Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MA11978 61 IW 7S~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Utt'l) \i hjálpa unglingunum til að gera eitthvert gagn? Því að eins og allir vita: Vinnan göfgar manninn. L.J. • Gert vel við aldraða „Yfirleitt hefur það verið talinn hinn bezti siður að vera gestrisinn og gott að geta boðið gestum að gjöra svo vel að ganga í bæinn þegar þá ber að garði. Að undanförnu hefur verið klifað á því að Reykjavík sé að verða eins konar elliheimili fyrir íslendinga utan af landsbyggðinni og talað er um þetta af minnihlutaflokkum í borgarstjórn af mikilli vandlæt- ingu að mér hefur fundizt. Ég vil bara fá að nefna það að hér í Reykjavík er ein hin bezta umönnun fyrir hina öldruðu, þeir fá hvergi betri umhyggju en hér í Reykjavík. Það er sagt sjálfstæðis- mönnum til hnjóðs að þeir safni hingað öldruðu fólki, en ég hefði bara haldið að þetta væri hið mesta hrós. Enginn flokkur á að ráða hér i Reykjavík nema Sjálf- stæðisflokkurinn að mínu mati. Auðvitað er það svo að við sem kjósum Sjálfstæðisflokkinn erum fljót að rísa upp og láta álit okkar í ljós með skömmum ef okkur finnst eitthvað fara úrskeiðis, og við látum sjaldnar um það getið sem vel er gert. En fyrir það að vel er staðið að málefnum aldraðra hér í höfuðborginni má Sjálf- stæðisflokkurinn fá hrós og aðrir geta skammast sín að vera að hnýta í flokkinn fyrir það. Hjalti Einarsson.“ Þessir hringdu . . • Þörf úrbót Kona nokkur sem sagðist fara með barn sitt á barnaheimilið Grænuborg vildi koma því á framfæri vegna skrifa hjá Velvak- anda nýlega um það sem nefnt var slysagildra við Landspítalann, þar sem um væri að ræða nýja leið til að aka inn á lóðina frá Hring- braut. Sagði konan að þetta væri hin þarfasta úrbót, því leiðin frá Eiríksgötu um lóð spítalans, (þ.e. framhjá hjúkrunarskólanum) aðGrænuborg væri mjó, þar væri jafnan lagt bílum beggja vegna og þröngt að fara sérstaklega í hálku á vetrum. Taldi konan að þetta þyrfti ekki að vera meiri slysa- gildra en hvar sem er annars staðar, auðvitað krefðist akstur þarna um aðgæzlu rétt eins og alls staðar. • Loftmengun Bflstjórii — Mér finnst að lögreglan megi líta örlítið á þá bíia sem eru svo illa stilltir eða eitthvað bilaðir að þeir menga loftið eins og hin versta verksmiðja. Það er verið að hnýta í þá sem stilla ekki ljósin á réttum tíma og finnst mér þetta ekki minna atriði en t.d. það, því af þessu stafar hinn mesti óþrifn- aður og getur vel farið svo að það hindri útsýni úr næsta bíl fyrir aftan, svo málað sé í sterkum litum. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í A-Þýzkalandi í desember í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Smejkals, Tékkóslóvakíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Bueno, Kúbu. 21. He6! (Hvítur hótar nú einfald- lega 22. Hxg6 sem leiðir til máts) Hg8 22. Dh4+ og svartur gafst upp. Eftir 22. ... Kg7 23. Rf5+! - gxf5, 24. Dh6 er hann mát. Þeir Knaak. Malich og Smejkal urðu jafnir og efstir á mótinu, hlutu 9'k v. af 14 mögulegum hver. • Ruslið Bílstjórinn hinn sami heldur áfram og fer nú út í aðra sálma: Það er mjög hvimleitt að fá yfir sig skæðadrífu af rusli þegar ekið er á eftir bílum, en þetta kemur hvað eftir annað fyrir. Einnig er álíka leiðinlegt að sjá fólk henda frá sér rusli á götum úti. Það ætti að sekta fólk fyrir þetta rétt eins og gert er í útlöndum og held ég að fólk sinni þessu ekki nóg fyrr en farið verður út í einhverjar aðgerðir af þessu tagi og ætti að heimila lögreglunni að sekta fólk á staðnum sem gerir svona af sér. • Góða ferð Gerður Ólafsdóttir — Ég er nýkomin úr ferð til Mallorka sem ég fór í með hópi fólks á vegum félagsmálastofnun- ar Reykjavíkur og vil ég fá að koma á framfæri hinu mesta þakklæti fyrir ferðina. Vil ég þakka fararstjórunum Önnu og Láru og öllum öðrum sem hlut áttu að máli og ekki síður samferðafólkinu öllu. • Hættulegt heimilisdýrum Anna. — Ég vildi aðeins fá að nefna með nokkrum orðum smá viðvörun til fólks sem hyggst nota flugna- spjöld, svokölluð. Ekki er ráðlegt að setja þau upp á heimilum þar sem t.d. fuglar eða önnur heimilis- dýr eru, því ég gerði þetta og varð fyrir því að drepa mína fugla. Að vísu er aðvörun á spjöldunum, en ekki er endilega víst að fólk taki eftir henni. HOGNI HREKKVISI Varð að senda það í hreinsun. BANKASTRÆTI 7. SÍMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005. 03^ SIGGA V/CJGA £ ÁiLVEfcAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.