Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 Jónas Haralz — Tryggvi Pálsson: V erðbólga og lána- markaður á íslandi Sænska tímaritið „Ekonomisk Revy“ birti í fyrsta hefti ársins 1978 greinaflokk um verðbólgu og lánamarkað. Ein þessara greina fjallaði um verðbólgu og lánamark- að á íslandi. Höfðu þeir Jónas H. Haralz, bankastjóri, og Tryggvi Pálsson, forstöðu- maður hagfræði- og áætlanadeildar Lands- bankans, ritað þessa grein að beiðni tímaritsins. Enda þótt greinin beri það með sér, að hún sé skrifuð fyrir lesendur, sem lítt eru kunnir íslenzkum aðstæðum, á hún þó einnig erindi til íslenzkra lesenda, ekki sízt með tilliti til þeirra umræðna, sem undanfarið hafa átt sér stað um vaxtamál, og óskaði því viðskiptasíðan eftir að fá að birta grein þessa og birtist hún því hér í íslenskri þýðingu með leyfi höfunda. Greinin var skrifuð í deseml 1977. Á Islandi hefur verið mikil og áframhaldandi verðból}ía síðan á tímum síðari heimsstyrjaldar. Enda þótt hagkerfi landsins sé lítið og einhliða, ætti reynsla íslands á þessu tímabili að geta sýnt laníítimaáhrif verðbólgu bet- ur en reynsla flestra annarra landa í Evrópu. í þessari grein er gefið yfirlit um þessi áhrif á lánamarkað og bankastarfsemi. Ferill verðbólgunnar Á tímabilinu 1951 til 1970 jókst verð neyzluvöru um 11% til jafnaðar á ári, og var yfirleitt á bilinu 5—20%. Allt tímabilið var með efnahagslegum aðgerðum reynt að stemma stigu fyrir verðbólgunni með þeim árangri, að um frekari aukningu henríar varð ekki að ræða. Á árunum milli 1950 og 1960 beindust þessar aðgerðir fyrst og fremst gegn sjálfu verð- laginu. Á árunum á milli 1960 og 1970 beindist athyglin hins vegar að því að ná betra efnahagslegu jafnvægi ög hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta með beitingu fjármála- og peningamálaaðgerða. Upp úr 1970 jókst hraði verð- bólgunnar hröðum skrefum. Með- altal áranna 1970 til 1977 var 28%. á ári. Hámarkið náðist 1974 og 1975, þegar verðlag neyzluvöru jókst um 40 til 50%, á ári. Verðbólguhraðinn lækkaði síðan allt niður í 26% á ári, síðari hluta árs 1976 og fyrra hluta árs 1977. Sem stendur er verðbólgan aftur á leið upp á við og stefnir á bilið 30 til 40% á ári. Orsakir þess, að verðbólgan jókst upp úr 1970, eru margar og allflóknar. Aukin verðbólga er- lendis skiptir miklu máli, bæði beinlínis vegna hækkunar verðs á innflutningi og þó enn frekar á útflutningi, og einnig óbeinlínis, þar sem hún leiddi til þess, að ekki var talin sama þörf og áður að ráða við verðbólguna innanlands. Jafnframt leiddi stjórnmálaþróun- in til þess að allmörg markmið, sum þeirra ný af nálinni, voru sett hærra en baráttan við verðbólg- una. Við þessar aðstæður slaknaði á beitingu fjármála- og peninga- málaaðgerða og annarra þeirra ráðstafana gegn verðbólgunni, sem áður höfðu reynst virk, að minnsta kosti um skeið. Tilraunir til að fylgja eftir stefnu í launa- og tekjumálum báru einnig lítinn árangur. Þessi mikla og sum árin ört vaxandi verðbólga á árunum eftir 1970 hefur að sjálfsögðu haft gagnger áhrif á breytni bæði einstaklinga og fyrirtækja. Hún hefur einnig smám saman leitt til öflugra gagnráðstafana, ekki sízt á sviði peningamála. Ahrif á sparnaðinn Þegar litið er yfir áratugina 1950 til 1970 er það athyglisverð- ast, hversu lítil áhrif verðbólgan virðist hafa haft bæði á heildar- sparnaö og þann sparnað, sem fram kemur í innlánum bankanna. Heildarsparnaður (þ.e.a.s. verg fjármunamyndun að viðbættum afgangi á viðskiptajöfnuði, eða að frádregnum halla á þeim jöfnuði) hélzt yfirleitt nálægt 24% af vergri þjóðarframleiðslu. Sparn- aður í bönkum, þ.e.a.s. heildarinn- lán viðskiptabankanna, var svip- aður í upphafi og í lok tímabilsins, eða um 30% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Veltuhraði peninga hélzt einnig óbreyttur. Það getur virst einkennilegt, að heildarsparnaður, og þó sérstak- lega sparnaður í bönkum, skuli hafa haldist í svo miklum mæli á tímum áframhaldandi verðbólgu og neikvæðra raunvaxta. Á hinn bóginn verður að taka til greina, í fyrsta lagi, að éftirvænting um áframhaldandi og varanlega aukn- ingu verðbólgunnar var ekki til staðar, nema þá stundum og um skamman tíma. Menn bjuggust við því, sem þeir höfðu reynslu af, að verðbólgan sveiflaðist í kringum 10 til 12% á ári. Menn reyndu að verja sig, þegar snöggar hækkanir virtust vera framundan, en leituð- ust aftur við að styrkja lausafjár- Jónas Haralz, bankastjóri. stöðu sína, þegar þróunin lá í hina áttina. I öðru lagi voru raunvextir þrátt fyrir allt ekki mjög neikvæð- ir, og að því leyti sem þeir voru neikvæðir, var úr áhrifum þess dregið með skattaívilnunum. Upp úr 1950 höfðu menn miklar áh.vggjur af þróun sparnaðar þessa gætti ekki sízt af hálfu bankanna. Þetta leiddi til þess, að 1952 var framkvæmd nokkur almenn hækkun vaxta og jafn- framt væri sparifé og vextir undanþegið sköttum innan ákveð- inna marka. Upp úr 1960 voru vextir síðan hækkaðir verulega sem liður í almennum viðnámsað- gerðum, sem þá komu til fram- kvæmda. Þessar ráðstafanir virð- ast hafa haft veruleg áhrif, enda þótt ekki væri unnt af stjórnmála- ástæðum að nota vexti sem hreyfanlegt og fullvirkt tæki í stjórn efnahagsmála. Á öllu tíma- bilinu 1951 og 1970 voru raunvext- ir á almennum spariinnlánum neikvæðir um nærri 4%. að meðal- tali. Sé tillit einnig tekið til skattaívilnana, í samanburði við Tryggvi Pálsson forstöðumaður hagfræði- og áætlanadeildar Landsbankans. aðra ráðstöfun sparifjár, verða raunvextir aðeins lítið eitt nei- kvæðir, að minnsta kosti ef miðað er við skattgreiðslur manna með tekjur yfir meðallag. A árunum eftir 1970 hefur þróunin verið önnur. Heildar- sparnaður hefur að vísu haldist óbreyttur. Sparnaður í bönkum, þ.e.a.s. heildarinnlán þeirra, hefur hins vegar minnkað öft, eða úr 31% af vergri þjóðarframleiðslu 1970 í 22% 1975 til 1977, og veltuhraði peninga hefur aukist mikið. Skýringúna er að finna annars vegar í því, að eftirvænting um þróun verðbólgunnar hefur breytzt gagngert, og hins vegar í því, að raunvextir hafa lækkað ört. Eftir áraröð vaxandi verðbólgu frá 1971 til 1975 má nú gera ráð fyrir, að bæði einstaklingar og fyrirtæki búist við mun örari verðbólgu en áður. Minnkun verðbólgunnar árin 1976 ög 1977 hafði að vísu róandi áhrif, en nýir og háir launa- samningar vorið 1977 höfðu þegar í stað mikil áhrif bæði á sjálfan gang verðbólgunnar og á eftir- væntinguna um þróun hennar. Raunvextir hafa orðið neikvæðir um 12% á þessu tímabili og fjátfesting í fasteignum og í verðtryggðum ríkisskuldabréfum hefur gefið margfalt af sér saman- borið við innlán í bönkum. Hækkun nafnvaxta og hreyfan- legri vaxtastefna hefur aðeins að nokkru getað vegið á móti þessu. Lánamarkaðurinn Neikvæðir raunvextir hafa að sjálfsögðu leitt til þess, að eftir- spurn eftir lánum hefur verið langtum meiri en framboð spari- fjár. Oft hefur svo virst sem eftirspurnin eftir lánsfé væri óseðjandi. Þetta hefur svo aftur leitt til þess almenna misskilnings, að vaxtahækkanir gætu ekki að nýju komið á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Ein- hvers konar skömmtun útlána hefur þess vegna verið óhjákvæmi- leg. Áðferðin, sem beitt hefur verið við þessa skömmtun, er fyrst og fremst ákveðnar reglur um rekstrar- og afurðalán til heföbundinna atvinnuvega, land- búnaðar, útgerðar og fiskvinnslu. Þessi lán hefur síðan að miklu leyti verið unnt að endurselja í Seðlabankanum á hagkvæmum vaxtakjörum. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til vegna mikils þrýstings frá bæði atvinnuvegum og stjórnvöldum. Þegar horfið er frá markaðsstjórnun og tekin upp skömmtun i einhverri mynd, eru vaxandi stjórnmálaafskipti óum- flýjanleg. Þetta felur þó ekki í sér, að taka þurfi einstakar ákvarðanir um lán á grundvelli stjórnmála- sjónarmiða. Svo hefur heldur ekki verið í bönkum og fjárfestingar- sjóðum, en þess hefur hins vegar að öllum líkindum gætt mjög í framkvæmd byggðastefnu. Ekki ósvipuðu skömmtunar- fyrirkomulagi hefur verið beitt í lánveitingum til langs tíma, þar sem öflugir fjárfestingarlánasjóð- ir hafa komið til sögunnar. Þessir sjóðir hafa aðallega þjónað land- búnaði og sjávarútvegi, ellegar stuðlað að byggðaþróun í lands- hlutum, þar sem þessir atvinnu- vegir skipta langmestu máli. Að því er viðskiptabankana snertir, beinist fjármögnun þeirra á byggingartíma og þátttaka í lánum til langs tíma einnig í sömu átt. Þar að auki hefur viðskipta- bönkunum beinlínis verið gert að taka þátt í þessari fjármögnun með kaupum á ríkisskuldabréfum. Mikil aukning fjármögnunar íbúðabygginga, fyrst og fremst fyrir atbeina opinberra sjóða, er svipaðs eðlis. Þessi mismunun nær í raun einnig til notkunar erlends fjármagns, þar sem strangar reglur hafa verið í gildi, sem mjög hafa ívilnað hefðbundnum atvinnugreinum. Ein afleiðing þessarar skömmuntarstefnu er áframhald- andi fjölgun þeirra stofnana, sem fást við lánveitingar. Á verðbólgu- tímum er um að gera að hafa sem nánust tengsl við útlánastofnun og trúa þeirri stofnun fyrir sparifé sínu. Það sýndi sig þegar á árunum milli 1940 og 1950 að þeir þrír ríkisbankar, sem þá voru starfandi, voru undir miklum áhrifum frá hefðbundnum atvinnuvegum. Þetta varð til þess, að aðrir atvinnuvegir og einstakir þjóðfélagshópar fóru að stofna eigin sparisjóði. Nokkrir þeirra urðu síðan að almennum viðskiptabönkum, sem þó hafa ennþá ekki fengist við erlend viðskipti. Fjöldi viðskiptabanka hefur á árunum 1950 til 1977 aukist úr 3 í 7, á sama tíma sem hlutdeild þeirra í heildarútlánum hefur lækkað úr 60 í 34%. Nokkuð svipuðu máli gegnir um fjárfest- ingarlánasjóði og lífeyrissjóði. Fjöldi þeirra hefur aukist mjög, jafnframt því sem tengslin við tiltekna atvinnuvegi og þjóðfélags- hópa hafa haldist. Á hinn bóginn hefur hlutdeild þessara sjóða í heildarútlánum aukist. Engar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til að sameina banka og sjóði hafa borið árangur, hversu réttlætan- legar sem þær voru frá hag- kvæmnissjónarmiði. Enn önnur afleiðing neikvæðra raunvaxta og útlánaskömmtunar er sú, að lítið tillit hefur verið tekið til arðsemi fyrirtækja og fjárfestingar við ákvörðun útlána. Fjármögnunin nær til allra fyrir- tækja og allrar fjárfestingar, sem uppfyllir tiltekin vélræn skilyrði, að þvi er snertir eðli starfsemi eða tegund fjárfestingar. Þeir, sem ekki uppfylla þessi skilyrði fá ekki lán. Þar að auki stuðlar verðbólg- an að því að öll fjárfesting borgi sig og öll fyrirtæki beri sig, ef aðeins hefur tekist að afla nógu mikils lánsfjár á hagkvæmum kjörum. Af þessu leiðir óhagstæða dreifingu lánsfjár, of mikla fjár- festingu í landbúnaði og sjávarút- vegi og lengingu lífdaga illa V axtaþróunin Yfirlit yfir þróun sparivaxta, raunvaxta og spariinnlána 1961 —1977. Til innlánsstofnana teljast viðskiptabankarnir, sparisjóðir og innlánsdeildir kaupfélaganna. Spariinnlán innlánsstofnana 1961-1977 1961 Vegið meðaltal sparivaxta (%) 7,42 Raunvextir m.v.vísitölu þjóðarútgj . (%) - 2,5 Spariinnlán í hlutfalli við verga þjóðarframl. (%) 27 1962 7,45 - 2,8 29 1963 7,49 - 0,3 30 1 1964 7,51 - 5,2 28 1 1965 7,52 - 2,5 28 1966 7,57 - 2,1 28 1 1967 7,61 4,2 31 1968 7,64 - 6,9 31 1969 7,63 - 12,0 28 1970 7,63 - 4,1 27 1971 7,64 - 2,0 27 1972 7,64 - 3,1 25 J 1973 9,15 - 13,0 22 1 1974 11,70 - 21,8 19 ; 11975 13,89 - 23,0 18 I 1976 14,65 - 12,1 17 1977 15,97 - 12,3 17 A Heimild: Seólabanki Islands - hagfræóideild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.