Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
53
Aðall andans
bórbergur bórðarsoni íslenskur
aðall. 255 bls. Mál og menning.
Rvík, 1978.
ÞETTA er kilja og skólaútgáfa;
umsjónarmaður Böðvar Guð-
mundsson. Skýringar fylgja, enn-
fremur verkefni til úrlausnar.
Umsjónarmaður ritar einnig for-
málsorð þar sem hann leitast við
að gera grein fyrir verkinu. Margt
er þar réttilega fram tekið. Þó
sýnist mér Böðvar leggja of
einhliða mat á Islenskan ■, aðal.
»Höfundur er ekki að predika,«
segir hann meðal annars, »hann er
að lýsa þjóðfélagi sem hann telur
í eðli sínu heimskt og rangsnúið og
átti eftir að ala af sér. enn
heimskara og rangsnúnara þjóðfé-
lag.«
Hér tel ég Böðvar skjóta hátt
yfir markið. Islenskur aðall er ekki
þjóðfélagsleg bók nema hvað allar
bækur eru að einhverju marki
félagslegar í víðtækasta skilningi
orðanna. Vilji maður ganga úr
skugga um skoðanir Þórbergs á
þjóðfélagsmálum seint og snemma
á lífshlaupi hans er hentast að lesa
Bréf til Láru og I kompaníi við
allífið. íslenskur aðall svarar á
hinn bóginn fáu um stjórnmála-
skoðanir Þórbergs. j
Þórbergur var margbrotinn per-
sónuleiki og rit hans eru síður en
svo einhliða. Þrátt fyrir skýlausar
pólitískar skoðanir hans eru þau
furðuópólitísk. í hugarheimi Þór-
bergs blönduðust einnatt saman
stjórnmál, trúmál og húmor. En
fyrst og fremst var hann sögumað-
ur. Frásagnarástríðan og skop-
skynið gerði hann að svo vinsælum
og víðlesnum höfundi sem raun
bar vitni. Þórbergur var gjarnan í
uppreisn gegn ríkjandi hefð, hver
■svo sem hún var. Fyrstu ljóð hans
urðu ósjálfrátt skopstælingar á
tískuhljóðum samtímans: nýróm-
antískri tilfinningasemi aldamóta-
skáldanna sneri Þórbergur t.d.
uppi í afkáraskap. »Svörtum fjöðr-
um« Davíðs hiaut hann að svara
með »Hvítum hröfnum«. Málvönd-
unarstefnunni brást Þórbergur
svo við að hann tók upp ýmis
stílbrögð Jóns Indíafara og ann-
arra höfunda sem »slettu dönsku«.
Stássi og einstaklingshyggju stór-
gróðamanna og spekúlanta svaraði
Þórbergur með jafnaðarstefnú og
lýðhyggju. Þegar svo skáldsagna-
höfundar kreppuáranna voru í óða
önn að setja saman verklýðssögur
samdi Þórbergur þessa róman-
tísku kvennafarssögu — eða rétt-
ara sagt sögu um kvennafar sem
fórst fyrir með ívafi frásagna af
minnisstæðum einstaklingum sem
hann nefndi svo hnyftilega —
»íslenskan aðal«. Maður getur
talað um^ fleira en pólitík þó
pólitískur sé. Og Þórbergur sló
margar nótur í sinni frábæru
frásagnarlist. Islenskur aðall er að
sumu leyti formleysa en að öðru
leyti heilsteypt bók. Ef einhver
heldur að auðvelt sé að kynna
bókina með því að fara aðeins í
einn kafla hennar hef ég reynslu
fyrir að svo er ekki: Islenskur aðall
er svo samfelldur að lesa verður
alla bókina til að skilja hana og
höfundinn og því tjóir vart að
leggja hana fyrir skólanemendur
nema í heilu lagi. Og þó ég geti
ekki fellt mig við útlistun Böðvars
á meginmarkmiði bókarinnar tel
ég að hann hafi viturlega valið er
hann kaus einmitt þessa bók til
skólaútgáfu fremur en aðrar
bækur Þórbergs. Þó frásögnin sé í
aðra röndina fegruð lít ég svo til
að hún sé í sjálfu sér sönn.
Tímarnir fyrir fyrra stríð voru í
senn umróts og uppgangstímar.
Förusveinalífi eins og því, sem
þeir lifðu sumarið 1912, Þórbergur
og félagar hans, hefði ekki verið
unnt að lifa hér fáum árum fyrr.
Þessir ungu menn voru í senn
rótleysingjar og leitandi sálir. Þeir
þveittust landshorna milli í leit að
uppgripavinnu. Framtíðardraum-
ar þeirra stefndu til að verða fræg
skáld og hafa til þess unnið.
Þórbergur var þó að því leyti sér
á parti að hann mat lífspekina öllu
meir en skáldskapinn. Hann rýndi
í lífið, mannlífið. Þess vegna svalg
hann í sig sögur um skrítna karla
og kerlingar jafnt sem skýringar
Stefáns frá Hvítadal á leyndar-
dómum kveneðlisins.
Það er lokaður hópur kunningja
sem Þórbergur segir frá. Einhver
kann að sakna hversu Þórbergur
fer lítt út fyrir þann hóp' og út í
sjálft þjóðfélagið. En skýringin
liggur á borðinu þegar bókin er
lesin: slík mál eru einfaldlega ekki
komin á dagskrá. Þetta eru
persónulegir tímar, tímar ein-
staklingshyggju, einkaframtaks og
stórbrotinna spekúlasjóna. ís-
lenskur aðall er líka merkilegur
fyrir þá sök að útkoma hans 1938
markaði í raun og veru upphafið
á hinum mikla ritferli Þórbergs.
Hálfur annar áratugur var liðinn
frá því að Bréf til Láru kom út.
Þann tíma hafði Þórbergur að vísu
notað til ritstarfa, meðal annars
sent frá sér Alþjóðamál og mál-
leysur, mikið rit og ígrundað.
Með Islenskum aðli vendir Þór-
bergur svo yfir til ævisagnaritun-
ar sem hann átti að meginhluta
eftir að fást við það sem eftir var
ævinnar. Bókin var strax lesin um
alla landsins byggð og aflaði
Þórbergi þeirra vinsælda sem
hann síðan naut. Þær má meðal
annars marka af því, að margur,
sem felldi sig ekki við rit Laxness
vegna stjórnmálaskoðana hans,
fyrirgaf Þórbergi svipaðar skoðan-
ir. Og ekki var þjóðfélagið
»heimskara og rangsnúnara« en
svo að það mat þessa tvó ágætu
rithöfunda furðufljótt að verðleik-
um. Stíll Þórbergs fól líka í sér
gagngerðari nýjung en auðvelt er
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
að gera sér í hugarlund nú. Hann
var að vissu leyti »skáldlegur« og
það féll mætavel að smekk les-
enda. En hann var líka alþýðlegur
— Þórbergur þorði að segja sögur
eins og maður sagði manni og það
á sams konar máli. Stíllinn var
óvæminn og laus við þann tepru-
skap sem áður hafði þótt hlýða í
ritmáli. Þó Þórbegur teldist ekki
málvöndunarmaður gerði hann
ýtrustu kröfur um orðaval — lét
ekki við það sitja að koma til skila
meiningunni, blæbirgðin urðu líka
að vera rétt. Islenskur aðall er því
í mörgum skilningi bókmennta-
sögulega merkilegt verk sem skoða
má frá mörgum hliðum. Þar að
auki hefur bókin ótvírætt
skemmtigildi. En eigi íslenskur
aðall að njóta sín þarf sá, sem les
bókina með nemendum, að leiða
þeim fyrir sjónir bakgrunn frá-
sagnarinnar, setja sig í spor þeirra
sem voru að feta fyrstu spor sín á
lífsleiðinni á »síðustu árum hinna
rósömu tíma«. Þetta voru bjart-
sýnistjmar með upphafningu and-
ans og stórkostlegum framtíðar-
draumum — draumum um betra,
fegurra og auðugra líf. Þó árin
fyrir fyrra strið séu nú komin í
nokkra fjarlægð er langt frá að
Islenskur aðall sé úrelt bók. Þvert
á móti sýnist mér hún eiga
ævinlegt erindi til ungs fólks og er
því fagnaðarefni að hún skuli nú
hafa verið gefin út í skólaútgáfu.
— Söluturninn
Framhald af bls. 37.
bæjarstjórinn í bréfi til Einars
Gunnarssonar, að nú sé vissa
fyrir því að skilyrðum fyrir
Söluturnsleyfinu sé ekki fram-
fylgt og hótað að hann verði
rifinn, ef það sé ekki gert.
En nú er kominn nýr eigandi
að Söluturninum, Sveinn
Gunnarsson frá Mælifellsá í
Skagafirði. Hafði hann keypt
Turninn og hefur Ólafur sonur
hans sagt að honum hafi ekki
verið kunnugt að hann átti að
víkja af Lækjartorgi fyrr en
eftir að kaupin voru gerð. Nú er
komið fram undir árslok 1921 og
Sveinn reynir að fá að flytja
Turninn á leigulóð Eimskipa-
félagsins við Tryggvagötu við
höfnina, en er synjað um það.
Stendur svo fram til 1929, er
enn hefjast bréfaskriftir milli
eigenda Söluturnsins, bæjar-
stjórnar og stjórnarráðsins, þar
sem í ráði er að breyta Kalk-
ofnsvegi þannig að Turninn
lendir í götunni. Er veitt leyfi til
að flytja hann austar og inn-
fyrir götulínuna á sama stað.
Var nú enn farið af stað með
Turninn, og virðist þá hafa verið
steyptur undir hann kjallari.
En þar sem flóðs og fjöru
gætti þar, mun það hafa orðið til
þess að Turninn fúnaði nokkuð
að neðan. Árið 1937 er Turninn
enn til umræðu, þar sem Sveinn
á Mælifellsá er látinn. En
skömmu seinna hefur Ólafur
Sveinsson, sonur hans, tekið við
rekstri Söluturnsins.
Sveinn á Mælifellsá, sem
verzlaði í Turninunfi frá 1917 til
1924, var minnisstæður og sér-
kennilegur maður' svo sem
Veraldarsagan, sem út kom eftir
hann, ber með sér. Muna margir
eldri Reykvíkingar eftir honum
í Turninum, en henn átti það til
að stinga brjóstsykursmola upp
í börnin, sem send voru eftir
blaði eða öðru. Um tíma mun
hann hafa sofið á loftinu. Eftir
1924 fluttist Sveinn norður aftur
og leigði þá Sveini Einari
Þorsteinssyni Turninn um ára-
tugsskeið, en 1934 tók Ólafur
sonur hans við verzluninni í
Turninum, svo sem áður sagði.
Hélt Turninn áfram að draga að
sér fólk og stóðu menn þar og
spjölluðu.
• Upplýsinga-
miðstöð í
miðborginni
Söluturninn gamli, sem
kominn er „uppdubbaður" á
Lækjartorg mun nú aftur eiga
þar sínu hlutverki að gegna. Um
miðjan mánuðinn hefst þar
upplýsingaþjónusta fyrir inn-
lenda og erlenda ferðamenn, svo
sem verið hefur á torginu
undanfarin sumur. Hefur komið
í ljós að full þörf er fyrir slíka
upplýsingaþjónustu, sem hefur
vaxið mjög eftir að Ferðaskrif-
stofa ríkisins fluttist úr mið-
borginni, en vel menntaðir
leiðsögumenn með góða þekk-
ingu á Reykjavík veittu þar
aðstoð undir verkstjórn Ingu
Jóhannesdóttur. Jafnframt geta
borgarbúar sjálfir leitað þar
eftir margvíslegum upplýsing-
um og leiðbeiningum, m.a. um
borgina sjálfa og stofnanir
hennar. Er ætlunin að þar muni
í framtíðinni liggja frammi
upplýsingarit um stofnanir
borgarinnar, uppdrættir o.fl.
Einnig á fók að geta fengið þar
póstkort, frímerki, filmur og
slíkt. Og hægt verður að selja
þarna miðsvæðis í borginni
útvega miða á tónleika, íþrótta-
leiki o.fl. En starfsemin í
Turninum á eftir að þróast og
taka mið af þörfum. I honum
væri hægt að veita alla þá
þjónustu við borgarbúa sem
hann var upphaflega ætlaður
fyrir — nema sendisveinaþjón-
ustu. Af þeirri stétt er lítið orðið
eftir í borginni.
— Höfum ekki
áhuga
Framhald af bls. 63.
einnig eru þær töluvert fluttar
út til Færeyja. Plastprent hefur
lítið reynt útflutning til annarra
en Færeyinga enda sögðu þeir
Eggert og Haukur, að sam-
keppni á þessu sviði væri mjög
mikil erlendis. Fyrirtæki sem
framleiddu plast væru þar mjög
mörg og reyndar of mörg,
þannig að sum hver hefðu orðið
að gefast upp á undanförnum
árum. Það sem væri flutt til
Færeyja, væri einkum fiskum-
búðir. „Við höfum heldur engan
sérstakan áhuga á að flytja vöru
okkar á erlendan markað á
meðan við höfum vart undan að
sinna innlendum þörfum. Hjá
okkur eru mestu vaxtarmögu-
leikarnir í umbúðum fyrir ís-
lenzkar útflutningsafurðir."
Framleiðniaukning Plast-
prents hefur verið mikil og
náðst . með síaukinni hagræð-
ingu. Sem dæmi um hana má
nefna, að frá árinu 1969 til
ársloka 1977 hafa launataxtar
iðnverkafólks ellefufaldast.
Heildarframleiðslukostnaður á
hverja framleiðslueiningu hefur
á sama tíma ekki margfaldazt
nema með hálfum fjórða en
þetta þýðir að á árunum 1969 til
1977 hefur framleiðsluaukning á
hvern starfsmann verið 15% á
ári.
Ekki sett í
gang til einskis
Framleiðsluvörur Plastprents
verða sífellt fjölbreyttari. Má
þar nefna byggingarplast,
áburðarsekki, fiskumbúðir og
svonefnda krumpufilmu, sem
notuð er utan um ýmsar vörur
eins og t.d. mjólkurhyrnur,
málningarvörur, þvottaefni
o.m.fl., að ógleymdum verzlana-
pokum og heimilispokum, sem
flestir handfjatla oft á dag.
Það er oft rætt um gjaldeyris-
sparnað innlendrar iðnaðar-
framleiðslu. Ekki er fjarri iagi,
að Plastprent h.f. hafi á s.l. ári
sparað þjóðinni liðlega 200 m.
kr. í erlendum gjaldeyri. Þegar
það er haft í huga að jafnframt
þessu veitir fyrirtækið um 50
manns fulla atvinnu og raunar
meira þegar eftirvinnan er höfð
í huga, má sjá að hún var ekki
til einskis sett í gang litla prent-
og pokavélin í bílskúrnum fyrir
tuttugu árum.
Að lokum var Haukur spurð-
ur, hvorf hann hefði á sínum
tíma séð fyrir eða látið sig
dreyma um Plastprent í sinni
núverandi stærð. Hann svaraði:
„Nei, vissulega ekki, en það er
eins og farið sé að hugsa stærra
og stærrá eftir því sem hlutirnir
vaxa í höndunum á manni. Nú
finnst mér Plastprent ekki svo
stórt, ef til vegna þess, að við
sjáum það fyrir okkur enn
‘stærra.“ Og þeir feðgar, Haukur
og Eggert, eru enn með stór
áform á prjónunum og hafa
ákveðið að auka hlutafé Plast-
prents um 85 milljónir króna til
að flýta frekari vélakaupum og
búa í haginn fvrir framtíðina.
Þ.Ó.
SVAR JI/IITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hvernig get ég vitað, að ég er frelsaður? Hvað á ég að taka
til bragðs. þegar ég efast um hjálpræðið?
Við vitum, að við erum frelsuð, vegna vitnisburðar
Guðs orðs. Trú okkar hvílir ekki fyrst og fremst á
tilfinningum eða ytri sönnunum, heldur á hinu
óbreytanlega orði Guðs. Játning okkar er: „Guð sagði
það; ég trúi því, og það gerir út um málið.“
í Biblíunni eru líka nokkur atriði, sem við getum
prófað okkur á. Dæmi:
„Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðanum
til lífsins, af því að vér elskum bræðurna." (1. Jóh.
3,14).
Til er samfélag trúaðra, kristinna manna. Það er
dýpra og víðtækara en orð fá lýst. Þetta er eitt merki
þess, að menn hverfa aftur til Drottins: Þeir elska þá,
sem elska Krist.
Annað er svar yðar við orði Guðs. „Látið orð Guðs
búa ríkulega hjá yður“ (Kóloss. 3,16). Ef þér hafið
tekið sinnaskiptum, talar orð Guðs til yðar. Það
leiðréttir, upplýsir, ásakar og styrkir.
Þá er enn eitt: Samvizkan verður viðkvæmari en
áður. „Mun þá blóð Krists hreinsa samvizku yðar“
(Hebr. 9,14). Þegar við breytum rangt, fáum við
samvizkubit — og við erum knúin á kné, og þá veitist
okkur styrkur vegna fyrirgefningarinnar.
Bezta ráðið til að kveða niður efann er að hleypa
sannleikanum að, því að hann leiðréttir ávallt
villurnar. Þegar Krists var freistað, svaraði hann
Satan ekki með röklist, heldur með orði Guðs. Reisið
trú yðar á orði Guðs, og þér munið ekki haggast.