Morgunblaðið - 18.05.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
31
REYKJAVÍKURLIÐIN
Valur og Fram mættust
í 1. deild íslandsmóts-
ins á Laugardalsvellin-
um í gærkvöldi.
Venjulega hafa leikir
Þessara liða verið mjög
jafnir og jafntefli oftast
verið uppi á teningnum
en í gær brá svo viö að
Valsmenn unnu stórsig-
ur, 3:0. Þetta var sann-
gjarn sigur en kannski í
stærra lagi miðað viö
marktækifæri. Vals-
menn hafa nú tekið
forystuna í 1. deild strax
í fyrstu umferö og eng-
inn vafi leikur á pví aö
peir verða enn eitt árið
í toppbaráttu í
íslandsmótinu.
Leikurinn byrjaði mjög rólega.
Leikmenn voru lengi að komast á
skrið og vart er hægt að tala um
marktækifæri í leiknum fyrstu 25
mínúturnar. Oft brá fyrir laglegu
spili úti á vellinum, sérstaklega þó
• Ilættulegasta tækifæri Fram í leiknum. Kristinn Atlason (liggjandi) hcfur skallað að marki en Sævar
Jónsson bjargar mjög vei í horn. Ingi Björn er tilbúinn á linunni eí illa skyldi fara.
Valur vann Fram stórt
í lokaleik 1. umferðar
hjá Valsmönnum en þegar kom að
markinu fjöruðu sóknarloturnar
út.
Á 27. mínútu leiksins kom fyrsta
markið. Mistök urðu í vörn Fram
þannig að Guðmundur Þorbjörns-
son náði knettinum og brunaði að
markinu og sá Kristinn Atlason
ekki önnur ráð en brjóta á
Guðmundi á vítateigslínunni. Atli
Eövaldsson tók spyrnuna og hann
var ekkert að tvínóna við hlutina
heldur afgreiddi knöttinn rakleitt
í netið með góðu lágskoti, sem
hafnaði alveg úti við stöng. Átti
Guðmundur Frammarkvörður
ekki minnst^ möguleika á því að
ná til knattarins.
Framarar höfðu verið daufir í
fyrri hálfleiknum en í upphafi
seinni hálfleiks var eins og þeir
vöknuðu til lífsins og voru þeir
mun betri fyrstu 20 mínútur
hálfleiksins. Sóttu þeir af krafti og
á 64. mínútu munaði ekki nema
hársbreidd að Framarar jöfnuðu
metin. Kristinn Atlason náði þá að
skalla að markinu en hinum
bráðefnilega Sævari Jónssyni
miðverði tókst að bjarga á síðustu
stundu í horn. Eftir hornspyrnuna
Valur - Fram 3:0
Textii
Sigtryggur Sigtryggsson
Myndi Ragnar Axelsson
komst Kristinn Atlason í gott færi
en skaut naumlega framhjá.
En upp úr miðjum hálfleiknum
fóru Valsmenn að ná yfirtökunum
á ný og réðu þeir lögum og lofum
á vellinum það sem eftir var
leiksins. Á 26. mínútu seinni
hálfleiks fengu þeir aukaspyrnu
vinstra megin, sem Hörður
Hilmarsson framkvæmdi. Hann
sendi knöttinn vel inn í teiginn.
Kristinn Atlason hugðist skalla
frá en náðði ekki til knattarins og
barst hann til Alberts Guðmunds-
sonar, sem stóð dauðafrír við
stöngina fjær og hann gat ekki
annað en skorað. Áfram héldu
Valsmenn að sækja á og á
markamínútu seinni hálfleiksins,
43. mínútu, sendi Atli Eðvaldsson
boltann vel fyrir markið frá hægri
og þar var Ingi Björn Albertsson
í dauðafæri og skoraði örugglega,
sláin inn. Stórsigur Vals var
innsiglaður, 3:0.
Þrátt fyrir meiðsli tveggja
lykilmanna liðsins hafði lið Vals
umtalsverða yfirburði í leiknum.
Oft á tíðum léku Valsmenn prýði-
lega knattspyrnu úti á vellinum og
ekki verður annað sagt en þeir hafi
notað tækifærin vel. Og vörnin var
sterk fyrir með Dýra Guðmunds-
son, Sævar Jónsson og Grim
Sæmundsen sem sterkustu menn
og Sigurður Haraldsson var örugg-
ur í markinu. Á miðjunni var Atli
Eðvaldsson mjög góður. Framlínu-
mennirnir voru hins vegar dauf-
asti hluti liðsins.
Framarar sýndu það í 20 mínút-
ur í seinni hálfleik að þeir geta
Framhald á bls. 18
Fara Stefán
og Marteinn
til Danmerkur
eða Svíþjóðar?
ÞEIR Stefán Ilalldórsson og
Marteinn Geirsson sem leikið
hafa að undanförnu með Royal
Union í Belgíu, eru nú með lausa
samninga við félagið. og eru þeir
báðir að leita fyrir sér með
samning hjá öðru liði.
Stefán Halidórsson sagði í
viðtali við Morgunblaðið í gær að
ekki hefði gengið vel hjá Union í
vetur, agaleysi hefði verið innan
liðsins og þjálfarinn var einnig
leikmaður og hafði það ýmsa galla
í för með sér. — Þá var fjármálum
félagsins ekki nægilega vel stjórn-
að. — Hugur okkar beggja stefnir
á að komast á samning hjá liði í
einhverju öðru landi og eru góðar
vonir um að það rætist, þau mál
skýrast á næstunni.
— Ef ekki rætist úr mun ég
koma heim um miðjan júní, sagði
Stefán að lokum.
Ekki vildi Stefán láta uppi
hvaða lönd væru um að ræða en
Morgunblaðið hefur fregnað eftir
öðrum leiðum að Danmörk og
Svíþjóð kunni að vera meðal
þeirra. . þr
Elnkunnagjoltn
VALUR — Sigurður Ilaraldsson 3, Vilhjálmur Kjartansson 2,
Grímur Sæmundssen 3, Hörður Ililmarsson 2, Dýri Guðmundsson
3, Sævar Jónsson 3, Ingi Björn Albertsson 2, Atli Eðvaldsson 3,
Albert Guðmundsson 2, Jón Einarsson 2, Guðmundur Þorbjörns-
son 2. Magni Pétursson (v.m.) 1, Guðmundur Kjartansson (v.m.)
1.
FRAM — Guðmundur Baldursson 2, Símon Kristjánsson 1, Gústaf
Björnsson 3, Gunnar Guðmundsson 3, Kristinn Atlason 2,
Sigurbergur Sigsteinsson 2, Rafn Rafnsson 1, Kristinn
Jörundsson 2, Pétur Ormslev 3, Ásgeir Elfasson 2, Eggert
Steingrímsson 1, Þorvaldur Hreinsson (v.m.) 2, Hreinn Elliðason
(v.m.) 1.
DÓMARIi Magnús Pétursson 3.
Jafntefli
Skotlands
og Wales
SKOTLANO og Wales skildu jöfn 1:1
á Hampden Park í Glasgow í
gærkvöldi en leikurinn var liöur I
meistarakeppni brezku landsliö-
anna. Þetta var annaö jafnteflið hjá
Skotum á nokkrum dögum og eru
menn farnir aö efast um aö liðið
standi sig vel í Heimsmeistara-
keppninni i Argentínu.
70 þúsund áhorfendur fylgdust
meö leiknum. Skotarnir voru betri í
fyrri hálfleik og þeir tóku forystuna á
12. minútu með góöu skallamarki
Derek Johnstone eftir undirbúning
Archie Gemmill. Undir lokin var
dæmd vítaspyrna á Skota en Bryan
Flynn skaut framhjá markinu. En
skozki bakvöröurinn Donachie kom
þeim welsku til hjálpar á lokamínút-
unni þegar hann sendi boltann í eigiö
mark.
„Fer ekki á EM nema ég sé
öruggur með 20 metrana"
„Þetta hefur verið að smá
koma hjá mér og ég kasta núna
17 til 19 mctra á æfingum
svona allt eftir því hvernig
liggur á mér. Ég hef auðvitað
mikinn áhuga á því að verða
mcð í Evrópumeistaramótinu í
Prag í haust en er ákveðinn í
að fara ckki nema ég sé
öruggur með að kasta vel yfir
20 metra,“ sagði Hreinn
Ilalldórsson Evrópumeistari í
kúluvarpi f spjalli við fþrótta-
sfðuna í gær.
Svo sem menn muna var
Hreinn skorinn upp á hné í
vetur en meiðsli í hné háðu
honum mjög í keppni í fyrra.
„Ég er byrjaður að æfa á fullu
þetta 4—5 sinnum í viku en ég
á langt í land með að ná fyrri
styrkleika," sagði Hreinn. „Ég
fór að sjálfsögðu úr ailri æfingu
og auk þess tapaði ég niður
þeirri tækni sem ég hafði náð
því tilfinningin fór alveg úr
löppinni. Það tekur tíma að ná
þessu upp aftur og það er alveg
óvíst að ég nái umtalsverðum
árangri í sumar þótt ég leggi
hart að mér við æfingarnar.“
Hreinn hefur aðeins tekið
þátt í einu móti í vor og kastaði
hann þá 18,98 metra. Sem fyrr
segir hefur Hreinn mikinn hug
á því að komast á Evrópumótið,
sem haldið verður í Prag um
mánaðamótin ágúst—septem-
ber. Kvaðst hann búast við því
að ná tilskildum lágmörkum en
það væri svo annað mál, að hann
teldi sig ekkert erindi eiga í
keppnina nema hann væri
öruggur með að kasta vel yfir 20
metra. „Það kemur ár eftir eftir
þetta ár og ég er því inn
rólegasti þótt hægt gangi að ná
fyrri styrkleika," sagði Hreinn.
Hann sagði að lokum að
framundan væri vafalaust
skemmtilegt sumar í frjálsí-
þróttunum. Sér litist sérstak-
lega vel á kastgreinarnar og það
myndi ekki koma sér á óvart að
Óskar Jakobsson yrði maður
sumarsins í kastgreinunum.
Erlendur Valdimarsson hefði
einnig æft vel og kvaðst Hreinn
hafa heyrt að hann hefði kastað
vel yfir 60 metra á æfingum að
undanförnu. -SS.
• Þessir kappar verða væntanlega í sviðsljósinu í sumar.
kastararnir Erlendur Valdimarsson. öskar Jakobsson og Hreinn
Ilalldórsson.