Morgunblaðið - 31.05.1978, Qupperneq 10
10
MORGUNBMÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
Frá vinstri. Ásgeir Erlintí Gunnarsson, Óskar Eggertsson og Ingólfur Eggertsson.
Rafmagnsverkstæðið
Póllinn hf., ísafirdi:
Erum bjartsýnir á að þetta
eigi eftir að ganga vel
-segir Ásgeir E. Gunnarsson framkvæmdastjóri
• Rafverktakafyrirtækið Póllinn h.f. er eitt
þeirra fyrirtækja á ísafirði sem er tiltölulega
ungt, en það var stofnað árið 1966. Stofnendur
voru 5, bræðurnir óskar, Haukur og Ingólfur
Eggertssynir, ásamt Gunnari Steinþórssyni og
Hans W. Haraldssyni. óskar sem er rafvirkja-
meistari hafði um skeið rekið raftækjavinnustofu
á ísafirði og til að færa út kvíarnar var fyrirtækið
stofnað. óskar Eggertsson var framkvæmdastjóri
fyrstu árin en um síðustu áramót tók Ásgeir
Erling Gunnarsson við fjármálunum, en óskar
hefur alla verkstjórn á sinni könnu.
Mbl. var nýlega á ferð vestra og
ræddi þá við Ásgeir og greindi
hann í upphafi frá helztu verkefn-
um Pólsins:
„Aðalverkefnin hafa verið raf-
lagnavinna, hvers konar lagnir og
viðgerðir, rekið er almennt raf-
magnsverkstæði til að annast
viðgerðir á heimilistækjum, ýmis
konar vélum og tækjum fyrir skip
og bíla t.d. í kælikerfum skipa o.fl.,
en öll þjónusta við skipaflotann
hefur aukist mjög með árunum. Þá
er rekin sérstök deild, hönnunar-
deild, en þar ræður ríkjum Örn
Ingólfsson, rafmagnstækni-
fræðingur, og er þar unnið að
hönnun og framleiðslu nýrra
rafeindatækja og við bindum
miklar vonir við þá framleiðslu nú
í náinni framtíð. Auk þess er rekin
verzlun með alls kyns rafíótæki og
heimilistæki, en verzlunarstjóri er
Sigurður Þórðarson."
Póllinn h.f. er í eigin húsnæði
við Aðalstræti 9, en keypt var á
sínum tíma gamalt timburhús og
innréttað fyrir starfsemina. I
gamla húsinu er nú rekin verzlun-
in og skrifstofa fyrirtækisins, en
áfast því hefur nú verið reist stór
bygging er hýsir alla viðgerðar- og
framleiðslustarfsemina. Var það
byggt árið 1975 og verður væntan-
lega tekinn í notkun síðasti
áfanginn nú í sumar. Ásgeir sagði
að starfsmenn Pólsins væru í allt
um 20, aðallega rafvirkjar en
einnig útvarpsvirkjar.
Ásgeir Erling Gunnarsson er
spurður nánar um hönnunardeild-
ina:
„Stærsta verkefnið að sviði
framleiðslunnar er rafeindavog,
sem við getum boðið til kaups nú
á þessu ári og er reyndar verið að
taka eina slíka í notkun hjá
Hraðfrystihúsinu Norðurtangan-
um um þessar mundir. I þetta
fyrirtæki höfum við þegar lagt
nokkrar milljónir, höfum reyndar
sótt um styrk til Framkvæmda-
sjóðs og erum við bjartsýnir á að
þetta eigi eftir að ganga vel. Þessi
vog á að skapa aukna hagkvæmni
í rekstri frystihúsanna með því að
auka eftirlit með nýtingu afla.
Sigurður Þórðarson verzlunar-
stjóri
Eins og ég gat um áðan hefur
einn rafmagnstæknifræðingur
unnið að þessari hönnunarvinnu
síðan 1976. Af öðru á verkefna-
listadeildarinnar má nefna þráð-
laust tímatökutæki, sem þegar
hefur verið reynt í keppni, smíðuð
hafa verið flotvörpuljós, aðallega
eftir pöntunum, þá höfum við
framleitt spennustilla, sjálfvirk
hleðslutæki, baujuljós, álagsstýri-
tæki, en það stjórnar orkunotkun
t.d. hjá þeim sem kaupa ákveðinn
orkutopp, þá stjórnar tæki þetta
alveg orkunotkuninni, og lekaað-
vörunartæki, en það gefur til
kynna þegar of mikill sjór er
kominn i vélarrúm og hefur þetta
tæki m.a. fengið viðurkenningu
hjá Vélbátaábyrgðarfélagi
Isfirðinga."
Hleypti iðnkynningarárið ein-
hverjum fjörkipp í ykkar starf?
„Það hefur áreiðanlega haft sín
áhrif hér eins og víða annars
staðar, þrátt fyrir að hér hafi ekki
verið haldinn dagur iðnaðarins
eins og var víða um landið. En frá
því þessi framleiðsla var sett á
stofn hefur hún hlaðið utan á sig
og þakka ég það því hversu vel
hefur tekizt til með að finna góðar
leiðir til að framleiða á samkeppn-
ishæfu verði vörur til að nota hér,
en það er m.a. vegna þess að við
höfum þróað sjálfir framleiðsluna
og okkur hefur tekizt að bjóða
uppá vörur sem eru vel hæfar til
að þola álag við misjafnar aðstæð-
ur, hvort heldur er fyrir bíla, báta,
vinnuvélar eða annað.“
Eru einhver sérstök vandamál
sem steðja að framleiðslufyrirtæki
úti á landsbyggðinni?
„Eitt af kostnaðarsamari atrið-
um hjá okkur er lagerinn, við
reynum að halda stórum og góðum
lager, því við verðum að hafa allt
efnið við hendina. Hér er ekki
hægt að taka upp símann og
hringja eftir því sem okkur vantar
frá dreifingaraðila í Reykjavík.
Við flytjum einnig inn hluta af
efninu sjálfir og seljum okkar
vinnu á sama verði og gert er í
Reykjavík og hefur þetta ólíkt
meiri kostnað í för neð sér heldur
en fyrir það sem geta sótt í
heildsölur í Reykjavík hvenær sem
vantar einhvern smá hlut. Þetta er
fyrst og fremst það sem fyrirtæki
úti á landsbyggðinni eiga við að
glíma.
„En við erum bjartsýnir," sagði
Ásgeir Erling, „og reynum að
Ein framleiðsluvarannai Lekaað-
vörun fyrir vélarrúm skipa
spjara okkur og það að uppbygg-
ingin gangi ekki eins hratt og
æskilegt væri, þá heldur hún þó
stöðugt áfram og við munum
halda áfram á sömu braut og
þegar hefur verið mörkuð. Við
horfum til þess að Framkvæmda-
sjóður geri eitthvað fyrir okkur
varðandi nýsmíðina, því þótt
styrkupphæðin myndi í sjálfu sér
ekki ná nema skammt yrði hún þó
ótvíræð viðurkenning á þessu
starfi."
Ný sjúkra-
bifreið í
V-Skafta-
feDssýslu
Litla-Hvammi 29. maí
RAUÐA KROSS deild Víkur-
læknishéraðs tekur í dag í
notkun nýja sjúkrabifreið.
Bifreiðin er af Ford-gerð,
úthúin mcð drifi á öllum
hjólum og sérstaklcga innrétt-
uð fyrir sjúkraflutninga með
viðeigandi útbúnaði frá Bíla-
klæðningu í Kópavogi.
Heildarverð bifreiðarinnar
með öllum búnaði er 6.8 millj.
kr., þar af greiðir sýslusjóður
V-Skaftafellssýslu helming
verðsins, en afganginn fjár-
magnar Rauða kross deildin og
fór fram almenn fjársöfnun í
þeim tilgangi. Fjársöfnunin
gekk afbragðsvel og má segja
að fiest öll félög svo sem
Lions-klúbburinn Suðri, kven-
félög, stéttarfélög og sveitarfé-
lög á svæðinu, hvert fyrirtæki
auk einstaklinga hafi lagt sitt
lóð á vogarskálina. Rauða kross
deildin mun sjá um rekstur
bifreiðarinnar.
Stjórn Rauða kross deildar-
innar skipa Jón Ingi Einarsson
skólastjóri, formaður, Steinunn
Pálsdóttir húsfrú, ritari, og
Elsa Tryggvadóttir hjúkrunar-
kóna, gjaldkeri.
— Sigþór
Við Rauðalæk
Til sölu mjög góö 5 herb. íbúö 138 fm aö stærö.
íbúöinni fylgir bílskúr. Makaskipti á minni íbúö
koma til greina.
Upplýsingar gefur
Hafsteinn Hafsteinsson hrl.
Suðurlandsbraut 6.
Sími 81335.
Akurgerði
Til sölu er hæð og rishæö í steinhúsi viö
Akurgerði. (íbúöin í kjallara fylgir ekki). Á hæðinni
eru 2 samliggjandi stofur, eldhús meö borökrók,
rúmgóöur skáli og ytri forstofa. í rishæöinni eru
4 svefnherbergi, baö og gangur. Rólegur og
vinsæll staöur. Upplýsingar gefa undirritaöir.
Þorsteinn Júlíusson hrl. Árni Stefánsson, hrl.
Skólavörðustíg 12, Reykjavík Suöurgötu 4, Reykjavík.
Sími 14045. Sími 14314.
Örn Ingólfsson tæknifræðingur sér um hönnunardeildina.