Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
57
félk í
fréttum
Kvöldmaturinn samanstendur aí 1 kíló af kjöti, 1 pakka af spaghetti og 6 lítrum af vökva.
Aðeins
270kíló
+ Rita er sennilega feitasta
kona í heimi. Hún er 270 kfló
á þyngd, notar skó númer 46,
1.86 m um mjaömirnar og 67
sm yfir handleggina. Hún er 38
ára gömul og býr í París. En
lifir á því að ferðast um og
sýna sjálfa sig. Fólk kemur í
hópum til að sjá þetta kjötfjall
og þess vegna lifir hún góðu
lífi. Hún er oft stöðvuð úti á
götu og spurð hvernig hún geti
verið glöð og hamingjusöm að
þurfa að dragast með allan
þennan þunga. En hún lifir
hamingjusömu lífi með hundi
sínum og hyggst ekki gera
neinar breytingar á því. Hún
verður að sauma öll sín föt sjálf
og það skemmtilegasta sem
hún gerir er að búa til mat og
borða hann. Hún fer létt með
að hesthúsa 1 kfló af kjöti, 1
pakka af spaghetti og 6 lítra af
vökva í kvöidmat. Hún varð að
láta gera miklar breytingar á
hjólhýsinu sem hún býr í til að
geta hreyft sig þar inni. En það
er ekki víst að hún geti búið
þar miklu lengur, því með aðra
eins matarlyst og hún hefur er
hún alltaf að fitna.
Rita getur ekki farið inn í búð og keypt sér föt. Þess vegna verður
hún að sauma allt sjálf.
Það er nokkuð ótrúlegt, en Rita segir að hún hafi verið 9 kfló við
fæðingu. Og þegar hún var þriggja ára var hún orðin 50 kíló!
+ í Englandi er sérstakur sýningarsalur
þar sem börn halda sýningar á myndum
sínum. Litla stúlkan á myndinni er 4 ára
gömul og stendur hér við mynd sem hún
málaði af Elísabetu drottningu. Gagnrýn-
endur voru mjög hrifnir af myndinni og
voru sammála um að túlkun litlu stúlkunn-
ar á drottningunni væri sérstaklega góð.
Sérstaklega fannst þeim sú stutta hafa náð
munnsvip drottningarinnar mjög vel.
Nybóla
sem leysir gamlan vanda
Vandinn er þungt loft - eða lykt. Innilokað loft eða reyk-
mettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar.
Hér er góð lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni i henni er
lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa
andrúmsloftið.
Virkni kúlunnar er hægt aö stjórna meðþví að færa til
hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný
plata sett í kúluna.
Einn kostur í viðbót - kúlan er ódýr.
Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda
Oliufélagið Skeljungur hf O Shell
Heildsölubirgðir: Olíufélagið Skeljungur.
Smávörudeild Sími 81722
TÍsku -
sýning
Föstudag kl. 12.30—13.30.
Sýningin, sem verður í Blómasal Hótels Loftleiða er
haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn-
aðarog Hótels Loftleiða
iýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn-
aðar, sem unnin er úr islenskum ullar- og skinnvörum.
Módelsamtökin sýna.
Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum.
Verið velkomin.
HDTEL
LOFTLEIÐIR
Sími 22322