Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 41 Ingvi I. Ingason formaður Tækni- fræðingafélags íslands Aðalfundur Tækniíræðinga- félags íslands var haldinn mánu- daginn 8. maí s.l. A fundinum var Ingvi I. Ingason kosinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn voru kosnir Hcimir Sigurðsson. Guð- mundur S. Guðmundsson og Jón Kr. Valdimarsson. en fyrir í stjórninni voru Guðni Dagbjarts- son, Friðrik Guðmundsson og Bolli Magnússon, segir í frétt frá félaginu. Nokkurt starf var í félaginu á s.l. starfsári, m.a. var haldinn félagsfundur með dr. Gunnari Thoroddsen iðnaðarráðherra um stöðu iðnaðarins og farið var í skoðunarferð að Kröfluvirkjun. Aukaaðalfundur félagsins var haldinn í nóvember s.l. en megin- verkefni hans var að setja félaginu ný lög, auk þess sem Kristján Friðriksson iðnrekandi flutti er- indi um nýsköpun íslenzkra efna- hagsmála. Þá íhugar stjórn félags- ins nú aðild að Verkfræðingafélagi íslands og að FEANI, Evrópu- samtökum verk- og tæknifræð- ingafélaga. — Frakkland Framhald af bls. 62. Vincennes, eru nú stúdentar sem láta sig varða mengun stranda Bretagne-skaga og hafa lítinn áhuga á öreigabyltingu í forystu stúdenta. Það er af sem áður var! Herskáir stúdentar eru úr sögunni. Alain Krivine, leiðtogi tro'tskyistanna, sem skorti svo sannarlega ekki fylgi hér áður fyrr, rembist nú við að stofna æskulýðssamtök en án árangurs! Krivine er út á yzta jaðri vinstri línunnar og viður- kennir að næstum ómögulegt sé að virkja stúdenta í nokkru pólitísku máli. Hann segir, að fjöldi nefnda er fjalli um umhverfismál sé helmingi meiri en allra sellanna í kommúnista- flokknum. „Kannski væri hægt að fylla smásal til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í hand- knattleik en það er vonlaust að fá þá út á göturnar," segir hann. Uppgjafarandi trotskyista hefur á tíu árum breiðzt út til flestra vinstri afla í Frakklandi, enda hafa vinstri menn orðið fyrir tveimur geigvænlegum skakkaföllum á þessum tíma: Tilraunir þeirra með óþing- ræðislegar aðgerðir 1968 runnu út í sandinn og nú árið 1978 biðu þeir nauman ósigur í þing- kosningunum. í haldsmenn hafa verið við völd í tuttugu ár og líkur eru á að þeir verðir að næstu tíu árin ef Giscard verður endurkjörinn forseti 1981 eins og líkur benda til og situr út annað kjörtímabil, sjö ár. Vegna sundrungar í her- búðum óvinarins gefst forsetan- um kannski færi á að sjá draumsýn sína verða að veru- leika, þ.e. réttlátara þjóðfélag, þar sem launþegar taki meiri þátt í rekstri þjóðarbúsins og meiri markaðssamkeppni ríkir. En það mun reynast honum erfitt að tryggja samstöðu á breiðum grundvelli þar sem aðeins helmingur kjósenda greiddi honum atkvæði. Tækifærin til afdrifaríkra og hugmyndaauðugra aðgerða eru ekki mörg. Örvænting virðist ríkjandi meðal aflanna til hægri og vinstri við hann og finni þau ekki skoðunum sínum pólitískan farveg gæti það sama gerst og á Ítalíu og í Vestur-Þýzkalandi, en Frakkland hefur hingað til sloppið við hryðjuverkaölduna. En svo lengi sem gagn- byltingarmenn ráða lögum og lofum getur umbótasinnaði höfðinginn í Elyséehöllinni sem ekkert lætur raska ró sinni blundað vært ... — H. Þ. tók saman. Sjálfboðaliðar á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboöa- starfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúar listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-listanum liö meö starfskröftum sínum á kjördag, 28. maí næstkomandi, hringi vinsamlegast í síma: 86216—82900. Skráning sjálfboöaliöa fer einnig fram á skrifstofum Ji Fullkomín varahlutaþjónusta Takmarkið: Sala véla og tæknibúnaóar byggist aö verulegu leyti á, því oröi sem fer af viögeröa— og varahluta þjónustu fyrirtækisins. Vandamálið: í miklum birgöum binst mikiö fjármagn. Nýting þess verður slæm og geymsluhúsnæði er dýrt. Lausnin: Lausnin liggur í vandlega skipulögöum innkaupum og stöðugu vörustreymi í Flugfrakt. Árangurinn: Árangurinn veröur gott þjónustuorð á fyrirtækiö. mikill veltuhraöi vörubirgða, og bætt afkoma fyrirtækisins. Sem sagt: meö Flugfrakt. íDM^frakt FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ÍSLANDS Suðurtandsbraut 2 Simi 84822 (í hótel Esju húsinu) hverfafélaganna. listinn ; ’ Til sölu vörubifreið Til sölu Scania 110 árgerð '71 með Sörling grjótpalli. Upplýsingar í síma 36166. Öllum Þeim, sem heimsóttu mig og öörum sem heiðruöu mig á margvíslegan hátt í tilefni afmælis míns Þann 17. maí sl., sendi ég hugheilar Þakkir og kveðjur. Einar Guðfinnsson, Boiungarvík. r K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.