Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI ig78 mikið með hesta, svo að ég vandist þessu frá upphafi og fékk geysi- legan áhuga á þessu þegar ég var smástelpa. Þegar ég var að alast upp í Reykjavík var hrossahald miklu sjaldgæfara í bænum en það er nú. Það þótti eiginlega hálf- skrítið að stelpa væri að vasast í slíku, ekki sízt þegar ég tók upp á því að fara til Þýzkalands á reiðskóla og gerast síðan reiðkenn- ari eftir heimkomuna. Eg kenndi — Jú, auðvitað er gaman að þessu, — af hverju heldurðu að maður væri að leggja þetta á sig annars? Góðu hliðarnar yfirgnæfa þær síðri, sagði Rosemarie Þorleifsdóttir reiðskólastjóri, húsmóðir í Vestra-Geldingaholti í Gnúpverja- hreppi og nýkjörinn formaður hestamannafélags- ins Smára þegar við heimsóttum hana og bónda hennar, Sigfús Guðmundsson, til að ræða við þau um búskap og hestamennsku á dögunum. Og það er út af fyrir sig athugunarefni hvað það er sem rekur ung hjón úr Reykjavík til þess að setjast að uppi 1 sveit, stofna þaT til búrekstrar og binda sig þar í báða skó. serft voru á reiðskólanum þegar þetta var og komu svo hingað eftir að nýja húsið var tekið í notkun, sáu eftir þessum frumstæðu vist- arverum. Þetta var nefnilega svo rómantískt og þegar allir voru komnir í náttfötin á kvöldin fór ég út á loftið með mjólk og kex og las sögu meðan krakkarnir voru að gera sér gott af. Þetta var nokkurs konar kvöldvaka, og það er auðvit- að annar bragur á þeim kvöldvök- Sigfús og Rosemarie með Dreyra, einn gæðinganna í Vestra-Geldingaholti. Ljósm. Sigurður Sigmundsson arnar eru auðvitað mjög erfitt starf, en það er líka alveg geysi- lega gaman að fást við þær, — að gera góðan hest úr hálfgerðum eða algerum villingi er náttúrlega verk, sem veitir manni mikið. Og kannski er það nú einmitt þetta, sem bindur fólk við sveitina. Búskapur býður upp á óþrjótandi möguleika og verkefni — þetta er eiginlega endalaus áskorun, sem maður kemst ekki hjá að svara Rætt við Rosemarie Þorleifsdóttur og Sigfús Guð- mundsson í Vestra-Geldinga- holti um búskap og hestamennsku „Búskapurinn er endalaus áskorun” — Auðvitað voru ástæðurnar margar, en búskaparáhugi og svo náttúrlega hestamennskubakter- ían gerðu nú sjálfsagt útslagið, segir Sigfús. — Við erum búin að búa hér í 14 ár og unum okkur vel. Við erum líka búin að koma okkur bærilega fyrir, en sjö fyrstu árin bjuggum við þarna í gamla bæn- um, heldur hann áfram og bendir á lítið og fornfálegt timburhús, sem stendur í túninu, Það lætur ekki mikið yfir sér við hliðina á nýja húsinu, sem auk þess að vera heimili þeirra hjóna og barna þeirra þriggja, Þorleifs, Guðmundar og Annie, er gististað- ur tuttugu og fjögurra nemenda þegar reiðskólinn í Vestra-Geld- ingaholti er starfandi á sumrin, og sú spurning vaknar hvernig hægt hafi verið að reka skólann við fyrri aðstæður. — Já, það gekk nú dálítið skringilega fyrir sig, segir Rose- marie, — en þegar við komum hingað 'rar hér nýbyggt fjós, og þar byrjuöum við á því að innrétta ágætis svefnloft. Borðhaldið fór fram í stofunni í gamla bænum og þegar reiðskólinn tók til starfa á vorin var byrjað á því að drífa allt út úr henni til að koma fyrir stóru borði, og við það rúmuðust allir. Þegar ég hugsa um þetta núna skil ég ekki hvernig þetta var yfirleitt framkvæmanlegt, — þú ættir að sjá eldhúsið þar sem eldað var ofan í allt þetta fólk, — en þetta gekk allt, þó að það hafi reyndar verið eins og í lygasögu. Sannleikurinn er sá að margir, um sem haldnar eru í borðstofunni hjá okkur núna. — Er eitthvað um það að þeir sömu komi hér á námskeið ár eftir ár? — Já, það er mikið um það og hefur verið frá upphafi. Reiðskól- inn hefur verið starfræktur allt frá því að við fluttumst hingað, nema eitt sumar, þegar nýja húsið var í byggingu. Yngstu nemend- urnir eru níu ára, og það er talsvert um að börn komi á þeim aldri, og haldi síðan áfram. Þegar sama barnið kemur hingað sumar eftir sumar er áhuginn venjulega svo mikill, að á endanum eignast það sitt eigið hross. — Hvenær byrjaði þessi hesta- áhugi hjá þér sjálfri? — Mjög snemma. Pabbi var í reiðskóla Fáks í nokkur ár áður en við fluttumst hingað og stofn- uðum okkar eigin. reiðskóla Fáks í nokkur ár áður en við fluttumst hingað og stofnuðum okkar eigin reiðskóla, en hugmyndin um eigin skóla var nú eiginlega kveikjan að því að við réðumst í það að kaupa jörð og hefja búskap, segir Rose- marie. Sigfús verður fyrir svörum þegar spurt er um búskapinn: — Við leggjum alla áherzlu á hrossin og gerum mikið af því að kaupa ótemjur eða lítið tamin hross og selja síðan þegar búið er „að koma þeim til hests", ef svo má segja. Við erum að temja allan ársins hring, en þó mest á veturna því að þá er bezti tíminn til að sinna slíkum störfum. Tamning- þegar maður er einu sinni byrjað- ur. Sjálfsagt er hægt að vinna sér þetta starf létt eins og önnur störf, en þeir sem vilja hafa eitthvað umleikis og búa sæmilegu búi þurfa að leggja mikið á sig, það er alveg ljóst. Þar að auki er búskapurinn mjög bindandi starf, — það er eiginlega aldrei hægt að fara neitt frá þessu, að minnsta kosti ekki þegar enginn er til að hlaupa í skarðið, og um sumarfrí er ekki að ræða í venjulegum skilningi þess orðs. Það lengsta, sem við Rosemarie höfum til dæmis farið saman síðan við byrjuðum að búa hér er þegar við fórum einu sinni austur á land í fimm daga. Svo höfum við auðvit- að farið á hestamannamótin, en þá erum við jafnan bæði vinnandi Hvöt félag sjálf- stæðiskvenna heldur almennan fund mánudaginn 22. maí kl 20.30 í Valhöll, Háaleitis- braut 1. Ávörp flytja þær konur er skipa sæti á lista flokksins í n.k. borgar- stjórnarkosningum: Skemmtiatriði og kaffi. Allt sjálfstæðisfólk velkom- iö. Pálmadóttir, Jóhannsdóttlr, Etnarsdóttir, Valtýsdóttir, blaðamaöur, kennari, ritari, húsmóöir, Stjómin. Sigríöur Þuríöur Pálsdóttir, Pórunn Anna Ásgeirsdóttir, söngkona, Qestsdóttir, Guömundsdóttir, logfr., húsmóöir, leikkona. Christian Dior Snyrtivörukynning Sérfræöingur kynnir og ráöleggur val á Christian Dior snyrtivörum í eftirtöldum verslunum. Versl. Clara Bankastræti 8, mánud. 22. maí kl. 2—6. Snyrtivörudeildin Glæsibæ Þriðjud. 23. maí kl. 2—6. Versl. Andrea Laugavegi 82,, fimmtud. 25. maí kl. 2—6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.