Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1978 Vinsældalistar og fréttir ur poppneimmu IAN Anderson var ekki hamingjusamasti maður í heimi. Jethro Tull eru um það bil að leggja upp í hljómleikaferðalag um Bretland og vegna hins skamma æfingatíma var Ander- son ekki alltof hrifinn af því að vera beðinn um að koma afsíðis og eiga viðtai við blaðamann. Þar ofan á bættist að Anderson var nýkominn frá London þar sem hann hafði verið að rífast við útgáfufyrirtæki sitt, vegna myndarinnar á framhlið plötu- hulstursins af nýjustu plötu Tull, „Heavy Horses". „Það er alltaf dálítið leiðinlegt þegar hljómsveit lýkur við nyja hljómplötu og uppgötvar að eins og alltaf hefur eitthvað farið á annan veg en til stóð,“ sagði Anderson í kvörtunartón. „I þessu tilfelli var það myndin á plötu- hulstrinu. Hún er ferhyrnd en hefði átt að vera þríhyrnd. Mér var ekki sagt hvaða mynd var valin á hulstrið, og gat því engu ráðið þar um. En ég hefði valið aðra mynd hefði ég fengið að ráða. Einnig er smávægilegur galli í plötuskurðinum. Að vísu ber ekkert á gallanum þó hljómplatan sé spiluð 50 sinnum, — en ef hún með hljómlistarmönnum sem ekki eru í Jethro Tull. Enginn okkar kann sígild rokk-lög, svo við getum ekki leikið af fingrum fram með öðrum tónlistarmönnum. Pyrir bragðið erum við dálítið sér á báti í tónlistarheiminum. John Evan getur t.d. ekki með nokkru móti leikið rokk og ról-lög á píanóið. Ég get ekki spilað þjóð- lagalög á gítar og get aðeins leikið í um það bil fimm tónstigum á flautuna. Fyrir bragðið verðum við að treysta hver á annan í hljómsveitinni. Flestir í hljóm- sveitinni hafa aðeins leikið með Jethro Tull.“ Hvað viðvíkur lagavali hljóm- sveitarinnar í hljómleikaferðalag- inu sem fyrir dyrum er, hefur útsetningu margra gömlu laganna verið breytt, en auk þeirra mun hljómsveitin leika nokkur ný lög. Látbragðsleikur hljómsveitarinn- ar hefur verið skorinn mikið niður. „Við vildum ekki að fólk kæmi á hljómleikana aðeins til að sjá okkur sprella á sviðinu,“ heldur Anderson áfram. Það gæti komið niður á tónlistinni þegar fram í sækti.“ Látbragðsleikur Tull á sviði var mestur þegar hljómplöturnar „Thick as a Brick“ , ,Ernm sér á báti í tónlistarheiminnm” er spiluð mikið oftar en hundrað sinnum, kemur galinn i ljós.“ Reiðin var farin að renna af Anderson, en hún sýndi þó, hye mikla vinnu hann er fús að leggja í hverja hljómplötu. Allt verður að vera eins gott og mögulegt er, og skiptir þá litlu máli hvort um er að ræða útlit hljómplötunnar eða hljómgæði. Lögin á „Heavy Horses" eru um lífið úti á landsbyggðinni eins og raunar flest lögin á hljómplötu Tull, „Songs from the Wood“. Mynda þessar tvær plötur eina heild í augum Andersons? „Á yfirborðinu eru lögin á plötunum lík. En lögin á „Heavy Horses" fjalla ekki um horfna tíma, þau eru aðeins samin um hitt og þetta sem mér hefur fundist ástæða til að taka fyrir. Ég sem flest lögin meðan hljóm- sveitin er á hljómleikaferðalögum sínum, en ekki þegar ég hvíli mig uppi í sveit." Þróunin sem verður á þessum lögum frá því að Anderson semur þau og þar til þau verða lög hljómsveitarinnar er flókin. Sam- bandið milli hans sem leiðtoga og aðallagasmiðs hljómsveitarinnar er og hefur alltaf verið mjög einkennilegt. „Þróunin er sérstök fyrir hvert lag. Ég reyni að komast hjá því að fara eftir reglum þegar ég sem lögin. Ég fæ hugmynd að lagi og syng það og leik undir á gítar og þannig verður lagið þar til hinir hljómsveitarmeðlimirnir koma með sínar hugmyndir og bæta þeim við lagið. Stundum bið ég þá að semja utan um lagstúf sem ég hef samið og stundum er ég með ákveðnar útsetningar í kollinum sem ég legg fyrir hljómsveitina. Það má eiginlega segja að ég skiptist á að vera söngvari með undirleikshljómsveit og söngvari í hljómsveit. Hinir í hljómsveitinni semja eigin lög, þó þeir geri ekki mikið af því. Það sem þeir semja er hins vegar oftast notað. Eitt er það sem einkennir alla meðlimi Tull — og þá á ég einnig við þá sem verið hafa í hljómsveit- inni — að við erum allir skrítnir tónlistarmenn, getum ekki leikið og „Passion Play“ komu út, en brezkir gagnrýnendur hökkuðu þá síðarnefndu í sig. Þrátt fyrir það komst platan í efsta sæti vin- sældalistans í Bandaríkjunum og því hefur Anderson aldrei gleymt. „Ég held að vegna þess hve mikið var um orðaleiki og annað í þeim dúr á „Passion Play“, hafi fólk utan enskumælandi landanna orðið að einbeita sér meira að plötunni. Vegna þess að fólkið hefur þurft að leggja mikið á sig, hefur það ef til vill gefist upp og látið sér nægja að vita að þetta var nýjasta plata Jethro Tull. Þetta kann að vera skýringin á þeim miklu vinsældum, sem plat- an átti að fagna í Evrópu." Er Anderson var inntur eftir því hvernig hljómsveitin gæti leikið gömul lög, þegar allt aðrir menn væru í hljómsveitinni nú en voru er lögin voru samin, svaraði hann: „Við höfum endurskipulagt hljómleikana, og gömul lög eins og „Aqualung" og „Locomotive Breath“ hafa minni þýðingu nú en áður. „I margra augum var „Aqualung" hin eina sanna Jethro Tull-hljómplata, og það var sú plata er braut ísinn í Banda- ríkjunum. A eftir þ'eirri plötu fylgdu aðrar er fólki þótti ekki vera í anda Tull, en þá kom „Minstrel in the Gallery", sem flestir eru á að sé endurhvarf til liðinna tíma. Finnst Anderson að Minstrel-platan sé í einhverju lík „Aqualung"? „Það var mjög einkennileg plata, því að hún var tekin upp yfir sumartímann í Monte Carlo. Nokkra meðlimi hljómsveitarinn- ar langaði til að fara í sólbað, og því voru þeir sífellt að týnast meðan á upptökunum stóð. Þetta er eilitið vandamál, þegar unnið er að plötuupptöku á stað sem býður upp á svo margt til afþreyingar, og það er nauðsynlegt að vera viljasterkur til að freistast ekki til að fara að spila tennis í stað þess að halda upptökunum áfram. Ég var að taia um þetta sama við Jon Anderson og hann sagði mér að Yes ætti við sömu vandamál að glíma. Það hljóta að vera miklir letingjar, því að þeir hefja upptök- ur klukkan tvö eftir hádegi og hætta klukkan átta að kvöldi. Við byrjum einnig klukkan tvö, en hættum ekki fyrr en við þurfum, og erum stundum að til klukkan tvö að nóttu. Annars þekki ég ekki vel til hljómlistarmannanna í Yes, ég þekki aðeins Jon af því að við erum að semja saman ballett. En Minstrel var mjög persónuleg plata, næstum því sjálfsævisaga mín, þótt platan þar á eftir „Too Old to Rock and Roll“ væri það ekki. Efnið á þeirri plötu var aðeins fantasia, þó að ég væri þess meðvitandi hve hættulegt væri að kalla hana þessu nafni." (Þýtt úr Beat Instrumental). Jethro Tull, frá vinstri til hægri: David Palmer, Ian Anderson, Martin Barre, John Evan, Barriemore Barlow og John Glascock. ÓVENJU mikið er af nýjum nöfnum á brezka vinsældalistanum í bessari viku en ný lög eru alls Þrjú. Þá tókst Boney M. aö rjúfa einokun Bee Gees á efsta sæti vinsældalistans. í Bandaríkjunum skutust Wings enn einu sinni upp á toppinn, en annars eru litlar hræringar á peim lista. Tíu vinsælustu lögin í London, staöa Þeirra í síðustu viku í sviga: 1. (2) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (1) Night fever — Bee Gees 3. (9) Because the night — Patti Smith 4. (18) Boy from New York City — Darts 5. (5) Automatic lover — Dee D. Jackson 6. (3) Too much, too little, too late — Johnny Mathis og Deniece Williams 7. (4) Never let her slip away — Andrew Gold 8. (6) Lets's all chant — Michael Zager band 9. (25) If I can‘t have you — Yvonne Elliman 10. (23) l‘m always touched by your orescence, — dear — Blondi NEW YORK: 1. (2) With a little luck — Wings 2. (3) The closer I get to you — Roberta Flack og Danny Hathaway. 3. (6) Too much, too little, too late — Johnny Mathis og Deniece Williams. 4. (5) You‘re the one that I want — Olivia Newton-John og John Travolta 5. (4) Night fever — Bee Gees 6. (8) Shadow dancing — Andy Gibb 7. (1) If I can‘t have you — Yvonne Elliman 8. (10) Disco inferno — Tramps 9. (11) Imaginary lover — Atlanta Rhythn Section 10. (12) Feels so good — Chuck Mangione AMSTERDAM: 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (3) Suvstitute — Clout 3. (5) Night fever — Bee Gees 4. (6) Lady McCorey — Band Zonder Naam 5. (8) Ca planö pour moi — Plastic Bertrand 6. (19) Met de vlam in de pijp — Henk Wijngaard 7. (2) Argentina — Conquistador 8. (4) Only a fool — Mighty Sparrow and Byron Lee 9. (7) U o me — luv 10. (10) Ecery l‘s a winner — Hot Chocolate BONN: 1. (1) Take a chance on me — ABBA 2. (3) Mull of Kintyre — Wings 3. (5) Love is like oxygen — Sweet 4. (2) For a few dollars more — Smokie 5. (6) If paradise is half as nice — Rosetta Stone 6. (15) Stayin* alive — Bee Gees 7. (14) Rivers of Babylon — Boney M. 8. (4) Runaround Sue — Leif Garrett 9. (7) Don't stop the music — Bay City Rollers 10. (8) Love is in the air — John Paul Young HONG KONG: 1. (1) Emotion — Samantha Sang 2. (2) Dust in the wijd — Kansas 3. (3) Night fever — Bee Gees 4. (5) Fantasy — Earth, Wind and Fire 5. (6) Stayin* alive — Bee Gees 6. (11) You're the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John (4) Love is thicker than water — Andy Gibb 8. (7) Love is like oxygen — Sweet 9. (10) It amazes me — John Denver 10. (13) The closer I get to you — Roberta Flack Tvö lög jöfn í sjötta sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.