Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 47 Jónas á leið úr AIÞingis- húsinu í Iðnó Þar sem verið er að asfa nýjasta verk hans. Tómstundadútl með fólkið og teoríuna „Ekki af byssu, nei. En þarna eru fleiri atriði en eitt sem ætlast er til að áhorfendur skilji með svipuðum hætti og skotið í Skjaldhömrum. Þar eru að verki öfl sem ýmist vegna miskunnar- leysis eða tómlætis níðast á saklausu fólki. Megintilgangur- inn með Valmúanum er að sýna varnarleysi vissra einstaklinga gagnvart yfirgangi þeirra sem völdin hafa og peningana og hins vegar hvernig umkomu- leysi þeirra verður að tóm- staundadútli annarra pólitiskra afla sem þykjast vera að leysa mannleg vandamál með engu nema teoríu." Sviðsverk með söng um stríðsárin „Hvað er nýtt í deiglunni hjá þér á ritvellinum?" „Þegar ég var unglingur, það ungur að ég var undir meiri áhrifum frá dægurlögum heldur en nú, reyndi ég að gera íslenzka texta við ýmis þau lög, sem vinsælust voru á stríðsárunum. Þetta birtist hvergi og var aldrei notað, en kom upp í hendurnar á mér fyrir nokkru og síðan hef ég unnið svolítið meira að því og gæti vel hugsað mér ef tími gæfist til að reyna að spinna út frá þessum slagaratextum verk fyrir svið. Ég hef aðeins haft tíma í textana, en víst er að frá þessu tímabili, „Árunum sem aldrei gleymast", eins og Gunn- ar M. Magnúss kallar þau, liggur óþrjótandi efni fyrir sviðsverk. Ef til þess kæmi myndu vinnubrögð vera svipuð og þegar ég samdi Þið munið hann Jörund. Þá voru allir söngtextarnir til áður en ég fór að vinna leikritið sem slíkt og ég held að tilurðar, innan gæsa- lappa, margra atriða í Jörundi hafi verið að leita í söngtextun- um.“ „Einhver kynni að halda að þar væri byrjað á öfugum enda?“ „Þvert á móti, ég kom mér af staö við að semja Þið munið hann Jörund með því að byrja á því sem auðveldast var, því að einhverra hluta vegna finnst mér miklu auðveldara að yrkja í bundnu máli en óbyndnu, einhverra hluta vegna segi ég og er reyndar viss um að gáfaðir gagnrýnendur myndu gefa þá skýringu að minn bundni leir- burður væri jafnvel enn meiri leirburður en sá óbundni." í leikhúshverfinu I þessu kom Ragnar ljós- myndari Morgunblaðsins aðvíf- andi inn í samræðurnar með myndavélina á lofti. Hann vildi fá Jónas út í myndatöku og Jónas sagði að það færi vel á því, við værum í leikhúshverfinu og um leið brosti hann í áttina til Alþingishússins. Hann snak- aði sér í skóna, brá sér í jakkann og frakkann og stakk þrautgóð- um sixpensara undir handlegg- inn. Á leiðinni út röbbuðum við um hljómplöturnar sem Jónas á texta á, en þar er um að ræða 5 stórar plötur sem lög og ljóð úr Jörundi voru á fyrstu stóru plötunni, en áður höfðu lög og ljóð þeirra Jóns Múla og Jónasar úr Deleríum bubónis og Járn- hausnum verið gefin út á litlum plötum. Það var rigningarsuddi úti, en annað eins hafði Jónas séð á Halamiðum og myndatakan gekk því snarlega fyrir sig. „Hvers eiga leik- húsleikarar að gjalda" Það var aftur orðið heimilis- legt í fundarherberginu í Þórs- hamri og ég tók upp þráðinn: „Þú nefndir áðan að við værum í leikhúshverfinu?" „Mér finnst það satt að segja dálítið einkennilegt að sú sam- líking að Alþingi sé leikhús, en sú samlíking er að sjálfsögðu sett fram til að níða Alþingi, skuli falla í svo góðan jarðveg sem raun ber vitni hjá þjóð sem lætur sér jafn annt um leikhús og ber jafn mikla virðingu fyrir því eins og íslendingar sannar- lega gera. Ur því að það telst niðrandi fyrir stjórnmálamenn að þeir séu kallaðir leikarar þá vil ég spyrja: Hvers eiga okkar ágætu leikhúsleikarar að gjalda?" „Er þó ekki eitthvað sameig- inlegt með þssu tvennu?" „Það vofir sama hættan yfir báðum. Báðir eru í sviðsljósinu og verða að sæta að hálfu almennings miskunnarlausari gagnrýni en aðrir, eða með öðrum orðum, báðum getur orðið að falli þegar til lengdar lætur að bjóða fólki of mikla tilgerð.“ Tilgerðin í menningar lífinu þjóðhættuleg „Finnst þér mikil tilgerð í íslenzkri pólitík?" „Já, en hún er síður en svo meiri heldur en á kúltúrsviðinu svonefnda. Og verst er að yfirborðsmennskan á menning- arsviðinu er líkleg til að valda miklu djúpstæðari skemmdum á þjóðarkarakternum heldur en yfirborðsmennskan í pólitík- Glíma leikritahöfundarins og stjórnmálamannsins „Rekast þeir aldrei á, leikrita- .skáldið og pólitikusinn í þér?“ „Jú, leikritahöfundurinn hef- ur tilhneigingu til að telja eftir þann tíma sem pólitíkusinn gerir kröfu til og pólitíkusinn hefur áhyggjur af því hvað leikritaskáldið truflar hann oft í baráttunni, með öðrum orðum, eigingirni leikritahöfundarins reynir oft á þolrifin í aumingja pélitíkusinum." „Hvorn kanntu betur við?“ „Þér dettur þó ekki í hug að ég fari að svara svona spurningu rétt fyrir kosningar." Birgitte Hövring með þrjár af forlagsbókum sínum. Ármann Kr. Einarsson: ræddum hið mikilsverða hlutverk sem það gegndi og ætti eftir að rækja í framtíðinni. Áður en ég kvaddi skrifaði ég undir útgáfu- samning að bók minni „Víkinga- ferð til Surtseyjar". „Niður um strompinn" hafði hlotið hinar ágætustu viðtökur í Danmörku og var nær uppseld. Undir kvöld f.vlgdu Birgitte og Þorsteinn okkur hjónunum aftur á brautarstöðina. Leið okkar lá í gegnum eins konar undraland. Við þræddum slóð í ótal krákustígum, leiðin lá yfir mjóa trébrú á jarðfalli og síðan í gegnum þéttan skógarlund. Það var ofurlítið bryjað að húma. Við Birgitte gengum samhliða og röbbuðum um daginn og veginn. Allt í einu segi ég: Veistu hvað, Birgitte! Ég væri hálfsmeykur að ganga í gegnum þennan rökkvaða skóg, ef þú værir ekki við hlið mér. Birgitte brosti sínu hlýja, fall- ega brosi og svaraði: Kæri Ár- mann, þú talar í ævintýrum. í sömu andrá var líkt og brugðið töfrasprota. Sólin braust fram undan skýjaþykkni og geislar hennar spunnu gullþræði í grænni hörpu skógarins. I minningu Birgitte Hövring Nýlega barst hingað frá Dan- mörku sú harmafregn að Birgitte Hövring væri dáin. Ymsir munu spyrja: Hver var Birgitte Hövr- ing? Þó eru þeir fleiri sem ekki þurfa að spyrja. Á síðustu árum bar nafn hennar oft á góma í íslenskum fjölmiðlum. Hún stofn- aði, ásamt Þorsteini Stefánssyni rithöfundi, útgáfufyrirtækið „Birgitte Hövrings Biblióteksfor- lag“, sem eingöngu helgaði sig útgáfu íslenskra bókmennta. Þótt forlagið hafi aðeins starfað í 3—4 ár hefur það þegar gefið út meira en tug íslenskra bóka og fleiri bækur voru í undirbúningi. Mér er kunnugt um fimm eða sex höf- unda, sem forlagið hefur gefið út og má t.d. nefna Ólaf Jóhann Sigurðsson og Þorstein Stefáns- son. Ekki þarf aö fara mörgum orðum um þá gamalkunnu stað- reynd, hve íslenskir rithöfundar, sem skrifa á máli er nær engir í heiminum skilja, eiga erfitt með að finna þýðendur og fá bækur sínar gefnar út erlendis. Það voru þess vegna mikil tíðindi er forlag var stofnað í Danmörku beinlínis í þeim tilgangi að gefa út ísl. bókmenntir. Óhætt er að taka svo djúpt í árinni að þessi framtak- semi mun vera einsdæmi. Þessi atburður vakti líka verð- skuldaða athygli hér heima. Al- þingi Islendinga veitti forlaginu nokkurn fjárhagslegan styrk og Norræna þýðingarmiðstöðin hljóp einnig undir bagga. Þessar styrk- veitingar voru Birgitte Hövring mikil uppörvun og hvatning og réðu ef til vill úrslitum að forlaginu tókst að koma undir sig fótunum og starfa af þeim myndarbrag, sem raun varð á. Sjálf mun Birgitte ekki hafa verið fjáð. En hún átti í ríkum mæli mikla starfsorku, sterkan vilja og skipulagsgáfu, og síðast en ekki síst þann hugsjónaeld, sem öllum hindrunum ryður úr vegi. Birgitte Hövring var bókasafns- fræðingur að mennt og vann hún fullt starf í bókasafnsmiðstöðinni á Helsingjaeyri sem stjórnandi barnabókadeildarinnar. Það var fyrst á síðastliðnu hausti eftir að hún veiktist að hún lét af störfum. En hvað með hið mikla og vandasama starf, stofnun og rekstur útgáfufyrirtækis? Það er skemmst frá að segja að það var allt unnið í hjáverkum. Dægra- styttingu og hvíldartíma var hiklaust fórnaö, nótt lögð með degi. Ég kynntist Birgitte fyrst fyrir um það bil þremur árum er hún skrifaði mér og bað um leyfi að mega þýða á dönsku og gefa út bók mína „Niður um strompinn". Síðan þýddi hún sjálf bókina, en íslensku hafði hún lært, þótt hún talaði ekki málið. Annars var Þorsteinn Stefánsson rithöfundur aðalþýð- andi forlagsins. Hann er mikill tungumálamaður, jafnvígur á mál- in þrjú: íslensku, dönsku og ensku. I ágústmánuði síðast liðið sumar var ég og kona mín á ferðalagi í Danmörku. Við fengum boð frá Birgitte og Þorsteini að borða með þeim miðdegisverð á heimili þeirra úti í Humlebæk. Tiltekin dag tókum við hjónin lest á Hoved- banegárden og keyrðum í gegnum iðjagræn engi, skógarlundi og lítil vinaleg þorp uns numið var staðar í Humlebæk eftir rúmlega hálfrar stunda akstur. Birgitte og Þor- steinn biðu á brautarstöðinni og tóku á móti okkur hjónunum og fögnuðu af innileik. Heimili þeirra var í nýlegu fjölbýlishúsi, sem stóð í dálítilli húsaþyrpingu um það bil stundarfjórðungs gang frá brautarstöðinni. Innan lítillar stundar sátum við í smekklegri stofu í snotri'íbúð á þriðju hæð. Það sem fyrst vakti athygli mína er inn var komið var stór sýn- ingarskápur með öllum útgáfubók- um forlagsins. Þetta heimili bar sameiginlegu áhugamáli húsbænd- anna fagurt vitni. Alls staðar skipuðu bækur öndvegi og veggir frá gólfi til lofts í skrifstofu Þorsteins voru þaktir bókum í fallegu bandi. Birgitte tjáði mér brosandi, að stofan væri jafnframt kontór framkvæmdastjóra og gjaldkera útgáfufyrirtækisins. Brátt var sest að veisluborði og hinum ljúffengu krásum gerð góð skil. Skrafað var og skeggrætt um alla heima og geima. Meðal annars sögðu gestgjafarnir okkar frá því, er þau heimsóttu ísland fyrir nokkrum árum og gengu yfir öræfin og báru fimmtíu punda bakpoka á bakinu. Islenskt veður- far er óstöðugt. Þótt lagt væri upp úr áningarstað í glaða sólskini var kannski innan stundar komið hífandi rok og grenjandi slagveð- ur. Þegar rigningin lamdi mig í andlitið og ég þurfti að strita hálfbogin á móti storminum með þungan bakpoka, þá skemmti ég mér best, sagði Birgitte og hló. Þannig var eðli og skapgerð konunnar, sem tekið hafði órjúf- andi ástfóstri við landið hrjóstr- uga og hrikafagra nyrst í Norður- höfum. Lengi dags dvöldum við hjónin í góðu yfirlæti á heimili Birgitte og Þorsteins. Við ræddum margt um ísl. bókmenntir og kynningu þeirra erlendis. Við glöddumst yfir vexti og viðgangi forlagsins og Skömmu síðar kvöddum við hjónin með kærleikum gestgjafa okkar á brautarstöðinni. Dagurinn varð okkur ógleymanlegur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Birgitte Hövring, en ekki grunaði mig þá að það yrði jafnframt í síðasta skiptið. En eitt var mér ljóst: Ég hafði kynnst mikilhæfri konu, gædda hugsjónaeldi og persónutöfrum í óvenju ríkum mæli. Aðeins rúmum hálfum mánuði áður en Birgitte andaðist fékk ég bréf frá henni. Helsjúk svo hún getur vart stýrt penna er hún enn með hugann við bókaútgáfuna og hún ráðgerir að koma til Islands næsta sumar. Hún segist þrá að fá enn einu sinni að sjá litina í náttúrunni — birtuna — hrikaleg fjöllin og auðn öræfanna. Á milli línanna má lesa að hún efast um að þessi ferð verði nokkru sinni farin. Að síðustu bætir hún við: „Forventningens glæde er ogsá dejlig!" Nú hefur þessi dóttir danskra akra . og blómgvaðra beykiskóga lagt upp í ferðina, sem öllum er fyrirbúin til landsins handan við móðuna miklu. Kannski henni hafi orðið að ósk sinni og séð bjarma fyrir birtu jökuls á fjallstindum eldfjallaeyju „fjarst í eilífðar útsæ“. Rigmor Birgitte Hövring eins og hún hét fullu nafni var fædd 26. maí 1930 á Suður-Jótlandi. Hún andaðist í Kaupmannahöfn 29. mars síðast liðinn, og var því 47 ára er hún lést. Við hjónin sendum Þorsteini Stefánssyni okkar innilegustu samúðarkveðjur í hans sáru sorg. Það er huggun hamri gegn að minning góðrar og göfugrar konu vermir hjartað. Ég vil að lokum þakka Birgitte Hövring fyrir hið ómetanlega starf, sem hún vann ásamt Þor- steini Stefánssyni á sviði þýðinga íslenskra bóka og útgáfu þeirra í Danmörku. Ég veit að ég mæli þar fyrir munn allra velunnara ís- lenskra bókmennta. Nú er skarð fyrir skildi. En merkið stendur þótt maðurinn falli. Þótt Birgitte Hövring sé horfin sjónum lifir nafn hennar. Starfið sem hún hóf er sem lýsandi kyndill er vísar veginn. Fyrsti áfanginn er ruddur. Plógurinn bíður nýrra stórhuga hugsjóna- manna. Blessuð sé minning Birgitte Hövring. Armann Ki;. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.