Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 Öryggi á sjó og landi Frá aðalfundi Slysavarnafélags Islands Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, tekur á móti fyrsta veggskildi SVFÍ frá Gunnari Friðrikssyni, forseta SVFÍ, er fulltrúar nýafstaðins aðalfundar sóttu forsetahjónin heim að Bessastöðum. Aðalfundur Slysavarnafclags íslands. scm jafnframt var hátíð- arfundur í tilcfni 50 ára afmadis fclají.sins. var haldinn um síðustu hclgi. 28. —30. apríl. Fundinn sóttu milli 100 ok 170 fulltrúar frá hinum ýmsu dcildum ok hjiirjíunarsveitum Slysaarnafc- laiísins um allt land. Fundar- stjóri á fundinum var Tómas Þorvaldsson. Grindavfk. cn til vara Ilcrscir Kristgcirsson. Sel- fossi. Áður cn KcnKÍð var til fundar í Slysavarnahúsinu á Granda- Karði var hlýtt á Ruðsþjónustu í Dómkirkjunni. þar scm sr. Þórir Stephensen prcdikaði. SetninKarræðu og skýrslu for- seta félagsins, Gunnars Friðriks- sonar, hefur verið getið í fjölmiðl- um. Ingólfur Þórðarson, gjaldkeri, gerði Krein fyrir reikningum þess fyrir árið 1977, sem lagðir voru fram endurskoðaðir á fundinum. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings nema • rúmlega 48,7 milljónum króna, en námu 37,8 milljónum króna árið áður. Bókfærð eign félagsins nam í árslok 1977 61,7 milljónum króna en nam 45,5 milljónum króna í árslok 1976. Ágóði af happdrætti félagsins 1977 nam u.þ.b. 6,5 milljónum króna. Hörður Friðbertsson, formaður happdrættisnefndar, flutti sér- staka skýrslu um happdrættið. Hannes Þ. Hafstein, fram- . kvæmdastjóri SVFÍ, flutti erindi um starf félagsins í dag og Óskar Þ. Karlsson, erindreki, fjallaði um útbreiðslustarf og umdæmaskipt- ingu björgunarsveita. Þá kynnti Baldur Jónsson Nordisk livredn- ingsforbund, sem SVFI hefur nýlega gerst aðili að og verður þing samtakanna háð í Reykjavík í ágúst n.k. Umferðarmál Eitt aðalumræðuefni aðalfund- arins voru umferðarmál. Fram- sögu um þau mál hafði Haraldur Henrysson, fulltrúi félagsins í Umferðarráði. Tóku margir þátt í umræðum og voru fulltrúar ein- huga um að félagið ætti að beita sér fyrir því, að allir þeir, sem að umferðarmálum vinna, samstilli krafta sína og geri sameiginlegt átak til að vinna gegn hinum uggvænlegu umferðarslysUm. Um þetta mál var gerð svofelld álykt- un: „Aðalfundur Slysavarnafélags Islands, haldinn í Reykjavík 28.—30. apríl 1978, telur að umferðarslys séu orðin eitt höfuð- vandamál íslensks þjóðfélags. Gegn því verði að ráðast með sameinuðu átaki þjóðarinnar allr- ar og þeirra aðila, sem að þessum málum vinna, Hér má ekkert til spara og er ljóst, að miklu meira fé verður að verja til þessara mála en verið hefur. Fundurinn beinir því til fulltrúa félagsins í Umferðarráði að hvetja til samstilltra ákvarðana hinna frjálsu félagasamtaka og fulltrúa stofnana, sem Umferðarráð skipa, um að hefja nú þegar markvissan áróður til bættrar umferðarmenn- ingar. Verði m.a. lögð áhersla á erindrekstur út um allt land og áróður í fjölmiðlum. Ennfremur verði gengið harðar eftir því að ákvæðum laga um umferðar- fræðslu í skólum verði framfylgt. Aðalfundurinn telur það skyldu S.V.F.Í. að hafa forystu um að vekja þjóðina tii meðvitundar um þann mikla vanda, sem hér þarf að leysa. Telur fundurinn stjórn félagsins að hefja þegar aðgerðir í þessu skyni og hafa frumkvæði að því að félagsdeildir hefji virkt starf í þessum málum. Heimilar fundurinn stjórninni að ráða hæfan starfsmann ef þurfa þykir í lengri eða skemmri tíma til að hrinda þessu máli fram. Til að standa undir kostnaði við þetta aukna starf á vegum félags- ins heitir aðalfundurinn á félags- deildir að gera sérstakt átak í fjáröflun. Jafnframt felur fundur- inn stjórn félagsins að leita til opinberra aðila um aukinn styrk til félagsins í þessu skyni.“ Þá var samþykkt ályktun þar sem skorað var á viðeigandi yfirvöld að samræma ákvæði um hámarkshraða í þéttbýli. Fjarskiptamál Mikið var rætt um fjarskipta- mál á fundinum og snerust um- ræður einkum um vandamál, er lúta að fjarskiptabúnaði björgun- arsveitanna, sem er mjög þýðing- armikill við hin margvíslegu störf þeirra. Haraldur Sigurðsson, yfir- verkfræðingur hjá Landssíma ís- lands, flutti fróðlegt og yfirgrips- mikið erindi á fundinum um þessi mál og svaraði fyrirspurnum. Samþykkt var svofelld ályktun um fjarskiptamál: „Aðalfundur SVFÍ 1978 skorar á Póst- og símamálastjórn að rýmka verulega þær kvaðir, sem eru á styrkleika og rásafjölda á C.B. talstöðvum, sem ætlaðar eru til notkunar innan björgunarsveita, þannig að björgunarsveitirnar hafi ávallt möguleika á að kaupa þær C.B. talstöðvar, sem fullkomn- astar eru á heimsmarkaðnum hverju sinni. Fundurin felur stjórn SVFI að fylgja þessu máli eftir." Unglingastarf Mikið var rætt á fundinum um mikilvægi þess að æskufólk komi til starfa að slysavörnum. Kom m.a. fram, að á vegum slysavarna- deildarinnar „Bjarni Pálsson" á Seltjarnarnesi hefur starfað ungl- ingadeild undanfarin ár með góðum árangri. Um þessi mál var samþykkt svofelld tillaga: „Aðalfundur SVFÍ haldinn í Reykjavík 28.—30. apríl 1978 skorar á deildir félagsins að gera átak til að virkja starfskrafta ungs fólks í þágu slysavarnastarfsins. Verði m.a., þar sem því verður við komið, stofnaðar ungliðasveitir, sem starfi undir umsjón og leiðsögn deilda og björgunar- sveita." Alyktun um öryggi smábáta Á fundinum var samþykkt ein- róma eftirfarandi ályktun, sem allir fulltrúar undirrituðu og síðan var afhent formanni allsherjar- nefndar sameinaðs Alþingis: „Aðalfundur SVFÍ, haldinn í Reykjavík 28.—30. apríl 1978, skorar eindregið á samgöngumála- ráðherra að setja nú þegar reglu- gerð um öryggi smábáta eins og fram kemur í þingsályktunartil- lögu, er nú liggur fyrir 99. löggjafarþingi — 68. mál — á meðan undirbúin er löggjöf skv. breytingartillögu allsherjarnefnd- ar. Haft verði samráð við Slysa- varnafélag íslands, Rannsóknar- nefnd sjóslysa og Siglingamála- stofnun ríkisins við samningu þessarar reglugerðar." Aðrar ályktanir Samþykkt var á fundinum til- laga frá kvennadeild félagsins á Akureyri um að athugaðir verði möguleikar á að koma upp heiða- skýli með talstöð við Sprengi- sandsleið, sem æskilegast væri að yrði norðan Fjórðungsvatns, t.d. í Kiðagilsdrögum. Einnig var samþykkt að fela stjórn félagsins að reisa skipbrots- mannaskýli á norðanverðu Langa- nesi nú á þessu ári og verði það staðsett eftir nánari athugun. Kostnaður við byggingu þess verði greiddur, svo sem til hrekkur, með dánargjöf Aðalheiðar Albertsdótt- ur, sem félaginu barst á árinu 1972 og yrði þá tilætlan gefandans uppfyllt. Þá var samþykkt áskorun til menntamálaráðherra um að hann hlutist til um að kennsla i skyndihjálp verði lögboðin í grunnskólum og henni komið í framkvæmd hið fyrsta. Einnig var samþykkt ályktun, þar sem lýst er ánægju með og stuðningi við herferð barna og unglinga í skólum gegn reykingum. Var því jafnframt beint til æskunnar, að hún hæfi slíka herferð gegn áfengisbölinu og neyslu annarra fíkniefna. Á það er bent, að ölvun sé ein algengasta orsök slysa, bæði á láði og legi. Því sé barátta gegn ofnotkun áfengis mikilvæg við- leitni til að koma í veg fyrir slysin og auka menninguna í landinu, í þess orðs bestu merkingu. Loks beindi fundurinn þeirri áskorun til æskunnar að hún gengi til liðs við félagið og hvetti til aukinnar varúðar í umferðinni og til bættr- ar umferðarmenningar. Þá samþykkti aðalfundurinn að beina þeirri áskorun til siglinga- málastjóra „að landgangar verði lögboðnir um borð í skipum 200 rml.og stærri og skoðist sem öryggisbúnaður skipanna. Þá beinir fundurinn þeirri ein- dregnu áskorun til hafnaryfir- valda, að láta koma fyrir flot- bryggjun við lægi hinna minni fiskibáta og jafnframt að ávallt sé samviskusamlega fylgst með því að bryggjustigar séu í fullkomnu lagi og staðsetning þeirra auð- kennd með áberandi málningu og endurskinsmerkjum". Aðalfunidurinn samþykkti að beina þeirri áskorun til stjórn- valda að fella niður skatta og tolla af tækjum, sem björgunarsveitir kaupa til björgunarstarfa. Var stjórn félagsins falið að vinna að framgangi þessa máls. Að lokum var samþykkt ályktun þar sem stjórn félagsins var falið að kanna möguleika á því að útbúa til dreifingar á vegum deilda sjúkratöskur, sérstaklega ætlaðár til að hafa í bifreiðum. Fundur björgunar- sveitamanna Einn liður fundahalds á aðal- fundinum var fundur umdæmis- stjóra og björgunarsveitamanna. Var þar rætt um samæfingar björgunarsveita, fræðslustarf inn- an þeirra, búnað sveitanna og öflun hans auk ýmissa annarra mála. Heiðranir Á lokafundi hátíðarfundarins skýrði Hulda Sigurjónsdóttir, varaforseti félagsins, frá því, að stjórn félagsins hefði komið sam- an án vitundar forseta þess og samþykkt einum rómi að sæma Gunnar Friðriksson, sem verið Hin reisulega björgunarstöð „Sigurvonar“ í Sandgerði, en þar er jafnframt slökkvistöð Miðneshrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.