Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
61
£J ^ 2V
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
r\y (/JAmfOi'‘iia'iJU
að árum, en þá átti ég heima í
Fróðárhreppi á Snæfellsnesi.
Nú rifjaðist þetta litla ljóð upp
fyrir mér eftir áratuga geymd í
leyndum hugans. Og ég fagnaði því
sem gömlum vini.
Ekki man ég nú nema þetta eina
erindi, en vera má að þau hafi
verið fleiri.
Gaman væri að heyra, hvort
einhverjir aðrir þekkja þetta ljóð
og hvort þeir kunna þá e.t.v. fleiri
erindi úr þessu kvæði. Ef einhver
þekkti nafn höfundarins væri það
og fróðlegt.
Vonast ég eftir að Velvakandi
ljái þessu máli rúm, ef einhver
svör berast.
A.T.“
• Rusl í
Öskjuhlíð
„Ekki verður annað sagt en
einhverjir óvandaðir menn í um-
gengni hafi verið á ferð í Öskju-
hlíðinni nýlega. Ég var þar nú
fyrir fáum dögum og sá ég þá víða
í hlíðinni, sem veit að flugvellin-
um, hvar skilið hafði verið eftir
alls kyns drasl, olíubrúsar, dollur,
tvistur og rusl af öllu tagi en flest
tilheyrði þetta bílum. Þennan dag
mátti líka sjá hvar fjölmargir
bílaeigendur dunduðu við það í
góða veðrinu að bóna bíla sína eða
lagfæra þá eitthvað þannig að
helzt leit út fyrir að hér væri
komið upp eitt verkstæðið enn á
höfuðborgarsvæðinu.
I sjálfu sér finnst engum
athugavert við það þó menn
safnist upp í Öskjuhlíð á góðviðris-
dögum og geri eitt og annað við
bíla sína, en það þarf varla
endilega að skilja eftir allar
umbúðir og allt rusl, það hlýtur að
mega taka það með heim og henda
því þar. Ástæðan er kannski sú að
bílarnir eru orðnir of fínir til að
hægt sé að láta í þá umbúðir eða
annan úrgang. Því þessi sóðaskap-
ur spillir verulega fyrir þeim
fjölmörgu sem annað hvort ganga
um hlíðina eða þurfa að aka þar
í gegn og má reyndar alveg vekja
athygli manna á þessum útivistar-
stað. Þaðan má sjá til allra átta,
þeir sem áhuga hafa á flugi geta,
fylgst með lendingum og flugtök-
um lítilla og stórra véla og aðrir
horft á hina ungu siglingakappa
sem leggja upp frá Nauthólsvík-
inni og enn aðrir athugað fjalla-
hringinn allt í kring.
Með þessum orðum vildi ég
hvetja menn til að gæta að sér og
ganga þarna þrifalega um, ég er
viss um að hér er varla um mjög
stóran hóp fólks að ræða, en
nokkrir óþrifamenn leynast þarna
innan um og þeir verða að bæta úr
umgengni sinni til að þeir spilli
ekki ánægju allra þeirra sem
leggja leið sína í Öskjuhlíðina.
Göngumaður."
Þessir hringdu . . .
• Starfsvöllur
— sundlaug
E.S.i
— Ég hef velt fyrir mér
undanfarið hvort ekki mætti nýta
betur róluvöll þann sem er
skammt frá Ásgarði í Bústaða-
hverfinu, hann er stór og rúmgóð-
ur og spurning er hvort ekki má
þar einnig vera eins konar starfs-
völlur fyrir börnin, sem nú eru að
koma úr skólum og hafa e.t.v. lítið
að gera. Mætti fá þau til að
skreyta líka umhverfið og annað
sem mér dettur í hug að megi
skreyta er við undirgöngin á
Miklubrautinni þ.e. steyptu vegg-
irnir þar. Og úr því ég er komin
í símann vil ég nefna hvort ekki sé
mögulegt að fá hingað sundlaug í
Bústaðahverfið, mér finnst eigin-
lega að við séum hálf útundan með
þau mál. En þessu vildi ég aðeins
varpa fram til umhugsunar og fá
SKÁK
að vita hvort aðrir eru mér ekki
sammála.
• Greiðum atkvæði
Bjórunnandi harmaði það að
bjórmálið svonefnda skyldi ekki fá
afgreiðslu á þingi á þann veg að
landsmenn mættu greiða atkvæði
um skoðun sína á því. Þá vildi
hann um leið nefna að sér fyndist
að fjölga þyrfti áfengisútsölum í
Reykjavík og jafnvel að hafa
sumar þeirrar opnar lengur á
kvöldin, helzt fram undir mið-
nætti.
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Bergen í Noregi í
fyrra kom þessi staða upp í skák
þeirra Iskovs, Danmörku, sem
hafði hvítt og átti leik, og
Goichbergs, Bandaríkjunum.
26. Hxb7+! og svartur gafst upp.
Hvítur gat reyndar einnig leikið
26. Dxc6, því að 26.... Dxe7
gengur ekki vegna 27. Db6! Ung-
verski stórmeistarinn Farago varð
sigurvegari á mótinu, hann hlaut
6 'á v. af 9 mögulegum. Næstir
komu finnarnir Westerinen og
Rantanen með 6 v.
Þakkir
Innilegar þakkir færum viö börnum okkar og öörum
ættingjum og vinum fyrir blóm, skeyti og símtöl.
Sveitungum okkar fyrir rausnarlega bókagjöf og hlýjar
kveöjur, í tilefni af gullbrúökaupsdegi okkar 12. maí
sl.
Guö blessi ykkur öll. _... _ ...
Bjorg og Gudjón,
Stóra Hofi, Gnúpverjahreppi.
Þakkir
Innilegar þakkir færi ég dætrum mínum, tengdasonum
og öðrum skyldmennum, ástúö, umhyggju og gjafir í
tilefni sjötugsafmælis míns á þessu vori.
Þá þakka ég ógleymanlegt kvöld í samsæti er
Æskulýösráö Reykjavíkur hélt mér, aö viöstöddu
samstarfsfólki á 20 ára starfsferli, og margvíslegan
heiður, hlý orö og gjafir á þessum tímamótum lífs
míns.
Guð blessi ykkur öll og störf ykkar í framtíöinni, meöal
Reykvískrar æsku. Jón Pálsson.
LIONS Umdæmi
á íslandi XXIII
Fjölumdæmisþing
Hótel Sögu 18. og 19. maí 1978
Skemmtidagsskrá:
Kynningarmót, Lækjarhvammi Hótel Sögu,
fimmtudag kl. 21.00.
Hádegisveröur og Tízkusýning fyrir eiginkonur,
föstud. 19. maí kl. 10:30. Hótel Esju.
Lionshátíö, Súlnasal, Hótel Sögu föstudag. 19.
maí kl. 19:00.
Miðasala á Umdæmisþingi.
Undirbúningsnefnd
SIMCA UOO er eian duglegasti litli fímm manna
fólksbíllinn á iandinu, sem eyðir 7,56 1. á 100 km.
SIMCA 1100 kemst vegi sem vegleysur, enda
framhjóladrifinn bfli, búinn Öryggispönnum
undir vél, gírkassa og benzíngeymi og er u.þ.b. 21 cm.
undír lægsta punkt.
Þetta er billinn sera þú ert að leita að, ekki satt?
Hafið samband við okkur strax i dag.
fó%ökull hf.
Ármúla 36 - 84366
Sölumenn Chrysler-sal 83330/83454.