Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 49 Matthías Á. Mathiesen fiármálaráó- herra á fundi Verzlunarráðs íslands Ilér fer á eftir ra'ða um skattamál. som Matthías A. Mathieson. f jármáiaráðherra. flutti í fyrradas á hádeKÍsverðar- fundi Verzlunarráðs Islandss Ætlun mín er að gera hér fyrst og fremst að umræðuefni hin nýsamþykktu lög um tekjuskatt og eignarskatt, sem hlutu samþykki Alþingis nú fyrir rúmri viku síðan og þá einkum þau ákvæði þeirra er lúta að skattlagningu atvinnurekstrar. Lög þessi eru liður í umfangsmikilli endurskoð- un á tekjuöflunarkerfi ríkisins, sem á sér langan aðdraganda og ég tel rétt að rifja hér upp að nokkru. Aödragandi tekju- skattslaganna nýju Verk þetta hófst að tilhlutan Magnúsar Jónssonar, þáverandi fjármálaráðherra, í tengslum við undirbúning að aðild Islands að EFTA. Nefnd sem skipuð var vorið 1969 gerði í mars 1970 tillögur um nokkur atriði sem varða skattlagningu fyrirtækja. Nefndinni var ætlað að gera tillögur um skattalega afstöðu fyrirtækja hér á landi með tilliti til hugsanlegrar aðildar Islands að EFTA og var sérstaklega falið að kanna leiðir til að örva myndun eigin fjármagns í fyrirtækjum, auðvelda samruna þeirra og tr.vggja jafnhliða að fjármagn leiti ekki út úr fyrirtækjunum í öðru formi en hæfileg- um arðgreiðslum. Nefndin skilaði skýrslu í mars 1970 og á grundvelli hennar var frumvarp samið og lagt fyrir Alþingi. F'rumvarpi því var á þessum tíma ekki ætlað að fá afgreiðslu þingsins, heldur einungis að kynna málið. Frumvarpið beindist aðallega að atriðum innan þeirrar almennu stefnumörkunar, af hálfu fjár- málaráðherra, að skattlagning atvinnu- rekstrar hérlendis skyldi ekki verða þyngri en í öðrum EFTA-löndum. Breytingar gerðu ráð fyrir rýmkun fyrningarheimildar á endurmati fyrnanlegra eigna, skattlagn- ingu söluhagnaðar í því sambandi, niður- fellingu varasjóðsheimilda, rýmkun heim- ilda til útborgunar arðs úr hlutafélögum og niðurfellingu sameignarfélaga sem sjálf- stæðra skattaðila, auk fjölmargra minni- háttar breytinga. I stórum dráttum var frumvarpinu ætlað að opna leiðir til að stofna og reka öflug hlutarfélög og auka eigið fé þeirra, fyrst og fremst með meira hlutafé, sem nyti góðs arðs ef vel gengi, en byggðist ekki eingöngu upp smám saman með uppsöfnuðum eigin hagnaði. I árslok 1970 skilaði embættismanna- nefndin enn skýrslu og var samið nýtt frumvarp með hliðsjón af henni og að nokkru með tilliti til gagnrýni sem fram hafði komið á hinu fyrra frumvarpi. Meginstefna frumvarpsins var þó enn óbreytt, enda til þess ætlast. Hlaut frumvarpið í þeirri gerð gagnrýni allra samtaka atvinnurekstrar og var tekið til mjög gagngerðar breytingar á Alþingi, einkum í fjárhagsnefnd neðri deildar og þá i samráði við gagnrýnendur frumvarpsins. Voru gerðar á því allvíðtækar breytingar og má sem dæmi nefna að fyrningarreglur frumvarpsins voru að meginstefnu sam- þykktar nokkuð rýmkaðar, en samhliða voru rýmkuð ákvæði um skattlagningu söluhagnaðar og upp tekin óbreytt heimild gildandi laga, þáverandi, til að leggja hluta nettótekna í varasjóð. Lög þessi voru felld inn í lög nr. 90/1965 um tekjuskatt og eignarskatt og gefin út að nýju sem lög nr, 68/1971. Álagning samkvæmt lögum nr. 68/1971 óbreyttum fór því aldrei fram þar sem lögum var breytt árið 1972. Efnislega lölu þessar brevtingar í sér allnokkra þrengingu á reglum laganna um fyrningar og niðurfell- ingu ákvæða um ívilnun arðs af hlutafé. Hins vegar voru fyrningarreglur einnig rýmkaðar á annan hátt með sérstökum ákvæðum um óbeina fyrningu með lilliti til verðhækkunar. Endurskoðun á tekjuöflun ríkisins í heild var jafnframt haldið áfram í tíð Halldórs E. Sigurðssonar sem fjármálaráðherra í breiðari grundvelli en áður. Skilaði nefnd sem hafði mun víðtækara starfsvið en hinar fyrri heildarskýrslu í nóvember árið 1973. Skýrslu þessari var dreift á Alþingi og víðar og hefur hún að geyma yfirlit yfir þetta verk fram til þess tíma, úttekt á tekjuöflunarkerfi ríkisins og drög að stefnumótun um nýtt tekjuöflunarkerfi, sem fullnægt gæti þeim ýmsu kröfum sem virk fjármálastjórn ríkisins gerir. í upphafi ársins 1975 skipaði ég vinnuhópa til að gera tillögur um breyting- ar á ýmsum sviðum skattamála, í fram- haldi af því verki, sem að framan er lýst. Greinargerðum var skilað um staðgreiðslu opinberra gjalda og um virðisaukaskatt. Þá var unnið að og tillögum skilað um ýmsa þætti tekjuskatts og samhæfingu skatt- greiðslna og bóta almannatrygginga og leiddu þær tillögur til breytinga á tekjuskatts og tryggingalögum vorið 1975. Frumvarp til nýrra tollskrárlaga var og samið og samþykkt á Alþingi 1976. í árslok 1976 var síðan lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra heildarlaga um tekjuskatt og eignarskatt og var það samið í framhaldi af því starfi er hófst árið 1975. Frumvarp þetta var nýtt frá rótum og fól í sér víðtækustu endurskoðun á tekju- skattslögum sem fram hafði farið allt frá því að almennur tekjuskattur var í lög leiddur hér á landi árið 1921. í framhaldi af flutningi þess frumvarps uröu víðtækar umræður um skattamál, bæði innan þings og utan. Fjárhags- og viðskiptadeildir beggja deilda þingsins unnu saman að yfirferð yfir frumvarp þetta var í því skyni Fyrningar virðast oftlega, meðal al- mennings, vera taldar einhvers konar einstakt skattahagræði atvinnu- rekstrarins, sem best væri að losna við með öllu. I rauninni eru fyrningar ekki annað en útfærsla á þeirri grunvallarreglu að við uppgjör tekna af atvinnurekstri skuli kostnaður við öflun teknanna koma til frádráttar áður en þær eru skattlagðar. Kostnað vegna kaupa á hlutum sem nýtast mörg ár til öflunar tekna hefur hins vegar ekki þótt rétt að gjaldfæra að fullu á kaupári eignanna, heldur er gjaldfærslu hans dreift á nokkurra ára tímabil og þá venjulega endingartíma hlutarins. Vegna verðrýrnunar krónunnar hefur gjaldfærsla hins upphaflega kostnaðar hins vegar orðið ófullnægjandi vegna þess að frádráttur frá tekjum hin síðari ár endingartímans færast með verðminni krónum en upphaf- lega voru greiddar fyrir hlutinn. Þetta hafa gildandi lög reynt að leiðrétta með háum fyrningarhlutföllum, sérstakri verð- stuðulsfyrningu og sérstakri 30% flýti- fyrningarheimild. Sú tilraun hefur ásamt skattfrelsis söluhagnaðar, eftir tiltekinn eignarhaldstíma, að margra mati ekki gefið nægilega raun. Hin nýju lög gera ráð fyrir að bregðast við þessu vandamáli með því að allar fyrnanlegar eignir séu fyrndar á upphaflegu kostnaðarverði, þegar því hefur verið breytt samkvæmt verðbreyt- til eignarhaldstíma. Hins vegar er reglun- um um það hvernig skattskyldur söluhagn- aður reiknast út gjörbreytt frá ákvæðum gildandi laga og er við útreikning hans beitt hinum sömu verðhækkunarstuðlum og ég gat um áðan varðandi fyrningarnar. Telst hagnaðurinn mismunur á söluverði eigna annars vegar og stofnverði þeirra (kostnaðarverði) hins vegar. Þegar kostnaðarverðið hefur verið framreiknað með verðbreytingarstuðli og þannig fært til núvirðis. Ef um fyrnanlegar eignir er að ræða eru áður fengnar fyrningar einnig framreiknaðar til núvirðis með verðbreyt- ingarstuðli hvers árs og dregnar frá framreiknuðu stofnverði, áður en sölu- hagnaðurinn er reiknaður. Hvað fasteignir snertir þá er heimilt að nota gildandi fasteignamat í ársbyrjun 1979 í stað stofnverðs hafi skattaðili eignast hið selda fyrir þann tíma. Með þessu móti má ætla, að komist sé hjá skattlagningu á reiknings- legum söluhagnaði í þeim tilvikum sem hinn seldi hlutur hefur ekki hækkað meira í verði en nemur almennum verðbreyting- um. Hafi verðhækkun söluhlutar hins vegar verið meíri en þessum almennu verðbreytingum nemur verður sá mismun- ur skattskyldur enda virðist það ekki ósanngjarnt að nota það sem stofn undir skattgreiðslu til ríkisins. Séu seldar eignir, sem hafa verið mjög lengi í eigu skattaðila, getur framreikningur á upphaflegu kaup- verði eignar verið óraunhæfur. Því er mönnum gefinn kostur á að nota fasteigna- matið 1979 í stað framreiknaðs stofnverðs óski þeir þess fremur. Því miður verður þó að viðurkennast, að fasteignamatið er ekki jafn traustur grundvöllur við mat á þessum ákvæðum að skylt er að nota varasjóð til að mæta yfirfæranlegu rekstrartapi og lögboðið að mæta skuli tapi áður en fé er lagt í varasjóð. Full ástæða er að athuga nánar þá hugmynd sem fram hefur komið að fella niður heimild til að draga fé, sem lagt er í varasjóð, frá tekjum, en taka þess í stað upp ákvæði um fjárfestingarsjóði hliðstæð þeim, sem tíðkast í flestum grannlöndum okkar, en frádráttarbærni varasjóðstillaga er bundin við félag en heimilast ekki einstaklingum, og þetta fyrirkomulag á því drjúgan þátt í að viðhalda mismun á skattlagningu eftir rekstrarformi. Þá er í lögunum nýtt ákvæði um heimild til sérstakrar 5% niðurfærslu á útistand- andi viðskiptaskuldum og haldið er heimild fyrri laga til 30% niðurfærslu á vörubirgð- um og ákvæði fyrri laga um að ekki megi ná þessu hámarki á skemmri tíma en fjórum árum er sleppt í hinum nýju lögum. Þá felst í lögunum, að niðurfærsluheim- ildin nær til allra endursöluvöru, sem komin er í ábyrgð kaupanda, en fram til þessa hefur það verið óljóst, hvað teljast skuli vörubirgðir í þessu sambandi, og í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir, að. niðurfærslan væri bundin við, að vörurnar væru komnar í hús. Þá er í frumvarpinu ákvæði um frádrátt- arbærni móttekins arðs úr hlutafélögum að vissu marki, en það er nýmæli. Frádráttar- heimild þess er bæði takmörkuð við að arðurinn fari ekki fram úr 10% af nafnverði hvers hlutar og jafnframt bundinn vissu hámarki, sem er 250 þús. Breyttar reglur um sölu- hagnað og fyrningar mikil- vægar fyrir atvinnureksturinn leitað umsagnar fjölmargra aðila um málið. Frumvarpið varð ekki útrætt á þinginu 1976—1977, en á grundvelli framkominni umsagna og umræðna var unnið áfram að endurskoðun þess. Jafnframt var ákveðið að taka upp staðgreiðslu opinberra gjalda hér á landi og hafinn undirbúningur frumvarps um það efni. Bæði þessi frumvörp voru síðan lögð fyrir Alþingi í vor og hlaut tekjuskattsfrumvarpið sam- þykki þingsins án verulegra breytinga, en staðgreiðslufrumvarpið varð ekki útrætt. Verður nú í sumar unnið áfram að því máli og er það von mín að það verði aftur lagt fyrir Alþingi á hausti komandi til ákvörðunar. Mikilvægustu nýmæli tekjuskattslaganna Ég rrrnn nú víkja nokkrum orðum að mikilvægustu nýmælum laganna varðandi skattlagningu atvinnurekstrar. Meðal þessara breytinga eru breyttar reglur um fyrningar og söluhagnað, án efa hinar mikilvægustu. Fyrningar Verðbólga undanfarinna ára hefur fært margt úr skorðum í þjóðfélagi okkar. Þau )ög sem orðið hafa hvað hraðast úti í verðbólgunni eru þó án efa tekjuskattslög- in. Skilgreiningin á því, hvað teljast skuli skattskyldar tekjur hefur frá fornu fari verið í skattalögum byggð á stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins. Verðrýrnun krón- unnar hefur því á margan hátt leitt til þess að hefðbundin tekjuuppgjör verða vafasöm og gefa ef til vill ranga mynd af raunverulegri afkomu fyrirtækja og reynd- ar einstaklinga einnig. Með hinum nýju lögum er gerð tilraun til að leiðrétta þetta misræmi þar sem það er orðið augljóst með því að taka verðbólguna inn í myndina. ingarstuðli, sem miðast við breytingar á meðaltali vísitölu byggingarkostnaðar milli ára. Fengnar fyrningar skulu á sama hátt árlega hækkaðar með verðbreytingar- stuðli fyrningarársins. Með þessari aðgerð hækkar fyrningarstofninn í samræmi Við hækkanir á vísitölu bygginarkostnaðar. Til mótvægis er gert ráð fyrir lægri árlegum fyrningarhlutföllum varðandi tiltekna flokka eigna, en gilda urn hinar almennu f.vrningar samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem við höfum búið við fram til þessa og þessari fyrningu af endurmatsverði er auk þess ætlað að koma í stað flýtifyrningá og verðstuðulsfyrninga gildandi laga. í ákvæði til bráðabirgða er heimilað endurmat á þeim fyrnanlegu eignum skattaaðila, sem eru í eigu hans við gildistöku laganna. Skal þetta einskiptis- endurmat miðast við breytingu á meðaltali vísitölu byggingarkostnaðar frá kaupári eða árinu 1964, ef eignin er keypt fyrir þann tíma, til ársins 1979. Andstætt því sem lagt er til um endurmat fenginna fyrninga, eftir gildistöku laganna, skulu allar fengnar fyrningar vegna þessara eigna fram til ársins 1979 hækkaðar með stuðli kaupárs eignarinnar, en ekki stuðli fyrningarársins. Breytingin hefur því ekki í för með sér að neinar þær eignir sem fyrndar hafa verið til fulls vakni upp til fyrningar. Þessi aðferð að nota fyrningar af framreiknuðu stofnverði leiðréttir fyrrgreinda skekkju sem verðbólgan veld- ur, þannig að hin fyrnanlega eign fæst færð til gjalda á raungildi hins uppruna- lega kostnaðarverðs. Hafi fyrnanleg eign að hluta til eða öllu leyti verið fjármögnuð með lánsfé, er eðlilegt að taka verðrýrnun þess inn í myndina. Fjármagnskostnaður er sam- kvæmt frumvarpinu frádráttarbær að fullu, hvort sem hann er í formi vaxta- gjalda, verðbóta eða gengistaps. Ef ekkert væri að gert fengju rekstraraðilar þá tekið tillit til verðrýrnunar krónunnar við ákvörðun fyrninga. Það hagræði sem verðbólgan hefur í för með sér fyrir þá í formi lækkunar á raungildi lána, sem notuð hafa verið til fjármögnunar á hinni fyrnanlegu eign, mundi ekki talið þeim til hagræðis. Til leiðréttingar á þessum atriðum eru í 44. og 45. gr. laganna ákvæði, er tryggja þeim aðilum sem fjármagna fyrnanlegar eignir með eigin fé eðlilega verðtryggingu en skerða hlut þeirra sem fjármagna með lánsfé. 1 þeim tilvikum sem skuldir skattaðila í heild fara fram úr eignum hans, að undanskildum fyrnanlegum eignum, er gert ráð fyrir því að fyrnanlegar eignir séu að hluta til fjármagnaðar með lánsfé. Skerðing á fyrningum er síðan reiknuð út frá þessum misrtiun eigna og skulda. Reiknað er árlegt tillag í sérstakan reikning, mótreikning fyrninga, og er það ákveðið hlutfall af þeirri fjárhæð sem skuldir eru umfram eignir, það er eignir í atvinnurekstri, aðrar en fyrnanlegar eignir. Hlutfallið miðast við sama verð- stuðul og endurmat eigna og er mótreikn- ingur eða eftirstöðvar hans síðan fram- reiknað með árlegum verðbreytingarstuðli. í lok hvers árs er síðan reiknuð fyrning á mótreikningnum, nokkurs konar neikvæð fyrning, sem tekjufærð er á móti almenn- um fyrningum. Tilgangurinn með endurmatsfyrningun- um er að viðhalda eigin fé í atvinnurekstri og gera það fýsilegra en verið hefur að undanförnu að leggja eigið fé í rekstur í stað þess að fjármagna hann að mestu leyti með lánsfé. Söluhagnaður Meðal annarra breytinga sem í hinum nýju lögum felast og varða atvinnurekstur- inn má nefna hinar breyttu reglur um söluhagnað. Þar er tekin upp sú regla að söluhagnaður af öllum eignum, öðrum en íbúðarhúsnæði í eigu manna innan vissra stærðarmarka, er skattskyldur, án tillits verðmæti eigna og því er ætlað að vera, en um aðra viðmiðun er vart að ræða í þessu sambandi. Um hagnað af sölu íbúðarhúsnæðis innan vissra stærðarmarka, sem eru í eigu manna, gilda sér reglur. Ég ætla ekki að rekja efni þeirra hér, en tel þó, að almennt séð séu reglur þessar þeim mönnum, sem undir þær falla, sínu hagstæðari en sérreglur gildandi laga um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Aðrar breytingar varðandi skattlagningu atvinnurekstrar Fjölmargar aðrar breytingar varðandi skattlagningú atvinnurekstrar felast í hinum riýju lögum. Þar má nefna, að opnuð er heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa miðað við raýnverulegt verðmæti hreinnar eignar hlutafélags í árslok 1978, en útgáfa jöfnunarhlutabréfa eftir það er bundin almennum verðhækkunum. Er þetta hlið- stæð heimild og veitt var með lögum nr. 68/1971, en þó er sá munur á, að skv. frumvarpinu er ekki áskiliö, að útgáfan fari fram innan tiltekinna tímamarka, en margir aðilar notuðu sér ekki hliðstæða heimild fyrri laga í tíma og misstu því af útgáfuréttinum. Þessi heimild mun hafa víðtæk áhrif á ýmsum sviðum, m.a. við slit á hlutafélögum, við úthlutun arðs úr þeim og við sölu á hlutabréfum. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að heimilt sé að flytja rekstrartöp á milli ára og nýta þau á móti tekjum síðari ára án tímatakmörkunar og skiptir samkvæmt þeim ekki máli, hvort rekstrartöp þessi hafa myndast vegna fyrninga eða af öðrum ástæðum andstætt því sem er skv. gildandi lögum. Ákvæðum um várasjóð er haldið að mestu óbreyttum frá þvi sem verið hefur. Þó er gerð sú býðinearmikla breyting á kr. hjá einstaklingi en 500 þús. kr. hjá hjónum. Jafnframt er lagt til að heimild félaga þessara til að draga úthlutaðan arð frá tekjum sínum verði skert frá því sem nú er, þannig að frádráttarheimild félag- anna verði framvegis bundin við helming úthlutaðs arðs og takmarkist við 5% á nafnverði hlutafjár. Ákvæði laganna munu hafa nokkur áhrif til hækkunar á eignar- skatti rekstraraðila. Samkvæmt lögunum verður lausafé metið til eignarskatts á endurmetnu verði eftir þeim reglum, sem ég lýsti fyrr. Hins vegar er gert ráð fyrir því að fasteignir verði áfram metnar til eignar á gildandi fasteignamatsverði á hverjum tíma. Einstaklingar í atvinnurekstri Ákvæði laganna um skattlagningu þeirra, er stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er meðal umdeildustu atriða þeirra. Samkvæmt 7. gr. ber þeim, er vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi að telja sér til tekna endurgjald fyrir starfið eins og það hefði verið innt af hendi fyrir óskildan aðila. Skv. 59. gr. er svo skattstjóra heimilt að ákveða þessum aðilum slíkar teljur ef framtalið endurgjald fyrir eigin vinnu er lægra en eðlileg laun til launþega hefðu verið fyrir sama starf. Skulu þessar ákvarðanir skattstjóra byggðar annars vegar á viðmiðunarreglum sem ríkisskatt- stjóri setur en hins vegar á mati skattstjóra á aðstöðu hlutaðeigandi gjald- anda og skal þá taka tillit til aldurs, heilsu, starfstíma, umfangs starfsins og annarra atriða, er máli skipta. Þetta reiknaða endurgjald er síðan frádráttarbært frá tekjum af rekstrinum eða hinni sjálfstæðu starfsemi, eins og hver annar launakostn- aður. í framhaldi af þessu er svo ákvæði í 62. gr. laganna þess efnis, að tap af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi sé aldrei heimilt að draga frá tekjum, sem ekki eru tengdar slíkri starfsemi. Með þessum ákvæðum er að vissu marki reynt að greina á milli atvinnurekstrarins sjálfs og þess aðila, sem að baki honum stendur, og eru þau svar við þeirri miklu gagnrýni, sem tekjuskattslöggjöfin hefur sætt á undanförnum árum að því er varðar skattlagningu þeirra, er vinna við eigin rekstur. Tekjuskatturinn hefur af ýmsum verið nefndur launþegaskattur. Að mínu mati er þetta ekki réttnefni. En hinu er ekki að neita, að einstaklingar með sjálfstæðan atvinnurekstur hafa oft fleiri kosta völ en launþegar, t.d. með fjárfestingum og fyrningum til að firra sig skattgreiðslum með fullkomlega löglegum hætti. Hér er lagt til að við þessum vanda verði snúist með reiknuðum launum fyrir þessa aðila. Þessi lausn á vandanum er engan vegin gallalaus, en vandamálið er erfitt viðfangs og þær aðgerðir, sem grannar okkar, t.d. Danir, hafa beitt, hafa ekki gefið góða raun. Reglum, sem svipuðum tilgangi þjóna í Danmörku, lúta að því að heimild atvinnurekenda til fyrninga er takmörkuð, ef lífeyrir þeirra fer niður fyrir eðlilegt mark. Hvort sú aðferð sem lögin gera ráð fyrir gefur góða raun fer að sjálfsögðu eftir því hvernig til tekst um framkvæmd hennar. I mörg ár hefur svipað kerfi og þetta gilt um launaskatt af eigin vinnu atvinnurek- enda, án þess að verulegum deilum hafi valdið. Þar sem launaskattshlutfallið er hins vegar mun lægra en jarðarskattur skv. tekjúskattslögunum er hætt við að sú reynsla sem fengist hefur af launaskattin- um sé ekki að fullu marktæk að því er þetta atriði varðar. Ég álít þó, að ótti margra við að þetta ákvæði ieiði til þess, að ýmsir þeir, sem sjálfstæðan rekstur stunda og hafa lítið umleikis, verði þunglega skattlagðir, hafi ekki við rök að styðjast. Þær viðmiðunar- reglur, sem gilt hafa undanfarin ár um launaskatt eru það lágar, að ég tel ekki ástæðu til að ætla, að þeir atvinnurekend- ur, sem í raun eru tekjulausir, lendi í verulegum skatti eftir lagabreytinguna. Gildistaka o.fl. Hin nýju lög öðlast gildi 1. janúar 1979, og er þeim ætlað að gilda um skatt á tekjur sem aflað er á því ári og skatt á eignir í lok þessa árs. Lögunum er því ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif, enda er ekki við hæfi að breyttar reglur um skattlagningu verki aftur fyrir sig, einkanlega að því leyti sem breytingin kann í einstökum tilvikum að verða til aukningar skattbyrði. Lögin eru miðuð við staðgreiðslu, bæði hvað snertir skattstiga, skatthlutföll og per- sónuafslátt, og eins skortir innheimtu- ákvæði í lögin, en slík ákvæði voru í staðgreiðslufrumvarpinu. Verði stað- greiðsla opinberra gjalda samþykkt í haust er ekki talið að framkvæmanlegt sé að hefja innheimtu opinberra gjalda eftir því fyrirkomulagi þegar á árinu 1979, sem ég vil ekkert fullyrða um á þessu stigi og staðgreiðsla opinberra gjalda hefjist því 1. janúar 1980, yrðu tekjur ársins 1979 að meginstefnu til skattfrjálsar, þótt ljóst sé, að setja þurfi í lög bráðabirgðaákvæði um skattlagningu á tekjur ársins fyrir gildis- töku staðgreiðslu, m.a. til að koma í veg fyrir að unnt sé að fiytja tekjur yfir á það ár. Þrátt fyrir samþykkt þessara laga og upptöku staðgreiðslu opinberra gjalda er fjarri því, að þeirri heildarendurskoðun á tekjuöflun ríkisins, sem ég gat um í upphafi, sé lokið. Eru mörg stór verkefni framundan á því sviði. Ég mun beita mér fyrir því að nú í vor verði hafinn undirbúningur að samningu frumvarps um virðisaukaskatt, sem gæti komið til framkvæmda í kjölfar staðgreiöslu opin- berra gjalda. Ymis fleiri verkefni bíða úrlausnar á þessu sviði. Breytingar eru örar í þjóðfélaginu og slík grundvallarlög- gjöf sem skattalögin eru, verður stöðugt að vera í endurskoðun, eigi að takast að aðlaga hana að breyttum aðstæðum hverju sinni. Þessari löggjöf er ætlað allt í senn, að afla ríkissjóði nægilegra tekna til að standa undir sameiginlegum þörfum lands- manna og jafna þeim byrðum á sanngjarn- an hátt meðal þjóðfélagsþegnanna. Jafn- framt er henni ætlað að vera virkur þáttur í hagstjórn og ráðandi afli um eftirspurn- arstigið í hagkerfinu. Þessum markmiðum verður seint náð svo að öllum líki. Það er þó von mín og'trú, að eftir samþykkt hinna nýju laga um tekjuskatt og eignarskatt, stöndum við nær því marki. Ráðhús Bolungarvíkur, sem er eign Sparisjóðsins, bæjarsjóðs og bæjarfógetaembættisins. Ljósm. Mbl. Gunnar. Sparisjóður Bolungarvíkur 70 ára: Hólskirkju færð milljón og tvær milljónir gefnar til íbúða fyrir aldraða Bolungarvík, 16. maí. Á AÐALFUNDI Sparisjóðs Bol- ungarvíkur, þar sem minnzt var 70 ára afmælis sjóðsins, var ákveðið að gefa Ilólskirkju eina milljón króna og bæjarsjóði tvær milljónir til íbúðabygginga fyrir aldraða. sem bæjarstjórn ráðger- ir að hefja framkvæmdir við í sumar. Með aðalfundinum var vígður nýr ráðstefnusalur í ráð- húsinu. en salurinn er sameign sparisjóðsins og bæjarsjóðs. Sparisjóður Bolungarvíkur var stofnaður 15. aprí) 1908 af 17 ábyrgðarmönnum og fyrsti spari- sjóðsstjóri var Pétur Oddsson, en sparisjóðurinn tók til starfa 25. maí. Árið 1934 byggir Sparisjóður- inn hús yfir starfsemina, og er hann í því húsi til ársins 1972 en flytur þá í nýtt húsnæði í ráðhúsi Bolungarvíkur sem hann er eig- andi að ásamt bæjarsjóði og bæjarfógeta. Tekjur Sparisjóðsins jukust um 88% á síðasta ári og varð hagriað- ur 16,8 millj.kr. Varasjóðurinn er 51,6 millj. eða tæplega 12% af innstæðum, en innstæður jukust um 52% á árinu, meðan landsmeð- altal var 43%. Innstæður í árslok 1977 námu 455 milljónum króna. Á nýafstöðnum aðalfundi var ákveð- ið að hækka lán til nýbygginga úr 1 milljón króna í 1.5 milljónir króna. Núverandi stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur skipa eftirtaldir menn: Guðfinnur Einarsson for- maður, Benedikt Bjarnason, Guðmundur Kristjánsson. í varastjórn sitja: Hálfdán Einarsson, Elías H. Guðmundsson og Guðmundur B. Jónsson. Fastráðnir starfsmenn Spari- sjóðs Bolungarvíkur eru fimm. Sparisjóðsstjóri er Sólberg Jóns- son. ' —Gunnar. Afgreiðsla sparisjóðsins. Guðmundur Kristjánsson bæjarstjóri og Sólberg Jónsson sparisjóðs- stjóri í nýja ráðstefnusalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.