Morgunblaðið - 31.05.1978, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.05.1978, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 7 Sigurblað en sorgartónn í fyrsta tölublaði Þjóö- viljans ettír kosningasig- ur AlÞýðubandalagsins i Reykjavík, birtast athyglisverðar hugleið- ingar eftir fréttastjóra blaðsins. Þar er m.a. látið að Þvi liggja, að ekki megi binda of bjartar vonir við hugsanlegt samstarf vinstri afla í borgarstjórn Reykjavíkur og vitnað til vinstri stjórnar í iandsmálum Því til staðfestingar. „Nú stendur fyrir dyrum aö gera málefnasamning við Framsóknarflokkinn og AlÞýðuflokkinn um stjórn borgarinnar næstu fjögur árin,“ segir í Þessari hugleiðingu. „AlÞýðu- bandalagsmenn hafa áð- ur gert samning við borg- araflokka," segir enn- fremur. „Um hefur verið að tefla málefnasamning ríkisstjórna. Síðast mál- efnasamning Þríggja flokka vinstri stjórnar. Það var aö mörgu leyti góö stefnuskrá frá sjónarhóli sósíalista...“ En síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: „En auð- vitaö var ekki staðið við málefnasamninginn." Þetta er skrítið sam- starfsinnlegg í fyrsta blaði Þjóðviljans eftir borgarstjórnarkosningar. „Ekki staðið við samn- inga“ var staðhæfing út af fyrir sig. Orðið „auðvitað" gefur henni svo sérstætt svipmót. „VaLt aö treysta" sam- starfsflokkum En fréttastjóri Þjóðvilj- ans hefur fleira að segja um væntanlega sam- starfsflokka í borgar- stjórn Reykjavíkur. Um Þennan nýja meirihluta segir hann m.a.: „En Það eru Þrjú hjól undir vagn- inum. Og Þau kunna að bila Þegar minnst varir, eða Þegar móti fer að blása.“ En síðan bætir hann við í karlmannleg- um tón og á Þá að líkindum viö eigin flokks- menn: „Við bilum ekki.“ Og enn segir hann: „En Það er valt aö treysta Framsókn og AlÞýðu- flokki. Það segir reynslan...“ Er verið að afsaka eitthvað fyrir fram? Eða er hér einhver „húsbóndatónn" I garð samstarfsflokka? Um hugsanlegt vinstra samstarf í borgarstjórn, skoðaö í Ijósi reynslunn- ar, segir fréttastjóri Þjóð- viljans: „Á stjórnlist AlÞýðubandalagsins á ár- dögum vinstrí stjórnar var einn höfuðgalli. For- ystumenn flokksins svo og Þjóðviljinn notfærðu sér hina pólitísku Þreytu... til að . byggja upp gífurlega eftirvænt- ingaröldu meðal lands- manna. Að mörgu leyti eðlilegt vanproskamerki é sósíalískum flokki sem hlýtur i hverjum tíma að gera flokksmönnum sín- um grein fyrir pví, að samstarf við borgara- flokka hlýtur að vera ein samfelld saga vonbrigða fyrir pá sem trúa pví að sósíalisminn sé handan næsta götuhorns...“ Samfelld sorgarsaga „Samstarf við borgara- flokka (væntanlega er hér átt viö Framsóknar- flokk og AIÞýðuflokk) hlýtur að vera ein sam- felld sorgarsaga...“ Þetta er tónninn í Þjóð- viljanum í upphafi væntanlegs vinstra sam- starfs í Reykjavík. Ööru vísi var tónninn í blaðinu Þegar pað falaöist eftir atkvæðum Reykvíkinga við Þessa „samfelldu sorgarsögu“ — sem nú er svo kölluð í Þjóðviljanuml Enn segir fréttastjórinn á Þjóðviljanum: „Það hef- ur lengi verið skoðun undirritaðs að AlÞýðu- bandalagið ætti ekki aö ganga til neins konar stjórnarsamstarfs við borgaraflokka nema Það hafi trúnað og umboð fólks til að gegna forystuhlutverki í slíku samstarfi." Nú „blasi sú staðreynd við“ að AlÞýðubandalagið „veröi ótvírætt forystuafl og langstærsti flokkurinn í briggja flokka meirihluta- samstarfi í borgarstjórn Reykjavíkur“, Þó „valt sé að treysta Framsókn og AIÞýöuflokki", eins og líka segir í hugleiöing- unni um hina „samfelldu sorgarsögu“. „Alls ekki sammála því,“ segir Alþýöu- | flokkur | Um hiö „ótviræða for- I ystuafl" AlÞýðubanda- lagsins, segir Björgvin Guðmundsson, borgar- I fulltrúi Albýðuflokks hins vegar: „Ég er alls ekki I sammála Því að svo I verði. Mín skoðun er sú að Það eigi aö mynda I Þriggja flokka stjórn um | borgina, sem verði hlið- stæð samsteypustjórnum I Þriggja flokka... að sem | mest jafnræði ríki milli . allra flokkanna, Þannig I að Þar verði enginn einn I flokkur riðandi afl.“ . Kristján Benediktsson, i borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, segir á I sama hátt: „Ég er Þeirrar i skoðunar og byggi Það á reynslu, sem við höfum I úr öðrum bæjarfélögum, i að Þótt flokkar séu mis- stórir, sem fara með I stjórn, fari Það ekki eftir i stærð Þeirra... hvaða forystu og áhrif Þeir hafa I í samstarfinu". Og hann i bætir við: „Þótt Fram- > sóknarflokkurinn hafi að- I eins hlotið einn borgar- . fulltrúa í Reykjavík verð- I ur slíkur meirihluti ekki I myndaður án hans.“ Hér . er minnt á vald Þess sem I oddaaöstööuna hefur. Það er fróðlegt að I skoða Þessi ummæli i borgarfulltrúa AIÞýðu- og Framsóknarflokks í Ijósi I Þess boðskapar, sem i fréttastjóri Þjóðviljans flytur Reykvíkingum í I fyrsta blaði sínu, eftir i kosningar. 10 ástæður fýrir kaupum á PHILCO bvottavélum Q 0 - J 0 Tekur inn heitt og kalt vatn, sem þýðir tíma og rafmagnsspamað. 2. Vinduhraði sem er allt að 850 snún/- mín, flýtir þurrkun ótrúlega. 3. 4 hitastig (32/45/60/90°C), sem henta öllum þvotti. 4. Spamaðarstilling fyrir vatn og raf- magn. 5. 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu, tryggja rétta meðferð þvottar- Viðurkennt ullarþvottakerfi. 7. Stór þvottabelgur, sem tekur 5 kg. og stórar dyr er auðvelda hleðslu. 8. Fjöldi kerfa, sem henta þörfum og þoli alls þvottar. 9. Fullkomin viðgerðarþjónusta er ykkar hagur. { 10. Verðið er mun lægra en á sambærileg- um véluni. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 PHII.CO og fallegur þvottur fara saman. Skíðanámskeið í Langjökli Tvö námskeiö veröa haldin í sumar. 10—15 júní 12 ára og yngri. 15—20 júní 13 ára og eldri. Verö kr. 28.000- Upplýsingar hjá ferðaskrifstofu Guömundar Jónasson- ar h.f. sími 35215 og Tómasi Jónssyni sími 75706. 11 I Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur Sölutjöld 17. júní í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til veitingasölu á þjóöhátíðar- daginn vinsamlegast vitji umsóknareyöublaöa aö Fríkirkjuvegi .11. Opiö kl. 16.15. Umsóknum skal skilaö í síöasta lagi föstudaginn 9. júní Þjódhátídarnefnd. LNJ límtrésbitar og bogar ■ AF HVERJU NOTUM VIÐ LNJ LÍMTRESBITA? Vegna þess að: # Þeir eru ódýrir í uppsetningu. (auðvelt að reisa húsgrind á einum degi) # Þeir eru fallegir á að líta. # Þurfa lítið viðhald. # Ryðga ekki. # Þeir veita mikið viðnám gagnvart eldi. # Léttir í meðförum. # Hægt að saga, skrúfa og negla í þá með einföldum verkfærum. # Skapa ótrúlega marga möguleika fyrir verkfræðinga og arkitekta. # Öruggt framleiðslueftirlit. # Góð og fljót þjónusta. # Stuttur afgreiðslufrestur. # Hagkvæmt verð. Eigum þessar stærðir fyrirliggjandi: 90x400 mm í allt að 25 m lengd 90x300 mm í allt að 25 m lengd 65x266 mm í allt að 25 m lengd Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.