Morgunblaðið - 31.05.1978, Qupperneq 1
32 SÍÐUR
112. tbl. 65. árg.
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Hvítir
Shaba
Rabat, 30. maí. Reuter.
MOBUTU Sese Seko forseti Zaire
sagði í dag að uppreisnarmenn
hefðu myrt alla hvíta menn sem
þeir tóku í gíslingu þegar þeir
hörfuðu frá námubænum Kolwezi
í Shabahéraði — karla, konur og
börn.
Hann sagði að fjöldamorðin
hefðu verið framin á laugardag-
inn en ekki væri vitað um fjölda
þeirra sem hefðu vcrið myrtireða
hvar morðin hefðu átt sér stað.
Vitað er að rúmlega 200 hvítir
menn voru drepnir eftir árás
uppreisnarmanna í Kolwezi. Þegar
franskir og belgískir fallhlífaher-
menn höfðu flutt á brott um 2.000
hvíta menn hermdu fréttir að
uppreisnarmenn hefðu haft á brott
með sér ótiltekinn fjölda hvítra
gísla.
Starfsmenn franska varnar-
málaráðuneytisins í París sögðu í
kvöld að þeir hefðu engar upplýs-
SAS
boðar ný
fargjöld
Ósló, 30. maí. AP.
EF BANDARÍSKA flugfélagið
Northwest Arlines býður lækk-
uð fargjöld á flugleiðum yfir
Norður-Atlantshaf þegar flug-
ferðir félagsins frá Svíþjóð og
Danmörk hefjast mun skandi-
naviska flugfélagið SAS bjóða
svipuð fargjöld „innan hóflegra
marka" að því er Knut Hagrup
forstjóri sagði í dag.
Northwest Airlines hefur að-
setur í Minnesota og tekur við
ferðum á leiðum sem Pan
American-flugfélagið hefur
hingað til flogið yfir Norð-
ur-Atlantshaf. Gert er ráð fyrir
því að reglulegt áætlunarflug
til og frá Stokkhólmi og Kaup-
mannahöfn hefjist 1. ágúst.
Fargjaldabeiðni Northwest er í
athugun hjá skandinavískum
flugmálayfirvöldum.
gíslar í
myrtir
ingar um afdrif hugsanlegra gísla_
sem væru enn í höndum uppreisn-
armanna. Þeir 150 hermenn út-
lendingahersveitarinnar sem eru
enn í Kolwezi hafa árangurslaust
leitað að gíslum og hvítum mönn-
um sem kunna að hafa farið í
felur.
Ráðuneytið birti í gær lista með
nöfnum 48 Frakka í Zaire sem ekki
er vitað hvar eru niðurkomnir, en
á það er lögð áherzla að ekki sé
víst að þetta fólk sé' fangar
uppreisnarmanna þótt þess sé
saknað.
Mobutu sagði að aukin hern-
aðaraðstoð Marokkóma/ina væri á
undirbúningsstigi. Hann sagði að
Zairemenn mundu fá hernaðarað-
stoð frá Afríkuríkjum sem teldu
sér ógnað af Rússum og Kúbu-
mönnum og að ekki yrði sent til
Zaire herlið á vegum Einingar-
samtaka Afríku (OAU).
Forsetinn sagði að árás upp-
reisnarmanna á Zaire hefði gengið
undir nafninu „Hernaðaraðgerð
dúfa“ og' verið upphaflega skipu-
lögð í Havana í marz. Hann kvað
skjöl sanna að uppreisnarmenn
hefðu hitzt í Algeirsborg 28. marz
til að ljúka undirbúningi árásar-
innar á Kolwezi. Upphaflega hefði
átt að gera árásina 10. júní og því
hefðu Zaire-mepn verið óviðbúnir
árásinni er hún var gerð 11. maí.
Nokkrir leiðtogar frá aðildarlöndum NATO hlýðd á Josef Luns
framkvæmdastjóra við setningu ieiðtogafundar bandalagsins. Efst
á myndinni er Konstantín Karamaniis forsætisráðherra Grikk-
lands, þá Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, Jimmy Carter
forseti og loks Bulent Ecevit forsætisráðherra Tyrklands.
Handtökur
við komu
Brezhnevs
Prag, 30. maí. Reuter.
Öryggislögreglan í Prag handtók
að minnsta kosti 11 andófsmenn
úr mannréttindahreyfingunni á
heimilum þeirra skömmu áður en
Leonid Brezhnev, forseti Sovét-
ríkjanna, kom í opinbera heim-
sókn til Tékkóslóvakíu. Þetta eru
mestu lögregluaðgerðir gegn
hreyfingunni síðan hún var stofn-
uð fyrir 16 mánuðum.
Einn þriggja talsmanna
hreyfingarinnar, heimspekingur-
inn Ladislav Hejdanek, var meðal
þeirra sem voru handteknir.
Leitað var á heimili hans og
fjögurra annarra andófsmanna.
Andófsmenn segja aðgerðirnar séu
til þess ætlaðar að koma í veg fyrir
mótmæli meðan á heimsókn
Brezhnevs stendur. Ottazt er að
fleiri hafi verið handteknir.
Arás á þorp
í S-Líbanon
Beirút, 30. maí. AP.
ÍSRAELSKT stórskotalið gerði
skyndilega árás á þorp múhameðs-
trúarmanna í Suður-Líbanon í dag
og fimm óbreyttir borgarar féllu
og 17 særðust að því er palestínsk-
ir skæruliðar halda fram. Þorpin
eru 12 til 15 km frá landamærum
Israels.
Leiðtogar NATO lýsa ugg út
af umsvifum Rússa í Afríku
Washington, 30. maí. Reuter. AP.
FUNDUR æðstu manna aðildar-
ríkja Atlantshafsbandalagsins
hófst í Washington í dag og þeir
beindu athyglinni að hernaðar-
umsvifum Rússa og Kúbumanna
í Afríku og stirðum samskiptum
Bandaríkjamanna og Tyrkja og
létu í ljós þungar áhyggjur af
vaxandi hernaðarmætti Rússa í
Evrópu.
Carter forseti lýsti yfir því í
setningarræðu að þótt Atlants-
hafsbandalagið léti sig aðallega
Evrópu varða gæti árvekni
bandalagsins ekki einskorðast
við þá heimsálfu eina. Hann sagði
að með starfsemi sinni í Afríku
kæmu Rússar og Kúbumenn í veg
fyrir að einstakar þjóðir gætu
ráðið stefnu sinni.
Jafnframt tilkynnti bandaríska
utanríkisráðuneytið að alþjóðleg
ráðstefna yrði haldin í París í
næstu viku til að ræða sameiginleg
viðbrögð vestrænna ríkja og
Afríkuríkja við aðgerðum Rússa
og Kúbumanna í Afríku. Frakkar
Sadat reiðubúinn í
styrjöld út af Níl
Kaíró, 30. maí. Reuter. AP.
ANWAR Sadat forseti sagði í dag
að Egyptar mundu leggja út í
styrjöld ef eitthvert ríki reyndi að
stífla Níl eða réðist á Súdan.
Þegar fréttaritari spurði Sadat
á blaðamannafundi um fréttir um
að Eþíópíumenn hygðust gera
stíflu á Tana-vatni, einum af
upptökum Nílar. sagði Sadat að
iífsafkoma Egypta byggðist 100%
á Nfl. Þegar hann var að því
spurður hvort hann mundi leggja
út í styrjöld út af Níl, sagði hann
að þar sem um líf eða dauða væri
að tefla mundu Egyptar ekki
hika við það.
Sadat var að því spurður hvaða
afstöðu Egyptar tækju ef Súdan
yrði ógnað vegna stríðs Erítreu-
manna og Eþíópíumanna. Sagði
Sadat að um líf eða dauða væri að
tefla fyrir Egypta og að ef eitthvað
yrði gert á hlut Súdana mundu
Egyptar á samri stundu ganga í lið
með Súdönum. Þjóðirnar eru í
varnarbandalagi og hafa með sér
stjórnmálalega og efnahagslega
samvinnu.
Jafnframt lýsti Sadat því yfir að
hann ætlaði að sjá til í 'tvo mánuði
hvort tilraunir hans til að semja
frið við Israel heppnuðust eða
mistækjust.
Hann sagði að ef tilraunirnar
færu út um þúfur væri þa- r
ekki sagt að öll von væri úti og að
þá mætti reyna aðrar leiðir og
aðrar aðferðir. En hann gaf í skyn
að svo gæti farið að hann féllist
ekki á að endurnýja samninginn
við ísrael um aðskilnað herja á
Sinai-skaga er rennur út í október.
Sadat gaf í skyn að hann kynni
að taka ákvorðun fyrir 26 ára
afmæli egypzku byltingarinnar 23.
júlí.
Jafnframt setti Sadat ofan í við
erlenda fréttaritara vegna skrifa
þeirra um . þjóðaratkvæðið á
dögunum og tók einkum fyrir
fréttaritara The Times, Christoph-
er Walker, og útvarpið í London
Framhald á bls. 18
sögðu að meðal þátttökuríkja yrðu
Bandaríkin, Bretland Frakkland,
Vestur-Þýzkaland og Kanada sem
eiga aðild að Öryggisráðinu auk
Afríkuríkja og ef til vill Ítalíu.
Utanríkisráðherra Frakka,
Louis de Guiringaud, lét einnig í
ljós áhyggjur stjórnar sinnar
vegna þróunar mála í Afríku og
Framhald á bls. 19
Carter forseti býður Geir Hallgrímsson velkominn til Ilvíta
hússins.