Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1978 Seltjarnarnes er vaxandi kaupstaður, sem vakið hefur athygli fyrir farsæla bæjarmálaforystu, öra uppbyggingu og trausta fjármálastjórn. Þar haldast framkvæmdir í hendur við vöxt bæjarfélagsins, þó að álagsheimildir á borgarana séu ekki nýttar til fulls, hvorki í útsvörum né fasteignagjöldum. Húshitunarkostnaður er þar lægri en annars staðar á landinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihluta í sveitarstjórn um árabil. Fast er nú sótt að þeim meirihluta og má búast við harðari og tvísýnni kosningum þar en oftast áður. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Nesinu. Blaðamaður Mbl. leit við hjá honum í fyrradag og fékk hjá honum upplýsingar um stöðu bæjarmála. Hér fara á eftir svör bæjarstjórans en spurningarnar segja til sín í svörum hans. • Miðbær — bæjarsamfélag Eitt af því sem gerir kaupstað að raunverulegu samfélagi íbúa hans er aðlaðandi miðbær, sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er blaðamaður Mbl. leit við á skrifstofu hans í fyrradag. Ekki of stór né óper- sónulegur staður, heldur viðfelld- inn kjarni, sem dregur til sín fólk á öllum aldri og kemur til móts við óskir þess og þarfir. Slíkan miðbæ er vandasamt að raunar ekki síður fyrir hina eldri. Vonandi þarf ekki lengi að bíða þessarar heilsulindar. • Skólamál á nesinu Þú spyrð um skólamál. Þau eru í mjög góðu lagi hjá okkur. Valhúsaskóli er nú fullbyggður og segja má að hér sé hvergi tvísetin skólastofa. Það hefur verið stefna okkar hér á Nesinu að hvers konar opinber þjónusta haldist í hendur um gagnsemi opinbers uppeldis annars vegar og hefðbundins heimilislífs, eins og það tíðkaðist til skamms tíma hins vegar. Sú skoðun virðist útbreidd, a.m.k. hjá ungum foreldrum, að dvöl á leikskóla um 1—2 ára skeið sé æskileg uppeldislega séð. Þrír stórir leikvellir verða full- gerðir í sumar og hér eru starf- ræktir tveir gæzluvellir allt árið. • Hin aldraða sveit Jú, málefni aldraðra og sjúkra eru mjög aðkallandi þegar litið er á höfuðborgarsvæðið í heild. Vera má að við hér á Seltjarnarnesi höfum verið of uppteknir við málefni æskunnar og fólks á starfsaldri. En okkur er nokkur vorkunn, þar sem aðeins um 4% af íbúum sveitarfélagsins eru 67 ára eða eldri. Engu að síður verður ekki lengur skotið á frest að taka hér til hendi. Óhætt er að fullyrða að á næsta kjörtímabili verður gerð hér til- raun með að bærinn reisi íbúðir fyrir aldraða og reynt verður að leysa vandamál sjúkra, líklegast í samvinnu við nærliggjandi sveit- arfélög. • Gatnagerð í góðu lagi Gatnagerð er ekkert vandamál hjá okkur lengur. Við höfum fylgt stökkum byggðarinnar eftir um frágang gatna, gangstétta og götulýsingar. Áherzla hefur verið lögð á að nota allar lóðir við þegar gerðar götur, til þess að nýta fjárfestingu í götum sem fyrst og bezt. Þetta hefur tekizt. Nú eru yfir 90% af götum í bænum fullfrágengnar með gangstéttum og lýsingu. • Lægsti hitunar- kostnaður hérlendis Hitaveitan er Seltirningum góð búbót. Frá því að hún var tekin í notkun 1972 höfum við búið að lægsta húshitunarkostnaði hér- lendis. Veitan hefur, eins og allar nýframkvæmdir, þurft að ganga í gegn um sitt erfiðleikatímabil — og við höfum okkar hóp af úrtölumönnum eins og gengur. En fyrirtækið hefur staðið af sér þessa örðugleika og mun á kom- andi tíð skapa Seltirningum bætt lífskjör í lágum hitunarkostnaði. Lágur húshitunarkostnaður þýðir meiri ráðstöfunartekjur til ann- arra hluta. skapa, þó að sé stefnt, og ekki útséð, hvern veg til tekst, fyrr en lokið er. Þessi viðleitni á þó greinilegan hljómgrunn og stuðn- ing meðal bæjarbúa. • Verkefni líðandi stundar Já, verkefni líðandi stundar eru m.a. á sviði heilsugæzlumála. Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi að byggingu heilsu- gæzlustöðvar við Melabraut. Af skipulagsástæðum þótti rétt að reisa 2ja hæða hús á lóð heilsu- gæzlustöðvarinnar. Var þá ákveðið að ievsa húsnæðismál bókasafns og tónlistarskóia í leiðinni. Þessi framkvæmd er hafin og verður iagt kapp á að ljúka henni á sem skemmstum tíma. Sundlaug er fullhönnuð en framkvæmd bíður betri tíma. Ég tel byggingu laugarinnar aðkall- ndi nauðsynjamál, sérstaklega "yrir æsku byggðarlagsins — og við íbúafjölgun og svo verður áfram. Bráðlega verður farið að hyggja að nýjum smábarnaskóla fyrir 6—9 ára nemendur, eða jafnvel 5—9 ára. Sá skóli mun væntanlega tengjast Mýrarhúsaskóla. Annar smábarnaskóli er fyrirhugaður vestan Lindarbrautar, sennilega í nágrenni Nesstofu. • Yngstu borgararnir Hvern veg við sinnum yngstu borgurunum? Jú, þeir eru ofarlega á blaði hjá okkur. Um síðustu áramót voru börn á aldrinum 2—6 ára 177 talsins. Leikskólar bæjar- ins taka um 70 börn eða 40% af þessum aldurshópi. í heimahúsum eru á vegum bæjarins 15—20 börn í heilsdagsgæzlu — þanníg að segja má að um 50% barna á leikskólaaldri séu í einhvers konar vistun. Hér eins og víðar greinir fólk á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.