sögðust
eiga heima í Breiðholti.
— Við erum búnar að vera á
fundum hjá Gunnu Veigu í allan
vetur, sögðu þær íris Dagbjört
Ingibergsdóttir, Sigrún Inga Sig-
urjónsdóttir og Margrét S. Haf-
steinsdóttir, og við vorum líka
svolítið í fyrra hjá henni. Nei, við
höfum aldrei flogið í þotu áður og
okkur finnst bara svo gaman.
Ekki höfðu þær heiðurskonur
öllu fleira um þessa ferð að segja,
en litlu aftar í vélinni sátu þrír
drengir sem sækja fundi hjá
KFUM á Seltjarnarnesi:
— Þetta er fyrsti veturinn sem
við sækjum fundi, við erum 10 og
11 ára og við höfum mætt á alla
fundi nema 2 eða 3 kannski. Þetta
er alveg ágæt ferð og við megum
gera allt, kíkja fram í til flug-
mannanna og allt; sögðu þeir
Guðmundur, Daníel og Garðar.
Alls voru í þessu hringflugi 750
manns og voru farnar 3 ferðir. Tók
hver ferð rúman klukkutíma og
var áhöfnin hin sama í öll skiptin.