Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
41
Ný stefna í atvinnumálum Reykjavíkur:
Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur fyrir skömmu
voru samþykktar tillögur um atvinnumál í Reykjavík,
sem Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri flutti fyrr í
vetur. Eins og fram hefur komið voru tillögur þessar
unnar í samráði við fulltrúa launþega og atvinnurekstr-
ar í Reykjavík og Tíkt tillit tekið til sjónarmiða þeirra.
Til þess að auðvelda lesendum sínum að kynnast efni
hinnar nýju samþykktar borgarstjórnar um atvinnumál
mun Morgunblaðið birta þær í heild í nokkrum köflum
á næstu dögum. Hér fara á eftir inngangur og fyrsti kafli
samþykktarinnar, sem fjallar um stjórnuni
Hlutur Reykja-
víkur í atvinnu-
uppbyggingu
sem gerð var að frumkvæði
borgarstjórans í Reykjavík á
árinu 1977 um atvinnumál í
Reykjavík markar borgarstjórn
eftirfarandi meginstefnu:
Til að tryggja atvinnuöryggi í
Re.vkjávík í framtíðinni ber að
efla framleiðslugreinarnar,
einkum á sviði iðnaðar og
sjávarútvegs. Jafnframt er
nauðsynlegt að búa áfram ýmis
konar þjónustu, verzlun og
viðskiptum góð skilyrði, þannig
að Reykjavík haldi forystuhlut-
verki sem hún hefur haft í
þessum greinum.
Borgarstjórn telur, að borgin
sjálf eigi ekki að gerast beinn
þátttakandi í atvinnurekstri,
nema slíkt sé beinlínis talið
Á undanförnum áratugum
hefur þróazt í Reykjavík og
nágrenni þéttbýli, sem hefur
vaxið og dafnað vegna þess, að
þar hafa skilyrði reynzt hag-
kvæmust til þess að koma á
fjöibreyttum atvinnuháttum og
rækja ýmsa samfélagsstarf-
semi, sem ómissandi þykir í
nútímaþjóðfélagi. Þéttbýlis-
myndunin á verulegan þátt í því,
að á landinu hefur þróazt
fjölþætt menningarþjóðfélag,
sem hefur búið þegnunum góð
lífskjör. Öll viðleitni til að
draga úr þróun á þessu svæði
getur því haft í för með sér
alvarlegar afleiðingar fyrir
þjóðfélagið allt. Reykjavíkur-
borg hlýtur því að stefna að því
að ætla sér eðlilegan hlut í
atvinnuuppbyggingu lands-
manna í framtíðinni. I því efni
hefur Reykjavík mikla kosti og
má þar nefna greiðar samgöng-
ur, öryggi í orkumálum, góða
hafnaraðstöðu og nálægð við
aðalmarkaðssvæði landsins.
Grundvöllur atvinnulífs í
borginni hefur verið framtak
einstaklinganna og samtaka
þeirra og hlýtur svo að verða um
ófyrirsjáanlega framtíð. Engu
að síður er þörf á auknum
aðgerðum borgarinnar sjálfrar
á sviði atvinnumála.
Þróun atvinnumála s.l. ára-
tugs á höfuðborgarsvæðinu
sýnir beina fækkun atvinnu-
tækifæra í framleiðslugreinum,
en fjölgun í þjónustu og við-
skiptagreinum. Hér stefnir því í
átt til einhæfni, sem getur
reynz.t varasöm. Takmörk hljóta
að vera fyrir því, hve þjónustu-
greinar geta aukizt, án þess að
framleiðsla aukist einnig.
Borgarstjórn Reykjavíkur
hlýtur að marka meginstefnu í
atvinnumálum borgarinnar, en
jafnframt er ástæða til, að
borgarstjórn hafi forgöngu um
mótun samræmdar stefnu á
höfuðborgarsvæðinu í atvinnu-
málum, er hafi að meginmark-
miði atvinnuöryggi allra íbúa
þessa svæðis. Slík samræmd
stefna er nauðsynleg, þar sem
höfuðborgarsvæðið er ein heild
í atvinnulegu tilliti.
í framhaldi þeirrar skýrslu,
bráðnauðsynlegt. Hins vegar
eigi hún að örva og efla
atvinnulífið með öðrum ráðum
en beinni þátttöku. Af óbeinum
aðgerðum, sem borgin ræður
yfir í þessum efnum, má nefna
lóðaúthlutun, gatnagerðargjöld,
sölu á rafmagni og vatni og
álagningu fasteigna- og að-
stöðugjalda.
Þá telur borgarstjórn, að
borgaryfirvöldum á hverjum
tíma beri skylda til að fylgjast
náið með atvinnuþróuninni í
borginni og beita áhrifum sínum
til örvunar atvinnulífsins, þegar
þess gerist þörf. Æskilegt er, að
borgin hagi framkvæmdum sín-
um á þann veg, að þær stuðli
eftir því sem unnt er sem mest
að atvinnujöfnun rnilli ára.
Aðrar tillögur sem settar eru
fram í samþykkt þessari, eru
tvíþættar:
1. Annars vegar er gerð grein
fyrir stefnumarkandi. málum
til eflingar atvinnulífinu í
borginni, sem unnið verður að
á næstu árum. Til sam-
ræmingar eru nokkrar eldri
ákvarðanir felldar inn.
2. Hins vegar er gerð grein fyrir
þeim málum, sem borgar-
stjórn mun beita sér fyrir í
framkvænul þegar á þessu
ári.
Stjórnun
Fjallað verði um atvinnumál í
Reykjavík undir stjórn borgar-
stjóra og borgarráðs, en hag-
fræðideild Reykjavíkurborgar
verði efld til að fara sérstaklega
með þénnan málaflokk. Jafn-
framt verði starfandi atvinnu-
málanefnd, sem skipuð verði
fulltrúum kjörnum af Borgar-
stjórn Reykjavíkur og tilnefnd-
um af samtökum atvinnuveg-
anna. Atvinnumálanefndin
verði borgarráði og borgar-
stjórn til ráðuneytis um at-
vinnumál í borginni. Nefndin
fylgist jafnframt með ástandi
og þróun atvinnumála í Reykja-
vík í samvinnu við borgarhag-
fræðing. Atvinnumálanefnd
gerir borgarstjórn, þegar þurfa
þykir, grein fyrir viðhorfi og
horfum í atvinnumálum, svo og
um stöðu einstakra atvinnu-
greina. Borgarráð ákveði nánar
fjölda nefndarmanna og hvaða
aðilar skuii tilnefna í nefndina.
Störf hagfræðideildar að at-
vinnumálum verði í aðalatriöum
sem hér segir:
1. Greiða fyrir auknum sam-
skiptum stjórnenda borgar-
innar og fulltrúa atvinnulífs í
því skyni að örva fyrirtæki í
arðvænlegum greinum til
vaxtar og aukinna umsvifa,
þannig að saman fari mark-
mið atvinnureksturs um
ábatavon og markmið borgar-
innar um aukið atvinnu-
öryggi.
2. Hvetja til nýbreytni í at-
vinnurekstri, m.a. með því að
laða almenning til beinnar
þátttöku í atvinnustarfsem-
inni með stofnun eða þátt-
töku í fyrirtækjum, sem rekin
eru í félagsformum, sem
hvetji almenning til þátttöku
í starfsemi þeirra.
3. Vera til ráðuneytis um val á
aðgerðum og greiða fyrir
afgreiðslu erinda úr atvinnu-
lífinu og finna þeim réttan
farveg.
4. Annast sjálfstæða
upplýsingaöflun um helztu
þætti atvinnulífsins og
treysta tengsl við þær stofn-
anir ríkisvaldsins, sem fjalla
um atvinnumál.
5. Stofna til viðræðna og sam-
starfs við hlutaðeigandi aðila
um atvinnumál á höfuð-
borgarsvæöinu öllu.
Efling framleiðslugreina
— þjónustu og verzl-
un búin góð skilyrði