Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 . 11 Mánasigð Thors fær lofsamlega dóma í Svíþjóð Skáldverk Thors Vilhjálms- sonar. Mánasigð, er komið út í Svíþjóð íyrir nokkru í þýðingu Inge Knutsson. í sænska blað- inu „Arbeitet“ fjallar hinn kunni bókmenntafrömuður Artur Lundkvist um bókina fyrir skömmu og fer um hana lofsamlegum orðum. Hann ger- ir í upphafi grein fyrir Thor og segir þá m.a.> Meðal kynslóðarinnar milli Halldórs Laxness og hinna ungu er Thor Vilhjálmsson öðrum fremur nútímalistamaðurinn á íslandi. Hann er svo uppfullur af þvi, sem hann hefur lifað í Evrópu, að í seinni bókum hans er ekki einu sinni að finna ávæning um neitt íslenzkt. Hann hefur tekið sér fyrir hendur að túlka reynslu sam- tímans á Vesturlöndum í draumkenndum myndum, sem stöðugt umbreytast á magnaðan hátt. Það, sem hann hefur færzt í fang, er afar erfiður hlutur, og það er varla hægt að lá honum, að honum skuli ekki hafa tekizt það að öllu leyti. Hin nýja skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, „Mánasigð“, Thor Vilhjálmsson tekur þó hinum fyrri fram og sýnir greinilegar, hvert hann stefnir. Enn er um nafnlausa frásögn að ræða, án eiginnafna, þar sem aðalsöguhetjan er ævinlega kölluð hann eða mað- urinn. Sagan ber einkenni grímuleiks, þar sem hinir ýmsu einstaklingar skipta litlu máli. Hver sögumaður hverfur í ann- an, og upplifun hvers þeirra er að meira eða minna leyti hin sama. I niðurlagi ritdómsins segir Lundkvist síðan: ---Annars er um að ræða fyrirbæri, atvikarás í málinu, stílbrögðunum, þar sem mest ber á ofhleðslu íburðar og dýrindis.skreytilist, sem nær til ítrustu smáatriða. Þar er að finna víravirki af setningum og þau tiltæki við samsetningu orða, sem heyra til fáguðum kveðskap í óbundnu máli. (Það er hægt að dást að verki þýðandans, sem að öllum líkind- um tekst að varðveita svipmót frumritsins svo vel og skil- merkilega, að hann nái jafnvel áhrifum þess málblæs, sem sérkennilegur er í meira lagi.) Á kápu bókarinnar er rætt um „leit hins vestræna mennta- manns að sínu eigin sjálfi á stöðugum flótta frá sjálfum sér“. Prá almennu sjónarmiði má þetta rétt vera, en að baki dylst flækja, þar sem löngun og leiði takast á, þar sem nær viðnáms- laus hrifning er rofin af hróp- legri hæðni og hátíðleg við- kvæmni og hlífðarlaust spott skiptast á. Þegar öllu er á botninn hvolft er þó hinn leitandi maður útsmoginn og aðfinnslusamur Islendingur, sem aðeins dylur sitt rétta andlit. Hann getur hrifizt af og furðað sig á uppátækjunum í hinum stóra heimi, en lætur ékki lengi blekkjast. Thor Vilhjálmsson virðist nú Framhald á bls. 20. Prófprédikanir í kapellunni í DAG klukkan 2 síðd. flytja fimm guðfræðikandidatar prófprédikan- ir sínar í kapellu háskólans. Þannig skiljast þeir við guðfræði- deild og nám sitt þar með hefð- bundnum hætti. Kandidatarnir eru: Þórhildur Ólafs, Magnús Björn Björnsson, Gunnar J. Gunnarsson, Miyako Þórðarson og Gunnlaugur A. Jónsson. Organ- leikari við athöfnina, sem er öllum opin, er Jón Stefánsson. Már Elísson. Már Elísson formaður fiskimála- nefndar OECD Á fundi fiskimálanefndar Efna- hags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) 22. maí s.l. var Már Elísson, fiskimálastjóri, kos- inn formaður nefndarinnar til eins árs. Már Elísson er fyrsti íslend- ingurinn, sem gegnir nefndarfor- mennsku hjá OECD, en fiskimála- nefndin er til komin vegna tillögu íslendinga árið 1960, þegar OECD var stofnað. Fiskimálanefnd hefur ýmis þýðingarmikil verkefni með höndum, svo sem árlega skýrslu- gerð um þróun sjávarútvegs aðild- arríkjanna, sem ekki eru unnin af öðrum alþjóðastofnunum. V alþór siglir Siglufirði, 27. maí. STÁLVÍK var að landa 140—150 tonnum af þorski og grálúðu af Vestfjarðamiðum. Valþór er far- inn til Englands með 70 tonn af góðum þorski, sem hann fékk á línu við Kolbeinsey. Fraktleiðin liggur um Luxemborg Frá íramleiðendum í mið- og suður evrópu liggur fraktleiðin um Luxemborg hingað heim. Þaðan og pangað er daglegt þotuflug. Láttu okkur beina vörunni pinni á rétta leið. Síminn er 84822. Biddu um fraktsölumann. FLUGFÉLAG ÍSLANDS LOFTLEIDIR íí frakt — mmj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.