Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 Þetta gerðist Júgóslavar til í að framselia Belgrad, 30. maí. AP. Reuter. JÚGOSLAVAR tilkynntu í dag að þeir væru reiðubúnir að fram- selja vestur-þýzku hryðjuverka- mennina fjóra, sem þeir hafa handtekið, en tóku fram að þeir hefðu beðið Vestur-Þjóðverja að framselja jafnmarga júgóslavn- eska hryðjuverkamenn að því er kom fram í frétt frá fréttastof- unni Tanjug. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum í Karlsruhe komu vest- ur-þýzku hryðjuverkamennirnir til Júgóslavíu til að sitja „fund æðstu manna“ Baader-Meinhof— hópsins þar sem átti að ræða nýjar hryðjuverkaaðgerðir í Vest- ur-Þýzkalandi. Hryðjuverkamennirnir telja sig arftaka hinna upphaflegu leiðtoga samtakanna, sem sviptu sig lífi í Stammheim-fangelsi í Stuttgart í október í fyrra. Samkvæmt heim- ildunum í Stuttgart er trúlegt að fleiri hryðjuverkamenn verði handteknir, þó ekki endilega í Júgóslavíu. Vestur-Þýzka lögreglan vill yfir- heyra tvo hinna handteknu, Brig- itte Mohnhaupt og Rolf Clemens Wagner í sambandi við morðin á Hanns-Martin Schleyer, Júrgen Ponto og Siegfried Buback. Vestur-Þjóðverjar neita því að Júgóslavar reyni að skipta á hryðjuverkamönnunum og júgóslavneskum hryðjuverka- mönnum sem hafa verið handtekn- ir í Vestur-Þýzkalandi. Tanjug-fréttastofan minntist heldur ekki á það að samband væri á milli framsalsbeiðni Vest- ur-Þjóðverja og beiðni Júgóslava um framsal júgóslavneskra hryðjuverkamanna. Þýskir embættismenn telja handtökurnar síðasta árangur alþjóðlegrar leitar að vest- ur-þýzkum hryðjuverkamönnum. Alls hafa verið handteknir 12 vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn í Hollandi, Sviss, Frakklandi, Grikklandi og Jógóslavíu. 150 Kúbumenn fara daglega til Angóla Lissabon, 30. maí AP. VESTRÆNIR embættismenn sögðu í dag að Kúbumenn flyttu um þúsund hermenn í hverri viku til Angóla, til að stuðla að örari hernaðaruppbyggingu í iandinu. Heimildirnar hermdu að Kúbu- menn hefðu sent 150 hermenn á viku til Angóla, en upp á síðkastið hefði feröum þangað fjölgað veru- lega og væri nú svo komið að 150 hermenn væru sendir þangað daglega. Samkvæmt sömu heimildum er herstyrkur Kúbu nú í Angóla um 23.000 hermenn. Þá segir að ekki verði greint að fleiri hermenn fari frá Angóla aftur heim til Kúbu nú en áður. Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur hinni miklu fjölgun kúb- anskra hermanna í Angóla, en talið er að hermennirnir fari með hermönnum Angóla í árásarferðir til nágrannalanda Angóla. 1977 — Rhódesíumenn taka bæ í Mozambique. 1973 — Öldungadeild Banda- ríkjaþings samþykkir að stöðva fjárveitingar tii ioftárása á Kambódíu. 1970 — Rúmlega 50.000 farast í jarðskjálfta í Perú, 20.000 saknað og 200.000 siasast. 1966 — Evariste Kimba fv. forsætisráðherra og þrír aðrir dæmdir til dauða í Kongó fyrir samsæri um að steypa Mobutu forseta. 1962 — Stríðsglæpamaðurinn Eichmann hengdur í ísrael. 1961 — Suður-Afríka verður sjálfstætt lýðveldi utan brezka samveldisins. 1942 — Nazistaforinginn Heydrich veginn í Prag. 1937 — Þýzk flotaárás á Almeria, Spáni, eftir loftárásir lýðveidissinna á orrustuskipið „Deutschiand". 1928 — Venizeios snýr aftur til Grikklands sem forsætisráð- herra. 1926 — Gomes de Costa gerir stjórnarbyltingu í Portúgai. 1910 — Sambandsríki Suð- ur-Afríku stofnað. 1902 — Friðurinn í Vereenig- ing bindur enda á Búastríðið. 1793 — Ógnarstjórnin hefst í Frakklandi. Afmali dagsins. Walt Whit- man, bandarískur rithöfundur (1819-1910) - Sir Francis Younghusband, brezkur her- maður — landkönnuður (1863—1942) — Rainier fursti, í Monakó (1923 — —). Innlent. D. Jón Guðmundsson ritstjóri 1875. Orð dagsins. Þeir stjórnmála- menn ná lengst sem segja hæst og oftast það sem allir hugsa — Theodore Roosevelt, forseti Bandaríkjanna (1858—1919). Kristilegir demókratar juku fylgi sitt á Sikiley Palermo, Sikiley, 30. maí. Reuter. Stjórnarflokkur Ítalíu, Kristi- legi demókrataflokkurinn, jók verulega fylgi sitt í héraðskosning- um, sem haldnar voru á Sikiley um síðustu helgi. Samkvæmt tölvuspám munu kristilegir demókratar auka fylgi sitt um 3,6%. Nokkur fylgisaukn- ing mun einnig verða hjá kommúnistum eða 1%.. Fyrstu tölur bentu til að Kristi- legir demókratar fengju 43%. atkvæða, kommúnistar 19% og sósíalistar, sem eru þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, 16,4%.. Samkvæmt þessum tölum tapa sósíalistar 3,2%.. Meö „almennum sérfargjöldum" getur afsláttur af fargjaldi þínu orðið 40%, og enn hærri sért þú á aldrinum 12 - 22ja ára - og ekki nóg með það, nú bjóðum við enn betur. „Almenn sérfargjöld" okkar eru 8-21 dags fargjöld sem gilda allt árið til nær 60 staða í Evrópu. Láttu starfsfólk okkar á söluskrifstofunum, umboðsmerin okkar, eða starfsfólk ferðaskrif- stofanna finna hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. Nú færð þú fjölskylduafslátt til viðbótar flucfelac LOFTLEIDIR ISLANDS Þessi nýi fjölskylduafsláttur gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxemborgar. Fyrst er reiknað út „almennt sérfargjald" fyrir hvern einstakan í fjölskyldunni - þá kemur fjölskylduafslátturinn til sögunnar á þann hátt að einn í fjölskyldunni borgar fullt „almennt sérfargjald" en allir hlnir aðeins hálft.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.