Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 39 allan tímann. En það vegur upp á móti hvað þetta er okkur allt mikið sameiginlegt áhugamál, búskapurinn, umsvifin hér og svo auðvitað hestamennskan, segir Sigfús. — Hvernig gengur rekstur reið- skólans? — Reksturinn gengur býsna vel þá þrjá mánuði ársins, sem reiðskólinn er starfandi, segir Rosemarie. Skólinn er þá full- skipaður og aðsóknin svo mikil að sumum námskeiðunum, að mikið vantar á að hægt sé að anna eftirspurninni. En ef við miðum hins vegar við þessa miklu og dýru aðstöðu, sem við erum með hér og nýtist ekki nema þessa fáu mánuði á ári, þá gefur auga leið að heildarútkoman verður ekki góð, og raunar má segja að reksturinn standi alveg í járnum. — Hvernig væri hægt að nýta aðstöðuna betur? — Það mætti gera með ýmsu móti, en helzt hefði ég áhuga á að koma á samvinnu við opinbera aðila, til dæmis skóla. Ég held að fullkomlega væri grundvöllur fyrir því að skólafólki væri gefinn kostur á því að sækja námskeið í hestamennsku. Almennt hefur viðhorfið gagnvart þessari íþrótt gjörbreytzt á tiltölulega fáum árum. Það er orðið svo miklu meira um það en áður að fólk eigi hesta, og það hefur færzt gífurlega í vöxt að börn og unglingar fari snemma í hestamennsku. Það er ekki bara í Reykjavík sem áhuginn hefur aukizt — hann fer líka vaxandi í sveitunum. Það þarf ekki annað en líta á starfsemi hesta- mannafélaganna til að sjá það, segir Rosemarie. — Ég verð auðvitað mest vör við þennan mikla áhuga og beinlínis þrýsting frá börnum og unglingum af því að ég hef haft mest kynni af þessum aldurshópum í sambandi við hestamennskuna. — Eru það eingöngu börn og unglingar, sem sækja reiðskólann? — Þetta er langfjölmennasti aldurshópurinn, en hingað kemur líka mikið af fullorðnu fólki, margt erlendis frá um hásumarið. Flestir koma þó úr Reykjavík, en nokkur undanfarin ár hefur það verið að færast í vöxt að börn og unglingar úr sveitunum komi hingað, segir hún. — En þarf að kenna fólki, sem hefur alizt upp í sveit, að fara með hesta? — Þegar ég byrjaði að kenna þótti það eins og hver önnur fásinna að það þyrfti að kenna íslendingum yfirleitt hvernig ætti að sitja hest, hvað þá sveitafólki. Auðvitað er enginn vandi að komast upp á lag með að sitja á hestbaki án þess að eiga það á hættu að lenda úti í móa, en reiðmennska og meðferð hrossa er engin meðfædd gáfa. Góð hesta- mennska grundvallast vitaskuld á þjálfun og fræðslu eins og flest annað. Mér finnst gaman að fylgjast með því eftir því sem árin líða, hversu margir knapar, sem nefndir eru í fréttum af hestamót- um, hafa byrjað hér hjá mér. — En er þetta ekki mjög kostnaðarsöm tómstundaiðja? — Jú, það er nú óhætt að segja það, og stofnkostnaðurinn er býsna mikill. En ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi þá neita unglingar, sem eru búnir að fá „hestadelluna", sér um flest til að geta átt hestinn, enda er þá varla tími til að sinna öðru í tómstund- unum. — Hvað kostar það að koma sér upp hesti með reiðtygjum? — Það fer náttúrulega alveg eftir því hvernig hesturinn er. Góður og fulltaminn hestur fyrir byrjanda fæst fyrir svona 250 til 300 þúsund, en þá er auðvitað ekki um að ræða það, sem kallað er gæðingur. Meðalverð fyrir hnakk og beizli er sennilega eitthvað um 100 þúsund. Svo er það kostnaður- inn við að eiga hestinn og hann er auðvitað mismunandi mikill, en einhverntíma heyrði ég að fram- færslukostnaður fyrir reiðhest næmi sem svaraði verði eins sígarettupakka á dag, segir Rosemarie. — Nú hefur sú hugmynd verið viðruð, meðal annars á Alþingi, að komið verði á fót ríkisreknum reiðskóla. Hver er afstaða þín til þess máls? — Það getur verið að grundvöll- ur sé fyrir slíku, segir Rosemarie, alla vega ef tillit er tekið til þess hversu mikill áhuginn er, en stofnkostnaður við svona skóla er bara svo mikill að frá hagrænu sjónarmiði hlyti það að vera sóun að leggja út í slíkt fyrirtæki meðan til er aðstaða, sem er hvergi nærri fullnýtt. — Hefur þú leitað eftir fyrir- greiðslu hjá ríkinu í sambandi við skólann? — Já, ekki alls fyrir löngu ræddi ég þetta við menntamála- ráðherra, með það fyrir augum að hægt yrði að koma á einhvers konar samvinnu við skólakerfið. Ráðherrann sýndi málinu skilning, og taldi þetta þarfa starfsemi, sem ekki mætti niður falla, en var hins vegar þeirrar skoðunar, að landbúnaðarráðuneytið væri sá aðili, sem málefni svona stofnunar heyrði undir, og þar stendur hnífurinn í kúnni. Reiðskólinn hefur aldrei fengið opinberan styrk eða notið nokkurrar aðstoð- ar frá ríkinu að öðru leyti en þvi að fyrir nokkrum árum fengum við lán úr Ferðaniálasjóði til að bæta aðstöðu skólans. Þetta lán er vísitölutryggt og það er alveg að verða okkur ofviða. Þetta vindur sífellt upp á sig, eins og allir þekkja, og það er ekki bara reiðskólinn, sem hefur farið flatt á þessu láni, þótt á sínum tíma hafi það orðið til þess að okkur reyndist kleift að koma skólanum í það horf, sem hann er nú í. Mörg lítil hótel úti á landi hafa bókstaf- lega kollkeyrt sig á sams konar lánum. Til að reyna að koma þessu á einhvern skynsamlegan grund- völl leituðum við svo til landbún- aðarráðuneytisins um fyrir- greiðslu til að borga lánið upp og losna þannig af þessum klafa, en fengum synjun. Þessi vísitölu- tryggðu lán, sem nú tíðkast, mundu eflaust þjóna tilgangi' sínum, ef þau héldu^t í hendur við aðra lánastarfsemi, en þegar þau verða atvinnurekstri beinlínis fjötur um fót af því að þau eru úr tengslum við það fjármálakerfi, sem ríkjandi er í landinu, þá eru það auðvitað út í hött, segir Rosemarie. — í hverju er kennslan hjá ykkur fólgin? — Við kennum alla almenna undirstöðu í reiðmennsku, allt um hestinn, byggingu hans og með- ferð. Við byrjum á því að kanna jafnvægisskyn hvers nemanda, kennum honum síðan að leggja við og leggja á, kemba og bursta, og síðan fær hver nemandi sinn hest til að annast meðan námskeiðið stendur. Þá eru bóklegir tímar þar sem fjallað er um helztu atriði í sambandi við sjúkdóma, fóðrun og hirðingu. Undirstaða kennslunnar í sjálfri reiðmennskunni eru hlýðniæfingar. Fyrst er auðvitað ekki farið nema fetið, en síðan eykst hraðinn jafnhliða færni nemandans. — Við ætlum að hafa heldur styttri námskeið í sumar en verið hefur. Yfirleitt hafa þetta verið 6 til 12 daga námskeið, þar sem byrjendur og framhaldsnemendur hafa verið sitt í hvoru lagi. I sumar verður hins vegar aðeins um að ræða 5 daga námskeið og af því að nú getum við kennt á tveimur stöðum í einu getum við haft samtímis byrjendur og þá sem kunna meira fyrir sér. Þá verður haldið kvennanámskeið í ágúst og í september verðum við í fyrsta skipti með sérstakt námskeið til undirbúnings fyrir svokallað hlýðnipróf B, sem ér fyrir unglinga. — Sérstakt kvennanámskeið, segirðu? — Já, það er kannski von að þú spyrjir, segir Rosemarie. Sann- leikurinn er sá að þessi námskeið hafa einkum verið sótt af konum, sem giftar eru hestamönnum, og þegar þær fara svo sjálfar út á sömu braut kæra þær sig ekkert um að gefa körlunum tækifæri til að upphefja sjálfa sig á þeirra kostnað. — Rosemarie, hvernig fara ís- lenzkir hestamenn með hestana sína? — Ég held að mér sé óhætt að halda því fram, að yfirleitt fari fólk vel með hestana sína, en því miður sér maður samt ennþá alltof mikið af hinu gagnstæða. Það er stundum ljótt að sjá til raanna, sem ætla að sveigja skepnuna algerlega undir vilja sinn og spara þá hvorki hörku né fantabrögð. Hestar eru engar vélar, heldur1 hefur hver einstaklingur sín sér- einkenni og verður að meðhöndlast í samræmi við það. Að ætla sér að stjórna hesti með offorsi og látum er vonlaust verk, en auðvitað þarf hesturinn að finna hver það er, sem stjórnar og heldur í taumana. Það þarf að fara að með lagni ef ætlunin er að ná góðum árangri og laða fram það bezta sem býr í hestinum, sagði Rosemarie Þor- leifsdóttir að lokum. - Á.R. Mínar innilegustu þakkir flyt ég öllu frændfólki og vinum sem glöddu mig á 85 ára afmælisdaginn 16. maí s.l. meö heimsóknum, gjöfum og heillaóskum og geröu mér daginn ógleymanleg- an. Guð blessi ykkur öll. Guörún frá Seljavöllum. Demantshringar Úr og skartgripir Jón og Óskar, Laugaveg 70, sími 21910. D-listinn boöar til framboösfundar þriöjudag- inn 23. maí kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1, 3. hæö. Framsöguræöu og fyrirspurnir. Fundarstjóri Stefnir Helgason. Allir velkomnir. D-listinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.